Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. 5 Fréttir Dagskrárstjóri Stöðvar 2 segir upp: Ekki hægt að vinna með Jóni Óttari Jónas R. Jónsson: Gekk á dyr eftir illviga rimmu viö sjónvarpsstjóra Stöðvar 2. Dagskrárstjóri Stöðvar 2, Jónas R. Jónsson, hefur fyrirvaralaust sagt upp störíum. Er um að kenna ágreiningi hans við forráðamenn sjónvaipsstöðv- arinnar um stefnu í dagskrármálum. „Uppsögn mín hefur lengi legið í loftinu og ég vil sérstaklega taka það íram að hér er fyrst og fremst um per- sónulegan ágreining á milli mín og Jóns Ottars Ragnarssonar að ræða. Það er einfaldlega ekki hægt að vinna með Jóni Óttari,“ sagði Jónas í sam- tali við DV. „Jón Óttar vill fara aðrar leiðir en ég í dagskrármálum og ég held að þess fari að sjást merki áður en langt um líður.“ Goði Sveinsson, fyrrum starfsmaður Amarflugs, hefur tekið við störfum Jónasar á Stöð 2. Ekki tókst að ná sambandi við Jón Óttar sem staddur er í London á leið sinni til Japan. -EIR Búðardalur: Matareitrun í þremurveislum Tugir manna i Dölum veiktust af matareitmn í þremur fermingar- veislum fyrir nokkru í Búðardal. Nokkrir veiktust alvaidcga og varð að leggja þá inn á sjukrahús. Að sögn Gunnars Jóhannessonar, heilsugæslulæknis í Búðardal, eru ekki allir sem veiktust komnir yfir vcikindin en em á hatavegi. Um var að ræða salmonellusýkingu. Það vai- sameiginlegt með Öllum þessum þremur veislum að maturinn vai' kalt borð og kom frá sama veit- ingahúsinu vestra. Einnig var það samciginlegt að í öllum veislunum voru majonessósur og salöt, sem em talin hvað viðkvæmust fyrir salmon- cllu, að sögn Gunnars. Hann sagði að ekki væri hægt að skelia skuld- inni á umrætt veitingahús að órannsökuðu máli vegna þess að það hefði fengið hluta matvælanna að frá öðrum. Verið er að rannsaka hvað af matnum sem neytt var i veislunum bar í sér salmonellubakteríuna og getur verið seinlegt að rekja það, að sögn Gunnars Jóhannessonar lækn- is. -S.dór DV-mynd S Þorgrimur Jónsson gulismiður í auðri búð sinni í gærmorgun. „Er að lagfæra og loka búðinni“ „Ég er að lagfæra skemmdimar, taka hér til og loka búðinni," sagði Þorgrímur Jónsson gullsmiður í sam- tali við DV en eins og kunnugt er af fréttum var brotist inn hjá honum í fyrrinótt og búðin bókstaflega hreins- uð af öllu verðmætu sem þar var inni. Innbrotsþjófamir komust inn í búð- ina á fremur einfaldan hátt, það er með því að spenna upp framdymar á henni. Aðspurður um hve tjónið næmi háum fjárhæðum sagði Þorgrímur að hann væri rétt nýbyrjaður að taka það saman og gæti því ekki gefið neinar tölm' en þama væri um töluverðar fjárhæðir að ræða. Allt innanstokks i búðinni var hins vegar tr\Tggt hjá Sam- vinnutryggingum. Rannsóknarlögreglan vinhur að rannsókn málsins en ekkert nýtt var af henni að frétta i morgun. -FRI m o o íí HLJOMBORÐ fyrir unga jafnt sem aldna, í leik og starfi. Verð frá kr. 2.520,- - SÍWII 21615. UMBOÐIÐ, LAUGAVEGI 26 25% afsláttur af öllum úrum næstu daga. Mikið úrval. Verð frá kr. 825>00 .V i s. :: lilÍBl i : ; ■ @@»ad3'CDe3 »; j. fiO f f ; | OE3CDO0| aaaaas j r~» CD á C3 Gp CF" pi Pl O O P jí Almennartölvur.....frákr. 740 Skólatölvur.......frá kr. 1.600 Basic tölvur......frá kr. 3.800 Strimlavélar......frá kr. 3.700 1 sos* *t i m i m\ fcS-SÖÍ \ eii isvl • Mi rf” P5? lijjsli \—i \m\

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.