Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 21. MARS 1987.
Friðrik Þór í erfiðleikum með Skytturnar
Eina vonin að erlendir
aðilar kaupi myndina
ert Gudmundsson . Þórarlnn Osknr r
Au*„r J6n.am, , I
lua MrAton FrtArii M,Fn»rtl<í«on .. f.. . .
Friðrik Þór: nú ganga bara ærslamyndir.
DV-mynd GVA
Enn þurfa 20 þúsund manns að
greiða aðgang að Skyttunum eftir
Friðrik Þór Friðriksson ef takast á
að greiða kostnaðinn við myndina.
Friðrik hefur gefið upp alla von um
að það gerist hér og setur traust sitt
á að myndin seljist á erlendri grund.
Nú hafa um átta þúsund manns séð
myndina sem er langt frá því sem
gert var ráð fyrir í upphafi. Myndin
er nú sýnd í Regnboganum og verður
þar á meðan sýningarnar skila hagn-
aði.
Þrátt fyrir þetta er Friðrik ekki á
því að leggja árar í bát og bíður þess
hvaða viðtökur myndin fær erlendis.
Norskur dreifingaraðili hefur þegar
keypt réttinn til að sýna myndina á
Norðurlöndum og greiddi tvær millj-
ónir fyrir. Verður mvndin frumsýnd
í Osló innan skamms eftir að lokið
hefur verið við að texta hana hér.
Úrslitin ráðast í Cannes
Þá fara Skytturnar á næstu kvik-
myndahátíð í Cannes. Friðrik er í
sambandi við bandaríska og þýska
dreifingaraðila sem ætla að sjá
myndina þar. Eftir kvikmyndahátíð-
ina kemur í ljós hvert framhaldið
verður.
„Það lofar góður að myndin seldist
strax til Norðurlanda þannig að ég
er vongóður um að mér takist að
selja myndina víðar,“ sagði Friðrik
þegar DV ræddi við hann um stöð-
una.
„Það er eina vonin til að ég sleppi
sléttur frá þessu að það takist að
selja myndina til annarra landa.
Fólk hér hefur ekki sótt myndina
eins vel og ég reiknaði með. Mig
vantar nú um fimm milljónir til að
endar nái saman.
Fyrir utan framlag Kvikmynda-
sjóðs er hún fjármögnuð með
bankalánum. Það eru bæði skamm-
tímalán og einnig hafa fjórar fast-
eignir verið veðsettar. Það er sami
gangur á þessu og verið hefur með
aðrar íslenskar kvikmyndir. Eignir
fjölskyldunnar eru undir hamrinum
ef dæmið gengur ekki upp.“
- Blasir þá gjaldþrot við ef ekki tekst
að selja?
„Já, þá blasir ekkert annað en
gjaldþrot við nema aðstoð frá Kvik-
myndasjóði komi til. Þar var þó
samþykkt í fyrra að veita ekki tap-
styrki þannig að það er vonlítið.
Hins vegar hefur Kvikmyndasjóður
tekið að sér að bera kostnaðinn
vegna kynningarinnar í Cannes."
Slæmar aöstæður
- Nú hefur myndin víðast fengið
góða dóma og þeir sem hafa séð hana
eru ánægðir. Hver er skýringin á því
að aðsóknin hefur ekki verið meiri?
„Ég hef eiginlega enga afgerandi
skýringu á því en það má benda á
margt sem trúlegar hefur verkað
þarna saman.
Það veldur örugglega nokkru að
fyrri myndir mína hafa verið óvenju-
legar og ekki höfðað til margra. Þessi
mynd á hins vegar að höfða til al-
mennings en samt er efast um að svo
sé. Það eru auðvitað margir sem til
þessa hafa kunnað að meta myndir
mínar en greinilega ekki nógu marg-
ir. Ég held þó að efni þessarar
myndar hafi ekki þrengri skírskotun
en efni þeirra mynda sem fengið hafa
upp í 70 þúsund manns í aðsókn.
Þá hefur það sín áhrif að myndin
er bönnuð innan 12 ára sem þýðir
að fjölskyldur fara ekki saman að sjá
myndina. Þetta atriði hefur þó tæp-
ast afgerandi áhrif.
Stöð 2 tekur sitt
Það hefur og áhrif á aðsókn að
kvikmyndum að þessa mánuðina
virðist margt fólk á svokölluðum bíó-
aldri sitja yfir Stöð 2 eins og það sé
að sjá sjónvarp í fyrsta sinn. Þetta
er eins konar æði en það gengur yfir.
Mér hefur einnig verið bent á að
aðgangur að myndinni sé dýr. Mið-
inn kostar 350 krónur sem er lítið
meira en almennt verð á bíómiðum
og hlutfallslega lægra verð en til
þessa hefur verið þegar íslenskar
myndir eiga í hlut.
Það hefur vafalaust haft sitt að
segja að skömmu áður en myndin var
frumsýnd voru þrjár af myndum Þrá-
ins Bertelssonar sýndar í sjónvarp-
inu. Ég veit að margir hugsuðu sem
svo að þessi mynd yrði sýnd þar bráð-
lega líka. Það verður hins vegar ekki
gert enda hefur Kvikmyndasjóður
lagt bann við slíku.“
- Getur það ekki einnig komið til
að kynning myndarinnar hafi mis-
tekist?
