Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 28
40 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. sM4 Smáskifa vikunnar Level 42 - To Be With You Again (Polydor) Þessir piltar láta ekki deig- an síga, hver gæðasmellur- inn rekur annan; þetta lag stendur þeim tveimur síð- ustu, Lessons In Love og Running In The Family, lítið sem ekkert að baki. Takturinn er traustur og viðlagið lætur ljúflega í eyrimi. Hreinasta afbragð. Aðrar nokkuð góðar Siouxie And The Banshees - The Passenger (Polydor) Siouxie And The Banshees hefur tekist einkar vel að halda þessum hráa fersk- leika sem pönkið innleiddi í poppið og bætt við reynsl- unni og nútíma hljóðupp- tökutækni. Hér er rokkað í anda Doors sálugu og skreytt með skemmtilega útsettum blásturshljóð- færum. Dúndurgott lag. Los Lobos - One Time, One Night (London) Léttur og hress kántrífíl- íngur í nútímastíl, einfalt lag þar sem raddir og gítar- spil leika aðalhlutverkið en harmónikkan kemur við sögu sem sólóhljóðfæri. Þetta lag er glæsilegur full- trúi nýja bandaríska sveitarokksins. The Smiths - Sheila Take A Bow (Rough Trade) Smiths með enn eitt stutt og laggott lag ekki í ósvip- uðum dúr og síðustu smáskífur en að þessu sinni öllu meiri þyngd í gítarspil- inu, smá þungarokkssánd á köflum og strengjaspil inná milli. Laglínan glaðleg og grípandi og Morrissey bregst ekki við hljóðnem- ann. Aðrar síðri Bangels - Following (CBS) Þetta er undarlegt lag að gefa út á smáskífu. Það er ekki slæmt sem slíkt en afskaplega óspennandi, þunglamalegt og dapur- legt. Bon Jovi - Wih Or Without You (Vertigo) Mikið er þetta útjöpluð tugga sem Bon Jovi eru að japla á í þessu lagi. Stæl- ingin á Stairway To Heaven er pínlega augljós með kassagítarkafla í byrj- un og trukkið aukið smámsaman. Þessir menn hafa greinilega enga sam- visku og ættu að biðja Led Zeppelin afsökunar á fram- ferðinu. -sþs- Prince - Sign Of The Times Tákn snilldarínnar Hæfileikum manna er misskipt eins- og kunnugt er, það sem tekur einn óratíma og ómælt erfiði leikur í hönd- unum á öðrum og snilldin Ijómar af hverju handbragði. Þannig hefur Prince Roger Nelson tvímælalaust fengið mun drýgri skerf af tónlistar- gáfum í vöggugjöf en heilu hljómsveit- imar hafa fengið til samans. Þessu til sönnunar má nefna að þeir eru ekki margir tónlistarmennimir innan við þrítugt sem leika sér að því að gefa út tvöfalda plötu ár eftir ár, semja öll lög og sjá aukinheldur um obbann af hljóðfæraleiknum og útsetja og stjóma upptöku í ofanálag. Það er fátt viðkomandi tónlist sem ekki virðist leika í höndunum á þess- um litla spjátrungslega Ameríku- manni og á þessari nýju plötu sinni fer hann á kostum enn eina ferðina. A siðari árum hefur tónlistartíma- bilið kringum 1970, sým- og blómatón- listin, verið Prince mjög hugleikið. Hefur þetta bæði komið iram í tón- smíðum hans og ennfremur í skreyt- ingum á plötuumslögum. Og nú hefur Prince tekið upp eitt helsta tákn þess- ara tíma, friðarmerkið fræga og kallar það tímanna tákn í titli þessarar plötu. Tónlistin er samt alls ekki einskorð- uð við þetta tímabil; Prince hleypur fram og aftur í tíma og tónlistarstefn- um og virðist sama hvar hann ber niður, allt hljómar einsog hann hafi sérhæft sig um langt skeið á viðkom- andi sviði. Fjölbreytnin er semsagt mjög mikil á þessum plötum