Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Side 6
6 LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. Utlönd Vonast efftir aðstoð Carters við frelsun gísla Reagan Bandaríkjaforseti hefur sagt að fyrirrennari hans, Jimmi Cart- er, sem nú er á ferð um Miðausturlönd, hafi ekki meðferðis nein skilaboð frá honum til yfirvalda í Sýrlandi varð- andi frelsun gíslanna í Líbanon. Reagan bætti því þó við á frétta- mannafundi að hann yrði þakklátur ef Carter gerði tilraun til þess að reyna að fá þá látna lausa þegar hann heim- sækir Damaskus í Sýrlandi um helg- ina. I síðasta mánuði réðust Sýrlend- ingar inn í vesturhluta Beinits þar sem talið er að aðalbækistöðvar mannræn- ingjanna séu. Af tuttugu og sjö erlendum gíslum eru átta Bandaríkja- menn. Á fréttamannafundinum kvaðst Re- agan ekki vera þeirrar skoðunar að vopnasala Bandaríkjamanna til írans hefði haft neikvæð áhrif á samskipti Bandaríkjanna við Miðausturlönd. Þau væru betri nú heldur en þau hefðu verið á undanförnum áratugum. Stúdentar við haskolann i Beirút undirrita hér fimmtíu metra langt bréf sem eiginkonu bandaríska gíslsins Jesse Turner var afhent í gær. Þúsundir manna i Idoha í Bandaríkjunum, heimkynnum Turners, höfðu ritað nafn sitt á bréfið til stuðnings tilraununum við að fá gíslana látna lausa. - Símamynd Reuter Jimmy Carter, fyrrum Bandarikjaforseti, er á ferð um Miðausturlönd og hér leggur hann blómsveig á leiði óþekkta hermannsins i Kaíró í Egyptalandi. - Símamynd Reuter Hækkun hámarks- hraða fýrir Bandaríkjaþing Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur 9,5-11 Lb óbund. Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsogn 11-19 Vb 12 mán. uppsögn 13-20 Sp.vél. 18mán. uppsogn 19 20.5 Bb Ávísanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikningar 4-7 Innlan verotryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb, 6 mán. uppsögn Innlán meosérkjörum 2.5-4 Lb.Ob, Vb Ab.Ob 10-22 Innlán gengistryggö Bandarikjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 9.5-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskar krónur 9-10 Ab.Bb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv) 18,75-20 lb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 21.75 22 Almenn skuldabréf(2) eða kge 20-21,25 Ab.lb. Viðskiptaskuldabréf(1) kge Ób Allir Hlaupareiknmgar(vfirdr.) 20 21 Ib.Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5árum 6-6.75 Lb Til lengri tima 6.5-6,75 Ab.Bb. Lb.Sb, Ób.Vb Utlán til framleiöslu isl. krónur 16.25-21 Ib SDR 7,75-8.25 Lb.Ob Bandaríkjadalir 7.5-8 Sb.Sp Sterlingspund 12,25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5.75-6.5 Bb.Lb. Húsnæöislán 3.5 Ob.Vb Lífeyrissjóðslán 5-6.5 Dráttarvextir 27 VlSITÖLUR Lánskjaravisitala feþ. 1614 stig Byggingavísitala 293 stlg Húsaleiguvisitala . Hækkaði7,5%1.jan HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 113 kr. Eimskip 300 kr. Flugleiðir 450 kr. Hampiðjan 140kr. Iðnaðarþankinn 135kr. Verslunarþankinn 125kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21 % ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil- alána er 2% baeði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema i Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast í OV á llmmtudögum. Ólafur Amarson, DV, New York Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sam- þykkti í gær að fela það