Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rifsfjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. i Helena Albertsdóttir og Lucy: Stuðningsmenn Alberts ætla ekki að sitja aðgerðalausir. DV-mynd S. Stuðningsmenn Alberts tilbúnir í átök: Helena situr við Þorsteinn óskaði eftir að Albert segði af sér mun rtreka þá ósk sína á fundi þeirra um helgina sjá bis. 2 Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfetæðisflokksins, óskaði eflár því að Albert Guðmundsson segði af sér ráðherradómi á eirikafundi þeirra tveggja. DV hefur vissu fyrir þessu. Þorsteinn mun ítreka þessa ósk sína á fundi þeirra um helgina. Á hinum fræga blaðamannafundi í Alþingishúsinu í fyrradag, eftir þinglausnir, vék Þorsteinn sér und- an því að svara spumingum um þetta atriði. „Ég vil fá að ræða við hann aug- liti til auglitis áður en ég svara þessum spumingum,“ sagði Þor- steinn. „Ég hef rætt alvarlega við Albert um þetta mál,“ sagði hann jafhframt á blaðamannaftmdinum. Þorsteinn sagði að mat sitt á því að þetta væri alvarlegt mál byggðist á því að Albert hefði verið fjármála- ráðherra á þeim tíma sem hann tók við greiðslunum frá Hafskip. í ljós hefði komið að greiðslumar hefðu ekki komið fram í bókhaldi fyrirtæk- is Alberts. Ekki er vitað hvenær þeir ræðast við. Albert, sem er væntanlegur heim frá Kaupmannahðfii í dag, kveðst fyrst þurfa að átta sig á því hvað sé að gerast. -KMU i i i i i i síma í Oklahoma „Vinir og stuðningsmenn Alberts Ouðmundssonar munu ekki sitja að- 'erðalausir ef ráðist verður að föður nínum, það er alveg ljóst,“ sagði He- iena Albertsdóttir í símtali við DV frá aeimili hennar í Tulsa, Oklahoma í Bandaríkjunum, síðdegis í gær. „Ég sit héma við símann hinum megin við lafið og er í stöðugu sambandi við stuðningsmenn föður míns.“ Aðspurð sagðist Helena ekki skilja aá ákvörðun Þorsteins Pálssonar að lalda fréttamannafund að foður sínum jarstöddum og svara ekki þeim spum- ngum er upp komu. ^ - Ert þú á leiðinni heim í slaginn? „Ég ætla að bíða eftir að pabbi komi leim og ræða þá við hann. Ég tek svo ákvörðun í framhaldi af því. Þetta ætti að skýrast um helgina,“ sagði Helena. Helena Albertsdóttir stjómaði kosn- ingabaráttu föður síns í prófkjöri sjálfetæðismanna er fram fór í októb- er. Árangurinn varð glæsilegur; Albert náði fyrsta sætinu og ætlar að sitja þar á hverju sem gengur. I viðtali við DV frá þessum tíma hafði Helena eftir- farandi um úrslit prófkjörsins að segja: „Ég ætlaði mér að ná þessum ár- angri og þannig séð komu úrslitin mér ekki á óvart. En sigurinn var stór þegar haft er í huga hversu markvisst var unnið gegn föður mínum í þessu prófkjöri... Þetta er hápólitísk aðför að föður mínum og henni er stjómað úr innsta hring Sjálfetæðisflokksins. Ég veit að þeir sem vilja pabba verst trúa ekki einu sinni þeim óhróðri sem ausið hefur verið yfir hann upp á síð- kastið". -EIR Hulduhers- fundur um „Málið er allt of óljóst til að hægt 8é að tjá síg um það. Þor- steinn á eftir að botna setninguna. Visan er hálfkveðin," sagði Asgeir Hannes Eiríksson, einn helsti stuðningsmaður Alberte Guð- mundssonar. Hulduherinn, stuðningsmanna- sveit Alberte, mun að öllum líkind- um koma saman um helgina, eftir að Þorsteinn