Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1987. 7 Fréttir Þau Guðni Þór, Ragnheiður Björk og Jóhanna Björk ásamt móður sinni, Jónu. DV-mynd Emil EskHjörður: Þríburarnir tveggja ára Emil Thorarensen, DV, Eskifirói; Þríburamir á Eskifirði verða tveggja ára gamlir á morgun, fostu- daginn 1. maí. Við ræddum stuttlega við móður þeirra, Jónu Mekkin Jónsdóttur, í tilefni dagsins og spurðum hana hvort ekki væri erfitt að ala upp þríburana. „Að sjálfsögðu er þetta búið að vera erfitt en nú er léttara að eiga við þá eftir að þeir fóru að stækka og skilja mann betur. Það létti líka undir er þeir fóru að geta leikið sér úti,“ sagði Jóna. - En hvemig er samkomulagið milli þeirra? „Samkomulagið er yfirleitt gott og oft á tíðum mega þeir ekki sjá hvor- ir af öðrum en stundum kemur fyrir að rifist er heiftarlega og bitið frá sér.“ Þríburarnir heita Guðni Þór, Ragnheiður Björk og Jóhanna Björk. Faðir þeirra er Magnús Guðnason. Hlutafjársala Amaflugs komin vel á veg: Bflaleiga stofnuð „Þessa dagana er unnið að stofnun bílaleigu á vegum Arnarflugs. Vegna fjárhagsstöðu félagsins er þó ekki gert ráð fyrir að félagið sjálft geti í upp- hafi orðið nema lítill hluthafi í fyrir- tækinu heldur verður þetta sérstakt fyrirtæki í eigu hluthafa Amarflugs en með aðild Amarflugs og Amarflugs innanlands. Auk þess höfum við boðið bílaleigu, sem þegar er í rekstri, aðild að fyrirtækinu. I byrjun er gert ráð fyrir að 50-60 bílar verði leigðir út á vegum hinnar nýju bílaleigu. I nýju flugstöðinni í Keflavík er gert ráð fyr- ir starfsaðstöðu fyrir þrjár bílaleigur og gerðum við tilboð í starfsaðstöðu þar. Ég reikna með að auk Bílaleigu Flugleiða og Bílaleigu Akureyrar verði Bílaleiga Amarflugs þama einn- ig með aðstöðu." Þetta sagði Hörður Einarsson, stjómarformaður Amarflugs, í viðtali við DV þegar hann var inntur .eftir gangi mála hjá fyrirtækinu. En er eitt- hvað að rofa til í fjármálum fyrirtækis- ins? „Já, sem betur fer hillir undir að greiðslustaða félagsins léttist. Nú em komin vilyrði fyrir rúmlega 110 millj- ónum króna í nýju hlutafé sem á næstu vikum mun koma inn í félagið. Þetta em 5 milljónir króna umfram það hlut- afé sem talið var nauðsynlegt að fá inn í félagið á þessu ári. Heildarhluta- fjáraukningin átti að vera 130 milljón- ir króna og var gert ráð fyrir að það sem eftir stæði yrði selt á næsta ári en við ætlum að bjóða þetta allt til sölu núna. Það er að sjálfsögðu aðeins til bóta að fá viðbótarfjármagn inn í félagið fyrr en reiknað var með. Hlut- hafamir em að sjálfsögðu langflestir úr viðskiptalífinu og er greinilegt að fjölmargir aðilar í íslensku viðskipta- lífi gera sér grein fyrir því hversu þýðingarmikið það er fyrir viðskipta- lífið í heild, ekki eingöngu ferða- mannaþjónustuna, að sú þjónusta er Amarflug veitir, bæði í farþega- og fraktflutningum, haldi áfram og eflist." - Hvemig hefur reksturinn gengið það sem af er þessu ári? „Rekstur millilandaflugsins, sem er sá rekstur er félagið hefur nú með höndum, hefur í öllum aðalatriðum gengið í samræmi við þær áætlanir sem um hann vom gerðar. Það er sí- vaxandi umferð milli Islands og áætlunarstaðanna í Evrópu, Amsterd- am, Hamborgar og Zurich, og sölu- aukningin er meiri Evrópumegin en hér sem er sérstaklega hagstæð þróun. bæði þjóðhagslega og fyrir fyrirtækið. Okkur fmnst því framtíðin lofa góðu þó að auðvitað sé það langtímaverk- efrii að koma Arnarflugi á réttan kjöl eins og við höfum margsinnis sagt. En aðalatriðið er að það miði í rétta átt og sú er raunin núna." BORGARA FLOKKURINN Skrifstofa Skeifunni 7 Símar: 68-98-28 68-98-29 68-9845 Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9-17, laugardag kl. 13-17 BORGARA FLOKKURINN HESTAMENN Munið sýningu á stóðhestum í Gunnarsholti laugar- daginn 2. maí kl. 14.00. Stóðhestastöð ríkisins. Sólbaðsstofa Astu B. Vilhjábns, Grettisgötu 18, sími 28705 Afturer komiðað okkar vinsæla tilboói sem allirþekkja, 24 timaráaðeinslBOO krónur. VERIÐ VELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI 1. maí kaffi Svalanna Hótel Sögu—kl. 14.00. Hlaðin borð af kræsingum. Stórkostlegir happ- drættisvinningar, leikföng og margt fleira. Svölukaffi svíkur engan. Allur ágóði rennur tu Uknarmála. Tískusýning' Lótus, Parísartískan, Tess. Sólgleraugu frá Linsunni. Baðsloppar frá Clöru. Snyrtivörur frá Guerlain, Laura Biagotti, snyrt af snyrti- stofunni Mandý. Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.