Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 21. MARS 1987.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr.
Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Of íítið of seint
Sumir bændur, sem eru andvígir nýlegum áherzlu-
breytingum á landbúnaðarstefnu hins opinbera, hafa
sakað ráðamenn stefnunnar um að gera sjónarmið DV
að sínum. Segja þeir, að kvótakerfi búmarks og full-
vinnsluréttar sé upprunnið hjá bændaóvininum sjálfum.
Þetta er hinn mesti misskilningur. Hið eina, sem
gerzt hefur, er, að ráðamenn ríkjandi landbúnaðarstefnu
hafa viðurkennt fimmtán ára gamalt sjónarmið úr þessu
blaði og forverum þess, - að draga þurfi saman seglin
í hefðbundnum landbúnaði sauðfjár og nautgripa.
Hins vegar eru sjónarmiðin, sem flutt voru í Vísi
fyrir fimmtán árum, fyrir nokkru orðin úrelt, því að
ástandið hefur stórversnað síðan þá. Ekki er lengur
unnt að mæla með opinberum stuðningi við rólega að-
lögun hins hefðbundna landbúnaðar að veruleikanum.
Fyrir fimmtán árum var unnt að verja, að framlög
hins opinbera til hins hefðbundna landbúnaðar yrðu
nokkurn veginn óbreytt um skeið, en þeim yrði breytt
úr stuðningi við framleiðslu yfir í stuðning við atvinnu-
skipti í aðrar búgreinar eða störf í þéttbýli.
Þá var í Vísi lagt til, að niðurgreiðslufé, uppbótafé
og annað styrkjafé væri notað til að byggja upp fisk-
eldi og loðdýrarækt í sveitum, iðngarða í bæjarfélögum
og til að kaupa jarðir úr ábúð, svo að bændur gætu
keypt sér húsnæði og endurmenntun í þéttbýli.
Ef hlustað hefði verið á þessi sjónarmið fyrir fimmtán
árum, væri hinn hefðbundni landbúnaður núna ekki
þjóðaróvinur númer eitt, tvö og þrjú. Þá væru aðeins
um 1500 bændur í hefðbundnum landbúnaði og hann
hefði lagað sig að raunhæfum markaði í landinu.
Raunhæft var og er að stefna að framleiðslu hefð-
bundinnar búvöru upp í hluta heildarmarkaðarins
innanlands, eins og hann væri án niðurgreiðslna og
með innflutningsfrelsi, - það er að segja með fullu til-
liti til hagsmuna skattgreiðenda og neytenda.
Fyrir fimmtán árum var hægt að sætta sig við tíma-
bundið framhald útgjalda til landbúnaðar, af því að
aðgerðirnar, sem mælt var með, hefðu leitt að nokkrum
árum liðnum til sparnaðar í útgjöldum skattgreiðenda
og lækkunar á matarkostnaði heimilanna.
Vandinn hefur hins vegar aukizt á fimmtán árum.
Bilið milli markaðshæfni og framleiðslu hefur breikkað
svo, að sambandslaust er orðið á milli. Vandinn hefur
aukizt svo, að almenningur yrði stórauðugur á einu
bretti, ef hann fengi aðgang að erlendri búvöru.
Vandinn hefur belgzt svo út, að hinn hefðbundni
landbúnaður er orðinn að þrautskipulögðu ríkiskerfi,
þar sem hið opinbera ábyrgist ekki aðeins tekjur bænda,
heldur kaupir einnig í raun ákveðið framleiðslumagn,
sem er langt umfram þarfir heilbrigðs markaðar.
Vandinn er orðinn svo hrikalegur, að ekki er fyrirsjá-
anlegt, að byrði ríkisins af þessum niðursetningi sínum
geti nokkuð lækkað. Hver króna, sem fer frá útflutn-
ingsuppbótum yfir í framleiðnisjóð, er notuð til að halda
í horfinu, - halda óbreyttri framleiðslu.
Liðið er fimmtán ára tímabilið, þegar þjóðin hefði
getað lagað niðursetninginn tiltölulega sársaukalítið
að hinum kalda veruleika. Nú er það aðeins hægt með
harkalegum aðgerðum, - með því að skera á hnútinn
og friða heil héruð fyrir bændum og fylgidýrum þeirra.
