Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1987. 17 Lesendur „Það þekkist hvergi í heiminum að (lugstöðvar séu skírðar sérstöku nafni...“ ÆtlafÉu að Láttu okkur i*"' —----- _ v>virrknn a aðeins kx. 390- rjöruþyottur, þvottur og þ Etolg bjóöun, y«liaö-^“^ása.wmog.epp™ Z Qnrantun. á felgum „íActfirka Miallaxvaxboni B c )n- og Klö pp - rot 3ími 2C tas )370 51 C ) ði n B< b n- og r ot (tas 18 c ) ði n V/Umferöarmiðstöðina - Sími 13380 Höfðabón Höfðatúni 4 - Sími 27772 Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli? Flugfarþegi skrifar: Það er að mestu gengin yfir sú fagn- aðarbylgja sem upphófst með opnun nýju flugstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli. Auðvitað eru allir ánægðir að hafa fengið hina nýju flugstöð og mál var til komið því að ekki höfum við Islend- ingar lagt svo mikið til flugmála og síst á Keflavíkurflugvelli þar sem völl- urinn er rekinn af bandarísku vamar- liði alfarið. Allur tæknibúnaður utanhúss er t.d. kostaður af Bandaríkj- unum svo og allt viðhald brauta og snjómokstur. Þetta er ekki víst að al- menningur viti. Nafngiftin á flugstöðinni er svo sem ágæt. Málið er hins vegar það að þetta nafn mun aldrei verða notað í tali, raunar ekkert nafh nema „flugstöðin" sem er í sjálfu sér alveg nóg. Það þekk- ist hvergi í heiminum að flugstöðvar séu skírðar sérstöku nafni. Það er flugvöllurinn sjálfur sem skiptir máli og er skráður sem slíkur hvarvetna þar sem þess er þörf. Svo sem hjá flugmálayfirvöldum um allan heim og hjá flugumsjónum á erlendum flugvöllum sem afhenda og útbúa veð- urlýsingu og annað er máli skiptir í hendur flugstjóra sem nota þennan völl eða fljúga í námunda við hann á leið sinni yfir hafið. Alls staðar i heiminum eru það nöfii- in á flugvöllunum sem gilda, ekki nafn einhverrar byggingar, sbr. Kastrup- flugvöllur, Schipholflugvöllur, Heat- hrow flugvöllur o.s.frv. Hefði hins vegar flugvöllurinn í Keflavík verið skírður upp á nýtt og nefndur flugvöllur Leifs Eiríkssonar hefði nafh hans komist á kort hvar sem er í heiminum. Þetta hika Bandaríkja- menn t.d. ekki við að gera og hafa skírt upp á nýtt marga flugvelli hjá sér. Þekktasta dæmið er um J.F. Kennedy flugvöll sem áður hét Idle- wild Airport. Við íslendingar erum hins vegar ragir við að gera svona brevdingar, illu heilli. Við ættum hins vegar að ganga svo langt að breyta ekki bara nafni Keflavíkurflugvallar heldur líka nafninu á landinu, íslandi. Það hefur verið til trafala og er fráhrindandi nafn er hrindir frá sér ferðamönnum nema kannski þeim er gjörþekkja allar aðstæður og eru því víðlesnir. Ein hugmynd er að kalla landið t.d. Sögu- eyjuna. (Sagaöen er algengt nafh á landi okkar í Skandinavíu.) Þetta hafa ýmis nýfijáls ríki gert t.d. í Afríku. Hver man eftir nafninu Rhodesia eftir svo sem 10 ár til viðbótar? Auðvitað hefði átt að kasta nafninu á landinu fyrir róða við lýðveldistökuna 1944 og auk þess að fá nýjan þjóðsöng og nýja mynt í stað leifanna frá dönsku krún- unni. Það er svo allt annað mál að þora. Það hugtak er löngum fjarlægt okkur. „Dagskrá stöðvarinnar er iðulega röng, bæði hvað varðar timasetningu á dagskrárliðum svo og myndir sem eru auglýstar i dagskrám því þegar allt kemur til alls birtast aðrar myndir á skjánum.,, Stöð 2: Rong og villandi dagskrá