Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1987.
13
Neytendur
Nautakjötssalan til marks
um landbúnað í ógöngum
Þegar stjórn Landssamtaka slát-
urleyfishafa kom saman til fundar
föstudaginn 10. april síðastliðinn
blasti við þeim ákveðinn vandi. Slát-
urleyfishafar áttu miklar birgðir af
nautakjöti sem enginn vildi kaupa á
því verði sem sláturhúsin vildu fá.
Áður hafði verið reynt að selja
nautakjötið til Sovétríkjanna en án
árangurs. í vetur var til umræðu að
selja nautakjötið með afslætti til
kjötkaupmanna. Frá því var horfið
aðallega vegna þess að menn töldu
að útsölukjöt myndi spilla fyrir sölu
á nýslátruðu. Einnig gæti nautakjöt
á útsölu dregið úr sölu á annarri
kjötvöru, svo sem lamba- og kjúkl-
ingakjöti.
Niðurstaðan af fundi stjórnar sam-
taka sláturleyfishafa var að gera
matvöruna, 600 tonn af frystu nauta-
kjöti, að skepnufóðri. Stjórnin gerði
samþykkt þess efnis að Framleiðslu-
ráð landbúnaðarins hefði milligöngu
um sölu á 600 tonnum af nautakjöti
til loðdýrafóðurstöðva.
Fljótir af stað
Framleiðsluráðið tók fljótt við sér
og þurfti ekki nema helgina til að
ákveða skilmálana fyrir sölunni. I
bréfi til sláturleyfishafa dagsettu
mánudaginn 13. apríl segir að ákveð-
ið sé að gefa loðdýrafóðurstöðvum
kost á nautakjötinu á lágu verði og
innan sviga stendur „ca 7 krónur
kílóið“. Samkvæmt bréfinu mun
Framleiðsluráð kaupa kílóið á 240
krónur af sláturhúsunum. Þeir slát-
urleyfishafar sem vilja losna við
nautakjötsbirgðir sínar með þessum
hætti eru beðnir að senda Fram-
leiðsluráði tilkynningu þar um fyrir
25. apríl og tiltaka í leiðinni það
magn sem um er að ræða.
Þegar síðast fréttist höfðu velflest
sláturhús sent Framleiðsluráði þátt-
tökutilkynningu og magnið var farið
að nálgast 600 tonn.
Ógöngur
Kerfi sem gerir matvöru að skepnu-
fóðri er í ógöngum. Nautakjötssalan
kristallar þann vanda sem land-
búnaðarkerfi okkar er í. Þeir
viðmælendur sem DV hafði samband
við voru flestir sammála um það að
ótækt væri að gera matvöru að loð-
dýrafóðri. Viðkvæðið var að þetta
væri neyðarúrræði.
Haukur Halldórsson, bóndi í
Sveinbjarnargerði, á sæti í svokall-
aðri nautakjötsnefnd Framleiðslu-
ráðs. Nefndin var ráðgefandi í
yfirstandandi nautakjötssölu. Hauk-
ur lítur á málið þannig að kjötmark-
aðurinn á íslandi sé mettur, jafnvel
ofmettur. „Af því leiðir," segir Hauk-
ur, „að fari nautakjötsbirgðirnar á
neytendamarkað á niðursettu verði
mun sala á öðru kjöti dragast saman.
Á endanum gætum við þurft að
selja niðurgreitt lambakjöt af ný-
slátruðu á erlendan markað. Þetta
hefur áður gerst. íslenskir neytendur
fengu þá gamalt kjöt á meðan fyrsta
flokks kjöt var flutt út. Þetta getur
síðan leitt til þess að neytendur
verða fráhverfir kjötneyslu og við
það eykst vandinn enn meir.“
Þeir eru margir sem taka undir
skoðun Hauks bæði innan land-
búnaðarins og utan. Og ráðið sem
leysa á vandann er framleiðslustýr-
ing.
Leysa höft vandann?
Framleiðslustýring er ákveðin teg-
und hafta þar sem yfirvöld útdeila
framleiðslukvóta til bænda. Eftir til-
teknum reglum er bændum sagt hvað
þeir mega framleiða af kjöti og mjólk.
Þessi aðferð hefur þann megingalla
að yfirvöld þurfa að vita hvað neyt-
andinn vill kaupa til að geta sagt
bændum hvað þeir eiga að framleiða.
En yfirvöld vita bara ekki hvað fólk
vill kaupa af landbúnaðarafurðum
né nokkurri annarri vöru og þjón-
ustu sé því að skipta. Þar stendur
hnífurinn í kúnni.
í reynd verður kerfið þannig að
miðað er við sölu á hverjum tíma
þegar kvóti næsta tímabils er ákveð-
inn. Þetta þýðir að um leið og
neysluvenjur fólks breytast verður.
framleiðslukvótinn kolrangur. Kjöt
sem framleitt er selst ekki vegna
þess að fólk vill borða eitthvað ann-
að. Og þá sitja bændur uppi með
óseljanlegar afurðir sem verður að
koma í lóg. Ef ekki í skepnufóður
þá niðurgreitt til útlanda.