Undanhald forustuliðs landbúnaðarstefnunnar er of
lítið og kemur of seint. Ekki verður komizt hjá upp-
gjöri þjóðarinnar við óvin sinn númer eitt, tvö og þrjú.
Jónas Kristjánsson
Stopp stopp
stýrimann
Það er engu líkara en að sumir
haldi að tíminn standi kyrr. Og þeir
geti í náðum flokkað listamenn úr
kyrrsæti, iðulega út frá lauslegri af-
spum og daufum minningum frá
löngu liðnum árum, og fengið þann-
ig kyrrlífismvnd af því sem þeir kalla
stöðuna í dag listalífslega séð á ein-
hverjum grundvelli sem ég veit ekki
hvað heitir.
Þetta kemur manni í hug þegar
er verið að umbuna á opinberum
vegum listamönnum með hátíðar-
brigðaheitinu Listamannalaun sem
margir kölluðu styrki og þeir sem
voru fríir af sér nefndu ölmusu. Þetta
árvissa hneyksli er nýorðið og hefur
alltaf verið með endemum, en er
þessu sinni hreinskilnara heldur en
nokkru sinni fyrr því öll æskan er
útstrikuð, og unglömbin i hópnum
útvalda eru varla undir fimmtugu.
Flestir mun eldri en Sigurður Páls-
son langyngstur, og hefúr nefndin
líklega hossast hlakkandi í sætum,
flissað og dillað sér yfir þeirri dirfsku
láta svo efnilegan byrjanda hafa
laun frá sér.
Aldrei hefur eins hreinlega verið
gengið til verks að reyna að stöðva
tímann, láta eins og hann líði alls
ekki til að halda stofustillum þessa
einkennilega klúbbs sem úthlutar
hýrunni. Það væri efni í heila grein
að velta fyrir sér hvaðan þetta fólk
er kallað til að sameinast í andanum
í svona úthlutunamefhd og því
hyggjuviti sem hefur valið það sam-
an til samsætis. Samstillingin hefur
tekist með slíkum ágætum að það
má kannski afsaka það að tveir
nefhdarmanna af sjö hafa haft ein-
hver afskipti af listum og hinn þriðji
afkastamikill áhugamaður, en meiri-
hlutavald í stofunni tryggir að
velvildarhugur til listamanna sem
ekki eru dauðir eða sannanlega örv-
asa spilli ekki að ráði niðurstöðunni.
I gamla daga var listpeningurinn
ragaður og skipt í allmarga gæða-
flokka og mikill ruðningur fylgdi.
Undanfarið hafa flokkamir bara
verið tveir fyrir utan afslöppunar-
og ellistyrk. Og óttalegt slen kring-
um úthlutanir og heyrðist varla
þvarg. Þegar flokkamir vom fleiri
var meiri háttar uppörvun að kom-
ast í svonefndan Elínborgarflokk
sem var kenndur við nafhtogaða
gæðakonu sem hafði góð sambönd
þessa heims og annars. Þegar þang-
að var komið lá við að ódáinsvellim-
ir blöstu við. En það gaman var stutt
því allt í einu vom flokkamir aðeins
tveir og engar útgöngudyr á þeim
efri en í neðri flokkinn verið að taka
stundum inn líkt og í uppörvunar-
skyni ungt fólk, þótt frísklegt væri
og líklegt til dáða. En það var bara
ár og ár í senn. Og með því sat þar
fólk á óvissum aldri sem ekki hafði
kunningsskap við ofannefnda út-
hlutunarmenn ■ eða frændstyrk,
fjárhagsaðstöðu eða pólitíska sem
dygði til að fá að vera í efri flokknum
ævilanga. í síðustu úthlutun er neðri
flokkurinn með öllu felldur niður.
í talfæri
Thor Vilhjálmsson
Það var sagt að Brésnef og hans
fólk óttaðist ekkert eins og ungt
fólk. Vladimir Askenazy sagði við
mig endur fyrir löngu þegar talið
vék að Brésnef að í staðinn fyrir
persónudýrkunina hefði komið
dýrkun meðalmennskunnar. Nú
var aðstaða Brésnefs óh'kt hægari
en þeirra stjórnmálaleiðtoga á Is-
landi sem eru sífellt að krefjast
andlegs frelsis i Sovétríkjunum en
samt koma þeir sínu fram þótt í
smáu sé. Reyndar virðist öllum
sama, nema einum og einum lista-
manni sem er svo aumur að honum
gæti komið vel að fá rúmar 50.000
krónur með bréfdúfu Bessíar og
Blöndals.
