Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 20
32 FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1987. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Hvannalundi 7, Garðakaupstað, þingl. eign Harð- ar S. Hrafndal, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, miðvikudaginn 6. maí 1987 kl. 14.30. ______________________Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Brekkubyggö 31, Garðakaupstað, þingl. eign Jóns E. Gunnarssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, miðvikudaginn 6. maí 1987 kl. 14.45. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð þriðja og siðasta á eigninni Móaflöt 11, Garðakaupstað, þingl. eign Árna Gunnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 4. mai 1987 kl. 13.00. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eigninni Lækjarfit 7, 1. hasð, Garðakaupstað, þingl. eign Fastkaupa, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 4. maí 1987 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og siðara á eigninni Brekkubyggð 20, Garðakaupstað, þingl. eign íþúðarvals en tal. eign Þorgils Axelssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, mánudaginn 4. maí 1987 kl. 15.30. __________________Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Melabraut 36, 2. hæð, Seltjarnarnesi, þingl. eign Baldurs H. Jónssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, miðvikudaginn 6. mai 1987 kl. 15.30. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Melabraut 57, austurenda, 1. hæð, Seltjarnar- nesi, þingl. eign Bjarna Smárasonar og Jóns Vals Smárasonar, fer fram á skrifstofu emþættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, miðvikudaginn 6. maí 1987 kl. 15.45. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 63. og 70. töluþlaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Sævargörðum 12, Seltjarnarnesi, þingl. eign Svanfríðar Elínar Jakobs- dóttur, fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka íslands og Veðdeildar Landsbanka íslands á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, mánudaginn 4. maí 1987 kl. 16.15. _________________________Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Lágamýri 6, 2. hæð t.h., Mosfellshreppi, þingl. eign Inga Bjarnars Guðmundssonar, fer fram á skrifstofu emþættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, þriðjudaginn 5. maí 1987 kl. 15.30. ____________________Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Brávöllum, spildu úr landi Laugabóls, Mosfells- hreppi, þingl. eign Eiríks Karlssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, þriðjudaginn 5. maí 1987 kl. 16.15. ___________________Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Bassastöðum, spildu úr landi Úlfarsfells, Mosfells- hreppi, þingl. eign Kristjáns Haukssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, þriðjudaginn 5. maí 1987 kl. 17:30. ______________________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 78., 82. og 86. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Lágholti 2B, Mosfellshreppi, þingl. eign Björns B. Guðmundssonar og Aðalheiðar Ó. Sigurðardóttur, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Arnar Höskuldssonar hdl. og Jóns Finnssonar hrl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, mióvikudaginn 6. maí 1987 kl. 17.00. ________________ Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 57., 63. og 70. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Reykjavegi 54, e.h., Mosfellshreppi, þingl. eign Frímanns Lúðvíkssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands, Guðjóns Ármanns Jóns- sonar hdl. og Björns Ólafs Hallgrímssonar hdl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, mánudaginn 4. maí 1987 kl. 17.00. _____________________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Furugrund 62, 2. hæð t.v., þingl. eigandi Erling Laufdal Jónsson, fer fram í skrifstofu embættisins Auðbrekku 10 i Kópavogi, þriðjud. 