Uppstokkun
Nautakjötsmálið sýnir að þörf er á
gagngerri uppstokkun á landbúnað-
arkerfinu. Það gengur einfaldlega
ekki að henda matvöru í minka og
refi. Núverandi kerfi er fastlæst og
getur ekki lagað sig að breyttum
aðstæðum. Það er kerfi sem byggt
er upp af mönnum sem halda að fólk
lagi sig að reglugerðum. Nýtt land-
búnaðarkerfi þarf að snúa þessari
hugsun við og laga reglurnar að
neytandanum.
-pv
Chateaubriand
Mönnum er sjálfsagt farinn að
brenna eldur í æðum og renna vatn
í munni við lestur greina hér á síð-
unni um það að nautasteikurnar fari
ofan í ref og mink á sjö krónur kíló-
ið. Fyrir þá sem enn treysta sér til
að borga fullt verð fyrir nautakjötið
birtum við uppskrift að stórsteik.
Verði ykkur að góðu.
Hráefnið í þennan sígilda rétt er
allrafínasti bitinn af nautinu. Þetta
er miðstykki úr mörbráðinni og veg-
ur í mesta lagi 1/2 kíló. Þetta var á
íyrri öldum aðeins ætlað stórmenn-
um svo sem kastalaeigendum eins
og nafnið bendir til.
Vaninn er að grilla kjötið í ofni
og þarf að fylgjast vel með því með-
an það er í ofninum svo það brenni
ekki að utan. Það er grillað í 20-24
mínútur og á meðan verður að gæta
þess að hella reglulega yfir það
bráðnu smjöri.
Steikin er alltaf borin fram með ósvipaðar í útliti og parísarkai-töfl-
litlum kringlóttum kartöflum sem ur, ogbemaisesósueðakryddsmjöri.
soðnar hafa verið í smjöri, ekki -PLP
Safarík stórsteik
Byggingavindur
Eigum nú fyrirliggjandi GEDA STAR
150 byggingavindur.
Lyftigeta 150 kg.
Margs konar aukabúnaður er einnig
fyrirliggjandi.
Fallar hf.
Vesturvör 7
200 Kópavogi.
Simar 42322 - 641020.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Starfsmaður óskast í fullt starf við Áfangastaðinn,
Amtmannsstíg 5A, sem er heimili fyrir konur sem
hafa farið í áfengismeðferð.
Félagsráðgjafamenntun eða sambærileg háskóla-
menntun áskilin eða reynsla á sviði áfengismeðferðar.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaöur í síma 26945
f.h. virka daga. Umsóknarfrestur er til 18. maí nk.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum
eyðublöðum sem þar fást.
ÍBR KRR
REYKJAVÍKURMÓT
MEISTARAFLOKKUR
Fimmtudag kl. 20.30
FYLKIR-LEIKNIR
Sunnudag kl. 20.30
Undanúrslit
FRAM - VÍKINGUR
Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL
Q2>
FJÁRFESTINGARFÉLAGÐ
AÐALFUNDUR
Fjárfestingarfélags íslands hf. árið 1987 verður haldinn
að Hótel Sögu, 2. hæó, ráðstefnuálmu, fimmtudaginn
14. maí nk. kl. 16.00.
DAGSKRÁ
Aðalfundarstörf skv. 15. gr. samþykkta félagsins.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi,
skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi
síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.
Reikningar félagsins ásamt endanlegum tillögum
liggja frammi á skrifstofunni viku fyrir aðalfund.
Aögöngumiða ber að vitja á skrifstofu félagsins að
Hafnarstræti 7, 4. hæð, Reykjavík, þrjá síðustu daga
fyrir aðalfund og á fundardegi.
Stjórn Fjárfestingarfélags íslands hf.
DVÖL I ORLOFS-
HÚSUM IÐJU
Iðjufélagar, sem óska eftir að dvelja í orlofshúsum
félagsins í Svignaskarði og orlofsíbúð á Akureyri
sumarið 1987, verða að hafa sótt um eigi síðar en
föstudaginn 15. mai nk.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félags-
ins, Skólavörðustíg 16. Einnig er hægt að sækja um
símleiðis (símar 13082 og 12537).
Dregið verður úr umsóknum á skrifstofu félagsins
mánudaginn 18. maí kl. 17.00 og hafa umsækjendur
rétt til að vera viðstaddir.
Þeir Iðjufélagar sem dvalist hafa í húsunum að sumar-
lagi á undanförnum 3 árum koma aðeins til greina
ef ekki er fullbókað.
Leigugjald verður kr. 4.000,- á viku.
Sjúkrasjóður Iðju hefur eitt hús til ráðstöfunar handa
Iðjufélögum sem eru frá vinnu vegna veikinda eða
fötlunar og verður það leigt án endurgjalds gegn fram-
vísun læknisvottorðs.
Stjórn Iðju