En nú víkur sögunni að hinu mikla
metnaðarmáli íslensku þjóðarinnar
að fylgja dæmi Egils Skallagríms-
sonar og fara í víking og geta sér
ódauðlega frægð með tímabærum
hr>'ðjuverkum strandhöggsins. Enn-
þá einbeinist sefjunarmáttur fjöl-
miðla að þyí að koma upp aðkallandi
andarteppu með þjóðinni og skjá-
festa-heimilin í óþreyju eftir úrslitum
í hinni árlegu söngvakeppni sjáenda
og heyrenda sem heitir ekki minna
en Evrópusýn. Og reynir á þolgæði
þjóðarinnar að þrauka nú fram yfir
þessa helgi og grípa ekki til öþrifa-
ráða til að stytta hana og bráðdrepa
tímann í bið eftir að ellefu manna
kviðdómar í gjörvöllum kjördæmum
landsins skeri úr hver fái fararleyfi
að berjast fyrir þjóðina með rykkjum
og skrykkjum og hixti og hoppi,
öngli og söngli, fettandi sig í fatt-
skoltaðri umlan, með brettar ermar
upp fyrir olnboga i glampandi auðn
og glysi að afsanna allt séreðli og
togast á um heimsmeistaratitilinn í
því hver komist lengst í því að vera
hvergi.
Þetta er það sem miðaldra menn
og þungfærir halda að æskan vilji
og sjást ekki fyrir að efla þennan
óþarfa um leið og þeir strika út allan
vaxtarbrodd. Og samtímis því sem
stjómvöld skirrast við tilmælum um
að tryggja að Sinfóníuhljómsveit
æskunnar geti haldið áfram ómet-
andi ræktunarstarfi til að tryggja
framhaldslíf menningar á íslandi.
Vegna þess að tíu lög hafa verið
valin í reimleikum gleðibankans sál-
uga og hvert um sig launað með
150.000 krónum sem er á borð við
þrenn listamannalaun, þá hef ég
reiknað dæmið svolítið lengra og
sýnist að það hefði mátt taka fyrir
upphæðina eina miljón og fimm
hundmð þúsund, eina þtjátíu unga
listamenn og láta þá hafa þessa
margffægu ölmusu B&B. Og gerði
mér til gamans í gærkvöldi að hrað-
buna úr mér nöfnum á þrjátíu
ungum listamönnum á nótæm sem
standa ólíkt nær þvi að hljóta svo-
nefhd listamannalaun en obbinn af
þeim sem sitja óbrottrækir í efri
flokknum. Kannski hefði ekki verið
tiltökumál að láta lagahöfunda hafa
svona 4-5000 krónur fyrir ómakið
og upp í leigubíla með græjur, ef
plötuútgefendur geta ekki séð um
að borga sínum^starfsmönnum eins
og aðrir atvinnurékendur gera. Ann-
ar kostur og betri væri að tíu ungir
listamenn fengju laun sem svarar
greiðslu fyrir svo sen eins og eitt lít-
ið lag á léttvægri stund. Dægurlag.
Svo ör er ffamrás ungra hæfileika-
manna í flestum listgreinum nú, þótt
dynurinn hafi ekki borist inn í stof-
una matsmanna, að ég hika við að
birta þrjátíu manna listann minn af
ótta við að hafa gleymt einhverju
atgervisfólki. Á sama nótæm mætti
kippa úr sæti í effi flokknum ef ól-
arnar eru þá ekki spenntar dag ög
nótt ámóta fjölda manna sem eiga
ekkert tilkall að heita listamenn, en
sitja þama sem gustukamenn stofú-
spekinganna í heiðardalnum sem
þessu ráða. Og hafa þegið þetta sem
heiður, viðurkenningu þess að þeir
séu það sem þeir aldrei munu verða.
Hvað sem líður samsætinu í stof-
unni.
Thor Vilhjálmsson
Þetta er það sem miðaldra menn og þungfærir halda að æskan vilji og sjást ekki fyrir að efla þann óþarfa um leið
og þeir strika út allan vaxtarbrodd.