Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Side 21
LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. 21 - Nú ert þú þekktur fyrir að beita þér í ýmsum mannúðarmálum sem aðrir hugsa lítið um. Hefur þú verið mánast eini fulltrúi mannúðarstefnu á þinginu? „Nei, það eru margir góðir fulltrú- ar mannúðarstefnu á þinginu - sem betur fer. Mér varð það auðvitað snemma ljóst þegar ég kom inn á Alþingi að Alþýðubandalagið stæði alls ekki undir nafni nema það sinnti þessum málum alveg sérstaklega. Ef Alþýðubandalagið á ekki að sinna málefnum þeirra hópa sem á ein- málsins samkvæmt flutti ég á þingi tillögu um heildarendurskoðun á lögum um málefni fatlaðra. Ég á marga vini í hópi þessa fólks og hafa þeir gefið mér margar hug- myndir. Sannleikurinn er einmitt sá að þetta samstarf við fólkið úti í hin- um dreifðu byggðum og einnig hér á höfuðborgarsvæðinu hefur auðvitað gefið mér þær hugmyndir sem ég hef flutt á Alþingi. Þær koma ekki al- skapaðar út úr höfðinu á mér heldur er það fólkið sem hefur gefið mér þetta.“ manna. Er eins konar framsóknar- mennska áberandi í flokknum? „Það eru alltaf skil af þessu tagi í öllum flokkum þar sem menn greinir á en ekki eins og þú skilgreinir það. Það er meira til marks um að menn eru ákaflega gamansamir í flokknum í bland við alvöruna að menn tala oft um „framsóknarvinafélagið“ og eru þá að tala um þá sem fyrst og fremst hugsa um landsbyggðina og málefni bændastéttarinnar. Ég hef ekki orðið fyrir neinum árekstrum, t.d. við fulltrúa verka- hvern hátt eiga örðugra uppdráttar í þjóðfélaginu þá er það alls ekki sá flokkur sem það á að vera. Ég kom inn á þing þegar Magnús Kjartansson var ráðherra heilbrigð- is- og tryggingamála og stóð að gjörbyltingu á kjörum aldraðra og fatlaðra með löggjöfinni um tekju- trygginguna. Auk þess tók ég þátt í því að semja nýja heilbrigðislöggjöf sem landsbyggðin hefur notið sér- staklega góðs af. Félagsmálin Ég hef einnig í gegnum tíðina beitt mér í málum sem snerta þessa hópa sérstaklega. Þegar ég lít til baka eru mestu gleðiefnin á þingi áfangamir sem náðst hafa í þessum málum. Það er líka gleðiefni að þeir áfangar hafa verið teknir í valdatíð míns flokks en ég hef ekki átt þar meiri hlut að málum en aðrir. Ég var með i að stofna Styrktarfélag vangefinna á Austurlandi og einnig í að stofna Landssamtökin Þroskahjálp. Eðli „•Framsóknarvinafélagið" - Ertu þá eins konar fyrirgreiðslu- pólitíkus á þessu sviði? „Nei, ekki á þessu sviði en ég hef alltaf greitt fyrir þeim sem til mín hafa leitað varðandi eðlilega fyrir- greiðslu, t.d. það að komast á eðlileg- an hátt í gegnum kerfið. Ég hef leiðbeint mönnum um hvernig þeir eigi að fara að til að komast í gegnum kerfið og ég skammast mín ekki fyr- ir eitt einasta atriði í þeim efnum því ekkert af því er óeðlilegt. Meirihlut- inn af því fólki sem hefur leitað til mín er fólk sem á einhvern hátt nær ekki rétti sínum vegna ókunnugleika og þarf á aðstoð að halda. Ég hef lengi sagt það að við ættum að leggja miklu meiri áherslu á upplýsinga- starfsemi af þessu tagi til að almenn- ingur geti náð rétti sínum. Ef ég er fyrirgreiðslupólitíkus af þessu tagi þá er ég bara stoltur af því.“ - Nú hefur verið talað um skörp skil i Alþýðubandalaginu milli landsbyggðarmanna og þéttbýlis- lýðshreyfingarinnar, og ég held, sem betur fer, og þrátt fyrir ýmis dæmi sem ekki eru góð, að alltafhafi verið skilningur fyrir því í þessum flokki að bændur væru ein stétt launa- manna og að sérstaklega þyrfti að hlúa að þeim. Auðvitað er deilt En ég hef aldrei orðið fyrir óþæg- indum í flokknum eða gagnrýni vegna þessa. Hitt er annað mál að menn deila í flokknum um þessi mál og það væri nú skárri flokkurinn þar sem ekki væri deilt um einstök mál- efni. Það væri hræðilegt til þess að hugsa ef ég hefði verið í einhverri halelújasamkomu öll þessi ár. Þá hefði ég alveg eins getað gengið í Hjálpræðisherinn og sungið þar.