Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Blaðsíða 28
44
MÁNUDAGUR 2. MARS 1987.
• Hagnýtþjálfun
Camigie # Betri þjÓIIUSta
Þjáifun® 9 Anægðara starfsfólk
SÖLUTÆKIMI OG MAIMNLEG SAMSKIPTI
Þjálfun sem stendur yfir í 5 skipti - 2Vz klst. í einu.
Lögð er áhersla á hagnýta notkun námskeiðsins.
EFNISYFIRLIT:
Árangursrikara minni - Að ná betra sambandi við fóik.
Að skiija sjálfan sig betur - Stýra sínu eigin viðhorfi.
Viðhorf okkar gagnvart öðrum og starfinu. Verða ánægðari einstaklingur.
Undirstöðuatriði skoðanaskipta - Koma i veg fyrir misskilning.
Árangursrik fyrstu kynni og áhrif þeirra á væntanlega viðskiptavini.
Að ákveða þarfir viðskiptavinarins og staðreyndir og kosti.
Að verða þakklátari einstakiingur - Verðmæti jákvæðrar hugsunur.
Að bregðast vel við kvörtunum og leysa vel úr vandamálum.
Hjáipa viðskiptavininum að taka jákvæða ákvörðun og ijúka sölunni.
Fagmannieg lokun sölunnar - draga úr tiifinningaiegri ákvörðun að kaupa
og tregðu sölumannsins að biðja um pöntun.
Að lifa og starfa árangursríkara með öðru fólki.
Þriðjudag kl. 15.30-18.00.
Föstudaga kl. 13.30-16.00.
O
STJÓRNUNARSKÓUNN
Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin®
SOGAVEGI 69 -108 REYKJAVÍK @ 82411
pv_____________________ Sandkorn
Ekki
nema...
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra sagði á
Bylgjunni um síðustu helgi að
hann ætlaði ekki að rugla með
kjördaginn 25. apríl nema um
það næðist samstaða milli
stjómarflokkanna. Áður hafði
Steingrímur sagt við D V að
25. apríl væri endanleg á-
kvörðun.
Sumir á Akureyri hafa sagt
að þetta þýddi með öðrum orð-
um: „Já, já og nei, nei.“
Shortarinn
Skákmeistarinn Short renn-
ir hverjum stórmeistaranum á
fætur öðrum upp á IBM-skák-
mótinu þessa dagana. Allir
furða sig óskaplega á dugnaði
þessa unga Englendings. En
vita menn ekki að margur er
knár þótt hann sé smár (eða
short öllu heldur)?
Hlýindi -
því miður
Nú berast þær fréttir frá
Skagafirði að hlýindin í vetur
hafi sett strik í reikninginn
hjá bændum sem stunda veið-
ar á vötnum, svo ótraustur
hafi ísinn verið. Hlýindin eru
greinilega orðin hitamál í
Skagafirðinum.
Grímseyjar-
ævintýri
„íbúum fjölgar," var fyrir-
sögn í frétt í Degi sl. þriðjudag
frá Grimsey. Fréttin byrjaði
svona: „Aflabrögð hjá Gríms-
eyjarbátum hafa verið mjög
góð.“ Síðan er farið fleiri orð-
um um afla og aflatölur. Þegar
líður á fréttina kemur fram að
íbúum Grímseyjar hefur fjölg-
að um þrjá. Kom það nokkrum
á óvart? Þeir fiska jú sem róa.
Ámi og
Halídór Blön-
dal
Halldór Blöndal sagði á
fundi á Akureyri um síðustu
helgi að Árni Gunnarsson
hefði rætt við sig þrisvar sinn-
um um að mynda nýj a viðreisn
eftir kosningarnar, þ.e. sam-
starf Alþýðuflokks og Sjálf-
stæðisflokks. Alþýðuflokks-
menn tóku heldur betur við
sér. Árni Gunnarsson sagði
Halldór Blöndal nefnilega
ljúga þessu og bætti við að
ekki þýddi að tala oftar við
hann nema um veðrið.
Árni Gunnarsson.
