Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. SALAN P. SAMÚELSSON & CO. HF SKEIFUNNI 15 108 REYKJAVÍK SÍMI (81 (687120 Toyota Land Cruiser G STW árg. ’85, ekinn 26.000, sjálfsk., vökvast., hvítur. Verð 1.150.000. Toyota Land Cruiser HR G STW árg. ’86, ekinn 5.000, rauður, 5 gíra vökvast. Verð 1.330.000. Mazda 626 2000 GLX árg. ’85, ekinn Toyota Cressida GLI árg. '83, ekinn 37.000, sjálfsk., vökvast. og fl., grá- 77.000, sjálfsk., vökvast. og fl. Verð sans. Verð 480.000. 450.000. Toyota Tercel 4x4 árg. ’83 og árg. Toyota Camry DX árg. ’83, ekinn ’84, brún-sans. Verð 390.000 og 60.000, vökvast., 5 gíra, græn-sans, 430.000. fallegur bill. Verð 380.000. Toyota Corolla Sedan DX árg. ’86, Nissan Sunny Coupé árg. ’84, ekinn ekinn 9.000, 5 gíra, grá-sans. Verð 64.000, 5 gira, rauð-sans. Verð 420.000. 320.000. Volvo 244 GL árg. 79, ekinn Toyota Land Cruiser II árg. ’86, 105.000, vökvast., 4 gira. Grænn bensín, ekinn 22.000, brún-sans. fallegur bill. Verð 270.000. Verð 790.000. Mazda 929 árg. ’82, ekinn 53.000, Toyota Camry GL árg. ’85, ekinn vökvast., sjálfsk. blá-sans. Verð 22.000, vökvast., 5 gíra, blá-sans. 350.000. Verð 530.000. Toyota Carina DX STW árg. ’82, Toyota Tercel 4x4 árg. ’84, ekinn ekinn 41.000, beige-sans, sjálfsk. 46.000 m/mælum, tvílitur grænn. Verð 320.000. Verð 430.000. Volvo 244 GL árg. '82, ekinn 66.000, Daihatsu Charade árg. '85, ekinn vökvast., sjálfsk., beige. Verð 22.000, 5 gíra, gull-sans. Verð 420.000. 280.000. Opið virka daga 9-19. Laugardaga 13-18. Höfum ýmsar tegundir bifreiða á söluskrá vi___________J HA6ZAUP ^ /WKLA&ZAtAT Neytendur i>v Sælir dagar fram undan: nautakjöt i hvert mál. Refir og minkar éta nautasteik á 3-7 kr. kílóið Refir og minkar í loðdýrabúum um landið allt munu úða í sig í sumar og haust nautakjöti sem loðdýrabændur koma til með að kaupa á 3-7 krónur kílóið. Úr matvöruverslun kostar kíló- ið af nautahakki um það bil 350 krónur. Nautakjötið er af birgðum sem sláturhús þurfa að losna við til að rýma fyrir nýslátruðu. Gert er ráð fyrir að selja með þessum hætti 600 tonn af nautakjöti og hefur Framleiðsluráð landbúnaðarins milli- göngu um söluna. Kjötið er eins til tveggja ára og vel hæft til manneldis. Það er selt í loðdýrafóður til að auð- vejda sölu á nýrra nautakjöti. í allan vetur ræddu sláturleyfishafar um leiðir til að minnka nautakjöts- birgðir í landinu. Rætt var við Sovét- menn um kaup á nautakjöti af dýrum sem slátrað var 1985 og fram á árið 1986. Ekkert varð úr sölu þar sem Sovétmenn vildu ekki kaupa eldra kjöt en 150 daga. Þá voru uppi hugmyndir um að selja kjötið á neytendamarkað með ein- hverjum afslætti. Þeirri hugmynd var hafhað með þeim rökum að nautakjöt á útsölu myndi draga úr sölu á öðru kjöti, meðal annars lambakjöti og nýju nautakjöti. Andstæðingar nautakjöts- útsölu sögðu að með þeim hætti yrðu söluvandræði á nautakjöti færð yfir á lambákjöt og jafnvel gæti slík útsala dregið úr sölu á kjúklingum líka. Undir þessa röksemd tóku sumir kjöt- kaupmenn og veitingamenn. Aðrir kjötkaupmenn sýndu mikinn áhuga á að fá ódýrt nautakjöt í versl- anir sínar. Þeir telja að vinna megi góða og fullframbærilega kjötvöru úr eins til tveggja ára gömlu frystu nautakjöti. Þessum kjötkaupmönnum varð þó ekki að ósk sinni því með bréfi, dag- settu 13. apríl síðastliðinn, ákvað Framleiðsluráð landbúnaðarins að bjóða loðdýrafóðurstöðvum nauta- kjötið á 7 krónur kílóið. Fóðurstöðv- amar, sem flestar eru í eigu loðdýrabænda, vilja gjaman kaupa