Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. Skák Andrei Sokolov Anatoli Karpov Skákáhugamenn í Linares vilja sjá blóð: Nautaat til Karpov og heiðurs Sokolov - Staðan í einvígimi 5'A - 3'A Karpov í vil Karpov heldur enn tveggja vinn- inga forskoti sínu í einvíginu við Sokolov í Linares á Spáni eftir jafn- tefli í tveim síðustu skákunum. Einvígið hefur verið varlega teflt af beggja hálfu og áhorfendum í „Be- nidorm verslanamiðstöðinni", þar sem teflt er. fer stöðugt fækkandi. Aðeins 35 hræður voru í salnum við lok 6. skákarinnar sem Karpov vann en þó tekur salurinn 450 manns í sæti. Og 18 manns fylgdust með er þeir tóku aftur til við 8. skákina sem hafði farið í bið. Sumir voru langt að komnir og sáu mjög eftir ferðalag- inu því að þegar yfirdómari einvígis- ins hafði opnað umslagið og sýnt Karpov biðleik Sokolovs sömdu þeir um jafiitefli. Karpov fékk 10. skákinni, sem tefla átti á fimmtudag, frestað fram á sunnudag og veltu blaðamenn vöng- um yfir því hvort hann hefði gert það af góðsemi sinni eða slægð. So- kolov varð nefhilega 24 ára í gær, föstudag, og fékk því með frestun- inni aukinn tíma til veisluhalda. Þótt áhugi á skákum einvígisins virðist ekki mikill fylgjast fjölmiðlar á Spáni grannt með gangi mála og þeir þóttust aldeilis hafa himin höndum tekið er það spurðist að Karpov og Sokolov yrðu heiðurs- gestir á nautaati í dag. Ætlunin er að þeir veiti sigursælasta nautaban- anum (eða nautinu) verðlaun í lok atsins. Spánveijar vilja sjá blóð og þeim leiðast lognmollulegar skákir sem því miður hefur verið allt of mikið af í einvíginu til þessa. En kannski fá Karpov og Sokolov líka blóðbragð í munninn eftir atið í dag. Keppendur, mótsstjórar, blaða- menn og aðrir sem tengjast einvíg- inu búa allir á sama hótelinu i Linares, sem er nýreist. Karpov og Sokolov borða á sama veitinga- staðnum en þó ekki við sama borð. Salurinn er L-laga og skákmeistar- amir sitja iðulega hvor í sínum endanum og vita varla af nærveru hins. Annars þykir fara tiltölulega vel á með keppendum og þeir ræða málin eftir hveija skák í um 5 mínút- ur. Nú er svo komið að Karpov þarf aðeins tvo vinninga eða fjögur jafri- tefli til viðbótar til þess að ljúka einvíginu. Það ætti honum að takast auðveldlega enda er þegar farið að spá honum sigri. Meira að segja formaður dómnefndarinnar, sem kemur til með að skera úr um ágreiningsmál sem upp kunna að koma, lét hafa eftir sér í viðtali við spænskt dagblað að hann vonaðist til að sinn gamli vinur, Karpov, stæði uppi sem sigurvegari. Það er vitaskuld hneyksli að maður í þess- ari stöðu skuli svo augljóslega draga taum annars keppandans. Annað, sem hefur vakið athygli blaða- manna, er að aðstoðardómarinn, Medina, er óánægður með kaup og kjör og hótar verkfalli. Hann var einnig aðstoðardómari á heims- meistaraeinvíginu í London og segist hafa fengið fjórum sinnum meira fyrir sinn snúð þar. Lítum á 8. og 9. skákir einvígisins. Byijanimar em þær sömu og áður - drottningarindversk vöm er Karpov hefur hvítt, en Caro-Kann vöm er hann hefur svart. Loks kom þó að því að þeir breyttu um stefnu í þessum byijunum og skákunnend- ur fengu að sjá eitthvað nýtt. Það er Sokolov sem er orðinn þreyttur á tilbreytingaleysinu enda verður hann nú að hafa hraðan á ef hann ætlar að jafna metin. Áttunda einvígisskákin: Hvitt: Anatoly Karpov. Svart: Andrei Sokolov. Drottningarindversk vöm. I.d4 Rffi 2. c4 e€ 3. Rffi b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Rc3 0-6 Fyrr í einvíginu lék Sokolov jafhan 7. - d5 strax og gaf Karpov ekki kost á eftirfarandi framhaldi. Karpov notar tækifærið en með því að leika nú 8. Bg2 er hætt við að taflið taki svipaða stefnu og fyrr. 8. e4 d5 9. cxd5 Bxfl 10. Kxfl exd5 11. e5 Re4 12. Hcl c5 13. Kg2. í ljós kemur að svartur hagnaðist ekki á því að ræna hrókunarréttin- um af mótheijanum því að þama er hvíti kóngurinn kominn í var. 13. - Rc6 14. Hel Rxc3!? Algengara er að svartur reyni að tryggja riddarann í sessi með 14. - Í5 og leika síðan (ef hvitur drepur ekki í framhjáhlaupi) Dd7 og Rd8--e6 þar sem riddarinn skorðar kóngs- peðið og stendur vel. Reynslan hefur sýnt að svartur jafiiar taflið ekki fyllilega með þessum leikmáta og því grípur Sokolov til annarra ráða. 15. Bxc3 Dd7 16. Dd3 Hac8 17. Bd2 h6 18. Db5?! Vanhugsaður leikur að því er virð- ist. 18. - Df5! 