Halldór Blöndal.
Skippersem
kroppar
„Sæmilegasta kropp að und-
anförnu," sagði Guðmundur
Garðarsson, skipstjóri á Sjáv-
arborgu GK-60, við Dag á
Akureyri á föstudaginn. Með
mynd, sem fylgdi viðtalinu,
sást Guðmundur með hendur
í vösum. Engin furða, honum
hlýtur að hafa liðið illa í nögl-
unum eftir allt kroppið.
Karlmenn
ganga með
í þýddri grein í einu norðan-
blaðanna í síðustu viku kom
fram að fimmti hver karlmað-
ur yrði veikur á meðgöngu-
tímammi. Samkvæmt
einhverri rosalegri rannsókn
voru algengustu einkennin
magakveisa, tannpína, ýmiss
konar verkir og þyngdaraukn,-
ing. „Einn karlmaður þyngd-
ist um 12 kíló á meðgöngu-
tímanum. Hann léttist aftur
þegar barnið var fætt.“
Er nokkur spurning lengur
um það hvort foreldrið gengur
með?
Sáþað fyrir
Leitin að týndu hrossunum
sjö á Þverá var á flestra vörum
á Akureyri sl. mánudag. Allir
biðu spenntir eftir því hvort
hrossin kæmu eins og sjáand-
inn í Sálarrannsóknarfélag-
inu hafði séð fyrir. Margir
hringdu á ritstjórnarskrif-
stofu DV á Akureyri og
spurðu hvort hrossin væru
komin í leitirnar. Ekki var það
nú. Einum varð þá að orði:
„Ég sá það nú alltaf fyrir."
TF-ENN
Áfram með hrossin á Þverá
- mál málanna á Akureyri í
síðustu viku. Þeirra hefur ver-
ið leitað úr flugvél og hefur
Norður-Þingeyjarsýslan að
mestu verið kembd. Nú kalla
flestir Akureyringar flugvél-
ina því skemmtilega nafni
Hrossafluguna.
Rekni hita-
veitustjórinn,
Wilhelm V. Steindórsson,
fyrrum hitaveitustjóri á Akur-
eyri, eða rekni hitaveitustjór-
inn, eins og sumir hafa titlað
hann, vinnur nú að því að
bjarga hitaveitunni í Vest-
mannaeyjum. Næsta verk
hans verður að skoða vand-
ræði hitaveitu Akraness og
Borgarness og svo auðvitað
hitaveitu Akureyrar.
Flestir Akureyringar eru á
því að hluti vandræðanna hjá
Hitaveitu Akureyrar, sem
blasa nú við, sé að Wilhelm
hafi verið rekinn.
Vika hárs-
ins
Vika hársins var á Akureyri
í síðustu viku. Hárskeramir
sögðu auðvitað að þetta væri
líka vika ársins, um það væri
engin spurning. Annars voru
allir Akureyringar með sama
hárið og áður og jafnframt var
óvenj urólegt hjá lögeregl-
unni. Það fóru fáir í hár
saman.
Umsjón: Jón G. Hauksson.
______________________Merming
Leikrit sem lætur
ekki deigan síga
Leiklist jón G. Hauksson, DV, AkureyrL
Lelkfélag Öngulsstaðahrepps sýnlr:
Láttu ekkl deigan siga, Guðmundur Höfund-
ur: Edda Björgvinsdóttir, Hlin Agnarsdóttir.
Leikstjóri: Svanhildur Jóannesdóttir.
Söngtextar: Þórarinn Eldjárn, Anton Helgi
Jónsson.
Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson.
Dansar: Alice Jóhanns.
Söngstjórn: Atli Guðlaugsson, Þórdis Karls-
dóttir.
Sýningarstaður: Félagsheimilið Freyvangur.
Láttu ekki deigan síga, Guðmund-
ur, er skemmtilegt leikrit þar sem
sjálfur sóknarpresturinn í Önguls-
staðahreppi, Hannes Örn Blandon,
er í aðalhlutverki sem Guðmundm’.