og Albert hafa ræðst við, til að meta stöðuna. -KMU Gámar með hvalkjöti p kyrrsettir í Hamborg 4 .................i Gámar með íslensku hvalkjöti hafa verið kyrrsettir í Hamborg eftir að grænfriðungar efridu til mótmæla þeg- ar verið var að skipa þeim upp úr m/s Álafossi. Hvalkjötið á að fara til Jap- „Þeir komu þama fjölmennir með fréttamenn og myndatökumenn í eftir- dragi og rufú innsigli á einum gámi með hvalkjöti," sagði Valtýr Hákon- arson, framkvæmdastjóri hjá Eimskip. Þetta gerðist í gær, laust fyrir hádegi að íslenskum tíma. „Tollayfirvöld í Hamborg hafa stöðvað sendinguna og óskað eftir að fá útflutningsleyfið til skoðunar. Leyf- ið hefur verið sent út og ég reikna með að leyft verði að flytja gámana áfram eftir helgina," sagði Valtýr. Valtýr sagðist líta svo á að yfirvöld í Hamborg hefðu stöðvað sendinguna til að fá fullar sannanir þess að þessi flutningur væri löglegur. Því hlyti deilan að leysast um leið og pappíram- ir bæmst þeim. „Við hljótum hins vegar að huga að hvort ráðlegt sé að senda hvalkjöt eft- irleiðis til Japan gegnum Hamborg. Þá verður lögfræðingi okkar falið að athuga hvaða viðurlögum er hægt að beita menn sem rjúfa innsigli á gám- um,“ sagði Valtýr Hákonarson. GK i i i LOKI Horfur á sunnu- dag og mánudag: Skyldu veðurguðirnir vera að fagna þinglokunum? Það verður norðanátt og kalt í veðri, él norðanlands en bjart veður syðra. Frost 4 til 10 stig. i Greiddi á fjórðu milljón . vegna þjófnaða lögmanns # i Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Rúnar Þór Bjömsson, sem slasaðist í H-100 árið 1980, fékk í gær greiddar um 1.900 þúsund krónur úr ábyrgðar- sjóði Lögmannafélags íslands vegna þess að Magnús Þórðarson lögfræð- ingur stal frá honum slysabótunum. Tveir aðrir fengu í gær greitt úr sjóðn- um tæplega 1,5 milljónir, einnig vegna þess að Magnús Þórðarson stal frá þeim peningum. Þetta er í fyrsta skipti í 11 ára sögu ábyrgðarsjóðsins sem greitt er úr honum. Rúnar Þór slasaðist alvarlega í H-100 árið 1980 þegar hann datt niður lyftilop. Hann lamaðist en eftir þrot- lausa þjálfún komst hann á fætur aftur. Eigendur H-100 vom dæmdir til að greiða Rúnari skaðabætur, sem árið 1984 námu tæpum 1100 þúsund krón- um með vöxtum. Magnús var lögfræð- ingur Rúnars og útbjó hann skuldabréf til fimm ára. Bréfin vom stíluð á Magnús. Hann seldi þau fyrir um 900 þúsund og stal upphæðinni, þ.e. greiddi Rúnari aldrei bætumar. Magnús var nýlega dæmdur gjald- þrota og eignalaus maður. Hann hefúr jafhframt misst lögmannsréttindi sín. Þegar þetta lá ljóst fyrir ákvað ábyrgðarsjóðurinn að greiða Rúnari og er stuldur Magnúsar því að fullu bættur. i i Vonskuveður um allt land i Mikil ófærð er nú á vegum um allt land eftir illviðri sem skall á þegar líða tók á gærdaginn. Einna verst er veð- rið á Norðurlandi. Þá hefur verið mjög hvasst í Hvalfirði og undir Hafnar- fjalli. Margir árekstrar urðu í gær- kvöldi, m.a. lentu nokkrir bílar saman á Vesturlandsvegi. Trausti Jónsson veðurfræðingur sagði að búast mætti við að veðrið stæði fram á næstu nótt. Öllu flugi var aflýst hjá Flugleiðum um miðjan dag í gær og ekki er gert ráð fyrir að viðri til flugs í dag. GK i i á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.