en engu að síður tekst Prince að gera úr þessu sam- stæða heild og þar á hinn mjög svo sérstæði persónulegi stíll hans stóran þátt. Það er engum blöðum um það að fletta að þessi plata er eitt af meistara- stykkjum þessa árs og jafhvel undan- farinna ára. Það sannreyna þeir sem hlusta. -SÞS- Beastie Boys - Licensed To Götuóeirðir Vinsældum fylgja gjaman óvin- sældir. Þannig er það í tilviki Beastie Boys, þriggja götustráka frá New York sem brotist hafa til frægðar og frama. Þessi frumraun þeirra seldist eins og heitar lummur vestra og sat lengi vel í toppsæti bandaríska breið- skíftilistans. Hins vegar er háttemi þremenninganna slíkt að þeir falla umsvifalaust alls staðar í ónáð. Þann- ig setti óróaseggurinn Billy Idol upp fylusvip yfir látunum í þeim við af- hendingu Grammyverðlaunanna á dögunum. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Beastie Boys feta í fótspor Run DMC sem að sönnu má segja að hafi mtt braut rapptónlistar inn á hinn al- menna markað. Reyndar er upptöku- stjóri DMC, Rick Rubin, með í ráðum á þessari plötu og víst er að reynsla hans hefur komið nýliðunum í góðar þarfir. I stuttu máli sagt þá er Lic- ensed To 111 ein allra hressilegasta plata um árabil. Kemur þar margt til. Útsetningar laganna 13 em fyrir það fyrsta kapítuli út af fyrir sig. Ásamt berorðum og persónulegum textum piltanna verður útkoman eins konar hevy metal stórborgarrapp! Hið dýrslega eðli Beastie Boys er sem sé lifandi komið á þessari plötu. Þeim er ekkert heilagt. Þeir em mestu karlrembusvín, blóta og klæmast þeg- ar þeim býður svo við að horfa. Á Licensed To 111 em mörg dæmi um slíkt og sanngjamt að leyfa hveijum og einum að leggja eyrum við því. Af frambærilegustu lögum plötunnar má nefna Fight For Your Right (To Party), No Sleep Till Brooklyn, She’s Crafty, Brass Monkey og Girls. Satt best að segja skiptir litlu hvar borið er niður. 13 er í þessu tilviki happatala. -ÞJV Dolly Parton, Linda Ronstadt, Emmylou Harris - Trio Sveitasæla Það em svo sannarlega engin smá- stimi sem leiða saman hesta sína á Trio. Dolly Parton, Linda Ronstadt og Emmylou Harris. Þetta samstarf þess- ara þriggja söngkvenna kemur kannski á óvart í fyrstu. En þegar að er gáð ætti engin að undrast. Allar eiga þær uppmna sinn í vestur- ríkjum Bandaríkjanna, em jafngaml- ar, Dolly og Linda fæddar 1946 og Emmylou 1947 og leiðir þeirra hafa legið af og til saman á löngum sóló- ferli. Linda og Emmylou hafa aðstoðað hvor aðra við gerð platna og báðar urðu til þess að vekja athygli á laga- höfundinum Dolly Parton með því að syngja inn á plötur lög eftir hana. Það er því ábyggilega mörgum ánægjuefni að nú orðnar reynslumikl- ar söngkonur sem hafa komið víða við, skuli þær koma saman og gera eina plötu og nefnt hafa þær hana Trio. Og trúar uppmna sínum skal engan undra að meginefni plötunnar em sveitasöngvar. Lögin em úr sitthvorrri áttinni, flest gömul. Aðeins eitt nýtt lag lýtur dags- ins ljós Wildflower eftir Dolly Parton. Parton er sú eina þeirra sem eitthvað að ráði hefiir fengist við lagasmíðar og á hún eitt annað lag, sem komið er til ára sinna The Pain Of Loving You. Lög hennar em hrein sveitatón- list, svo er einnig Hobo’s Meditation sem er eftir einn frumkvöðul sveita- tónlistar Jimmie Rodgers og þjóðlögin tvö Rosewood Casket og Farther