Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. Holiday Inn á íslandi: „Gera mjög strangar kröfur um aðbúnað“ - segir Guðbjöm Guðjónsson, eigandi hötelsins Eitt þekktasta vörumerki Banda- ríkjanna, Holiday Inn hótelkeðjan, hefor nú náð að festa rætur á ís- landi því í júnímánuði er áformað að opna Holiday Inn hótel hér í Reykjavík. Það er Guðbjöm Guðjónsson, eig- andi hótelsins, sem náði samningum við Holiday Inn um að fá að nota nafnið en hótelið, sem verið er að reisa í Sigtúni, er af þeirri lágmarks- stærð sem Holiday Inn gerir kröfur um, það er 100 herbergja. Guðbjöm sagði í samtali við DV að hugmyndin um samstarfið við Holiday Inn hefði verið í þróun sl. 2 ár en þeir „... gera mjög strangar kröfur um aðbúnað, bæði fyrir gesti og starfsfólk." Hagur Guðbjöms af nafninu er sá að hann kemst inn í bókunarkerfi Holiday Inn sem nú telur um 130.000 útstöðvar um allan heim, enda um stærstu hótelkeðju heims að ræða. Útstöðvar þessar em í fyrirtækjum sem tengjast ferðamannaiðnaðinum, hótelum, flugfélögum og ferðaskrif- stofum en auk þess er töluverður hluti þeirra í stórfyrirtækjum ytra, það er fyrirtækjum sem panta vissan lágmarksfjölda herbergja af keðj- unni árlega. Nú þegar er hótelið hér þéttbókað yfir sumarmánuðina og sagði Guð- bjöm að mikill áhugi væri fyrir því innan viðskiptaheimsins hér, menn þekktu þessi hótel af dvöl sinni ytra og vildu því panta herbergi fyrir er- lenda viðskiptavini sína sem hingað kæmu í viðskiptaerindum. í Holiday Inn hótelinu hér verða þrír ráðstefnusalir, ferðaskrifstofa og hárgreiðslustofa auk útsýnisbars á efstu hæð en einnig verður sú nýj- ung að til staðar er sérstakur myndlistarsalur þar sem myndlistar- mönnum verður boðið að hafa sýningar. -FRI Svona mun hótelið lita út fullbyggt. Viðskipti Meö FIAT UN0 sanna ítalskir hönnuðir rækilega hæfni sína. Hérfara saman glæsilegt útlit og framtíöar tækni, mikil hagkvæmni og hámarks notagildi. Það er ekki aö ástæðulausu aö FIATUN0 er einn mest seldi bíll- inn í Evrópu. Hann er einfaldlega einstakur, þegar tekið er tillit til aksturseiginleika, útlits, öryggis, þæginda, og síöast en ekki síst, hvaö þú færö mikið fyrir peningana. Skelltu þérstrax í reynsluakstur. Eftir þaö veistu nákvæmlega hvaö veriö er að tala um. HUGEFLI Hótel Loftleiðum 25. mars kl. 19.30. • Hugeflisþjálfun er kvöld- námskeið sem kennir einfaldar og áreynslulausar aðferðir til að efla hæfileika einstaklingsins, og eiginleika hugans á árangursríkan og markvissan hátt . • Námskeiðið byggir á nýjustu rannsóknum í sjálfsefjun, tónlistarlækningum, djúpslökun, og beitingu ímyndunaraflsins. • Með sjálfsefjun getur þú bætt: Minni. Einbeitni. Sjálfsímynd. Sjálfstraust. Viljastyrk. Heilsufar. • Sjálfsímyndin hefur áhrif á alla þætti mannlegrar hegðunar. Hæfileikann til að læra, mögu- leikann til vaxtar og breytinga, val á vinum, aðstæðum og frama. » Ummæli þátttakenda : ▲ Kennir hvemig hægt er að stjóma eigin lífi og láta lífið ekki stjóma sér. A Mjög einfalt, og vægast sagt of gott til að vera satt, en það " virkar ". ▲ Námskeiðið er mjög upplýsandi og bendir mér á mína eigin mögu- leika og leiðir til að standa upp og gera eitthvað til að bæta sjálfan mig og mitt líf. Innritun og upplýsingar ( síma: 622305 (Ðþrídrangur Fræðslu- og upplýsingamiðstöð um heildrænar aðferðir. t essemm s!a a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.