Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 30
42 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. Andlát Elísabet Sumarliðadóttir, Fannar- felli 10, lést í Landspítalanum 10. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Rósant Skúlason, Faxabraut 7, Keflavík, andaðist á Landspítalan- um 29. apríl sl. Guðbjartsína Þórarinsdóttir frá Ólafsvík, Meðalholti 5, Reykjavík, lést 17. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Asgeir Magnússon, Vesturgötu 54a, lést 21. þessa mánaðar. útförin hefur farið fram. Sigurlaug M. Jónsdóttir, Lang- holtsvegi 97, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala 29. apríl. f) i’j iTS JO 3? Luxemborg Lykillinn aö töfrum Evrópu. Það er margt að sjá og gera i stórhertogadæminu Luxemborg. Fagurt landslag, fornar byggingar, fjölbreytt menningarlif, verslanir og veitingastaðir. íV ^otxájcu^ Swa! Clæsilegt hótel og vel staðsett í borginni. Helgarpakki: 3 dagar í Luxemborg fyrir aðeins 14.990 kr* Súperpakki: Kostar litið meira, eða 16.050 kr* en býður upp á miklu meira. Kynntu þér þessar sérlega hagstæðu Lúxemborgarferðir á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. ^Gildir til 15.maí FLUGLEIÐIR Aðalsteinn Höskuldsson lést 17. apríl sl. Hann fæddist að Hallsstöð- um, Nauteyrarhreppi í Norður-ísa- fjarðarsýslu, 23. ágúst 1920, sonur Petru Guðmundsdóttur ljósmóður og Höskuldar Jónssonar bónda þar. Aðalsteinn stundaði akstur hjá S.V. R. um árabil og gerðist svo starfs- maður Landsbanka Islands þar til hann lét af störfum vegna heilsu- brests vorið 1980. Útför hans verður gerð frá Langholtskirkju mánudag- inn 4. maí kl. 13.30. lafur Kjartansson brunavörður, Hraunbæ 47, sem andaðist 21. apríl, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 30. apríl, kl. 13.30. Sigurður Andrés Sigurðsson, Vesturbergi 35, lést mánudaginn 27. apríl. Guðmundur Hreinn Gíslason, bóndi á Uxahrygg, lést í Borgarspít- alanum 18. apríl. Útförin verður gerð frá Oddakirkju á Rangárvöllum laugardaginn 2. maí kl. 14. Útför Önnu Magnúsdóttur, Skál- holti, fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 2. maí kl. 14. Ferð verð- ur frá BSÍ kl. 12. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Þórufelli 2, íb. 0102, þingl. eigendur Magnús Sigurjónsson og Berglind Björnsdóttir, ferfram í dómsal embættisins, Skógar- hlíð 6, 3. hæð, þriðjud. 5. maí '87 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru Jón Magnússon hdl., Sigmundur Hannesson hdl., Ævar Guðmundsson hdl„ Jón Þóroddsson hdl., Eggert B. Ólafsson hdl„ Gjaldheimtan í Reykjavík, Ingólfur Friðjónsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands, Skiptaréttur Reykjavíkur, Árni Einarsson hdl., Ölafur Axelsson hrl„ Útvegsbanki islands, Lögmenn Hamra- borg 12, Ólafur Gústafsson hrl„ Landsbanl<i íslands og Sigurður G. Guðjóns- son hdl. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Laugarnesvegi 86, 1.t.v„ þingl. eigandi Guð- mundur Sigþórsson, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, þriðjud. 5. maí '87 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru Útvegsbanki íslands, Sigfús Gauti Þórðarson hdl„ Gjaldheimtan í Reykjavík, Ásgeir Thoroddsen hdl„ Verslunarbanki íslands hf„ Sigurður G. Guðjónsson hdl. og Búnaðar- banki íslands. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Laugavegi 44, þingl. eigandi Jón Ármannsson, fer fram í dóm- sal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, þriðjud. 5. maí '87 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Leifsgötu 4, 1. hæð m.m„ þingl. eigendur Hugrún Péturs- dóttir o.fl., fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, þriðjud. 5. maí '87 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Njálsgötu 47, þingl. eigandi Karl Heiðberg Cooper, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, þriðjud. 5. maí '87 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Seilugranda 4, íb. 01-05, tal. eigandi Helga Kristjánsdóttir, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, þriðjud. 