Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 32
44 Sviðsljós Ólyginn sagði... Don Johnson lítur nú hýru auga til gamallar kærustu-Susan Sharadon. Þau áttu góðar stundir saman fyrir allmörgum árum þegar hann var óþekktur leikari en hún hafði komið sér vel á veg í greininni og veitti Don ómældan stuðn- ing þegar hann var að gefast upp á leiklistinni. Nú er í bígerð myndin Sweethearts Dance með þeim tveimur í aðalhlut- verkunum og í tengslum við það hafa skötuhjúin sést mikið sam- an að undanförnu. Steininn tók þó úr þegar hárréttu frétta- mannanefin rákust á parið á veitingahúsi, nartandi í kvöld- verð undir kertaljósum og Don kyssandi fingur Susan í tíma og ótíma. Talið er að hann hafi fært sig allnokkuð upp eftir handleggnum þegar leið á kvöldið. Prince hefur ákveðið að láta ekki kær- ustuna Susannah Kay Melvoin sleppa frá sér á næstunni. Leik- urinn hófst með því að hann sagði henni formlega upp fyrir nokkrum vikum og brenndi í einkarellunni sinni til Los Ange- les. Þaðan hringdi hann svo til Súsönnu sem dvelur i eplaborg- inni miklu og erindi kappans var að athuga hvernig henni liði eftir aðskilnaðinn. Þetta endurt- ók sig einu sinni til þrisvar á dag þar til að enginn svaraði sím- tölum rokkarans. Prince sneri aftur á rellunni og fékk þær upplýsingar að Súsanna væri úti að skemmta sér með systur sinni og nokkrum félögum. Líf- verðirnir voru sendir af stað í konuleit í einum hvelli og þegar skötuhjúin hittust var bónorðið það fyrsta sem Prince lét út úr sér. Rétti trúlofunarhringurinn mun víst vera eitthvað í líkingu við demanta Elísabetar Taylor og hefur gripurinn ekki fundist ennþá þrátt fyrir talverða eftir- grennslan meðal þekktustu skartgripasala heimsins. Timothy Hutton og eiginkonan Debra Winger lepja ekki dauðann úrskel ísam- búðinni þrátt fyrir væntanlega fjölgun á næstu mánuðum. Erf- inginn fyrsti er á leiðinni og ekki hefur ennþá verið tekin ákvörð- un um hvar fjölskyldan sest að fyrstu mánuðina eftir fæðing- una. Það er satt að segja úr vöndu að ráða því ungu hjónin eiga hús á fimm stöðum víðs vegar um heiminn og nægilegt pláss er fyrir krílið á öllum stöð- v unum. Sennilegast þykir að flökkumynstrið verði látið ráða ferðinni. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. Paul Newman fyrir nokkrum árum með syninum Scott sem lést af of stórum skammti áfengis og róandi lyfja. Faðir °g sonur Þann tuttugasta og fyrsta nóv- ember árið 1978 urðu kafla- skipti í lífi Pauls Newman. Sonur hans, Scott, var tuttugu og átta ára gamall þegar hann lést af ofneyslu vímuefna. Hann fannst á hótelherbergi og krufn- ing leiddi í ljós að of stór skammtur af áfengi og róandi lyfjum hafði orðið honum að aldurtila. Síðan hefur Paul Newman unnið ötullega að uppbyggingu meðferðarstofn- ana fyrir eiturlyfjasjúklinga og að auki stutt við forvarnarstarf víða um Bandaríkin. Leikarinn sem áður var þekktur fyrir áhuga á hraðskreiðum bílum og að þörf fyrir að tefla á tæp- asta vað hafði orðið fullorðinn á einum degi. Gítar handa Gúllíver Katalóniumennirnir Luthier Lambert Casas og Pau Vall hafa smíðað heims- ins stærsta gítar og eru kapparnir að reyna að koma smíðisgripnum á síður heimsmetabókar Guinness. Gítarinn mælist einn og hálfur metri á breidd og þrír og tuttugu á hæð þannig að þarna er ekkert barnaleikfang á ferð- inni. Góður gripur fyrir Gúllíver! Simamynd Reuter. Komið hefur upp úr kafinu að Janet Raymond er dóttir hinnar frægu Marilyn Monroe. Kynbombu- dóttir komin í leitirnar? Hæstiréttur í Santa Monika hefur nýlega úrskurðað að Janet Raymond sé dóttir hinnar frægu Marilyn Monroe. Janet er 34 ára gömul og kennari að mennt. Samkvæmt úrskurðinum er hún því talin erfíngi að Monroearfmum sem hljóðar upp á ein- ar níutíu milljónir íslenskra króna. Dágóð upphæð það. Fæðingardagur Janet Raymond er 03.03.53 en sex mánuðum fyrir fæðingu barnsins lét Marilyn sig hverfa og lifði undir fölsku nafni sem Rose Netrom. Samningum samkvæmt mátti hún ekki eiga barn þar sem hún átti að standa undir ímynd sinni sem kyntákn. Að öllum líkindum er faðirninn annar eiginmaður Marilyn, Joe DiMaggio, en hann vill ekkert um málið segja að svo stöddu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.