Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. Fréttir Framsóknarflokkurínn slapp með skrekkinn: Átakatímar framundan Jafnvel þó að Framsóknarflokkur- inn hafi sloppið með skrekkinn í síðustu kosningum virðist vera í uppsiglingu nokkur átakatími í flokknum. Val á ráðherraefnum mun líklega verða erfítt og valda deilum eigi flokkurinn aðild að næstu ríkis- stjórn. Einnig krefjast ungir fí-am- sóknarmenn aukinna áhrifa í flokknum. Síðast en ekki síst ganga umbætumar á flokknum hægt og er talið að framsóknarmenn verði að bregðast hart við vilji þeir halda fengnum hlut meðal kjósenda. Herbragð Steingrims heppn- aðist Kosningaúrslitin þykja í heild nokkur vamarsigur fyrir Framsókn- arflokkinn. Flokkurinn bætti þó aðeins við sig 0,4% á landsvísu og þá aukningu má þakka framboði Steingríms Hermannssonar í Reykj- aneskjördæmi. Raunar má leiða að því h'kur að ef flutningur Steingríms í Reykjaneskjördæmi hefði ekki komið til hefði fylgi flokksins líklega verið a.m.k. 1,5% minna í kosning- unum en raunin varð. Það stafar af því að fylgisaukningin í Reykjanes- kjördæmi hefði aldrei verið nálægt því eins mikil og þar með flokkurinn komið verr út á heildina litið jafnvel þó líklega hefði orðið um að ræða einhveija fylgisaukningu í stað fylgistaps í V estfj arðakj ördæmi. Flutningur Steingríms hefur því reynst happadrjúgt herbragð. Hins vegar verða framsóknarmenn að hafa hraðar hendur við að gera flokkinn þekkilegri almennum kjós- endum því ekki þarf að búast við því að hrókeringar á vinsælum for- manni milli lijördæma haldi fylgi flokksins uppi til Iengdar. Óánægja með Guðmund G. Urslit kosninganna eru mjög mis- jöfn fyrir flokkinn eftir kjördæmum. Eitt af því sem framsóknarmenn eru hvað óánægðastir með er útkoma flokksins í Reykjavík. Að mati þeirra framsóknarmanna, sem rætt var við í gær, hlaut flokkurinn lélega kosn- ingu 1983 og við erfiðar aðstæður. Nú var aðstaðan öll önnur. Farsælli ríkisstjómarþátttöku að ljúka og formaður flokksins, einn vinsælasti leiðtogi þjóðarinnar, færði sig milli kjördæma og bauð fram á Reykja- nesi, sem er mjög tengt Reykjavík. Við þessar aðstæður telja framsókn- armenn sjálfgefið að flokkurinn hefði átt að rétta sinn hlut frá 1983. Sú varð ekki raunin. Flokkurinn stóð í stað í Reykjavík, hlaut 9,5% nú í stað 9,4% 1983. Þetta telja fram- sóknarmenn nánast tap þrátt fyrir að flokknum hafi verið spáð enn verri útreið á tímabili. Skýringar þessarar útkomu eru eflaust margar. Hins vegar vilja ýmsir framsóknar- menn skella skuldinni á Guðmund G. Þórarinsson, fyrsta mann listans í Reykjavík. Segja þeir að framboð með hann í fararbroddi hafi ekki verið líklegt til vinsælda. Hvað sem hæft er í þessu er það ljóst að tiltölulega slöpp útkoma í kosningunum gerir erfiða endur- komu Guðmundar í pólitík enn erfiðari. DV hefur t.d. fyrir því áreið- anlegar heimildir að tilneftúng hans sem ráðherra sé mjög ólíkleg. Höllustaða-Páll styrkist Páll Pétursson, sem vprið hefur þingflokksformaður Framsóknar- flokksins, virðist hins vegar hafa styrkt stöðu sína eftir þessar kosn- ingar. Þar ræður sjálfsagt mestu að Framsókn vann góðan sigur í Norð- urlandskjördæmi vestra. Páll hefúr einnig verið nokkuð i sviðsljósinu sem þingflokksformaður og virðast framsóknarmenn nokkuð sáttir við framgöngu hans sem slíks. Fréttaljós Eyjólfur Sveinsson Hins vegar nýtur Páll ekki ýkja mikillar virðingar hjá sumum framá- mönnum annarra flokka og er hann oft, ásamt þeim Ólafi Þ. Þórðarsyni og Stefáni Valgeirssyni, nefndur til sögunnar sem dæmi um það hvemig framsóknarmennska sé í sinni verstu mynd. Hvað sem því líður er ekki fráleitt að Páll komi til álita þegar valdir eru