Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 2. MARS 1987. 19 Martröðin um markaðs- vædda menntun Un asÍóður , ^eiðsla 9,i5 **** /f - > rLK* „Markaðsvædd menntun, draumur frjálshyggjunnar, er martröð. Martröð sem við verðum að vakna upp af.“ „Aðförin að LÍN er aðeins hluti af að- förinni að íslenska menntakerfinu. Skref í átt að markaðsvæddri menntun.“ Nú er komið að lokum kjörtíma- bils ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins. Eftir 27 ára fjarvem komust sjálfstæðis- menn loks í menntamálaráðuneytið og hófust þegar handa við að koma hugmyndum sinum í gegn. Draumurinn um markaðsvædda menntun Ragnhildui- Helgadóttir settist í stólinn og byrjaði strax að „hreinsa til“. Hún losaði sig við óæskilega starfsmenn (þ.e. menn með aðrar stjórnmálaskoðanir) og réð í stað þeirra unga frjálshyggjumenn með takmarkalausa trú á töfralausnir markaðarins. Nú skyldi gera um- byltingu. Ferskar hugmyndir frjáls- hyggjunnar (lesist: Úreltar hugmyndir sem vom ríkjandi á 19. öld) skyidu fá að blómstra. Mark- aðsvædd menntun með einkaskóla í samkeppni sín á milli. Er það ekki óeðlilegt að skattborgaramir séu að borga fyrir skólarekstur? En sú frekja. Ætlast til þess að menn séu að borga fyrir þjónustu sem þeir nota ekki sjálfir. Það er sjálfsagt að þeir sem nota þjónustuna borgi fyrir hana. Það er aðeins eitt vandamál. Til þess að einkaskólarnir geti skilað gróða verður að hafa nokkuð há skólagjöld. Síðan verður að gera eitthvað við börn dugleysingjanna sem hafa ekki verið nógu sniðugir að koma sér áffam. Því má vel hugsa sér fjársvelta 0g niðurnídda ríkis- skóla fyrir þetta fólk. Allir verða jú að hafa jöfn tækifæri! Það verður bara að koma í veg fyrir að ríkisskól- amir flækist fyrir samkeppninni. Leiðin að markmiðinu Því miður er ekki mögulegt að markaðsvæða menntunina með einu pennastriki. Alltaf em einhveijir að flækjast fyrir. Þetta verður því að gerast smátt og smátt, helst þannig að enginn taki eftir því. Einhvers staðar verður að byrja. Fyrst er nauðsynlegt að svelta skólakerfið íjárhagslega og halda launum kenn- ara niðri. Við skulum bara kalla þetta spamað, það gengur vel í fólk. Síðan, þegar skólakerfið riðar til falls, vegna lélegs aðbúnaðar og flótta kennara, þá er lag. Sjá, skóla- kerfið er að hrynja, menntunin í molum og kennarar flýja. Þetta kerfi gengur ekki lengur. Hér kemur enn ein sönnunin fyrir því hve ríkisrekst- ur er lélegur! Þessu er auðvelt að bjarga. Ef tekið er upp einkaskóla- kerfi bjargast allt. Nægt fjármagn fæst (Bara að hafa skólagjöldin nógu há!) og hægt er að borga kennurum góð laun. Markaðsvædd menntun er lausnin! Offramboð á menntamönnum Eitt vandamál verður einnig að leysa. Það hefur orðið gífurleg aukn- KjaUaiinn Guðmundur Auðunsson háskólanemi ing á langskólanámi fólks hin síðari ár. Böm almennra launþega sækja í auknum mæli slíkt nám. Þetta kemur niður á virðingarstöðu þess hóps sem áður var einn um hituna. Þetta er ekki síst Lánasjóði ís- lenskra námsmanna að kenna. Vandamálíð LÍN Uppbygging og eðli lánasjóðsins er helsta vandamálið. LÍN er ffam- færslusjóður þannig að hann á að tryggja námsmönnum framfærslu meðan á námstíma stendur. Tillit er tekið til fjölskylduaðstæðna, búsetu og tekna. Þetta kerfi ruglar markað- inn. Verið er að gera fjölmörgum kleift að stunda langskólanám, sem „hin ósýnilega hönd“ markaðarins hefði ella ýtt til hliðar. Þessu verður að breyta. F>Tst er að ala á tor- tryggni gagnvart LÍN. Eftir að launin höfðu verið skert um fjórðung var auðvelt að etja saman launafólki og námsmönmmi með því að benda á að námslánin væru hærri en lág- markslaunin. Þá er auðveldara að skerða ffamfærslugrunn LÍN á þeim forsendimi að eðlilegt sé að lánakjör fylgi lágmarkslaunum. Einnig er nauðsynlegt að 1. árs nemar fái ekki lán við upphaf náms því þannig er losnað við marga úr langskólanámi. Að vísu verður að passa sig á því að hætta að tala um að lán fylgi lágmarkslaunum nú þegar lág- markslaunin eru um 4000 krónum hærri en námslánin. Lokatakmarkið er síðan að breyta lögunum þannig að námslánin verði sem óaðgengi- legust. Draumur frjálshyggjumanna - martröð almennings Markaðsvædd