5. maí '87 kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Sigurður G. Guðjónsson hdl. _______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. í gærkvöldi Pétur Asbjörnsson fjallgöngumaður: „Horfi meira á sjónvaip á þakinu“ í gærkvöldi horfði ég á Evrópu- keppni landsliða Frakklands og Islands í knattspymu og ég var alveg geysilega sár yfir tapi Islands. Eg fylgist yfirleitt vel með fréttum og veðurfréttum, hvort sem er í sjón- varpi eða útvarpi. Ómar Ragnarsson er alltaf jafn- skemmtilegur í spumingaþættinum Spurt úr spjömnum og ég sakna dálítið Stiklarma hans sem vom frá- bærir þættir. Eg horfði á framhalds- myndaþáttinn Kane og Abel sem er ágætis amerísk lumma. Af þeim sjónvarpsmyndum, sem ég sá í vikunni, þótti mér Hitchcock- myndin á föstudaginn alveg ágæt, breski þátturinn Já, forsætisráð- herra stendur fyrir sínu og tékk- neska myndin á mánudagskvöldið kom mér mjög á óvart. Ég hef einnig gaman af ýmsum fræðsluþáttum í útvarpi eins og t.d. jarðfræðiþáttunum hans Ara Trausta. Ég hlusta ekki mikið á Bylgjuna og Rás 2. Yfirleitt horfi ég ekki mikið á sjón- varp en héma uppi á þaki Laugar- dalshallarinnar horfi ég auðvitað mun meira. Valgerður Hallgrímsdóttir Kröy- er lést 21. apríl sl. Hún fæddist á Seyðisfirði 8. október 1913. Eftirlif- andi eiginmaður hennar er Ingi Kröyer. Þau hjón eignuðust tvær dætur saman, áður hafði Valgerður eignast eina dóttur. Útför Valgerðar verður gerð frá Áskirkju í dag kl. 15. Guðný Stefanía Guðmundsdóttir, Vífilsgötu 22, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 30. apríl kl. 13.30. „Samtal er sorgar léttir“ Fyrirhugað er að halda ráðstefnu um sorg og sorgarviðbrögð fyrir þá sem hafa orðið fyrir ástvinamissi. Ráðstefnan verður haldin í Templarahöllinni sunnudaginn 10. maí kl. 13M8. Fyrirlesarar verða Páll Eiríksson geðlæknir, Sigfinnur Þorleifs- son sjúkrahúsprestur, Sigrún Proppé listmeðferðarfræðingur, Þóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur og Katrín Árnadótt- ir. Þeir sem standa að þessari ráðstefnu eru hópur fólks sem hefur orðið fyrir þeirri reynslu að missa maka og/eða börn. Hefur hann hist vikulega í vetur og unnið undir handleiðslu Páls Eiríkssonar geðlæknis. Mikil þörf virðist vera fyrir slíka hópa sem eiga sameiginlega reynslu og geta miðlað af henni áfram. Vonandi getur þessi ráð- stefna orðið upphaf á slíku starfi. Þátttöku þarf að tilkynna og eru nánari upplýsing- ar og skráning í símum: Margrét 40567 og Sigríður 651892 milli kl. 17 og 19 frá sunnu- deginum 3. maí til föstudagsins 8. maí. Ráðstefnugjald er kr. 500. Stjórnarráð íslands Ákveðið hefur verið að færa starfsdag í Stjórnarráðinu fram um klukkutíma yfir sumarmánuðina. Verða því skrifstofur Stjórnarráðs íslands opnar kl. 8-16 mánu- daga til föstudaga. frá 1. maí til 30. sept- ember 1987. dómari. Varamenn: Guðrún Hannesdóttir kennari og sr. Jón Bjarman sjúkrahús- prestur. Endurskoðendur: Garðar Gísla- son borgardómari og Jón Magnússon hdl. Tapað - Fundið Píla er týnd Þessi skosk-íslenska tík tapaðist úr Mos- fellssveit á þriðjudagsmorguninn sl. Hún er ómerkt en gegnir nafninu Píla. Þeir sem hafa orðið varir við hana vinsamlegast hafi samband í síma 667221. Síamsköttur týndur Tæplega ársgamall hreinræktaður síams- köttur, frekar ljós, tapaðist frá Urðarstíg fyrir tveimur vikum. Hann er ómerktur. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans vinsamlegast hafi samband í síma 16978. Ýmislegt Minningarkort Áskirkju Minningarkort Áskirkju hafa eftirtaldir aðilar til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Aust- urbrún 37, sími 681742. Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984. Ragna Jóns- dóttir, Kambsvegi 17, sími 82775. Holtsapótek, Langholtsvegi 84. Þjónustu- íbúðir aldraðra, Dalbraut 27. Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27 og Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1. Þá gefst þeim sem ekki eiga heimangengt kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035, milli kl. 17 og 19 á daginn og mun kirkjuvörður annast sendingu minningarkorta fyrir þá sem þess óska. Atvinnumiðlun námsmanna Mánudaginn 4. maí tekur Atvinnumiðlun námsmanna til starfa, er það 10. stárfsárið og mun hún starfa út júnímánuð. Tveir starfsmenn munu starfa við Atvinnumiðl- un í sumar og eru atvinnurekendur hvattir til aðhotfæra sér þessa þjónustu. Atvinnu- miðlun námsmanna er til húsa í Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut og verður opin alla virka daga frá kl. 9-17. Síminn er 621080 og 27860. Þau samtök, sem að atvinnumiðluninni standa, eru: Stúdenta- ráð Háskóla íslands (SHl), Bandalag íslenskra sérskólanema (BlSN), Samband íslenskra námsmanna erlendis (SlNE) og Félag framhaldsskóla. Fundir Afrnæli Kvenfélag Lágafellssóknar heldur félagsfund í Hlégarði mánudaginn 4. apríl kl. 19.30. Gestur fundarins verður Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur. Aðalfundir Aðalfundur Ljóstæknifélags ísfands verður haldinn að Hótel Sögu í dag, 30. apríl. Aðalfundarstörf hefjast kl. 19.30 í fundarsal D. Að þeim loknum, kl. 20.45, flytur Bill Carlton, verkfræðingur hjá Philips-verksmiðjunum í Hollandi, erindi um lýsingu á skrifstofum með sérstöku tilliti til vinnu við tölvuskjái. Síðan verða umræður og fyrirspurnir og kaffiveitingar í boði félagsins. AÍlir áhugamenn eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Aðalfundur íslandsdeildar Amnesty International var haldinn þann 8. apríl sl. Ævar Kjart- ansson var kjörinn formaður samtakanna. Meðstjórnendur eru: Helgi E. Helgason fréttamaður, Erika Urbancic læknaritari, Jóhanna Eyjólfsdóttir mannfræðingur, Steingrímur Gautur Kristjánsson borgar- 68 ára er í dag, 30. apríl, Guðjón Matthíasson harmóníkuleikari, Öldugötu 54, Reykjavík. Hann ætlar að taka á móti gestum í Domus Medica í kvöld eftir kl. 21. Uppgjörið hafíð í Alþýðubandalaginu: Flokkseigendafélagið undir í fyrstu lotu JMC V-10 litdýptarmælir - 10 tommu litaskermur - 8 litir - botnstækkun - botnlæsing. - dýpistölur Friörik A. Jónsson h.f. Skipholti 7, Reykjavik, Simar 14135 - 14340. í gær var haldinn fundur í fram- /æmdastjóm Alþýðubandalagsins m boðaður hafði verið með stuttum rirvara, að ósk Sigutjóns Pétursson- • borgarfulltrúa. Á fundinum bar igurjón fram tillögu um að miðstjóm- •fundur yrði haldinn um komandi slgi en áður hafði verið ákveðið að ann yrði haldinn 16. og 17. maí. Þessa llögu studdu þau Álfheiður Ingadótt- og Ásmundur Stefánsson. Tillagan kk ekki hljómgmnn og dró Sigurjón í tillöguna til baka. En í hennar stað bar hann fram 5ra tillögu þess efhis að fram- /æmdastjóm lýsti yfir stuðningi við ) landsfundur yrði ekki haldinn fyrr í í haust en Guðrún Helgadóttir ifði lýst yfir kröfu sinni í fjölmiðlum n að honum yrði flýtt sem kostur eri. Um þessa tillögu urðu miklar nræður og réðust þau Sigurjón, Álf- 3iður og Ásmundur á Guðrúnu elgadóttur fyrir ummæli hennar í tvarpinu og DV um þetta mál og fleira sem hún sagði þar um úrslit kosninganna og framtíð flokksins. Svavar Gestsson, formaður flokksins, lýsti yfir stuðningi við tillögu Sigur- jóns um að landsfundi yrði ekki flýtt. Niðurstaðan varð sú að tillaga Sig- urjóns Péturssonar var ekki samþykkt en þess í stað var samþykkt að halda við íyrri ákvörðun framkvæmda- stjómar um að miðstjómarfundurinn yrði haldinn 16. og 17. maí. Þá var og tekið undir samþykkt þingflokksfund- ar frá í gær um að Svavar Gestsson færi með umboð flokksins í viðræðum um stjómarmyndun sem nú standa yfir. Það sem mönnum þykir merkilegast við niðurstöðu þessa fimdar er að full- trúar svokallaðs flokkseigendafélags náðu ekki sínu fram á fundinum sem er fyrsti liðurinn í þvi uppgjöri sem framundan er í flokknum og boðað hefur verið af alþingismönnum og fleiri áhrifamönnum í flokknum. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.