ráðherrar á vegum flokks- ins. Og úr því að verið er að minnast á ráðherraefni flokksins, raunar án þess að nokkuð bendi sérstaklega til þess að Framsókn eigi aðild að næstu ríkisstjóm, þá er rétt að benda á Guðmund Bjamason, leiðtoga flokksins á Norðurlandi eystra. Guð- mundur hefur á skömmum tíma vaxið til mikilla virðinga innan Framsóknarflokksins og fyrir utan að leiða flokkinn í langstærsta kjör- Steingrímur Hermannsson ávarpar fyrsta fund nýkjörinna þingmanna Framsóknarflokksins. dæminu utan höfuðborgarsvæðisins er hann ritari flokksins og starfar sem slíkur mjög náið með þeim Steingrími Hermannssyni og Hall- dóri Ásgrímssyni. Bræðravíg á Norðurlandi Ein af afleiðingum hins hraða upp- gangs Guðmundar var sú að Stefán Valgeirsson sætti sig ekki við að vera hafnað í prófkjöri og fór í sér- framboð. Þar virðist hafa ráðið miklu persónuleg togstreita milli þeirra Guðmundar og Stefáns. Fram- sóknarflokkurinn slapp sæmilega frá þessu klofningsframboði og kom 2 mönnum örugglega inn. Stefán náði einnig glæsilega kjöri og nú velta menn fyrir sér hvort hann verði tekinn inn í þingflokk Framsúknarflokksins. Stefán virðist ekki taka því fálega og einnig hafa margir framsóknarmenn áhuga á því að losna við hættuna á sérframboði í þessu foma höfuðvígi flokksins. Ekki er samt líklegt að af þessu verði. Kosningabaráttan var harka- leg af beggja hálfu og Stefán myndi líklega krefjast fyrsta sætisins aftur. Erfitt er að sjá að Guðmundur, sem kosinn var leiðtogi í kjördæminu, sætti sig við það. Því má gera ráð fyrir því að frekari vandræða sé að vænta frá Norðurlandi eystra. En áfram með hugsanleg ráðherra- efni. Jón Helgason virðist koma áfram til álita sem landbúnaðarráð- herra en hins vegar er útséð um ráðherradóm Alexanders Stefáns- sonar. Kemur hvort tveggja til að hann þykir ekki hafa staðið sig sem skyldi sem félagsmálaráðherra en einnig hrundi flokkurinn gjörsam- lega á Vesturlandi, kjördæmi Alexanders, og tapaði þriðjungi fylg- is síns. Framsóknarfjósið Af fréttum undanfama daga er augljóst að vilji Steingrims Her- mannssonar er sá að Framsóknar- flokkurinn sé áfram í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum og einhveijum þriðja aðila. Aðeins koma þrír flokkar til greina sem þriðja hjól undir vagni núver- andi stjómar, þ.e. Kvennalisti, Borgaraflokkur og Alþýðuflokkur. Samstarf Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks virðist í augnablikinu mjög ólíklegt. Þar nægir að benda á að Jón Baldvin Hannibalsson hefúr margsinnis Iýst því yfir að það sé eitt af mestu hagsmunamálum þjóð- arinnar að koma Framsókn frá völdum eftir 16 ára stjómarsetu. Síð- astliðinn föstudag, daginn fyrir kjördag, lýsti Jón Baldvin því yfir í viðtali við DV að „það væri gustuk ef við og Kvennalistinn leystum Þorstein og þá sjálfstæðismenn úr framsóknarfjósinu ... Ég skildi Þor- stein þannig að hann vildi losna úr framsóknarvistinni. Það er engin furða eftir allan þann aur sem Höllu- staða-Páll hefur ausið yfir þá sjálf- stæðismenn að undanfömu." Svona skeyti hefúr Jón Baldvin sent linnulítið á þá framsóknarmenn svo telja má með ólíkindum ef þess- um tveim flokkum tækist að ná saman. f>ar á ofan er stefnan gjör- ólík í ýmsum mikilvægum mála- flokkum, svo sem landbúnaðarmál- um, og er um svo harðar yfirlýsingar að ræða á báða bóga að ekki er lík- legt að annar hvor aðilinn geti vikið frá fyrri stefnu sinni. Vilja konurnar helst Framsóknarmenn hefðu í raun fátt á móti þvi að Borgaraflokkurinn kæmi til liðs við núverandi ríkis- stjóm. Hins vegar telja þeir að Borgaraflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn yrðu að iafúa sín ágrein- ingsmál rækilega