menntun. draumur fijálshyggjunnar, er martröð. Mar- tröð sem við verðum að vakna upp af. Martröðin læðist að okkur sof- andi og við losnum ekki undan henni fyr en við rumskum. Sem betur fer hafa sífellt fleiri verið að vakna. En ffjálshyggjumennimir em ekki hættir. Þó þeim hafi mistekist margt hefur annað tekist. Eina leiðin til að stöðva þá er öflug mótspyrna. Máttur samstöðunnar Mér sem námsmanni er sérstak- lega hugleikin aðfórin að Lánasjóði íslenskra námsmanna. Okkur er ætl- að að lifa á rúmum 22000 krónum á mánuði. Þar af eru um 3500 krónur ætlaðar í húsaleigu! Ég borga t.d. helminginn af 18000 krónum á mán- uði í leigu. Þá er orðið ansi lítið eftir. Á ráherraferli Ragnliildar og Sverris hefur franifærsla okkar verið skert um u.þ.b. 20%. Ég á sæti í stúdentaráði og bind vonir mínar við öfluga baráttu hags- munasamtaka námsmanna. Til þess að sú barátta beri árangur verða námsmenn að taka þátt í þeirri bar- áttu. En málefni LÍN er ekkert einkamál námsmanna. Aðförin að LÍN er aðeins hluti af aðfórinni að íslenska menntakerfinu. Skref í átt að markaðsvæddri menntun. Það eru ekki síst hagsmunir launþega- samtakanna, s.s. ASÍ og BSRB, að kröfúnni um jafnrétti til náms verði fylgt eftir. Aukin almenn menntun er einnig forsenda framfara í þjóð- félaginu. Nú í vor fara fram kosningar til Alþingis. Því miður vitum við lítið fyrirfram hvort ftjálshyggjusjónar- mið eða félagshyggjusjónarmið verða ofan á í næstu ríkisstjórn. Nú fara einnig í hönd kosningar til Stúdentaráðs Háskóla íslands. þann 12. mars næstkomandi. Þar eru lín- umar skýrar því félagshyggjumenn innan Háskólans hafa borið gæfu til að sameinast í eina öfluga fylkingu. Það er nauðsynlegt í baráttunni fyr- ir jafiirétti til náms að Félag vinstri- manna vinni góðan sigur í komandi stúdentaráðskosningum. Guðmundur Auðunsson Píndur í belti! ,,í nær 30 vestrænum löndum er nú beitt sektum ef bílbelti eru ekki notuð og með eftirfarandi árangri (60-90% notkunar- hlutfall).“ Hr. Haukur Helgason. í dagblaði þínu, þann 23.02.1987, birtist leiðari, „Pína í belti“, eftir þig. Aðalinntak leiðarans voru mót- mæli gegn því að sekta þá er ekki nota bílbelti og gegn lækkun hám- arkshraða í þéttbýli. Enginn rök- stuðningur er færður fyrir þessum skoðunum en sjálfsagt er hann til í fórum þínum. Af þessu tilefni fysir mig að spyija ráða um eftirfarandi atriði: 1. Hér á landi deyja árlega 25 manns í umferðarslysum og 200-300 hljóta mikil meiðsl og margir örkuml. Sjá mynd I. Eins og fram kemur á myndinni er meirihlutinn á aldrinum 15-19 ára. Þetta fólk hefur að visu ekki öðlast sömu æfingu og þú við akstur bifreiða. í nær 30 vest- rænum löndum er nú beitt sektum ef bílbelti eru ekki notuð og með eftirfarandi árangri (60-90% notkunarhlutfall). Dánartíðni í umferð heíúr lækk- að um 15-40% Meiriháttar meiðsl og örkuml fækkað um > 20-45%. í sumum löndum hefúr lækkunin orðið > 50%. Innlögnum í sjúkrahús hefur fækkað um 20-30%. (Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in 1984.) Kjallaiinn Ólafur Ólafsson landlæknir Undanfari lagaákvæða um sektir voru undantekningarlaust margra ára fræðsla um notkun þeirra án verulegs árangurs. ’Ökukennsla er víðast hvar í mun betra lagi en hér. t.d. er krafist 800-1200 klst. náms fyrir ökukennara í nágrannalöndun- um en hér á landi nægir 27 klst. námskeið! Hvað ráðleggur þú við þessum vanda? Ég bið þig að hafa sérstak- lega í huga ráð til unglinga. 2. Við athugun á lögregluskýrsl- um í Reykjavík 1981-1982 kom í ljós að um 80% þeirra barna á aldrinum 4-14 ára, er lentu í umferðarslysi, slösuðust vegna þess að þau hlupu skyndi- lega í hita leiksins út á götuna (sjá mynd II) og ökumaður náði ekki að stöðva bifreið sína í tíma. Hvaða ráð gefur þú þessum börnum? Gættu að því að þessi slys verða helst milli kl. 14.00 og 18.00 á dag- inn. Þú skalt einnig hafa í huga að yfir helmingur er slasast í um- ferðarslysum hér á landi er börn og unglingar þó að umferðar- fræðsla barna hér á landi í saman- burði við önnur lönd virðist vera í allgóðu lagi. (J. Þ. Bjömsson). Hvað ráðleggur þú bömum og unglingum? Ólafur Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.