Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. Spumingin Telurðu æskilegt að fólk framvísi persónuskilríkj- um á kjörstað? Hans Tómasson ellilifeyrisþegi: Ég myndi álíta það mjög sjálfsagðan hlut og kippti mér ekkert upp við það fyrirkomulag. Það ætti alla vega að koma í veg fyrir mistök. Hreggviður Guðmundsson ellilífeyr- isþegi: Mér fmnst það alveg nauð- synlegt í ljósi þess sem hefur gerst, að fólk missi af atkvæðisrétti sínum og einhver annar hafi kosið í nafni þess. Það er eðlilegt að fólk sanni hver það er með því að framvísa per- sónuskilríkjum. Elín Þórðardóttir ellilífeyrisþegi: Til að tryggja kosningarétt hvers og eins betur en gert er í dag finnst mér að fólk eigi skilyrðislaust að vera krafið um persónuskilríki á kjörstað. ívar Gunnarsson tölvunarfræðingur: Ég myndi álíta það traustara fyrir- komulag og koma í veg fyrir allan vafa. Ég held að það sé vel þess virði að reyna það. Magnús S. Kristinsson verslunar- stjóri: Já, að sjálfsögðu geri ég það. Til að koma í veg fyrir allt kosninga- svindl er einfaldasta leiðin að skylda fólk til að framvísa persónuskilríkj- um. Lilja Víglundsdóttir nemi: Já, ég myndi telja mikilvægt að fólk sýndi skilríkin sín svo enginn vafi væri á að réttur aðili væri að kjósa. Lesendur r?Aulaauglýsing Sambandsins' ‘ Bóndi skrifar: Eftir að hafa lesið auglýsingu frá skinniðnaði Sambandsins í 7. tbl. búnaðarblaðsins Freys, er út kom 7. mars, verð ég að fá að lýsa undrun minni yfir aulahætti þeirra er að þessari auglýsingu stóðu fyrir hönd Sambandsins. Til þess að gefa lesendum innsýn í málið ætla ég að koma auglýsing- unni sjálfri á framfæri. En hún er svohljóðandi: „Skinniðnaður Sam- bandsins óskaj- eftir að kaupa unglambaskinn er falla til á kom- andi sauðburði. Skinnin er best að meðhöndla á eftirfarandi hátt; eftir fláningu á strax að kæla skinnið og halda þeim þurrum, salta síðan með venjulegu matarsalti. Láta það síðan liggja á þurrum stað í eina viku í heilu lagi og vel saltað. Aflienda skinnin síðan kaupfélagi og skinn- iðnaður Sambandsins mun greiða 100 kr. fyrir hvert skinn." Er það nema von að maður undrist, vá... heilar hundrað kronur, væn gróða- leið það! Gera þessir menn sér grein fyrir að á eitt skinn þarf allavega 3 kg af salti og það tekur að minnsta kosti 30 mínútur að flá lambið, síðan þarf skinnið að liggja á köldum stað og það verður að gæta þess að það blotni ekki. Og ofan á allt þá eigum við bændumir líka að borga send- ingargjaldið í viðkomandi kaupfé- lag. Kostnaðurinn í kringum þetta allt saman yrði í lágmarki um 300 kr. og þá er tekið í dæmið efhis- og vinnukostnaður. Það er nú sem bet- ur fer ekki svo illa komið fyrir manni að maður þurfi að fara borga með sér í vinnunni, en í fullri alvöm þá er erfitt að átta sig á hvort þetta er virkilega auglýsing eða háðslegt skop. í öllu falli hlýtur Sambandið að skammast sín að sjá svona auglýs- ingu eftir sig. „Ég hef fylgst nokkuð með þessari íþrótt og fékk strax áhuga.“ Hvar er kennd japónsk skylmingariist? Arnar J. hringdi: Mig langaði að vita hvort japönsk skylmingarlist væri kennd héma. Ég hef fylgst nokkuð með þessari íþrótt og fékk strax áhuga. Ef einhver getur gefið mér nánari upplýsingar um hvort þetta sé kennt og þá hvar, vinsamleg- ast hafið samband við lesendasíðuna sem mun koma því áleiðis. Aths. blm.: Shobukan félagið hefúr séð um kennslu í japanskri skylmingarlist, það er til húsa að Laugateigi 35 í Reykjavík. Forstöðumaður þess er Tryggvi Harðarson og upplýsingar í síma 26855 veitir Sigurður J. Bjöms- son. Brauð fyrir sykursjúka dýrara H.Ó. hringdi: Hvemig ætli að standi á því að brauðmeti, sera sykursjúkir verða að leggja sér til muiras, er mun dýrara en annað brauð sem er á markaðnum! Það bregst ekki að brauð sem er sykurlaust er aflt að 20 kr. dýrara álíka brauði með sykri í, að sjálfsögðu er viðmiðun mín bundin við svipað magn. Þetta er hlutur sem mér finnst að megi endurskoða, enda í alla staði mjög óeðilegt að litið sé á brauð fyrir sykvmsjúka sem ein- hvers konar munaðarvöru. Stefnur flokkanna illa kynntar G.J. hringdi: Það sem mér fannst athyglisvert í þessari kosningarbaráttu var að stefhumálum flokkanna var ekki nógu vel komið á framfæri og þau illa kynnt í heild. Það er eðlilega mjög mikifvægt fyrir hinn almenna kjósenda að gefast kostur á að kynna sér efhis- inntak steftiuskránna hjá flokkun- um. Það er ekki nema von að menn kjósi raenn i stað málefha fyrst svona er á málunum haldið, fólkið veit ekki nóg hverju viðkomandi flokkui- ætlar að koma gegn. Kosningabæklingarnir eiga að vera aðgengilegir aflestrar og ítar- legir, ekki eingöngu efrúsmolar, og umfram allt greinargóðir. Grátt leður- veski fapaðist Harold Groenweg hringdi: Ég týndi gráu leðurseðlaveski á sýningunni Sumarið ’87. í veskinu voru 1000 kr. og öll persónuskilríki mín. Ég týndi veskinu á sunnudag- inn. Þeir sem fundið hafa veskið eru vinsamlegast beðnir að hafe samband í síma 656005. RÚV: Monroeá skjáinn Aðdáandi skrifar: Upp á síðkastið hefur Stöðin ve- rið að sýna myndir með hinni frægu kynbombu Marilyn Monroe og er gott eitt um það að segja. Þar sem ég á ekki afruglara og mun ekki gefast tækifæri til að eignast slík- an, gafst mér ekki kostur á að sjá þennan íturvaxna kvenmann er slær öllum við. En þar sem ég er alveg ólmur aðdáandi þessarar kynþokkafullu kvenveru vildi ég biðja sjónvarpið að sýna einhverjar myndir með henni. Þó hún sé slappur leikari og leiki kannski í lélegum myndum þá skiptir það ekki öllu máli, aðal- atriðið er að sjá hana. „Væri ekki alveg tilvalið fyrir sjónvarpið að sýna einhverjar myndir með hinni einu sönnu Marilyn Monroe.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.