Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. Afmæli 70 ára verður nk. mánudag, 23. mars, Aldís Þorbjörg Brynjólfsdóttir Schram. Hún tekur á móti gestum í tilefni afmælisins á morgun, sunnu- daginn 22. mars, í Félagsheimili Fóstbræðra, Langholtsvegi 109-111 kl. 16-18. Félagsvist Kvenfélag Kópavogs Spiluð verður félagsvist nk. mánudag, 23. mars, kl. 20.30 í félagsheimilinu. Allir vel- komnir. TiXkyniungar Kvenfélag Neskirkju heldur fund mánudaginn 23. þ.m. kl. 20.30 i safnaðarheimilinu. Áríðandi málefni á dagskrá. Fundur foreldra í kennara- félagi Hólabrekkuskóla haldinn í Gerðubergi 12. mars sl. lýsir yfir áhyggjum hvert stefnir í skólamálum þessa lands. Æ erfiðara verður að fá og halda hæfum kennurum til kennslustarfa og er þar fyrst og fremst um að kenna lág- um launum og lélegri aðstöðu til að uppfylla þær kröfur sem til skólastarfsins ^eru gerðar. Má þar nefna t.d. nauðsyn þess að skólar séu einsetnir og bekkjar- deildir hæfílega stórar. Fundurinn hvetur eindregið til að samið verði sem fyrst í yfirstandandi kjaradeilu til þess að komist verði hjá boðuðu verkfalli. Orðsending til hugvitsmanna Framleiðsla minjagripa og smámuna fyrir ferðamenn og aðra er eitt af markmiðum Leikfangasmiðjunnar Öldu hf. á Þingevri. auk framleiðslu þroskaleikfanga. Þeir að- ilar sem eru með hugmyndir að minjagrip- um og vildu koma þeim í framleiðslu, ættu að hafa samband við forsvarsmenn Öldu hf. Einkum er sóst eftir framleiðsluhug- myndum sem minna á ísland og þó sér í lagi Vestfirði. Nýtilegar hugmyndir verða greiddar fullu verði auk prósenta af sölu. Þeir hugvitsmenn sem kynnu að hafa áhuga á ofangreindu ættu að hafa sam- band við Leikfangasmiðjuna Öldu hf. í síma 94 8181. Joganámskeið Didi Susama Adarrya, sem er sérlærður jógakennari frá Filippseyjum og hefur margra ára reynslu að baki, verður með tvö hagnýt jóganámskeið fyrir konur. Þátttakendum verða kynntar slökunarað- ferðir og hugleiðsla og rætt verður um skilning jóga á tilgangi andlegra æfinga. Einnig verður kennt matreiðsla á jurta- fæði. Fyrra námskeiðið hefst 24. mars kl. 19.30 og verður á föstudögum í samtals fjögur skipti, þ.e. nær yfir fjórar vikur. Frekari upplýsingar fást í síma 27050. Almanakshappdrætti lands- samtakanna Þroskahjálpar Vinningur í mars kom á nr. 21552. Tónleikar á Kjarvalsstöðum. Sunnudaginn 22. mars endurtaka Robert W. Becker barítonsöngvari og David Knowles píanóleikari tónleika sína frá 14. mars í vestursal Kjarvalsstaða. Tónleik- amir eru endurteknir vegna fjölda áskor- ana en þeir eru haldnir í sambandi við sýningu Guðrúnar Tryggvadóttur. Tón- leikarnir hefjast kl. 15. Fyrst á dagskrá eru „Ástir skáldsins eftir Robert Schum- Landsmót vélsleðamanna Landssamband íslenskra vélsleðamanna mun halda sitt árlega landsmót í Kerling- arfjöllum 28. og 29. mars nk. Dagskráin verður mjög fjölbreytt að vanda og mun fjöldi vélsleðamanna all staðar af landinu sækja þetta mót. Óperuveisla í Gamla bíói Á sunnudag gengst styrktarfélag Islensku óperunnar fyrir sýningum á óperum af myndböndum í Gamla bíói. Sýndir verða valdir kaflar frá óperusýningum í ýmsum stærstu óperuhúsum heims. Sýnt verður af myndvarpa á stórt tjald sem komið hef- ur verið fyrir á svölum Gamla bíós. Styrktarfélagið hyggst nú í vor efna til óperukvölda fyrir