Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. Ferðamál Að vanda fórum við út og hugðumst leggja ferðaspurningu fyrir gangandi vegfarendur. Kalt var í veðri og var einsýnt að ekki myndu margir vera að hugsa um skíðaferðir en við því að búast að menn létu sig dreyma um pálmatré og sólbakaðar strendur. Aðeins ein manneskja var búin að ákveða að fara á sólarströnd, aðrir voru ýmist ekki búnir að ákveða eða þá að þeir voru að fara út í öðrum erindagjörðum. Védís Daníelsdóttir nemi: Ég ætla alveg að sleppa fríi þetta árið. Eftir prófin fer ég að vinna í menntamála- ráðuneytinu Jakob Haraldsson nemi og nætur- vörður: Já, já, ég ætla að skella mér í frí strax eftir prófin. Ég ætla fyrst að eyða viku í London en síðan verð ég á flakki um Evrópu í þrjár vikur. Jens Johansen netamaður: Ég ætla til Færeyja í sumar og eyði þar fríinu. Kristín Sigurðardóttir verslunar- maður: Já, mig langar að fara í sumarfrí. Ég er ekki búin að ákveða neitt ennþá en mig langar til Ítalíu. Ásrún Ingólfsdóttir hjúkrunarfræð- ingur: Já, ég reikna með að fara í frí og langar til útlanda. Ég er þó ekki búin að ákveða hvert, það kemur svo margt til greina. ímynd íslands: Hreinleiki og ó- mengað umhverfi Um 80 manns tóku Jrátt í ráðstefhu sem Útflutningsráð Islands efndi til í vikunni. Meðal gesta á fundinum vom forseti Islands og utanríkisráð- herra. Til þessa fundar kom Georg Glazer forstjóri stæi-sta fjölmiðlafyr- irtækis í heimi, Hill and Knowlton. Það var hann sem skipulagði allt sem varðaði alheimspressuna á leið- togafundinum í haust. Við ræddum við Þráin Þorvalds- son hjá Útflutningsráði íslands. Hann sagði að lögð hefði verið áhersla á mikilvægi þess að íslend- ingar notfærðu sér þá umfjöllun sem landið fékk vegna leiðtogafundarins en slíkt umtal gleymdist fljótt og því væri nauðsynlegt að gera eitthvað nú þegar. Þá kom fram mikilvægi þess að skilgreina þá markhópa sem beina ætti landkynningunni að. Nauðsynlegt er að skapa sameigin- lega ímynd landsins og verður þar lögð áhersla á hreinleika og ómeng- að umhverfi. Ákveðið var að stefna að gerð á sameiginlegu gæðamerki fyrir allar íslenskar útflutningsvörur og þjónustu. I ráði er að efna til samkeppni um þetta merki. Einnig verður leitað eftir slagorði sem ganga mun i gegnum allar kynning- ar bæði fyrir vörur og þjónustu. „Það er mikill áhugi ríkjandi að gera sameiginlegt átak í stað þess að hver sé að pota í sínu homi,“ sagði Þráinn. „Við hjá Útflutningsrráðinu höf- Nú er landkynningin komin í hendur almannatengslafyrirtækjanna og PR-mönnum treyst til að koma henni á tram- færi. Myndin er tekin úr miðstöð erlendu fréttamannanna á leiðtogafundinum. DV-mynd EJ um ákveðið að snúa okkur að um, það er New Englandsríkjunum Þýskalandi," sagði Þráinn Þorvalds- tveimur ákveðnum markaðssvæð- á austurströnd Bandaríkjanna og son. -A.BJ. Holland kallar: Óvenjuleg landkynning Athygli vöktu tveir látbragðsleikarar, klæddir í KLM bláa búninga, með túlipana i hönd, á samkomu KLM og Amarflugs á miðvikudaginn var. DV-mynd Brynjar Gauti Hollenska flugfélagið KLM bauð í vikunni til sýningar á kynningar- myndinni Holland kallar, í Bíóhöll- inni, í samvinnu við umboðsaðila sinn hér á landi, Amarflug. Á eftir var gest- um boðið upp á veitingar í Broadway. Myndasýningin samanstendur af röð litskyggna sem sýndar eru á þrem tjöldum með fjórbin sýningarvélum. Þetta var stórkostleg sýning, bæði hvað varðar myndimar en ekki síður hljóðið sem gæddi skyggnurnar lífi. Hin mörgu andlit Hollands komu greinilega fram þama í myndinni - mikilvægi Hollands sem ferðamanna- staðar, viðskiptasvæðis, auk þess sem þar er að finna mikið safn listaverka allt frá 17. öld. Konunglega hollenska flugfélagið KLM flýgur til 129 ákvörðunarstaða í 76 löndum frá Schipol-flugvelli í Amsterdam. Schipol-flugvöllur hefur í mörg ár fengið viðurkenningu fyrir gæði á hin- um ýmsu sviðum, hefur m.a. verið kallaður „auðveldasti flugvöllur í heimi“. Þá er átt við að auðvelt er að skipta um flug á Schipol-flugvelli og þar er allt undir einu þaki. Auk þess er fríhafriarverslun talin mjög hag- kvæm á Schipol-flugvelli. Myndasýningin er farandsýning sem fer til 70 landa á tveim árum og verð- ur sýnd 250 sinnum. Ljósmyndarar vom Laura og Hans Samson en þau vom tvö ár að taka myndimar og átta mánuði að fullgera myndina með tón- list og tali. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.