í sjálfsvald hvers einstaks ríkis hvort hámarks- hraði á þjóðvegum í strjálbýli verður hækkaður í 104 kílómetra á klukku- stund en hann er nú 88 kílómetrar á klukkustund. Áður hafði öldunga- deildin samþykkt hækkkunina. Nú þarf öldungadeildin að fara aftur höndum um frumvarpið áður en það verður sent forsetanum til undirritun- ar. Það var árið 1973 sem hámarkshraði á bandarískum þjóðvegum var lækk- aður í 88 kílómetra vegna olíukrepp- unnar. Nú eru hins vegar allt aðrar aðstæður í eldsneytismálum og lögin víðast hvar brotin. Flokkamir tveir voru á öndverðum meiði í þessu máli. Demókratar vildu ekki hækka ökuliraðann og sögðu að þessi lági hámarkshraði hefði bjargað fjölda mannslífa á undanfómum árum. Repúblikanar bentu hins vegar á að reglur um hámarkshraða em víðast hvar brotnar og að lög sem enginn fer eftir séu vitlaus lög. Mæðradagur í flóttamannabúðum í flóttamannabúðunum Bourj Al-Barajaneh í Beirút í Líbanon var haldið upp á mæðradaginn í gær. Höfðu konur i búðunum pantað tuttugu tertur frá verslun í Beirút og má hér sjá eina Palestínukvennanna komna „heim“ með hluta góðgætisins. Simamynd Reuter Stiómarskipti ekki líkleg í Noregi Páll Vahjálmsson, DV, Osió: Aðeins gö prósent Norðmanna við stjóntartaumunum af verka- raannaflokkmim á yfiratandandi þingi. Yfir helraingur þjóðarinnar gerír ráð fyrír að radsstjóm Gro Hariem Brundtlands sitji fram að næstu þingkosningura sem fram fara áríðtæð. Þetta keraur firam í skoðanakönn- un norsku Galiupstofrumarinnar. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar er mikið áMl fyrir borgaraflokkana og einkum þann stærsta þeirra, Hægri flokkinn. Hann er hvað ákaf- astur í að koma minnihlutastjóm verkamannaflokksins frá. Á miðvikudag varð hægri flokkur- inn fyrir öðru áfalli þegar miðflokk- amir tveir gengu tdl samstarfe við Verkamannaflokkinn á stórþinginu í kosningu um fúndarstjóra i ár- vissri skattaumræðu á þinginu. Umdeild til- laga um skip með kjam- orkuvopn PáD Vilhjálmsscin, DV, Osló: Vinstri vængur norska verka- mannaflokksins ætlar á landsfundi flokksins að leggja fram tillögur sem banna skipum með kjamorkuvopn að koma til Noregs. Slíkt bann myndi fyrst og fremst beinast gegn banda- rískum herskipum. Landsfundur verkamannaflokksins hefet í næstu viku og búist er við að hart verði deilt um tillöguna. í fyrra var áþekk tillaga lögð fram innan verkamannaflokksins. Þá var henni vísað til nefndar. Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra og formaður verkamanna- flokksins, vísaði í fyrra til yfirlýsingar Tryggve Brattelis, fyrrum forsætisráð- herra, frá árinu 1975 um heimsóknir eriendra herskipa. í yfirlýsingunni segir að Noregur geri ráð fyrir að er- lend ríki virði þá stefnu Norðmanna að á friðartímum skuli kjamorkuvopn ekki vera í Noregi. Bandaríkjamenn geta sætt sig við slíka yfirlýsingu en neita algjörlega að gefa upp hvort kjamorkuvopn séu í einstökum skipum sem leita til er- lendra hafna. Ungir eyðni- sjúklingar Roberto og Miclele heita litlu drengirnir tveir á myndinni. Þeir eru fjórtán og þriggja mánaða gamlir og eru eyðnisjúklingar. Mæður þeirra, sem voru eiturly- fjalyfjasjúklingar, yfirgáfu þá og hafa þeir dvalist á sjúkrahúsi i Torino á ítaliu. Að sögn lækna þar hafa tvenn hjón boðist til þess að ættleiða drengina. - Símamynd Reutcr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.