Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Side 18
18 LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. Erlend bóksjá Elmore 0 LEONARD MYWHífie mtwr book wuitxtught Slniwt U«wir«j fiml’- SUplwttiKiMjt ‘Th^tKVftwthrlítff wttw (n Ttw Tekið á móti MR. MAJESTYK Höfundur: Efmore Leonard. Penguin Books, 1987. Aður en Elmore Leonard sló í gegn með harðsoðnum stórborgar- reyíurum sínum samdi hann mörg kvikmyndahandrit. Þessi bók er afrakstur einnar slíkrar kvik- myndar, þar sem töffarinn Charles Bronson fór með hlutverk sögu- hetjunnar. Majestyk. Majestyk þessi er að reyna að koma undir sig fótum sem melónu- ræktandi en lendir þá í útistöðum við glæpamenn. Þeirra hættuleg- astur er leigumorðinginn Frank Renda. En Majestyk, sem er fyrr- verandi hermaður, er ekki á því að láta slíka náunga koma sér á kné: hann tekur á móti svo um munar. Þessi saga, sem var fyrst gefin út árið 1974, er hugguleg aíþrey- ing, en alls ekki í sama gæðaflokki og síðari bækur Leonard sem hafa komið honum í fremstu röð spennusagnahöfúnda vestanhafs. Alba og Gorodish LOLA Höfundur: Delacorta. Penguin Books, 1987. Svissneski rithöfundurinn Dani- el Odier hefur skrifað nokkra óvenjulega reyfara undir höfund- amafninu Delacorta. Höfuðper- sónurnar eru heillandi unglings- stúlka sem Alba nefnist og ævintýramaður að nafhi Gorodish. Saman lenda þau í mögnuðum ævintýrum. Lola er fjórða sagan um þetta sérstæða par sem gefin er út á ensku í kiljubroti. Hinar sögumar: Nana, Luna og Diva, sem hefur verið kvikmynduð með frábærum árangri, em hver annarri betri. Þær hafa áður verið kynntar í Erlendri bóksjá DV. I þessari nýjustu bók Delacorta, sem er engu síðri en hinar fyrri, em þau Gorodish og Alba að leita fyrir sér um skjótfenginn gróða. Þau sjá sér leik á borði þegar orð- rómur kemst á kreik um að poppstjama, sem talin var látin fyrir nokkrum árum, sé í reynd á lífi og lofað er miklum fjárhæðum fyrir að finna hana. En það gengur að sjálfeögðu á ýmsu áður en þeim skötuhjúum tekst að komast til botns í málinu. Um hina endanlegu hraðfiystingu jarðar CAT’S CRADLE. Höfundur: Kurf VonneguL Penguin Books, 1986. Bandaríski rithöfúndurinn Kurt Vonnegut vakti fyrst vemlega athygli með þessari skáldsögu, sem birtist upphaflega árið 1963. Hún er enn í dag ein af auðlesnustu, beinskeyttustu og fyndnustu skáldsögum hans. Það verður ekki sagt að bjartsýni á framtíð mannkynsins einkenni bækur Vonneguts, enda vart við því að búast af manni sem sem upplifði eldvígið mikla í Dresden. í þessari skáldsögu fjallíir hann um endalok lífs á jörð- inni. Það er að vísu ekki eldur kjarn- orkusprengjunnar sem hér veldur ragnarökum - eins og til dæmis í ný- justu skáldsögu Vonneguts, „Galapa- gos“, - heldur ný formúla sem stórskrítinn vísindamaður finnur upp og sem hraðfrystir allt sem fyrir ér, dautt sem kvikt. Upphaf endalokanna er á eyjunni San Lorenzo. Þar býr í felum trúar- bragðahöfúndurinn Bokonon, sem hefúr svar við öllum hlutum í „bibl- íu“ sinni og flest á annan veg en í hinum kristna heimi. Annars minnir ástandið í San Lorenzo harla mikið á Haiti á blómaskeiði Papa Doc. Vonnegut beinir meinfyndnum skeytum í margar áttir í þessari vel gerðu framtíðarsögu og sýnir okkur glögglega þá heimsku mannanna sem leiðir jarðabúa sífellt út í alvarlegri ógöngur. Æskusögur Colette THE CLAUDINE NOVELS. Höfundur: Colette. Penguin Books, 1987. Franska skáldkonan og lífskúnstn- erinn Colette skóp ýmsar eftirminni- legar kvenpersónur í sögum sínum, svo sem Claudine, Gigi og Chéri. í sögum hennar birtist gjaman líf henn- ar sjálfrar, enda var það ekki síður eftirminnilegt. Colette fæddist árið 1873 í litlu sveitaþorpi. Á unga aldri giftist hún rithöfundi, sem lifði á því að láta aðra skrifa greinar og sögur undir sínu nafni, og fluttist tvítug að aldri með honum til Parísar, í meira lagi fáfróð um veruleika stórborgarlífsins. Eftir tveggja ára hamingjusnautt hjóna- band fékk eiginmaðurinn Colette til að skrifa frásagnir af æskuárum sín- um. Þannig varð fyrsta sagan um Claudine til. Hún var gefin út undir nafrii eiginmannsins aldamótaárið 1900 og vakti þegar gífurlega athygli. Eiginmaðurinn krafðist fleiri frásagna af Claudine og Colette hélt áfram að skrifa. Claudine-sögumar urðu fjórar, og kom sú síðasta út árið 1903. Claudine-sögumar höfðu slík áhrif sem á okkar dögum heyra fremur til heims kvikmynda en bókmennta. Þær höfðu til dæmis mikil áhrif á tísku og leikhúslíf Parísarborgar. 