Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 36
 -:,í Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ríístiórn - Auglýsirsgar - Áskrift - Dreiflrsg: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. Atkvæðin í fangelsi - en breyttu engu Týndu atkvæðin á Vesturlandi voru alls ekki týnd. Þau voru í fang- elsi í Borgamesi og gátu varla verið á öruggari stað. Þar höfðu þau orðið eftir í kjörkassa úr einni sveitakjör- deild, ótalin þótt búið væri að ganga frá kassanum sem tómum til endur- sendingar. Atkvæðin reyndust 47 og breyttu engu um úrslit kosninganna þegar yfirkjörstjóm var búin að telja þau um eittleytið í nótt. Endanlega urðu kosningaúrslitin þannig á Vesturlandi: A fékk 5 at- kvæði úr kassanum og alls 1356, B 19 og alls 2299, D 7 og alls 2164, G 4 og alls 971, M 3 og alls 147, S 5 og alls 936, V 3 og alls 926. Einn seðill úr kassanum fræga var auður. Ef atkvæðin hefðu ekki fundist var það á valdi Alþingis, þegar það kem- ur saman í október væntanlega, að afgreiða kjörbréf samkvæmt þeim úrslitum sem samt hefðu legið fyrir. Alþingi hefði átt þess kost að sam- þykkja ekki kjörbréfin. Þá hefði orðið að kjósa aftur á Vesturlandi. Afar ólíklegt er að Alþingi hefði brugðið á þetta ráð þar sem það hefði tmflað þingstörf vikum saman og síðan hugsanlega stokkað upp þingliðið að hluta til. -HERB Berserksgang- ur í Sundahöfh Sjómaður af grænlenskum togara var handtekinn eftir að hafa gengið berserksgang í Sundahöfn í gær. Ekki veittist hann að mönnum en sex bílar urðu fyrir barðinu á honum og skemmdust nokkuð. Lögreglan handtók manninn. -GK Næsta blað DV kemur út mánu- daginn 4. maí. Smáauglýsingadeild DV verð- ur opin í dag, fimmtudag, til kl. 22.00. Lokuð á morgun, 1. maí. Opin laugardaginn 2. maí frá kl. 9-14 og sunnudag 3. maí frá kl. 18-22. Síminn er 27022. Ávallt feti framar 68-50-60 ÞRÖSTUR LOKI Ég held nú bara ’ann Jón Baldvin sé ekki við eina fjölina felldur! Jón Baldvin ræddi við Svavar fyrir kosningar: Vill nýsköpunarstjóm segi Kvennalisti nei Jón Baldvin Hannibakson, for- maður Alþýðuflokksins, skýrði Svavari Gestssynþ formanni Al- þýðubandalagsins, frá því á einka- fundi þeirra á mánudag að hann vildi að Alþýðubandalagið kæmi inn í myndina færi svo að Kvennalisti hafnaði samstarfi við Alþýðuflokk og Sjálfstæðisflokk. „Þetta hefúr legið lengi fyrir og ekki bara effcir heldur líka fyrir kosn- ingar," sagði Svavar í morgun. Jón Baldvin staðfesti í morgun að fyrir kosningar hefði hann sagt Svavari að næstskásti kosturinn væri nýsköpun, það er stjóm Al- þýðuflokks, Sjáffetæðisflokks og Alþýðubandalags. „Við erum ekkert ginnkeyptir fyrir því og viljum umfram allt að kosn- ingamar endurspeglist í tilrauninni til stjómarmyndunar,“ sagði Svavar. „Það eru Kvennalisti, Borgara- flokkur. Það em þeir sem unnu sigur. Pramsóknarflokkurinn hélt nokkum veginn sjó og kratamir bættu pínulitlu við sig. Þessi hópur á að reyna. Sjálfetæðisflokkurinn og Alþýðubandalagið eiga að bíða. Við ætlum að bíða átekta og sjá hvað þeir sem unnu stóra sigra í kosningunum geta. Það finnst okkur vem niðurstaða kosninganna," sagði Svavar. Hann sagði mjög sérkennilegt hvemig Jón Baldvin hefði unnið að undanfömu. ;,Mér finnst það sýna sorglega litla alvöm af hans hálfu.“ -KMU Uppsagnir fóstra í kvöld: Óformlegar viðræður hófust í gær „Það eitt að borgaryfirvöld féllust á að taka upp óformlegar viðræður við okkur eykur mér bjartsýni á að lausn finnist á málinu en það hefur ekkert komið fram enn sem kalla má hand- festu í málinu," sagði Margrét Pála, formaður Fóstmfélagsins. í samtali við DV í morgun en uppsagnir fóstra sem starf'a hjá Reykjavíkurborg taka gildi á miðnætti. Frekari viðræður munu eiga sér stað í dag og einnig mun Starfekjaranefnd Reykjavíkurborgar ræða málið en hana skipa 3 fúlltrúar frá Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar og 3 fulltrúar frá borginni. Ef til uppsagna fóstra kemur mun það fyrst koma nið- ur á dagvistun Borgarspítalans á laugardag en síðan á öðrum dagvistar- stofnunum á mánudaginn kemur. I gær var frestað fundi um starfsmat fóstra sem vinna hjá ríkinu og virðist sem ríki og borg ætli að samræma það sem fóstrum verður boðið hjá þessum aðilum. -S.dór Þá er Framsókn ekki lengur kvenmannslaus. Valgerður Sverrisdóttir, þingmaöur i Noröurlandskjördæmi eystra, kom til þingflokksfundar Framsóknarflokksins i gær og i gleði sinni faðmaði Steingrimur Hermanns- son flokksformaður hana aö sér. DV-mynd GVA Óvenjulegt ástarævintýri Veðrið á moigun: Víða létt- skýjað Á föstudaginn verður fremur kalt til útgöngu í norðanátt um allt land. É1 verða norðanlands en víða léttskýjað syðra. Hiti 1-5 stig sunnanlands en fyrir norðan verð- ur hiti nálægt frostmarki. Frá Jóni G. Háukssyni, DV, Akureyri: Einstakt ástarævintýri er nú í upp- siglingu á andapollinum fyrir neðan sundlaugina á Akureyri. Þar eru stór hvít aligæs og heiðargæs byrjaðar á föstu og hafa greinilega í hyggju að rugla saman reitum sínum. Steggurinn, sem er aligæs, er afar afbiýðisamur og ef einhver gerir sig líklegan til að koma nálægt parinu hikar hann ekki við að reniia í Við- feöiíiáfitli. ,;Þaú feáfá Véríð áð kjdihást i Véfcifr tí* JiáÖ ýéfétfr fefVitiiilégt áð ájá hVáð verður úr þessu. Menn hafa haft eftfr Ævari Pedersen fúglafræðingi að ekki sé vitað til þess að slík sambönd hafi þróast áður á íslandi," sagði Þorsteinn Þorsteinsson, sundlaugarvörður og formaður umhverfismálanefndar Ak- ureyrar. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.