styrktarfélaga þar sem heilar óperur verða sýndar með þessum hætti. Sýningin er opin öllu óperuáhuga- fólki frá kl. 14-18 en fólki er frjálst að líta inn hvenær sem er á þessum tíma. Réttindi og skyldur sjúkraliða Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráð- herra setti hinn 17. mars sl. reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 352/1983 fyrir Sjúkraliðaskóla íslands og um réttindi og skyldur sjúkraliða. Reglugerð þessi trygg- ir að sjúkraliðar eigi kost á allt að sex mánaða framhaldsnámi í sérhæfðum greinum. Þetta hefur lengi verið baráttu- mál sjúkraliða og bókanir þar að lútandi verið gerðar í tengslum við kjarasamn- inga. Almennur fundur um fisk- markað á Suðurnesjum verður haldinn í Glaumbergi. Keflavík, sunnudaginn 22. mars kl. 14. Frummæl- endur verða Logi Þormóðsson og Ágúst Einarsson. Atvinnumálanefnd Suðurnesja gengst fyrir fundinum. Burtfararprófstónleikar í Garðabæ Marta Guðrún Halldórsdóttir heldur píanótónleika í safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli í Garðabæ sunnudaginn 22. mars kl. 16. Tónleikarnir eru jafnframt burtfarar- próf Mörtu frá Tónlistarskóla Garðabæjar en hún hefur stundað nám við skólann frá árinu 1979 og kennari hennar þar frá upp- hafí verið Gísli Magnússon. Marta hóf píanónám 8 ára gömul og var fyrsti kenn- ari hennar Kristín Ólafsdóttir. Jafnframt píanónámi sínu hefur Marta lagt stund á söngnám hjá Sieglinde Kahmann. Á efnis- skrá tónleikanna eru verk eftir Bach, Brahms, Mozart, Skriabin og Bartók. Málþing um listir og menningu Eiga stjórnmálaflokkar að móta sér menn- ingarstefnu? Hvernig á að ráðstafa peningum til menningarstarfsemi? Er list nauðsynleg? Þessar spumingar verða meðal þeirra sem fjallað verður um á mál- þingi um listir og menningu í Átthagasal Hótel Sögu á morgun, sunnudag, sem Al- þýðubandalagið gengst fyrir. Þar koma fram fulltrúar ýmissa menningarstofnana og listgreina og gera grein fyrir þeim vanda sem á þeim brennur og ræða leiðir til úrbóta. Að loknum erindum fara fram umræður. Guðrún Helgadóttir, alþingis- maður og rithöfundur, setur ráðstefnuna en málshefjandi er Þorsteinn Gylfason dósent. Málþingið hefst kl. 13 og er öllum opið. ann við texta Heinrich Heine. Eftir hlé syngur Robert aríur úr óperum eftir Ric- hard Wagner. Róbert er búsettur hér á landi og hefur sungið m.a. með Sinfóníu- hljómsveit Islands og í Þjóðleikhúsinu. David Knowles býr einnig á Islandi og er þekktur sem undirleikari auk þess að vera organisti í Kristskirkju. Allir eru vel- komnir á tónleikana og sýningu Guð- rúnar. Aðgangur er ókeypis. Saga rokksins kemur út hjá plötuklúbbi AB Um þessar mundir er verið að dreifa alb- úmum númer níu, tíu og ellefu í Sögu rokksins sem út kemur hjá plötuklúbbi AB. Ein platan er algjörlega helguð Roll- ing Stones. I pakkanum er einnig boðið upp á góðan skammt af Ike og Tinu Turn- er, James Brown, The Monkees, Beach Boys, The Small Faces, Them og síðast en alls ekki síst átta blúslög með John My- all’s Bluesbreakers. Fólk er hvatt til að hlusta vel og vandlega á gítarsóló Clapt- ons í Have You Heard). Pakkinn, sem er fjórar plötur, kostar kr. 1.580. