Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. 39 Sandkom Spíri í halinu Aflaskipið Halkion frá Vestmannaeyjum landaði ný- lega um 100 tonnum af fiski og einum kassa af áfengi. Kassinn kom upp með fiski í einu halinu og reyndust vera í honum 12 flöskur merktar með Smirnoff vodka. Aðeins 9 voru heilar og það líka ræki- lega heilar því þær voru fyllt- ar upp í stút. Það mun vera gert þegar spíri og annað áfengi er „geymt“ í sjó til þess að sjór komist ekki í fiöskurn- ar. Skipveijar höfðu lyktað af veigunum þegar í land kom og fullyrtu að innihaldið væri sterkara en vodka, sem sagt spíritus. Þarpem spírinn kom um borð sáu þeir á Halkion hvar bauja maraði í hálfu kafi en fengust alls ekki til þess að gefa upp lórantölur. I því sam- bandi má minnast þess að sjómannadagurinn er fram undan. Sýsl þingmanna fslendingar kveða um allt á milli himins og jarðar og nú dynur yfir kveðskapur um myndun nýrrar ríkisstjómar. Einn orti vísu um þreifingar Jóns Baldvins og Þorsteins: Þróttmiklir að þjóðarsið þingmenn vilja kenna sælu þá að sýsla við sómafleti kvenna. Leikstjórinn Það verður minnstur vand- inn fyrir Kvennalistann að leggja til forseta sameinaðs Alþingis efeinhverjir hinna flokkanna krækja í þær kon- umar til samstarfs. Þórhildur Þorleifsdóttir er auðvitað sjálfkjörin sem þaúlreyndur leikstjóri og ekki síst sem af- burða leikstjóri í óperunni. Suðumesja- mönnum fjölgaði Það hefur gengið einstak- lega eríiðlega fyrir Suður- nesjamenn að koma fulltrúum úr byggðarlögum sínum á Al- þing. Þetta þykir þeim vont og sumir þeirra rekja alls kon- ar óáran á Suðurnesjum til þessa þingmannaskorts. Á síð- asta kjörtímabili var aðeins einn Suðurnesjamaður á þingi, Kar! Steinar Guðnason, sem náði endurkjöri. Þá bætt- ist Jóhann Einvarðsson við svo að fjölgunin varð 100%. En það þótti ekki nóg. Til þess að hugga sig hafa Suðurnesjamenn nú flett upp ættartölum og rannsakað starfsferil annarra þingmanna og hafa komist að þeirri at- hyglisverðu niðurstöðu að eiginlega eigi þeir þrjá aðra þingmenn. Kristín Einars- dóttir, sem kosin var af Kvennalistanum í Reykjavík, er ættuð úr Keflavík. Guð- mundur Bjarnason, framsókn- armaður af Norðurlandi eystra, var einu sinni banka- stjóri Samvinnubankans í Keflavík. Og rúsínan í pylsu- endanum er svo sá frægi Stefán Valgeirsson. Hann var nefnilega eitt sinn leigubíl- stjóri á Fólksbílastöðinni í Keflavík. Eldlínan Vændi og sjálfsmorð hafa verið helstu umræðuefnin á Eldlínunni hjá Stöð 2 það sem af er, og einhver álíka krass- andi málefni. Það er hins vegar komið í ljós sem vænta mátti að það er ekki lengi hægt að halda úti þætti um slfk mál hér á landi nema að lenda fljótt í endurtekningum. Líklega erum við allt of heil- brigt þjóðfélag þegar allt kemur til ails. Nú er Jón Óttar, sjónvarps- stjóri og eldsmiður, farinn til Japans í efnisleit, enda eru heldur fleiri búsettir þar en hér og ef til vill von til að finna þar eitthvað sem hér er ekki til. Nefna mennþarhelsttil sögunnar þátt um harakiri, sem gæti orðið hin geðslegasta afþreying. Ef í harðbakkann slær má alltaf búa til þátt um japanska tedrykkju. Islands óhamingja Morgunblaðið ræddi á þriðjudaginn við þá sex þing- Enginn hringir i manninn a þakinu af þvi aö enginn veit um sírnanúmer- iö. Maðurinn á þakinu Maðurinn á þakinu er að drepast úr leiðindum, enda fámennið á þaki Laugardals- hallarinnar með eindæmum. Þar að auki hringir enginn í hann með áheit á Krisuvíkur- skólann enda hefur síma- númerið ekki verið gefið upp. Aftur á móti er kona manns- menn sem voru í framboði og féllu. Svörin voru eins og vænta mátti á ýmsan veg. Davíð Aðalsteinsson sagðist ekki hafa fengið nóg af at- kvæðum núna, sem enginn getur rengt. Guðmundur Ein- arsson sagði að þeir kratar hefðu ekki átt á vísan að róa. Valdimar Indriðason og Gunnar G. Schram sögðu báð- ir að úrslitin væru mikil vonbrigði. Björn Dagbjarts- son var ekki tilbúinn til að tjá sig. Árni Johnsen var það hins vegar og sagði einfaldlega: „Hörmuleg úrslit fyrir þjóð- félagið." Og svo eru menn undrandi á því að ekki hefur þegar verið mynduð ríkis- stjóm... ins himinlifandi þar sem hún hefur frið heima hjá sér til þess að lesa undir próf og þarf ekki einu sinni að svara því til að maðurinn sé ekki heima af því að allir vita að hann er á þakinu og þarf jafnvel ekki að hringja í hann af því að símanúmerið hjá honum hefur alls ekki verið