Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. 9 DV Útlönd Bandaríkjamaður drepinn af contraskævuliðum Ólafur Amarscn, DV, New York Benjamin Linder, Bandaríkjamað- ur sem beið bana í Nicaragua á þriðjudag, var fórnarlamb umsáturs contraskæruliðanna, að sögn sandinistastjórnarinnar í gær. Á þriðjudag var því haldið fram í opinberu málgagni stjórnarinnar að Linder hefði fyrst verið numinn á brott sem bandingi og síðan líflátinn. Bandarískir embættismenn segja útgáfuna frá þvi í gær sennilega rétta. Talsmaður contraskæruliðanna sagðist í gær ekki hafa nákvæmar upplýsingar um atvikið en að ljóst væri að vinnuhópur Linders hefði verið undir hervernd sandinista. Sagði talsmaðurinn contraskærulið- ana hafa lýst því margoft yfir að sérhver vopnaður hópur væri skot- mark. Skæruliðarnir hafa lýst allri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni fyrir að hafa hleypt óbreyttum borgurum inn á ófriðarsvæði. Linder var fyrsti Bandaríkjamað- urinn til að láta lífið í stríðinu í Nicaragua en þar í landi starfa þús- undir sjálfboðaliða sem vilja með því sýna andstöðu sína við stuðning Bandaríkjastjórnar við contra- skæruliðana. Hermenn sandinistastjórnarinnar í Nicaragua bera lik Bandaríkjamannsins Benjamins Linder um borð í herþyrlu, Linder var liflátinn af contraskæruliðum sem studdir eru af Bandarikjastjórn. Simamynd Reuter Segir Oliver North samsekan Carl Channel, fjáraflamaðunnn sem fyrstur var dreginn fyrir rétt vegna íranhneykslisins í Washington, bar fyrir rétti í gær að Oliver North, fyrr- um starfsmaður öryggisráðs Banda- ríkjaforseta, hefði átt aðild að samsæri um að svíkja fé af bandaríska ríkinu í tengslum við söfnun á fé til contra- skæruliða í Nigaragua. Channel, sem í gær lýsti sig sekan um skattsvik, kvaðst ásamt Oliver North og þriðja manni hafa sagt þeim er lögðu fram fé til söfnunarinnar að framlög þeirra væru frádráttarbær frá skatti. North mun hafa átt fundi með Channel og nokkrum af helstu vel- gerðarmönnum söfhunarinnar á undanförnum tveim árum. Þá sá . North til þess að þeir sem mest fé létu af hendi rakna fengu að hitta Reagan forseta í Hvíta húsinu. Reagan og Bush varaforseti hafa áður báðir hrósað Channel mjög fyrir Qáraflastarfsemi hans. Yfirlýsing Channel um samsekt Oli- ver North er talin mikilvægur áfangi fyrir saksóknarann í íranmálinu. Law- rence Walsh, en hann reynir nú af kappi að finna leið til að byggja á málaferli á hendur North. sem var helsti skipuleggjandi íranmálsins. Geyma innflytjendur á ferju Bresk stjómvöld áætla nú að leigja ferju til afnota sem miðstöð þar sem innflytjendum frá hinum ýmsu heimshlutum verður haldið þai' til ljóst er hvort þeir eiga rétt á innflytjendaleyfi eða ekki. Innanríkisráðuneyti Bretlands skýrði frá því í gær að samningur um leigu á skipinu hefði þegar verið undirritaður, en það hefði hins vegar ekki enn verið afhent. Stjómarandstaðan í landinu hefur gagnrýnt þessa ákvörðun harðlega og segir hana skammarlega. Einn af talsmönnum innanríkis- ráðuneytisins sagði í gær að um borð i skipinu yrðu góðar aðstæður. Gætu innflytjendur þar búið við þokkalegan kost, haft aðstöðu til tómstundaiðkana og tekið á móti heimsóknum. Talsmaður stjórnarandstöðu verkamannaflokksins segir hins veg- ar að áætlunin um að nota 3.700 tonna ferju í þessum tilgangisé hvarf aftur í tímann til hugmynda um fangaskip. TOKUM NU UPP SUMARTIMA: AFGREIÐSLA TRYGS 8-4 Carl Channel bar fyrir rétti í gær að Oliver North, fyrrum starfsmaður öryggisráðs Bandarikjanna, hefði átt hlut að samsæri til að svikja fé af ríkinu. TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SÍMI621110 STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN NORÐDI ISLENSK ERAMLEIÐSLA GÆÐI - ÖRYGGI UMBOÐSMENN UM LAND ALLT GUMMI VINNU STOFAN HF SKIPHOLTI35 RÉTTARHÁLSI & 31055 s. 84008/84009

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.