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar eða ganga í plötuklúbb AB geta hringt í síma 25125 eða komið í afgreiðslu AB, Austurstræti 18. Náttúruskoðunarferð austur fyrir fjall I dag, laugardag, fer Áhugahópur um byggingu náttúrufræðihúss kynnisferð um Ámessýslu. Farið verður frá Norræna húsinu kl. 9. frá Náttúrugripasafninu, Hverfisgötu 116 (gegnt lögreglustöðinni) kl. 9.15 og Árbæjarsafni kl. 9.30. Komið verður til baka kl. 18. Allir eru velkomn- ir. Fargjald verður 700 kr. en frítt fyrir börn. 12 ára og yngri, í fylgd með fullorðn- um. Eins og í fyrri ferðum áhugahópsins mun margt koma þátttakendum skemmti- lega á óvart. Leiðsögumenn verða þeir Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur og Jóhann Guðjónsson líffræðingur. Farið verður í Garðyrkjuskóla ríkisins í Hvera- gerði, umhverfisfræðslusetrið að Alviðru skoðað, þaðan verður farið í Náttúru- gripasafn Árnessýslu í Safnahúsinu á Selfossi. Frá Selfossi verður farið í heim- sókn í tilraunastöðvar Búnaðarsambands Suðurlands í Laugardælum og á Stóra- Ármóti. Að lokum verður ekið til Þorláks- hafnar og litið inn í bóka og minjasafnið í Egilsbúð. Hátíðardagskrá í tilefni af 25 ára afmæli Helsingforssáttmálans Mánudaginn 27. þ.m. eru liðin 25 ár frá undirritun Helsingforssáttmálans, sem er grundvöllur norræns samstarfs þjóðþinga og ríkisstjórna Norðurlanda. Af því tilefni beita Islandsdeild Norðurlandaráðs. Nor- ræna húsið og Norræna félagið sér fyrir hátíðardagskrá í Norræna húsinu þann dag. Dagskráin hefst kl. 20.30 í sal hússins. Fundur í skólameistarafélagi íslands, haldinn í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 17. mars 1987, samþykkir eftirfarandi ályktun: „Skólameistarar lýsa yfir áhyggj- um sínum á því ástandi sem nú hefur skapast í skólum landsins vegna verkfalls kennara í HÍK. Kjör kennara hafa nú um langa hríð valdið því að þeir hafa leitað í önnur störf og er svo komið að veruleg röskun á námsferli nemenda blasir við. Skólameistarar beina þeim eindregnu til- mælum til stjómvalda að þau bæti launakjör kennara þannig að samningar náist í yfirstandandi kjaradeilu og kennslustörf verði jafnan eftirsóknarverð hæfu fólki. Reyklaus dagur 27. mars Ákveðið hefur verið að einn dagur í marsmánuði, föstudagurinn 27. mars 1987, verði „reyklaus dagur” hér á landi. Ráð- gert er að framkvæmd hans verði með svipuðum hætti og gert var á reyklausum degi í febrúar 1982. Sá dagur þótti takast vel. Fjölmargir reykingamenn tóku að fullu þátt í deginum eins og til stóð og vitað er að margir þeirra notuðu tækifæ- rið til að hætta að revkja fyrir fullt og allt. Löggjöf um tóbaksvarnir hefur verið í gildi um tveggja ára skeið og haft ómetan- lega þýðingu fyrir það starf sem unnið hefur verið. Því er nú lag til að nýta með- byrinn og hefja öfluga sókn að markmið- inu um reyklaust Island árið 2000. Það er von tóbaksvarnanefndar og RlS 2000 að sem allra flestir reykingamenn gangi í „reyklausa liðið“ þó ekki væri nema fyrir þennan eina dag. Herferð gegn reykingum er núorðið far- in um mestallan heim. Flestar þjóðir hafa á undanförnum árum lagt æ ríkari áherslu á tóbaksvamir og tekið upp öflugar bar- áttuaðferðir í því skyni. Markmiðið með reyklausum degi er fyrst og fremst: 1. Að fá sem flesta til að reykja ekki þann 27. mars. 2. Að fram komi fjölbreyttar upplýs- ingar og fróðleikur um afleiðingar tóbaksreykinga og að umræða skapist um óbeinar reykingar og skaðsemi þeirra og um reyklausa staði. 