gefið upp. þótt tilgangurinn hjá honum með því að vera þarna hafi verið sá að svara í símann. Það er ekki einleikið hvað sumt er stórmerkilegt í veröldinni. Umsjón: Herbert Guómundsson VESTAST AUSTAST v/STÓRHÖFÐA v/HRINGBRAUT Kynning á Kynning eldhús- á innréttingum GROHE Kynningarafsláttur í biöndunartækjum Sérfræðingar á staðnum OPIÐ KL. 8-18 VIRKA DAGA, KL10-16 LAUGARDAGA. BYGGINGAVORUR 2 góöar byggingarvöruverslanir, austast og vestast í borginr Stórhöföa, sími 671100 Hringbraut, sími 28600. VILDARK/OR VISA LYFTARAR ATH! IMýttheimilisfang Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra raf- magns- og dísillyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyftara. Varahluta- og viögerðaþjónusta. Littu inn - við gerum þér tilboð. Tökum iyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. Vatnagörum 16, simar 82770-82655. Uppboð Eftir beiðni lögreglustjórans í Reykjavik fer fram opinbert uppboð að Borgar- túni 7 (baklóð) laugardaginn 9. maí 1987 og hefst það kl. 13.30. Seldir verða margs konar óskilamunir, sem eru í vörslu lögreglunnar, svo sem: reiðhjól, úr, skartmunir, fatnaður og margt fleira. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Holtagerði 32, efri hæð, þingl. eigandi Þó- runn Jónsdóttir, fer fram í skrifstofu emþættisins Auðþrekku 10 i Kópavogi þriðjud. 5. maí '87 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Bæjarfógetinn í Kópa- vogi, Bæjarsjóður Kópavogs, Brunabótafélag íslands, Viðar Már Matthíasson hdl. og Guðjón Ármann Jónsson hdl. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Lundi v/Nýbýlaveg, 1. hæö vestur, tal. eig- andi Þorsteinn Jónsson, fer fram í skrifstofu embættisins Auðbrekku 10 i Kópavogi þriðjud. 5. maí '87 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur eru Utvegsbanki Islands, Bæjarfógetinn í Kópavogi og Veðdeild Landsbanka íslands. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð á fasteigninni Laxakvísl 23, þingl. eigandi Kristján Páll Gestsson, fer fram i dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, miðvikud. 6. maí '87 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan i Reykjavik. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Hólabergi 72, þingl. eigandi Björn Arnórsson, fer fram i dóm- sal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, þriðjud. 5. mai '87 kl. 10.30. Uppboðsþeiðandi er Veðdeild Landsbanka islands. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Nökkvavogi 35, risi, tal. eigandi Jón J. Jó- hannesson, fer fram i dómsal embættisins, Skógarhlið 6, 3. hæð, þriðjud. 5. maí '87 kl. 10.30. Uppþoðsþeiðendur eru Veðdeild Landsbanka islands og Iðnlánasjóður. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Gullteigi 4, 1. hæð norður, þingl. eigandi Þóra Tómasdóttir, fer fram i dómsal emþættisins, Skógarhlið 6, 3. hæð, þriðjud. 5. maí '87 kl. 11.00. Uppboðsþeiðandi er Landsþanki islands. Borgarfógetaemþættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Sólvallagötu 6, þingl. eigandi Guðrún Markúsdóttir, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlið 6, 3. hæð, þriðjud. 5. maí '87 kl. 16.15. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. ___________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Ægissíðu 94, þingl. eigandi Friðrik Jörgens- en, fer fram í dpmsal embættisins, Skógarhlið 6, 3. hæð, þriðjud. 5. maí '87 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru Árni Vilhjálmsson hdl. og Helgi V. Jóns- son hrl. __________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Heiðarseli 17, þingl. eigendur Trausti Guðmundsson og Lára Óskarsdóttir, fer fram í dómsal emþættisins, Skógarhlið 6, 3. hæð, þriðjud. 5. maí '87 kl. 10.30. Uppþoðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. ___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Skólavörðustíg 23, 3.h.m.m„ þingl. eigandi Halldór B. Jakobs- son, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, þriðjud. 5. maí '87 kl. 14.30. Uppboðsþeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. _______________ Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Skeljanesi 6, þingl. eigandi Félag einstæðra foreldra, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, þriðjud. 5. maí '87 kl. 15.45. Uppboðsþeiðandi er Gjaldheimtan i Reykjavík. ______________._______Borgarfógetaembættið i Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.