„Jú, en kynningin var svipuð og
verið hefur um aðrar íslenskar
myndir. Það er auðvitað galli að ég
sá um kynninguna sjálfur og þurfti
að sinna því á sama tíma og ég var
að vinna við lokafráganginn. Ég var
í Kaupmannahöfn við fullvinnsluna
þar til daginn fyrir frumsýninguna."
- Hefði þá ekki borgað sig að ráða
mann til að annast kynninguna?
„Það hefur ekki tíðkast hér og
ætti að vera óþarfi. Það er t.d. alveg
ófært að ætla sér að kaupa þjónustu
á auglýsingastofum vegna þess hvað
hún er óhemju dýr.
Illa við auglýsingamennsku
Mér er þar að auki fremur illa við
auglýsingamennsku. Fólk verður að
finna það sjálft hvort kvikmynd er
þess virði að fara á hana. Þar ræður
mestu hvernig myndir spyrjast út og
þessi mynd fékk gott umtal þegar í
upphafi. Því taldi ég að kynningin
gengi af sjálfu sér.
- Eftir þá reynslu sem þú hefur nú
fengið ertu þá búinn að læra þann
galdur sem þarf til að íslenskar
myndir gangi?
„Ja, þær myndir sem hér hafa geng-
ið undanfarin þrjú ár eru ærsla-
myndir sem bornar eru uppi af
þekktum gamanleikurum. Ég held
að Skytturnar gjaldi þess að margir
telji hana þyngri en hún er í raun
og veru. Ég hef veitt því athygli að
fólk skemmtir sér síst verr við að
horfa á Skyttumar en þær gaman-
myndir sem best hafa gengið.“
- En virðist þá vonlaust að gera hér
aðrar myndir en gamanmyndir?
„Já, það held ég. Samt vil ég hvergi
annars staðar gera mynd en hér því
ég hefur úr engu öðru að vinna en
íslensku umhverfi. Núna leggur ríkið
til allt að helmingi af kostnaði við
gerð mynda. Hinn helminginn er
helst hægt að fá með sölu myndanna
til útlanda en þá er líka orðin spurn-
ing um til hvers er verið að gera
slíkar myndir.
Þverstæður
Hrafn Gunnlaugsson fann þetta
greinilega eftir hann gerði Hrafninn
flýgur. Hann mætti miklu tómlæti
hér en tókst að ná endum saman með
því að selja myndina út. Það má því
segja að allar alvarlegar myndir
floppi meira og minna á markaðnum
hér.
Sumum sem lent hafa í þessu hefur
ekki tekist að selja erlendis og hafa
þá verið þrjú til fjögur ár að sleikja
sárin. Það er ekki nóg fyrir kvik-
myndagerðarmenn að gera eina
mynd á fimm ára fresti fyrir utan þau
áhrif sem stöðug vonbrigði hafa.
Þetta er þverstæða sem menn verða
að finna lausn á. Á kvikmyndagerð-
armaður að sætta sig við að gera
myndir sem sárafáir sjá eða á hann
að gera myndir fyrir erlendan mark-
að? En þá vaknar auðvitað spurning-
in: Fyrir hverja eiga íslenskir
kvikmyndagerðarmenn að gera
myndir?
Það er auðvitað engin lausn að
Kvikmyndasjóður borgi 80% af
kostnaðinum við myndimar eins og
gerist á Norðurlöndunum. Það er
auðvitað hægt að gera myndir þann-
ig - en myndir fyrir hveija?“
- Er þessi niðurstaðan sem nú virð-
ist liggja fyrir mikil vonbrigði fyrir
þig?
„Já, ég var loksins kominn að því
að gera þær myndir sem ég ætlaði
alltaf að gera. Fyrri myndir mínar
voru aðeins upphitum. Það eru auð-
vitað vonbrigði að geta ef til vill
ekki nýtt við næstu mynd reynsluna
sem ég fékk við að gera þessa.“
íslenskar hugmyndir
- Hvað um að ráðast í kvikmynda-
gerð erlendis?
„Ég hef ekki áhuga á því. Allar
hugmyndir mínar eru bundnar við
þetta land. Ég held að ég gæti ekki
starfað annars staðar enda orðinn
vanur vinnubrjálæðinu hér og fer því
hvergi.“
- Hvað um að leita eftir erlendu fjár-
magni?
„Já, ég reyndi það þegar ég var að
undirbúa Skytturnar. Sala myndar-
innar til Norðurlanda nú er afrakst-
ur af því. En ég byrjaði of seint til
að eiga von um að fá fjármagn enda
var úthlutunin frá Kvikmyndasjóði
sein á ferðinni. Það þarf mun meiri
tíma til að undirbúa þessa hluti. Er-
lend kvikmyndafyrirtæki þurfa
minnst ár til að velta hlutunum fyrir
sér.“
- En hver sem niðurstaðan með
Skytturnar verður. Ætlar þú að
sækja um fyrir næstu úthlutun úr
Kvikmyndasj óði?
„Ég er að melta það með mér. Það
kemur vel til greina,“ sagði Friðrik
Þór Friðriksson. GK