5. maí '87 kl. 11.50. Uppboðsbeiðendur eru Bæjarfóget- inn í Kópavogi og Bæjarsjóður Kópavogs. _________________________Bæjarfógetinn í Kópavogi. fþróttir • Clive Allen lék í fyrsta sinn fyrir England gegn Tyrkjum i Ismír. Kraftar hans dugðu þó enskum ekki til sigurs. Símamynd/Reuter Markvörður Tyrkja var frábær og hétt hreinu - Danir unnu Finna í Helsinki en Spánverjar steinlágu í Rúmeníu Danir unnu Finna í Helsinki með einu marki gegn engu. Það var Jan Mölby sem skoraði markið beint úr aukaspyrnu. Þetta var hans fjrsta mark með danska liðinu. Leikurinn var í heild dauíur og litlítill. Sigur Dana var þó sanngjam enda voru þeir öllu skæðari en Finnar. Þess má geta að bróðir Mikjóls Laudruþ, Brjánn, sat á varamannabekknum og beið fær- is að koma inn ó. Danir eru efstir í sjötta riðli með fimm stig. Markalaust í Tyrklandi Englendingar léku illa gegn Tyrkj- um og uppskám því aðeins markalaust jafntefli. Markvörður Tyrkjanna fór þó á kostum og kom þannig í veg fyr- ir sigur gestanna í Ismir. Enskir em enn í efsta sæti í sínum riðli þrátt fyr- ir þessi úrslit. Austurríki vann Austurríkismenn höfðu sigur í Al- baníu. Gerðu þeir eitt mark og vörðust síðan af heift til að halda fengnum hlut. Segja má að brottvísun eins heimamannsins hafi gert gæíúmuninn. Mark Austurríkismanna gerði Toni Polster. Spánverjar burstaðir Spánverjar mættu oíjörlum sínum í Rúmeníu. Glímdu þeir við fótlipra heimamenn og létu undan þungum og markvissum sóknarleik þeirra síðar- nefndu. Rúmenar gerðu þrjú mörk en spánskir svömðu fyrir sig með einu slíku undir lokin. Var Ramon Caldere þar að verki. Mörk Rúmena gerðu hins vegar þeir Piturca, Mateut og Ungureanu. Rúmenar em nú efstir í fyrsta riðli. Jafnt í Dyflinni Belgar héldu toppsætinu í sjöunda riðli með jafntefli í Dyflinni. Leikurinn var lengst af í jámum. írskir sóttu en Belgar vörðust með jafnteflið að leið- arljósi. Þó vom sóknarmenn gestanna skæðir í upphlaupum og bjargaði Ronnie Whelan meðal annars á línu ágætu skoti frá Tottenhamleikmann- inum Nico Claesen. Kænugarðspiltar til lífsins Sovéska liðið nóði nú loks að hrista af sér slenið og sýna Kænugarðsknatt- spyrnu með besta lagi. A-Þjóðveijar fengu enda ekki rönd við reist og máttu sætta sig við 0-2 tap. Mörk heimamanna gerðu þeir Zavarov og Belanov. Sovétmenn eru efetir í þriðja riðli, leika í sama riðli og íslendingar. Þeir hafa nú sjö stig en Frakkar bíta í hæla þeirra með fjögur. Grikkir í ham Grikkir halda uppteknum hætti og í þetta sinnið sigmðu þeir Pólverja. Var afrekið unnið í Aþenu. Dimitris Saravakos gerði eina mark glímunnar snemma í síðari hálfleik. Fögnuður áhorfenda var að vonum mikill enda tónuðu þar í sama vetfangi sjötíu þús- und manns. Grikkir em efstir í fimmta riðli með 9 stig. Hollensk knattspyrna dafnar Ruud Gullit gerði ungverskum landsliðsmönnum marga skráveifuna í gærkvöldi er Hollendingar lögðu þá að velli, 2-0. Gullit var á sífelldum þönum í leiknum, skæður í sókn og harður í vörn. Gerði hann fyrra mark Niðurlendinga á 37. mínútu en Amold Muhren skoraði það seinna skömmu síðar. Er hann því enn að, sá gamli garpur. Hollendingar em í öðru sæti í sínum riðli en þeir leika í sama riðli og Grikkir. Jón Röski skoraði Ian Rush gerði ágætt mark í Wales og tryggði þannig heimamönnum jafn- tefli gegn Tékkum. Þeir síðamefndu höfðu tekið skammvinna forystu með marki Ivos Knoflicek. -JÖG Keppt í samhliðasvigi | Um næstu helgi, á laugardag og sunnudag, verður haldið allsérstakt skíða- I mót í Bláfjöllum. Þá verður keppt í samhliðasvigi, þ.e. tveir keppendur fara 1 samtímis niður brautir. Keppt verður í karla- og kvennaflokki og verður I allt besta skíðafólk landsins á meðal keppenda. Tilgangur keppninnar er sá _ að vekja athygli á íþróttagreininni í heild ásamt því að kynna þetta nýja | keppnisform sem svo mjög er að ryðja sér til rúms i öðrtun löndum. -SK ■ • Hér sjást tveir keppendur á fleygiferð i samhliðasvigi. Fyrstu golf- mótin hjá GR og á Strandavelli Á morgun hefst vertíðin hjá kylfing- um. Þá verða á dagskrá tvö opin mót. Reyndar má segja að kylfingar hér á Reykjavíkursvæðinu hafi getað stundað íþrótt sína svo að segja í allan vetur. En fyrsta mótið hjá Golfklúbbi Reykjavikur verður sem sagt á morg- un með einnarkylfukeppni. Fer mótið fram á Korpúlfsstaðavelli. Ræst verð- ur út frá kl. 13.00 og leiknar 18 holur með fullri forgjöf. Völlur GR í Grafar- holti verður væntanlega opnaður fljótlega eftir helgina. Opið mót á Strandavelli Á morgun verður svo fyrsta opna mót sumarsins haldið á Strandavelli sem er á milli Hellu og Hvolsvallar. Völlurinn er mjög skemmtilegur og verða mjög vegleg verðlaun í boði. Þeir kylfingar sem áhuga hafa á að vera með eru hvattir til að mæta en skráning fer fram á staðnum. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.