kjötið ep á lægra verði en Framleiðslu- ráðið býður. A samningafundi í næstu viku munu loðdýrabændur trúlega bjóða 3-4 krónur í kílóið af þessu kjöti. Miklar líkrn- em á að af sölu verði þótt enn hafi ekki samist um verð. Framleiðsluráð landbúnaðarins mun kaupa um það bil 600 tonn af nauta- kjöti af sláturleyfishöfum á 120-145 milljónir og selja loðdýrabændum kjötið á 2-4 milljónir. Mismunurinn kemur úr Framleiðnisjóði landbúnað- arins sem pr opinber sjóður. -pv í umferðinni: Getur þú ekið hringveginn strax í dag - án þess að þurfa að liggja undir bílnum í heila viku áður til að gera við? Nú er bifreiðaskoðun í fullum gangi víðast hvar um landið. Sums staðar er hún að verða búin eða að byrja. Þú kannast eflaust við það, ef þú ert bíleigandi, að þegar þú fórst með bíl- inn í skoðun þurftirðu að bíða í langri biðröð eftir því að komast að og loks- ins þegar bílinn var skoðaður þá var jafhvel eitthvað í ólagi og þú þurftir að fara aðra ferð. Nýju umferðarlögin Með nýjum umferðarlögum og breyttri reglugerð hefur þetta íyrir- komulag breyst og er komið nú þegar til framkvæmda. Komi það fyrir að einhverju sé ábótavant við öryggis- tæki bílsins, og þú fáir græna miðann, þarftu ekki lengur að koma með bílinn aftur í endurskoðun. Farir þú með bíl- inn á viðurkennt verkstæði og látir þar gera við það sem í ólagi var færðu hvítan miða á verkstæðinu og þarft ekki að fara aftur í Bifreiðaeftirlitið. Verkstæðið lætur vita að bíllinn sé kominn í lag. Þú skalt samt spyrjast fyrir, áður en þú lætur verkstæði gera við bílinn, hvort það hafi heimild frá Bifreiðaeftirlitinu, því ekki eru öll verkstæði með hana. Viðhaldið á bílnum Við höfum heyrt suma bíleigendur tala um það að nú þurfi að fara að lagfæra bílinn til að koma honum í gegnum skoðun. Það þurfi að herða út í bremsur, laga handbremsuna, koma ljósunum í lag o.s.frv. Sem betur fer er þessi hópur fámennur, því flestir skilja nauðsyn þess að hafa bílinn í lagi. Eg er viss um að þú ert sammála í umsjá Bindindisfélags ökumanna mér um að ekki er spennandi að mæta í umferðinni bíl sem er stórhættulegur vegna þess að stýrisbúnaður eða bremsur eru í lélegu ástandi. Auðvitað ber okkur sem ábyrgum bílstjórum að gera við það sem bilar jafnóðum en ekki að bíða með það þar til að skoðun kemur og vera svo skjálf- andi á beinunum þegar bifreiðaeftir- litsmaðurinn sest upp í bílinn vonandi að hann taki ekki eftir því að billinn bremsar ekki á öllum hjólum eða hvað slagið í stýrinu er of mikið. Ábyrgðin er okkar Við megum hreinlega ekki bjóða okkar samferðamönnum í umferðinni upp á þá hætt u sem af slíkum bíl stafar. Við verðum að hafa bílinn þannig að hann standist það álag sem upp getur komið þegar einhver hleypur skyndi- lega fyrir bílinn, eða bíll ekur skyndi- lega í veg fyrir okkur. Ef þú sest undir stýri á bíl sem ekki er með öryggistæk- in í lagi ertu ábyrgur fyrir bílnum hvort sem þú ert eigandi hans eða ekki. Enginn neyðir þig til að aka slik- um bíl. Vert þú i hópi þeirra ökumanna sem láta öryggi bílsins sig máli skipta og aktu um á öruggum bíl. Þannig leggur þú þinn skerf til aukins umferðarör- yggis og stuðlar að bættri umferðar- menningu okkar Islendinga. Bíddu ekki með að láta lagfæra það sem þarf fram að næstu skoðun, láttu laga það strax. Hafðu bílinn ætíð í þannig ástandi að þú getir sest beint upp i hann og ekið hringveginn alian en þurfir ekki að liggja undir bílnum heila viku áður. E:G.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.