3. Að sem flestir hætti að reykja þennan dag og að skipulögðum leiðbeiningum verði dreift til þeirra sem þess óska. 4. Að styrkja þann vilja sem fyrir er hjá reykingarmönnum að hætta reykingum. Kannanir hafa leitt í ljós að mikill meirihluti þeirra hef- ur hug á að hætta en vantar tilefnið. Eins og áður segir verður reyklaus dag- ur þann 27. mars og óska tóbaksvarnar- nefnd og RÍS 2000 eftir því að sem flestir láti þetta mikilvæga málefni til sín taka. Liðsinni allra þarf til að unnt sé að upp- skera ríkulega. Starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar munu veita aðstoð og upplýsingar, eftir því sem við verður komið, á heilsugæslu- stöðvum um allt land. Þann 27. mars verður opið hús í Skógarhlíð 8, húsi Krabbameinsfélags Islands, þar sem veitt verður öll hugsanleg ráðgjöf þeim sem hyggjast nýta tilefnið til að hætta að reykja. Jafndægurtónleikar Tónlistarskólans Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykja- vík heldur árlega tónleika sína að Kjar- valsstöðum mánudaginn 23. mars nk. Þar verða fiutt frumsamin verk nemenda, ein- leiksverk, kammerverk og raftónlist. Öll verkin eru fiutt af nemendum Tónlistar- skólans. Tónleikarnir eru öllum opnir. Stuðningsyfirlýsing Nemendur í Kennaraháskóla Islands lýsa hér með fullum stuðningi við félaga í HlK í yfirstandandi kjarabaráttu þeirra. Það er augljóst að með auknum kröfum, sem gerðar eru til kennara, er nauðsynlegt að almenningur geri sér grein fyrir mikilvægi og ábyrgð þess starfs er kennarinn innir af hendi. Við skorum því á stjórnvöld og almenning að taka viðhorf sín til kennara- starfsins til gagngerrar endurskoðunar svo að það megi verða metið að verðleik- um. Bókmenntakynning í Norræna húsinu I dag 21. mars kl. 16 verður síðasta norr- æna bókmenntakynningin á þessu vori í Norræna húsinu og verða að þessu sirini kynntar finnskar bækur. Dagskráin hefst með því að fmnski sendikennarinn, Timo Karlsson, gerir grein fyrir helstu bókum sem komu út í Finnlandi árið 1986 og tal- ar hann á íslensku. Að erindi hans loknu ræðir gestur Norræna hússins, Annika Idström rithöfundur, um verk sín. Allir eru velkomnir á bókmenntakynninguna. Frá skrifstofu borgarlæknis Farsóttir í Reykjavíkurumdæmi í janúar 1987, samkvæmt skýrslum 10 lækna og læknavaktar: Innflúensa 63 Lungnabólga 30 Kvef, hálsbólga. lungnakvef o.fl. 739 Streptokokkahálsbólga, skarlatsótt 41 Einkirningasótt 0 Hlaupabóla 9 Mislingar l Hettusótt 57 Rauðir hundar 0 Maurakláði 3 Iðrakvef 125 Önnur matareitrun 0 Lúsasmit (þ.m.t. flatlús) 13 Lekandi 27 Þvagrásarbólga 31 Chlamydiae 45 * Skógræktarfélag Úlfljótsvatns stofnað Skátar munu stofna félag til að vinna að skógrækt og gróðurvernd við Úlfljótsvatn. Stofnfundur félagsins verður í ráðstefnu- sal Hótel Loftleiða þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 20.30. Á fundinum verður kynning og umræða um skógræktaráætlun fyrir Úlfljótsvatn og fyrirhugaða starfsemi fé- lagsins auk þess sem félaginu verða sett lög og því kosin stjórn. Skátar stigu fyrstu skrefin til markvissar skógræktar er þeir gróðursettu tré í lund til minningar um Helga Tómasson skátahöfðingja í júlí 1986.1 sumar er fyrirhugað að gera veru- legt skógræktarátak. og þarf liðveislu eldri skáta og áhugafólks um skógrækt, því margar hendur vinna létt verk, eins og sagt er. Fermingar Fella og Hólakirkja Ferming og altarisganga sunnud. 