1 þessari útgáfú em allar fjórar sög- umar. Enn í dag em þær ánægjuleg lesning. En tíðarandinn er breyttur og frásögnin býr því ekki lengur yfir þeim ferskleika og þeirri djörfung sem átti svo mikinn þatt í vinsældum sagn- anna á fyrstu árum aldarinnar. Rétt er hins vegar að minna á að hér er einungis um að ræða byrjanda- verk Colette. Fjórum árum eftir að síðasta Claudine-skáldsagan kom fyrst út yfirgaf Colette eiginmann sinn og tók upp „frjálslynda" lífshætti. Hún tók upp ástarsamband við kynhverfa konu, lék í djörfúm leiksýningum og vakti á margan annan hátt hneykslun betri borgaranna. En hún hélt jafn- framt áfram að skrifa og vann sér brátt sess sem vinsæll og snjall rithöfundur, bæði fyrir skáldsögur sínar og smásög- ur og frásagnir af lífshlaupi sínu. Svo fór að lokum áð þessi sérstæða kona, sem vakti svo mikla hneykslan og reiði ráðandi manna á yngri árum sínum, varð er frá leið einn af leiðtogum fransks menningarlífs, forseti Aca- démie Goncourt og félagi í Légion d’Honneur. Metsölubækur - pappírskiljur Bretland 1. Garrison Keillor: LAKE WOBEGON DAYS. (1) 2. Dick Francis: BREAK IN.(2) 3. Lucy Irvine: CASTAWAY. (4) 4. Lucy Irvine: RUNAWAY. (3) 5. Hammond Innes: HIGH STAND. (10) 6. Umberto Eco: THE NAME OF THE ROSE. (5) 7. Harold Robbins: THE STORYTELLER. (7) 8. Bob Geldof: IS THAT IT? (6) 9. Ken Follett: LIE DOWN WITH LIONS. (9) 10. Garrison Keillor: HAPPY TO BE HERE. (-) (Tdlur Innan sviga tákna röð viökomandi bók- ar vikuna ó undan. Byggt é The Sunday Times.) Bandaríkin: 01 2. 03. Judith Krantz: l’LL TAKE MANHATTAN. Robert Ludlum: THEBOURNESUPREMACY. Margaret Atwood: THE HANDMAID’S TALE. 4. Elizabeth Forsythe Hailey: JOANNA’S HUSBAND AND DAVID'S WIFE. 5. Tom Clancy: THE HUNT FOR RED OCTOBER. 6. Cynthia Freeman: SEASONS OF THE HEART. 7. Howard Fast: THE IMMIGRANT'S DAUGHTER. Ken Follett: LIE DOWN WITH LIONS. Brauna E. Pouns: AMERIKA. Harold Robbins: THE STORYTELLER. Rit almenns eðlis: 1. Nicholas Pileggi: WISEGUY. 2. Shirley MacLaine: OUT ON A LIMB. 3. Judith Viorst: NECESSARY LOSSES. 4. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 5. Shirley MacLaine: DANCING IN THE LIGHT. (Byggt á The New Vork Times Book Revlew.) 8. 9. 10. Umsjón: Elías Snæland Jónsson QI IIM Auður og ástir THE STORYTELLER Höfundur: Harold Robbins. Pocket Books, 1986. Sérhver ný bók eftir bandaríska rithöfundinn Harold Robbins hafnar undantekningarlaust á metsölulistum víða um lönd. Þessi er þannig sem stendur á listum yfir metsölukiljur bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Robbins fylgir hér sem fyrr þeirri formúlu sem hefur gefist honum svo vel. Höfuðpersónan er metnað- arfullur maður sem lifir fyrir tvennt: peninga og kynlíf. Inn á milli frásagna af sókn söguhetj- unnar, sem að þessu sinni er rithöfundur, upp á við og inn í veröld hinna auðugu, er stungið opinskáum lýsingum af ástum hans og herskara kvenna. Að lok- um nær hann að leggja hina einu sönnu gyðju drauma sinna að fót- um sér, og þau lifa hamingjusöm upp frá því. Söguþráðurinn er einfaldari en oftast áður í Robbins-sögum, enda bókin styttri og fljótlesnari en flestar fyrri bækur höfundarins. Það er ekki til skaða. AKisiom Dl: ANIMA íOn mi Sui i; Aristóteles um sálina DE ANIMA (ON THE SOUL). Höfundur: Aristoteles. Penguin Books, 1987. Sagt hefur verið að gríski heim- spekingurinn Aristóteles hafi með ritverki sínu um sálina (De Anima) fyrstur manna reynt að gefa fræði- lega heildarskilgreiningu á starf- semi hugar og sálar. Þetta verk, sem talið er byggt á fyrirlestrum Aristótelesar (minnis- punktar annaðhvort skráðir af honum sjálfum eða einhverjum nemenda hans), er nú komið út í nýrri enskri þýðingu Hugh Law- son-Tancred sem sömuleiðis skrif- ar mjög ítarjega ritgerð um Aristóteles, þær hugmyndir sem fram koma í þessu ritverki hans og áhrif þeirra á síðari tíma heim- spekinga. Þá hefur hann samið sérstakar skýringar við hvem kafla verksins. Lawson-Tancred segist miða þýðingu sína og ritgerð við að leik- menn í fræðum Aristótelesar geti haft fúllt gagn af. Þessu markmiði virðist hann hafa náð ágætlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.