Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. Þarna var um að ræða gosbrunn- inn á Markúsartorgi sem einn af yfirmönnum Ríkisútvarpsins segir að heiti Lekandi þó ekki opin- berlega. Sírennsli? Niðurinn í gosbrunninum dundi í steríóhátölurum heimilanna af þvílíkum krafti að landsmenn þustu í þúsundatali fram í bað- herbergi sín til að reyna að stöðva sírennslið í salernisskálunum. En þá var þetta bara sjónvarpið í út- varpinu. Algengt var að ungabörn vættu buxur sínar við að hlusta á niðinn í steríó og sveitafólki sem flutt er suður á mölina fannst sem það væri komið aftur heim i heið- ardalinn þar sem áin sleikir bakkana rétt við túnfótinn. Þetta var frumlegt atriði. Blómin í gosbrunninn Símalínurnar í nýja útvarpshús- inu voru aftur á móti rauðglóandi á meðan í gosbrunninum heyrðist og voru þar að verki óánægðir sjónvarpsáhorfendur sem vildu ekki hafa gosbrunna í útvarpstækj- um sínum á kvöldin. Enn fleiri hringdu eftir að stjórnandinn hafði tekið á móti blómvendi, sem sagður var frá skipshöfn úti á hafi, og lagt hann frá sér frá sér á borð fyrir framan sig. Stjórnandinn gerði sér ekki grein fyrir því að með því að leggja vöndinn þannig frá sér voru blómin komin í forgrunn myndar- innar sem sást á öllum heimilum í landinu. Krafa þeirra sem hringdu var sú að blómin yrðu sett í vatn. Áhorfendur hafa líklega ekki talið miklum vandkvæðum bundið að kippa slíku smámáli í liðinn miðað við þann vatnsflaum sem var í út- varpstækjunum þeirra. Auðvitað hefðu blómin verið best komin í gosbrunninum. Þau hefðu jafnvel getað verkað sem hljóðdempari. Þorgeir En hvað segir Þorgeir Ástvalds- son um byltinguna sem orðið hefur á rás 2 eftir að hann hvarf til grænni haga? „Þessi tímalenging á dagskrá var búin að vera á teikniborðinu hjá mér lengi. Allar tillögur mínar um breytingar miðuðust við að dag- skráin yrði lengd en þeim var öllum hafnað. Svörin sem ég fékk voru þau að réttara væri að bæta inn- viðina í stað þess að þenja sig út. Breytingamar sem nú hafa orðið eru sjálfsagður hlutur, þó fyrr hefði verið,“ sagði Þorgeir Ástvaldsson. Nú þarf Bylgjan að fá sér gos- brunn. -EIR DV-myndir GVA alla vega virtust útvarps- og sjón- varpsmennirnir ekki vita af honum á meðan á þessari tvöföldu útsend- ingu stóð. Þeir sem heima sátu í stofunum með bæði útvarp og sjón- varp í gangi fóru hins vegar ekki á mis við hann og heyrðu reyndar lítið annað af því sem fram fór. Það gengur ekki lítið á þeg- ar Ríkisútvarp- ið hellir sér út í samkeppnina á öldum ljós- vakans. Ýmsir héldu að stríðið væri endanlega tapað þegar sá gamli sló frá sér svo um munaði síðastliðið mið- vikudagskvöld og beitti þá vægast sagt frumlegum aðferðum: Utvarp- aði sjónvarpsþætti og sjónvarpaði útvarpsþætti - eða þannig. í STOFUNNI Vandræðabarn í lit Hætt er við að hlustendur Bylgj- unnar og áhorfendur Stöðvar 2 hafi ekki verið ýkja margir þetta kvöld því þjóðinni var brugðið og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Allt var samtengt, útvarpið flóði út úr sjónvarpinu og sjónvarpið út úr útvarpstækjunum þannig að það var ekki nema fyrir klókustu menn að finna aðrar stöðvar. Tilefnið var að rás 2, vandræða- barn Ríkisútvarpsins frá því að aðrir fóru að róa á sömu mið, hóf útsendingar allan sólarhringinn svona eins og keppinautarnir. Nú er slagorðið: „Rás 2 hittir í mark“ og það voru orð að sönnu ef mark- ið var sjónvarpið. Nú gátu þeir auglýst eins og Bylgjan sem segist vera útvarp í lit. Byltingin Rás 2 er búin að eiga dálítið bágt undanfarið ár. Skoðanakannanir hafa sýnt að fáir hlusta og Bylgjan hefur verið alls ráðandi á vinnu- stöðunum. Sjálfur útvarpsstjórinn, Þorgeir Ástvaldsson, yfirgaf stöð- ina svona eins og skipstjóri sökkvandi skip sitt og fékk sér nýtt fley. Þorgeir var ekki fyrr farinn en allt ætlaði vitlaust að verða. Nefndarmenn sem unnið höfðu að endurskipulagningu dagskrár rás- ar 2 fóru að gefa út yfirlýsingar um byltingu sem væri í aðsigi og gott ef það stóð ekki hér í DV að rás 2 ætlaði að keppa við sjálft sjón- varpið um hylli landsmanna. Þetta þótti djarfmannlega mælt en þá vissu menn ekki að það ætti að útvarpa í sjónvarpi - og öfúgt. Torgið mikla Leiksviðið var ekki af verri end- anum á miðvikudagskvöldið þegar þessi undur og stórmerki urðu. Sjálft Markúsartorgið í nýja út- varpshúsinu sem skírt er í höfuðið á útvarpsstjóra sem að sjálfsögðu var mættur og hélt ræðu í hljóð- stofu rásar 2 þar sem poppplötu- Kolbrún Halldórsdóttir með blómin sem aldrei fóru í gosbrunninn. snúðar eru vanir að sitja. Uvarpsræðunni var að sjálfsögðu sjónvarpað eins og öðru þetta kvöld. Margt var til skemmtunar, allur íslenski Eurovisionbálkurinn eins og hann leggur sig þetta árið og eitt stykki smokkalag sem kynnt var sem topplag vinsældsalista rás- ar 2 aðra vikuna í röð. Það vissu fáir því allir hafa verið að hlusta á Bylgjuna fram að þessu. Blautur leynigestur Aðalskemmtikrafturinn var hins vegar nokkurs konar leynigestur, Eurovisionstjörnur og fleiri fylgjast meö útvarpinu í sjónvarpinu. Bytting í nkbútvarplnu 18. mar*: Rás 2 keppir við sjónvarpið defti. W Uka við magaa(nþ*ttir til klukkan 16 og enn annar þáttur frá 1&-19. Allir aérþattir varö* hi~ ar fiuttir yfit á mikiö í þá lag^f'* Köneu í' ’ Þessu trúðu fáir fyrr en á var tek- Gunnlaugur Briem, trommuleikari Mezzoforte, gerður klár fyrir útsend ið. Frétt DV. ingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.