19. Bc3 cxd4 20. Bb2 Það væri saga til næsta bæjar ef Karpov félli í gildmna 20. Bxd4?? Dxf3 + ! 21. Kxffi Rxd4+ og vinnur drottninguna aftur með manni meira. Hin gryflan er 20. Rxd4?? Rxd4 21. Bxd4 Hxcl 22. Hxcl De4 + og biskupinn fellur. Nei, hann er eldri en tvævetur! 20. - Bc5 21. a3 d3? En nú skilar Sokolov ávinningn- um. Rétt er 21. - a5! og svartur stendur betur. Skák Jón L. Árnason 22. Hedl a5 23. Dxd3 Dxd3 24. Hxd3 d4 25. Rxd4 Rxd4 26. Bxd4 Bxd4 27. Hxc8 Hxc8 28. Hxd4 Hc3 29. b4 Hxa3 30. bxa5 Hxa5 31.f4 g6 Af sinni alkunnu snilld hefur þeim tekist að skipta upp á öllum mönn- unum nema hrókapari og nú blasir jafnteflið við. Framhaldið þarfiiast ekki athugasemda. 32. Kh3 Kffi 33. Hd7 Ha2 34. Hb7 Hb2 35. Hc7 b5 36. Hb7 Kg8 37. Hd7 Kffi 38. g4 Hb3+ 39. Kg2 Hb2+ 40. Kg3 Hb3+ 41. Kf2 Hb2+ Biðleikur Sokolovs og þeir sömdu jafiitefli án þess að tefla áfram. Níunda einvígisskákin: Hvitt: Andrei Sokolov Svart: Anatoly Karpov Caro-Kann vöm. 1. e4 c6 Þessi byijun virðist halda jafntefli í öllum afbrigðum! 2. d4 d5 3. e5 Sokolov reynir nú aðra leið en fyrr. Þannig tefldi Tal í einvíginu við Botvinnik 1961 en hafði ekki árang- ur sem erfiði. í samanburði við franska vöm (1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5) hefur þetta sína ókosti því að nú kemst hvítreitabiskup svarts óhindr- að í leikinn. 3. - Bf5 4. Rc3 e6 5. g4 Bg6 6. Rge2 c5 7. h4 h6 8. Be3 Db6 9. Dd2 Rc6 Ekki vill hann leita á vit ævintýra með 9. - Dxb2?! 10. Hbl Dxc2 11. Hxb7 c4 sem hvítur gæti svarað með 12. Rb5 eða 12. Bg2 með hættulegu frumkvæði í báðum tilvikum. 10. 0-0-0 Til greina kemur 10. h5!?, því að nú nær svartur að rétta hlut sinn kóngsmegin. 10. - h5! 11. dxc5 Bxc5 12. Bxc5 Dxc5 13. Rf4 Rge7 Nú verður hann að koma mönnum sínum á framfæri. Vafasamt er að taka kóngspeðið. 14. Rxg6 Rxg6 15. f4 hxg4 16. h5 Rge7 17. Be2 Da5 18. a3 Slæmt var 18. Bxg4? vegna 18. - d4 og a-peðið er í skotlínunni. Hvít- ur býr sig undir að taka á g4 í næsta leik og svo virðist sem hann eigi betra tafl. Karpov nær að snúa tafl- inu sér í vil með frábærri tafl- mennsku í næstu leikjum. 18. - g3! 19. Bg4 Eflir 19. Hhgl Rf5 20. Bg4 Rce7 stendur svartur vel að vígi. 19. - b5! 20. Hhgl b4 21. Rbl bxa3 22. Rxa3 Dxd2+ 23. Hxd2 Hb8 24. Hxg3 g6! 25. hxg6 Rxg6 Hvítur kemst nú ekki hjá peðstapi. 26. f5 Hhl+ 27. Hdl Hxdl+ 28. Kxdl exf5 29. Bxf5 Rge7 30. Bh3 Rxe5 31. b3 Hb4 32. Rbl f5 33. Rc3 Kf7 34. Re2 Kffi 35. Hc3 Hh4 36. Bg2 Hh2?! Eftir þennan misráðna leik nær hvitur að töfra fram hrókakaup. Vinningsmöguleikar svarts em meiri ef hrókanna nýtur við en nú verður erfitt að gera sér mat úr umframpeðinu. 37. Rf4 d4 38. Hh3! Hxh3 39. Rxh3 R7g6 40. Kd2 Rh4 Biðstaðan - Sokolov lék nú biðleik. Karpov á peði meira en vegna þess hve fá peð em eftir á borðinu er lík- legt að skákinni ljúki með jafiitefli. Þó svo það þyki sannað að Karpov sé Sokolov fremri í endatöflum tókst honum ekki að slá ryki í augu hans í þessari stöðu, þrátt fyrir góða til- raun. Framhald skákarinnar varð: 41. Bb7 Rhffi+ 42. Ke2 d3+ 43. cxd3 Rd4+ 44. Ke3 Rxb3 45. d4 Rd7 46. Bhl Rb6 47. Kd3 Rcl+ 48. Kd2 Ra2 49. Rf4 Rb4 50. Kc3 a5 51. Kb3 Ke7 52. Rg6+ Ke6 53. Re5 Ra6 54. Rc6 a4 f 55. Ka3 Rc7 56. Kb4 Kd6 57. Re5 Rcd5+ 58. Ka3 Re3 59. Kb4 Rc2+ 60. Kc3 Re3 61.Kb4 Kc7 62. Rd3 Rec4 63. Bg2 a3 64. Kb3 Re3 65. Bhl Rbc4 66. Re5 Kd6 67. Rxc4 Rxc4 68. Bg2 f4 69. Bhl Ke6 70.Bg2 Kf5 71. Bhl Kg4 72. d5 Kf5 73. d6 Ke6 74. d7! Kxd7 75. Bd5 - Og í þessari stöðu urðu keppend- ur ásáttir um jafhtefli. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.