Leikritið er fyndið. Þeir sem muna
eftir 68-kynslóðinni hafa mest gaman
af því. Bestan leik fannst mér Ingólf-
ur Jóhannsson sýna í hlutverki sínu
sem sonur Guðmundar, svo og Stef-
án Gunnlaugsson, sem Hólmgeir.
Leikritið gengur út á samtal feðg-
anna. Guðmundur segir syni sínum,
Garpi, frá lífshlaupi sínu frá því
hann kynntist Höllu, móður Garps,
á stúdentsárum þeirra, til dagsins í
dag. Guðmundur er 39 ára en Garpur
19 ára.
Feðgarnir ræða saman
Á milli þess sem feðgamir ræða
saman bregða áhorfendur sér aftur
í tímann með Guðmundi og fylgjast
með honum upplifa atburðina sem
hann er að segja drengnum. Oft
geysiskemmtilegar skiptingar úr
samtali feðganna og yfir í fortíðina.
Guðmundur kynnist Höllu og
Leildist
Jón G. Hauksson,
eignast þau soninn Garp skömmu
eftir að þau verða stúdentar. Guð-
mundur fer i háskólann en Halla
vinnur úti. Hann kynnist námsman-
nauppreisnum þar sem kjörorðinu:
Námsmenn em líka menn, er hamp-
að. Guðmundur kynnist Ingu á
baráttufundunum og skilur við
Höllu. Guðmundur fer í stjómmála-
fræði og byrjar ákaft að mótmæla
Víetnamstríðinu og öllu hemaðar-
brölti. Hann hættir í háskóla og fer
í jámsmíði. Hann kynnist Dröfn á
útifundi Víetnamhreyfingarinnar og
geíúr Ingu upp á bátinn.
Svona gengur þetta koll af kolli.
Guðmundur fer í sálfræði, hann frí-
kar út sem hippi, hann fer í félagsr-
áðgjöf, verður rauðsokkur, les
bókmenntir, gengur í Torfusamtök-
in, gerir upp gamalt hús, skrifar um
mat og heilsu og leikritið endar þeg-
ar hann er að byrja á bókinni stóm.
Á milli þess sem hann tekur sér
hverju sinni fyrir hendur byijar
hann yfirleitt með nýrri konu.
Guðmundur er skoðanalaus
maður
Guðmundur er alltaf að leita. En
Guðmundur er fyrst og fremst skoð-
analaus maður. Hann lætur aðra
stjóma skoðunum sínum og tilfinn-
ingum. Hann hefur þessa skoðun
þegar hann talar við þennan og aðra
skoðun þegar hann talar við annan.
Leikstjórinn, Svanhildur Jóhann-
esdóttir, hefur unnið mjög gott starf.
Áhorfendur fá það ekki á tilfinning-
una að þeir séu staddir í áhuga-
mannaleikhúsi úti í sveit nema
vegna þess að þeir finna það á stól-
unum og sjá það á hinni klassísku
félagsheimilisbyggingu Frejrvangs.
Leikmynd er sérlega lipur og jafn-
framt frumstæð, hún er að mestu úr
bárujámsplötum. Skemmtileg og
óvenjuleg leikmynd.
Söngtextar Þórarins Eldjárns og
Antons Helga Jónssonar eru hnyttn-
ir. Þá vinnur Jóhann G. Jóhannsson
ágætisverk með lögum sínum. Þess
skal getið að þetta er ekki popparinn
Jóhann G. heldur Jóhann sem starf-
að hefúr fyrir Leikfélag Reykjavík-
ur.
Með smáatriðin á hreinu
Hæfni þeirra Ingófs Jóhannssonar
og Stefáns Gunnlaugssonar sem
leikara í þessu leikriti sést best á því
að þeir em með öll smáatriði á
hreinu hjá þeim manngerðum sem
þeir leika.
Leikur er annars prýðilegur og
langt fyrir ofan það sem gengur og
gerist hjá áhugamannaleikhúsi. Ég
segi það hiklaust að það er vel til
fundið að fara í Freyvang og sjá
Láttu ekki deigan síga, Guðmundur.
-JGH.