22. mars kl. 14.00. Prestur: sr. Hreinn Hjartarson. Auður S. Arndal, Vesturhólum 15 Auður Þórisdóttir, Seiðakvísl 22 Barabara Björnsdóttir, Klapparbergi 25 Birna Sif Atladóttir, Vesturbergi 102 Daði Þór Veigarsson, Suðurhólum 8 Einar Páll Kjartansson, Rituhólum 4 Eygló Jósephsdóttir, Dúfnahólum 4 Freydís Kneif Kolbeinsd., Austurbergi 34 Gréta Pétursd. Jessen, Krummahólum 2 Guðbjörg Lilja Erlendsd., Vesturhólum 5 Halldór Viðar Jakobss., Torfufelli 33 Haraldur Guðmundsson, Austurbergi 32 Helgi Eiríksson, Súluhólum 2 Kristján Öm Ingibjörnss., Vesturbergi 123 Magni Snær Steinþórss., Vesturbergi 88 Magnús Björnss., Neðstabergi 11 Ólafur Hólm Theódórss., Fýlshólum 5 Sigtryggur Öm Sigurðss., Krummahólum 4 Steinar Sigurðss., Klapparbergi 14 Steinunn Kristbjörg Zóphaníasdóttir, Vesturbergi 98 Menna, ný hárgreiðslustofa Nýlega tók Valgerður Jóhannsdóttir við rekstri hárgreiðslustofu Gunnþórunnar Jónsdóttur í JLhúsinu, Hringbraut 121, 2. hæð. Opið verður alla daga frá kl. 9 til 18.30 föstudaga frá kl. 9-20 og laugardaga frá kl. 10 til 16. Veitt verður öll almenn hárgreiðsluþjónusta. Ber hin nýja hár- greiðslustofa nafnið Menna og síminn er 22500. Tapað - Fundið Tík í óskilum á Dýraspítalanum Á Dýraspítalanum er í óskilum grábrún yrjótt tík sem fannst 15. mars í Árbænum. Upplýsingar í síma 76620. Bridge Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 17. mars var fram haldið barometerkeppni félagsins, spilaðar voru 5 umferðir. Efstu skor kvöldsins hlutu: stig 1. Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 114 2. Bragi Björnsson - Þórður Sigfússon 110 3. Brynjólfur Jónsson - Ingimar Valdimarsson 109 4. Sigurjón Helgason - Sveinn Sigurgeirsson 91 5. Óskar Karlsson - Steingrímur Jónasson 90 6. Sigmar Jónsson - Vilhjálmur Einarsson 79 7. Esther Jakobsdóttir - Þorfinnur Karlsson 51 8. Guðrún Hinriksdóttir - Haukur Hannesson 46 9. Jakob Ragnarsson - Friðgeir Guðnason 38 10. Bjarni Pétursson - Ragnar Björnsson 35 Efstir að stigum eru þá þegar 5 um- ferðir eru eftir: 1. Esther Jakobsdóttir - Þorfinnur Karlsson 554 2. Bragi Björnsson - Þórður Sigfússon 435 3. Guðrún Hinriksdóttir - Haukur Hannesson 390 4. Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 381 5. Jakob Ragnarsson - Friðgeir Guðnason 375 6. Kristinn Sölvason - Victor Björnsson 373 7. Sigmar Jónsson - Vilhjálmur Einarsson 303 8. Guðmundur Theodórsson - Óskar Ólafsson 252 9. Sigurjón Helgason - Sveinn Sigurgeirsson 214 10. Jörundur Þórðarson - Hjálmar S. Pálsson 194 Við minnum á ferð bridgedeildar- innar á sæluviku Skagfirðinga, spilaður verður tvímenningur á föstudagskvöld en sveitakeppni á laugardag. Upplýsingar og skráning hjá Sigmari s. 187070 og 35271. Bridgefélag Breiðholts Að loknum 19 umferðum í barómet- erkeppni félagsins er staða efstu para þessi. stig Magnús Oddsson- Lilja Guðnadóttir 237 Ragnar Ragnarsson- Stefán Oddsson 202 Anton R. Gunnarsson- Baldur Árnason 146 Rafn Kristjánsson - Þorsteinn Kristjánsson 143 Ólafur Tryggvason - Sveinn Harðarson H5 Guðmundur Baldursson - Jóhann Stefánsson 107 Næsta þriðjudag lýkur keppninni. Annan þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.