“ - Hver er helsti málsvari „framsókn- arvinafélagsins" í Alþýðubandalag- inu? „Ég skal ekki um það segja. Þetta er nú svona frekar gamanmál í flokknum. Ég held að við allir sem komum af landsbyggðinni og höfum áhuga fyrir því að vinna henni gagn eigum ekkert erfitt uppdráttar í þess- um flokki. Við höfum náð okkar fram og félagar okkar af höfuðborgar- svæðinu hafa stutt okkur í þeirri baráttu. Ég bendi á það að þegar spurt var í ákveðinni könnun kjós- endur hvaða flokks það væru sem vildu jafna lífskjör manna um allt land þá voru kjósendur Alþýðu- bandalagsins að sjálfsögðu hæstir." Rangar aðferðir - Síðustu misserin hefur verið tal- að um kreppu í Alþýðubandalaginu. Af hverju stafar þessi kreppa? „Já, deilur hafa verið of miklar og menn hafa gert of mikið veður út af ákveðnum málum. Vissir menn hafa óneitanlega sett fram þessar skoðan- ir að það væri kreppa i flokknum og ætlað sér að koma með patentlausnir á málunum. Þær hef ég nú ekki séð ennþá. Ég tel það mjög miður þegar flokkur getur ekki leyst sín vanda- mál - sem alltaf eru fyrir hendi hjá öllum flokkum - inni í flokknum sjálfum og ætlar sér þess í stað að fara að hrópa um þau á torgum. Ég hef ekki alltaf verið ánægður með afstöðu míns flokks í einstökum málum og gæti sett út á ýmislegt. Ég er t.d. hundóánægður með Þjóð- viljann en ég er ekki alltaf að hlaupa með það út um allar þorpagrundir hvernig hann tekur á málum. Ymsar yfirlýsingar forystumanna flokksins eru heldur ekki í takt við það sem ég helst vildi. Ég hef ekki verið að svara því vegna þess að ég tel að það sé innan flokksins sem á að jafna málin. En þegar máttur fjölmiðalauglýs- ingarinnar er orðinn svona mikill freistast margir til að baða sig i því ljósi. Allt of margir leiðast út í hana- slag sem táknar þó alls ekki að menn séu að gera eitthvað fyrir opnum tjöldum. Það ber einfaldlega vott um ákveðinn vanþroska að geta ekki tekið á málum flokksins í flokknum og látið sverfa þar til stáls ef um miklar andstæður er að ræða og láta málefnin ráða eftir því sem meiri- hlutinn segir til um hverju sinni." Freistingar - Þetta er sú aðferð sem lengi hef- ur dugað en af hverju ekki lengur? „Ég held að menn séu svo veikir fyrir allri þessari flölmiðlaauglýs- ingu að þeir fara æ meira út í að nota sér hana og mér þykir það mið- ur. Þetta er í raun og veru bein „ameríkanisering" á stjórnmálun- um. Kosningar þar snúast orðið mest um auglýsingar. Það er auðvitað ósköp grátlegt til þess að vita að flokkur eins og Alþýðubandalagið skuli lenda á þessum villigötum. Hitt er annað að það er sjálfsagt að fvlgj- ast með fjölmiðlahrevfingunni sem er orðin svo sterk sem raun ber vitni.“ - Nú komst þú á þing árið 1971. Hafa vinnubrögðin breyst mikið á þeim tíma sem síðan er liðinn? „Það hefur margt breyst. Ég nefni t.d. vinnulag hér innan Alþingis. Áður en ég kom inn á þing þekktist ekki að varaforsetar þingsins væru úr stjórnarandstöðu. Á fyrstu árum mínum var það mjög algengt í nefnd- um þingsins að reynt væri að bola fulltrúum út úr nefndum ef þing- styrkur var til þess. Nú er þetta breytt og menn sjá það að til þess að mál fái sæmilega af- greiðslu er nauðsynlegt að allir fái að komast sem allrabest að hverju máli - þar með er talin stjórn þings- Byggðamálin Hvað hin ytri atriði varðar þá er það harmsefni að vera að hætta núna þegar mér sýnist landsbyggðin vera að sigla inn í sama tímabil og Við- reisn skildi við hana á sínum tíma. Hún siglir hraðbyri í þá sömu átt. Þá var landsbyggðin í raun og veru í rúst og margir voru búnir að missa trú á að hún gæti átt sinn tilveru- rétt. Menn voru búnir