áður en hættandi væri á að fara með þessum flokkum tveimur í stjóm. Ekki virðist líklegt að það gerist í bráð. Því virðist Kvennalistinn æskileg- astur til þess að mynda stjóm með Framsóknarflokki og Sjálfstæðis- flokki. Framsóknarmenn telja líka að stefnuskrá Kvennalistans sé í mörgum atriðum svipuð steftiuskrá Framsóknarflokksins og því ekki fráleitt að hugsa sér samstarf þessara flokka. Hins vegar er Kvennalistinn að mörgu leyti óskrifað blað og mörg af stefnumálunum kosta mjög mikil útgjöld fyrir ríkissjóð. Því myndi Kvennalistinn líklega verða krafinn svara um það hvemig fjármagna eigi breytingamar. Ekki er víst að við því fáist svar. Skiptar skoðanir um stjórnar- þátttöku Að lokum er rétt að geta þeirra sjónarmiða, sem margir framsóknar- menn hafa haldið á lofti, að ekki sé rétt fyrir flokkinn að fara í stjórn nú. Ágætfsé að hvíla flokkinn, sér- staklega þegar búast megi við því að næsta ríkisstjórn eigi við mikla erfiðleika að stríða í ríkisfjármálum og upplausnar sé að vænta í margra flokka stjóm. Raddimar um að standa utan stjómar em hins vegar ekki eins háværar nú og fyrir kosningar þegar fyrisjáanlegt var að flokkurinn myndi tapa miklu. Því má gera ráð fyrir að sjónarmið formanns flokksins, Steingríms Her- mannssonar, verði ofan á og lögð verði áhersla á áframhaldandi stjómarþátttöku. .gg Leðurklæddur innbrotsþjófur með rauða hanska: Grét eins og bam - þegar heimilisfólk yfirbugaði hann Þama í sfiganum náðu íbúarnir á Laugarásveginum í skottið á leðurklædda innbrotsþjófnum með rauðu hanskana. DV-mynd BG „Maðurinn hlýtur að vera video- sjúkur. Hann var klæddur þröngum leðurfötum og með rauða hanska eins og atvinnuinnbrotsþjófar í bandarísk- um kvikmyndum. Þegar við snerum hann niður grét hann hins vegar eins og bam,“ sagði íbúi við Laugarásveg er lenti í harkalegum átökum við vel klæddan innbrotsþjóf aðfaranótt síð- astliðins mánudags. Leðurklæddi þjófurinn smaug inn á jarðhæð hússins 5 um nóttina. Húsráðendur voru erlendis en í þrem- ur herbergjum sváfu tveir synir þeirra, dóttir og tengdasonur og nýfætt bam. Innbrotsþjófurinn leit fyrst inn í her- bergi sonanna tveggja til að aðgæta hvort þeir væm ekki sofandi en gætti ekki að dótturinni og tengdasyninum. Þau höfðu ekki fest blund eftir að hafa vaknað til litla bamsins rétt áður. Þannig lýsir annar sonanna atburð- arásinni: „Ég vaknaði við ógurlegan hávaða, öskur og læti og rauk fram á gang. Mágur minn og systir höfðu þá vaknað við þrusk í þjófinum, stokkið upp stiga og náð á honum taki. Hann reyndi að komast að útidymnum, sparkaði systur minni út í hom en átti í vök að veijast fyrir mági mínum. Sameiginlega tókst okkur að draga nann mn i stofu og keyra niöur. Mág- ur minn náði á honum hálstaki og settist við svo búið í mggustól með þijótinn á milli fóta. Ég hélt aftur á móti í hárið á honum og reiddi kók- flösku til höggs ef hann ætlaði að hreyfa sig. Þá fór hann að gráta eins og lítið bam og hélt því áfram þar til lögreglan kom og hirti hann. Ekki var gráturinn minni þegar hann var leidd- urút í lögreglubíl í leðurklæðunum.“ Ibúamir við Laugarásveginn vom á einu máli um að inbrotsþjófurinn hefði ekki verið undir áhrifum áfengis né annarra vímuefna þessa nótt. Þvert á móti hafi hér verið á ferðinni ákaflega aðlaðandi ungur maður í dýrum klæð- um, vel greiddur og snyrtur. Og hann skyldi eftir minjagrip: „Þegar allt var yfirstaðið fundum viö kveikjara mannsins hér á gólfinu, merktan Bón-og þvottastöðinni. Við erum að hugsa um að láta ramma hann inn, sögðu systkinin á Laugar- ásveginum og bættu því við að þessari átakanótt myndu þau seint gleyma. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.