Al- ong. Allar þijár hafa ekki eingöngu átt við sveitatónlist. Sérstaklega kemur Linda Ronstadt víða við, hefur meðal annars leikið við ágætan orðstír í söngleikjum. Og til að fá fjölbreytni í lagavalið er hér einn gamall slagari To Know Him Is To Love Him eftir Phil Spector, sem hann samdi í byrjun rokktímabilsins og fara þær ágætlega með það lag. Samt er það lag Lindu Thompson Telling Me Lies sem grípur mig mest. Þar fara þær Linda og Em- mylou vel með gott lag. Að gera upp á milli þessarra kvenna er óframkvæmanlegt. Dolly Parton er ‘ eins og samnefriari fyrir þær söng- i konur sem eingöngu eiga við sveita- tónlist og á hún erfiðast þeirra með . að losna úr viðjum þessarar tónlistar. j Aftur á móti hinar tvær hafa ekki haft mikið fyrir því að söðla um. I heild er Trio plata sem flokkast undir sveitatónlist þó fráhvörf séu. Útsetninghar eru látlausar, allt sparð, þó fá þeir að njóta sín Albert Lee og Mark O’Connor á gítara, nia- dólín og fiðlu. Allt samt átakalaust og smekklegt eins og allt á þessari plötu. HK. Sæl nú . . . Nýsett lög í Bret- landi varðandi hertar reglur um heimsóknir erlendra tón- listarmanna til Bretlands hafa orðið tilefni mikilla deilumála þar i landi. Gagn- rýnendur laganna fengu ágætisvopn uppí hendurnat á dögunum er bandariskur góðvinur Genesis, P. Orridge (leiðtogi Psycic TV sem hing- að kom um árið) kom til Bretlands og var handtekinn á Heatrowflugvelli fyrir það eitt að hafa tvo gítara í far- teski sínu. Viðkomandi maður hafði ekki sótt um neitt leyfi til opinbers tón- leikahalds eða hljóðfæraiðk- unar til breskra yfirvalda en þau þóttust viss um að hann ætlaði engu að síður að stunda slíkt í leyfisleysi og banni. Þvi var maðurinn handtekinn og honum haldið föngnum í 24 klukkustundir en þá skarst breska innan- rtkisráðuneytið i leikinn og gaf manninum náðarsamleg- ast leyfi til að dvelja á breskri grund i tvær vikur. Islendingar eru þvi beðnir að athuga að vera ekki að þvælast með gitar til Bret- lands að óþörfu . . . Svik og prettir viðgangast útum allt og að undanförnu hafa svíka- hrappar og hrekkjalómar birt auglýsingar i breskum blöð- um þess efnis að þeir selji miða á hina og þessa útitón- leika i Evrópu i sumar og að meðal skemmtikrafta séu The Smiths. Svo langt hafa þessir þorparar gengið að á dögunum sáu Morrissey og félagar sig tilneydda til að birta frétt frá sér þar sem fólk er varað við þessum sölumönnum. Smiths hafa ekki samið um uppákomur neins staðar í Evrópu í sum- ar enn sem komið er. . . Við og við lenda þekktar hljóm- sveitir í þvi að einhverjir garmar úti bæ segja hljóm- sveitina hafa stolið frá sér lagi. U2 eiga nú í rimmu viö hljómsveit sem heitir Ban- quet Of Blue Roses, en talsmenn hennar segja að lagið With Or Without You af plötunni The Joshua Tree, sé stolið frá Banquet Of Blue Roses. Segja þeir að hljóm- sveitin hafi sent lagið Candi Floss til hljómplötufyrirtæk- isins sem gefur út plötur U2 og þar hafi Bono og félagar einfaldlega stolið því, breytt litillega og sett við það nýj- an texta. Ekki er taliö að U2 menn þurfi að hafa af þessu áhyggjur því Banquet mennirnir halda þvi ennfrem- ur fram að Bob Geldof hafi stolið Band Aid laginu, Do They Know Its Christmas, frá þeim. Ekki með öllum mjalla senrsagt ... -SÞS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.