að missa trúna á að undirstöðuatvinnuvegirnir, sem fært höfðu landsmönnum lifibrauðið, gætu staðið áfram undir velmegun þessarar þjóðar. Síðan gerist það að menn reisa atvinnuvegina á lands- byggðinni úr rústum með nýjum atvinnutækjum og þeir verða á ný uppistaðan i verðmætasköpun okk- ar. Við byggjum velmegunina, sem blessunarlega er í landinu þótt henni sé misskipt, á þessum sömu greinum og voru afhrópaðar um 1970 því þá átti erlend stóriðja að bjarga öllu. Við vorum komin út á ystu nöf með sjávarútveginn, að ég tali ekki um landbúnaðinn sem verið er að drepa skipulega núna.“ Á eftir að sjá árangur Jóns Baldvins - En hvað með stíl stjórnmála- manna? Nú er bent á Jón Baldvin sem stjórnmálamann með nýjan stíl. Hefðu þau vinnubrögð verið talin góð og gild fyrir 16 árum? „Ég held nú að allt sem vekur at- hygli og er alveg sérstakt skili alltaf árangri. Ég er nú reyndar ekki búinn að sjá að þessi stíll Jóns Baldvins gangi í gegnum kosningahríðina. Ég er ekki allt of viss um árangurinn. Kjósendur eru ekki eins vitlausir og margir halda. Það er alltaf ákveð- inn hópur sem fellur fyrir auglýs- ingamennskunni og skruminu en meginhluti kjósenda kryfur málin sjálfur. Þá er það spurningin um orð og efndir sem ræður hvern menn kjósa en ekki hver galar hæst á torg- um eða sést oftast á sjónvarpsskerm- inum.“ - Þegar þú byrjaðir á þingi varstu stundum kallaður „sóknarnefndar- formaðurinn frá Reyðarfirði“ og þú hefur alltaf látið félagsleg málefni þig varða ... „Já, Sverrir vinur minn Hermanns- son hefur haft gaman af að kalla mig „kórdrenginn frá Revðarfirði'' af þvi að ég tók þátt í því félagsstarfi eins og öðru þar heima. Ég var m.a. sókn- arnefndarformaður á þeim tíma eins og mörgu öðru félagsmálastússi. Ég lék t.d. með leikfélaginu og það hefur komið að góðum notum hér á þingi því þar lærði ég bæði framsögn og, framkomu. Ég hefði orðið ennþa aumari á þingi ef þessa hefði ekki notið við. Ég hef mikið hugsað um trúmál þótt ég geti ekki hælt mér af því að vera trúaður. Mér þvkir alltaf svolít- ill sómi að því ef ég er minntur á að ég hef starfað fyrir þá merku stofn- un. þjóðkirkjuna." Þeir hafa ekki setið í sóknar- nefnd - Þú sagðir í umræðum um afnám prestkosninga að þeir menn sem það vildu hefðu ekki setið í sóknamefnd- um fyrst þeir ætluðu þeim að velja presta... „Um þetta vil ég segja það að spurningin um rétt manna til að kjósa sér prest er spurningin um rétt manna til að velja sér sálusorgara. Ég tel rangt að svipta fólk þessum rétti og ef prestkosningar eru svona miklu grimmúðlegri en aðrar kosn- ingar þá hlýtur þessi slagur að færast inn í sóknarnefndirnar. Ég hefði ekki viljað - fyrir hönd allra sóknarbarna á Reyðarfirði - taka um það ákvörðun, ásamt öðrum fjórum, hver ætti að vera sálusorgari fólksins þar. Eftir þessa breytingu stendur slagurinn um hverjir verða kosnir í sóknarnefndirnar. Það verð- ur áfram sami slagurinn." Mér leggst eitthvað til - Hvað tekur við hjá þér nú þegar þingsetunni er að ljúka? „Það er eiginlega synd að segja frá því að ég er eins og maður sem kast- ar sér til sunds án þess að vera syndur en ég geri það og án þess að sjá til lands. Eg hef ekkert ákveðið í huga en mig langaði sannarlega til þess að starfa áfram á minum heima- vettvangi. Ég finn hins vegar ekkert þar ennþá sem gæti komið til greina. Þarna verður starfsvettvangur að ráða. Það þykir sjálfsagt ábyrgðarleysi að segja þetta. Ég er ákveðinn í að hvíla mig fyrst eftir að ég hætti. Síð- an er að velja sér starf sem ég vildi helst að væri á sviði þeirra félags- mála sem ég þykist vita best um. En ég hef ekki áhyggjur af þessu enn. Ég segi bara eins og karlinn: „Mér leggst eitthvað til,“ “ sagði Helgi Seljan. GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.