Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Síða 3
FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987.
3
Fréttir
Sikorsky „glatar
sönnunargagni
Málaferlin vegna þyrluslyssins í JökuHjörðum:
Flak þyrlunnar TF-RÁN hítt upp úr Jökulfjöröum í nóvember árið 1983.
Mikilvægt sönnunargagn í mála-
ferlum íslendinga gegn Sikorsky-
þyrluverksmiðjunum hefur týnst. I
nýútkominni ársskýrslu flugslysa-
nefndar er gefið í skyn að Sikorsky
hafi viljandi „glatað" þessu gagni.
Skaðabótakrafa íslenska ríkisins
svo og bótakröfur ættingja þeirra
fjögurra starfsmanna Landhelgis-
gæslunnar, sem fórust með TF-RAN
í Jökulfjörðum árið 1983, eru byggð-
ar á þeirri kenningu að rennihurð
þyrlunnar hafi vegna galla losnað
af á flugi og lent í aðalþyrlinum.
í ársskýrslu flugslysanefndar segir:
„Svo sem fram kom í rannsóknar-
skýrslunni, sem kom út 28. febrúar
1985, voru rannsakendur sammála
um að þyrlan bæri þess merki að
rennihurðin hefði losnað af henni á
flugi og orðið fyrir að minnsta kosti
einu blaði aðalþyrilsins, áður en
þyrlan lenti á sjónum. Þessa niður-
stöðu studdi einnig sérfræðingur frá
flugslysanefhd Bandaríkjanna
(NTSB), sem vann við rannsóknina
hér og ytra.“
Rennibraut send Sikorsky
í skýrslunni segir ennfremur:
„Þegar hurðin losnaði af þyrlunni
sat hluti tveggja rennibrauta hennar
eftir á skrokk þyrlunnar, en hinn
hluti brautanna fylgdi hurðinni
sjálfri. Sá hluti sem skrokknum
fýlgdi, var við frumrannsóknina
sendur í nóvember 1983, með milli-
göngu NTSB, til Sikorsky-verk-
smiðjanna í Bandaríkjunum.
Rennihurðin kom síðan í troll
rækjubátsins „Óli ÍS-81", hinn 19.
apríl 1985. Að mati nefndarinnar og
þeirra sem að rannsókninni unnu,
bar hurðin þess greinileg merki að
hafa orðið fyrir blöðum aðalþvrils-
ins, eftir að hafa af einhverjum
ástæðum losnað úr neðri rennibraut
sinni á flugi og staðfesti þannig nið-
urstöður f\Tri rannsóknar.
Eftir frumrannsókn héma var
hiu-ðin send til frekari ranrisóknar
hjá bresku flugslysanefndinni AIB
(Accident Investigation Board) í
Famborough. Sérfræðingar AIB
komust að sömu niðurstöðu, það er
að hurðin hafi losnað af á flugi og
sveiflast upp í aðalþyrilinn."
„Glatað“ innan gæsalappa
„Rannsakendur vildu nú bera
hluta rennibrautanna saman, en Si-
korsky-verksmiðjan hafði þá „glat-
að“ þeim hlutum rerinibrautanna,
sem NTSB hafði falið þeim rannsókn
á og gat ekki skilað þeim,“ segir í
skýrslunni.
Athygli vekur að orðið „glatað“
er haft innan gæsalappa.
„Þeir fengu þetta sent ásamt öðr-
um hlutum. Svo þegar á þurfti að
halda sögðust þeir ekki finna þetta.
Þeir sögðu að þetta hefði týnst af
ókunnum orsökum.'1 sagði Sveinn
Bjömsson, varaformaður flugslvsa-
nefndar.
Mikilvægt gagn
„Við teljum þetta vera mikilvægt
gagn. Það glatast í höndum gagnað-
ila.“ sagði Haraldur Jóhannessen.
lögfræðingur hjá embætti ríkislög-
manns.
Hann sagði að gangur málaferl-
anna mvndi skýrast í haust. Unnið
væri að gagnaöflun. meðal annars
skýrslutöku af breskum og banda-
rískum sérfræðingum.
-KMU
Samvinnubankinn:
Klögumálin ganga á víxl
Græddi en
tapaði samt fé
Kærur og undir-
skriftir vegna
ástands vega
á Snæfellsnesi
Tap Samvinnubanka Islands hf.
vegna gjaldþrots Kaupfélags Sval-
barðseyrar setti strik í reikninginn
þegar afkoma bankans á síðasta ári
var gerð upp. í staðinn fyrir að sýna
16,6 milljóna króna hagnað varð 8,4
milljóna króna tap niðurstaðan. Þá
hafði verið gert ráð fyrir 25 milljónum
til þess að mæta áfallinu vegna kaup-
félagsins.
Innlán í bankanum hækkuðu um
40,7% 1986 sem er vel yfir meðaltals-
hækkunum hjá viðskiptabönkunum.
Alls námu innlán í bankanum um ára-
mót 3.628 milljónum króna. Hlutdeild
bankans í hópi viðskiptabankanna var
8,5%, 0,3% hærri en ári áður. Af innl-
í vor hefur mikið borið á að brotin
séu öxulþungatakmörk á vegum á
Snæfellsnesi. Hefur fjöldi bíla verið
stöðvaður og dæmi eru um að menn
hafi verið með allt að 8 tonn umfram
leyfileg mörk sen nú eru 5 og 7 tonn
á öxul.