Gunnar Bjarnason skrifar: Ég vil benda þeim mönnum á, sem hafa með dagskrá Stöðvar 2 að gera, þ.e. ef þeir vita það ekki enn, að hvað eftir annað virðist dagskráin frá þeim vera röng, bæði hvað varðar tímasetn- ingu á dagskrárliðum svo og myndir sem eru auglýstar í dagskrám því þeg- ar allt kemur til alls birtast aðrar myndir á skjánum. Eðlilegt væri ef einhver mistök yrðu öðru hvoru, það er bara mannlegt. En þetta kemur allt of oft fyrir og augljós- lega eru þessi mistök þeirra því rangar auglýstar dagskrár virðast ganga jafnt í gegnum öll blöðin. Þetta er til dæm- is ansi leiðigjarnt ef maður ætlar sér að taka upp myndir á myndband til að horfa á seinna þegar tími gefst til. Ef þessi mistök væru eins tíð á ríkis- sjónvarpinu eins og á Stöð tvö er ég ansi hræddur um að eitthvert óhljóð heyrðist frá almenningi. Áð lokum, ágætu menn, reynið að bæta um betur þvi þetta kemur ekki aðeins okkur neytendunum illa heldur ykkur ef ekkert verður að gert. „Fangelsi bætir engan“ Lesandi skrifar: Nú virðast öldumar vera að lægja varðandi kvirferðisafbrota- menn en þetta er umræða sem fólk má ekki loka augunum fyrir, þetta er mál er varðar okkui- öll. Umi-æðu af þessu tagi verðum við að halda opinni og vera vak- andi á verðinum. Það hefur margsinnis komið fram að meiri- hluti landsmanna vill þvngja viðurlög við kynferðisafbrotum en samt er ekkert gert í málinu. Það er líka alveg vitað mál að menn sem leggjast svo lágt að beita kynferðislegu ofbeldi eru ekki heil- ir á geðsmunum og því þýðir ekkert að ioka þá inni eftir ódæð- ið. Ég get ekki ímyndað mér að fangelsi bæti nokkum mann, þess- ir menn hljóta að þurfa mikla hjálp og hana fá þeir ekki í fangelsum. Það sem skiptir eðlilega mestu máli er að réttarkerfið veiti borg- urunum vemd gegn slíku ofbeldi, fangelsið erbara bráðabirgðalausn á þessum vanda og það ekki viö- hlítandi. & FRÁ GRUNNSKÓLANUM í MOSFELLSSVEIT Innritun nýrra nemenda í grunnskóla Mosfellssveitar næsta skólaár fer fram dagana 4. og 5. maí nk. kl. 9-14, í Varmárskóla (6-12 ára) í síma 666154 og gagnfræðaskólanum (13-15 ára) í síma 666186. Skólastjórar OPIÐ HUS . MAÍ MYNDUSTARSÝWING Að lokinni 1. maí göngunni verður opið hús hjá Verzl- unarmannafélagi Reykjavíkur í Húsi verslunarinnar, 9. hæð, fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra. Frístundamálarar í VR munu sýna verk sín í fundarsal félagsins. Verzlunar- og skrifstofufólk! Lítið inn, þiggið kaffiveitingar og skoðið myndlistar- sýninguna. Verzlunarmannafélag Reykjavikur Bæjarfógetaskrifstofa í Vestmannaeyjum Tilboð óskast í framkvæmdir við Heiðarveg 15 í Vest- mannaeyjum. Innifaldar í verkinu eru ýmiss konar þreytingar og endurbygging, bæði utan- og innanhúss. Verktaki tekur við húsinu i núverandi ástandi og skilar því fullbúnu til notkunar. Húsið er kjallari og þrjár hæðir, grunnflötur alls um 1070 m2. Verkinu skal skila fullgerðu 25. mars 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Rvk., og á teiknistofu Páls Zophoníassonar í Vestmannaeyjum gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Til- boð verða opnuð á skrifstofu vorri miðvikudaginn 20. maí nk. kl. 11.00. INNKAUFASTOFNUtt RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓIF 1441 TELEX 2006

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.