Að sögn Eðvarðs Ámasonar, yfirlög-
regluþjóns í Ólafsvík, hafa vegimir á
nesinu verið stórskemmdir af þessum
orsökum og sagði hann það hryggileg-
ast að það væm heimamenn sem
ánunum i bankanum voru 1.167 millj-
ónir eða 32,2% innstæður á
hávaxtareikningum.
Tekjur Samvinnubankans urðu 904
milljónir króna 1986, þar af 802 millj-
ónir vaxtatekjur. Rekstrarkostnaður
varð 888 milljónir króna, þar af vaxta-
gjöld 565 milljónir. Hlutafé bankans í
árslok var 228,7 milljónir króna. Eigið
fé bankans, stofnlánadeildar og veð-
deildar var 346,8 milljónir. Ákveðið
var á aðalfundi nú að auka hlutaféð
um tæplega 46 milljónir með útgáfu
jöfhunarhlutabréfa og 200 milljónir
króna með nýju hlutafjárútboði.
-HERB
kræfastir væra í brotum af þessu tagi.
Ástæðui- þessara miklu þungaflutn-
inga á Snæfellsnesi eru þær að góð
aflabrögð hafa verið þar í vor. Bátar
að sunnan leggja upp netaafla sinn
þar og síðan er ekið með hann suður
á Suðumesin. Þessir flutningar fara
fram á sama tíma og vegimir era hvað
viðkvæmastir fyrir umferð vegna þess
að klaki er að fara úr þeim eftir vetur-
inn.
-FRI
Um nokkurra vikna skeið hafa
vegir á Snæfellsnesi verið meira og
minna ófærir vegna aurbleytu.
Þungatakmarkanir eru á öllum veg-
um og á Fróðárheiði er aðeins
leyfður tveggja tonna öxulþungi.
Ástand vega á Snæfellsnesi má að
hluta til rekja til þess að fyrir páska
var mjög mikið um fiskflutninga frá
Snæfellsnesi. Þegar mest var fóra
allt að fjörutíu vörabílar með fisk á
einum degi. Ástæða þessara miklu
fiskflutninga er að mjög mikið var
um aðkomubáta í Breiðafirði og var
afla þeirra ekið burt.
íbúar í byggðalögunum á utan-
verðu Snæfellsnesi gengust fyTÍr
undirskriftarsöfnun í síðustu viku
og skrifuðu alls 800 aðilar nöfn sín
undir mótmælin en þar lýsa íbúamir
óánægju sinni með ústand vega og
krefjast úrbóta hið bráðasta. Undir-
skriftarlistamir hafa nú verið sendir
samgönguráðherra, vegamálastjóra
og öllum þingmönnum Vesturlands.
Fvit í vikunni var sótt jai'ðýta á
vegum Vegagerðarinnai' upp á Fróð-
árheiði og var þessi flutningur
kærður til lögreglunnar í Ólafsvík.
Björn Jónsson. umdæmisverkstjóri
Vegagerðai'innar í Ólafsvík. sagði
að ekkert væri athugavert við þenn-
an flutning þar sem jarðýtan hefði
ekið utan vega á vestu köflunum.
Bjöm sagði ennfremur að ekki væri
hægt að vinna að vegabótum ef ekki
væri hægt að koma tækjum á vett-
vang. Mikið hefur verið uin að
vöruflutningabílar hafi verið teknir
með of mikla vigt og vildi Bjöm
meina að þeir sem hæst láta ættu
töluverðan hlut að því hvemig
ástand veganna er nú. Vöruflutn-
ingabílstjóri á Snæfellsnesi hringdi
til Vegagerðar ríkisins í Reykjavík
til að mótmæla því að Vegagerðin
flytti þungavinnuvélar á vegunum á
meðan þungatakmarkanir væra svo
afgerandi. Bílstjóranum var svarað
með þeim orðum að hann væri ekki
marktækur innan Vegagerðar rík-
isns.
Við Kaldármela á Snæfellsnesi er
verið að vinna að viðgerð á þjóðveg-
inum. Bílstjóramir, sem við verkið
starfa. kvarta sáran yfir því að sí-
fellt sé verið að stöðva þá af lögreglu
og vigtarmönnum og segja þeir að
það sé að verða með öllu ómögulegt
að halda verkinu áfram. En þeir
þurfa að aka 4 km leið á vegi sem
er með sjö tonna öxulþunga.
Hjörleifur Ólafsson hjá Vegagerð
ríkisins sagði að ógerningur væri að
segja til um hvenær hægt yrði að
hefja viðgerðir á Fróðárheiði þar
sem enn er mikill klaki í jörðu og
þess vegna þjónaði engum tilgangi
að hefja viðgerðir nú. Þannig að ljóst
er að þetta ástand mun vara enn um
hríð.
-sme
Mikil brot á oxulþungatakmorkunum á Snæfellsnesi:
Allt að 8 tonn
umfram mörkin