Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Side 8
8
FIMMTUDAGUR 14..MAÍ 1987.
Útlönd
Melónu-
þjófar
á fúllri ferð
Sjö vörubifreiðum, hlöðnum melón-
um, var stolið á sama deginum frá
jámbrautarstöð í Peking í síðasta
mánuði.
Þá voru bifreiðar bænda, sem voru
að flytja um tíu þúsund kíló af melón-
um á markað, stöðvaðar og þess krafist
að bændumir seldu ávextina á staðn-
um. Þegar þeir neituðu stálu rænin-
gjamir melónunum í staðinn.
Vatíkanið
bannar
skrif um
vopnasölu
Baldur Röbeilssan, DV, Genúa;
Alessandro Zanotelli, prestur og
framkvæmdastjóri tímaritsins Nigriz-
ia, varð að hætta störfum við blaðið
vegna skrifa sinna um vopnasölu ítala
til þriðja heimsins.
í greinum sínum nefndi hann nöfn
nokkurra ítalskra stjómmálamanna
sem bendlaðir em við þessa vopnasölu.
Sagði Vatíkanið þetta vera stjóm-
málaáróður og annaðhvort yrði blaðið
að hætta þessum skrifum eða fá nýjan
framkvæmdastjóra. Zanotelli valdi
síðari kostinn og ákvað að helga sig
eingöngu prestsstörfunum. Verður
hann sendur til Nairobi í Afríku þar
sem hann verður líklega ekki til vand-
ræða.
Þess má geta að Vatíkanið og ka-
þólska kirkjan styðja kristilega
demókrata en þeir sem greint var frá
í tímaritinu vom meðal annars úr röð-
um þess flokks.
Kínverjar
lumbra á
skattheimtu-
mönnum
Baldur Róbensson, DV, Genúa;
í Kína var nýlega byrjað að taka
skatta af launþegum. Em þeir ekki
ýkja hrifhir af því og neita flestir að
borgar skattana. Hafa margir tekið
rukkara og lamið svo illa að þeir hafa
endað á sjúkrahúsum.
Skattstofur, sem settar vom á lagg-
imar af þessu tilefni, hafa flestar verið
gjöreyðilagðar eða brenndar af æstum
launþegum.
Hauknr L. Haukssan, DV, Kaupmannahöfe
Niels Michelsen, yfirlæknir hjá fé-
lags- og heilbrigðismiðstöð Kaup-
mannahafnar, segir að í dag megi í
síauknum mæli sjá böm sem em sköd-
duð vegna áfengisneyslu móðurinnar
á meðgöngutímanum.
Fyrir um tíu árum hafi böm með
slík einkenni verið sárafá en nú megi
finna þau á nær öllum vöggustofum
og bamaheimilum í borginni.
Böm þessi vega lítið við fæðingu og
munu flest eiga í erfiðleikum með nám
vegna heilaskemmda. Segir yfirlækn-
irinn að mörg barnanna fái auk þess
einkennilegt andlitsfall og skökk
augu.
Ekki er vitað um fjölda þessara
barna miðað við allt landið en víst er
að þeim fjölgar. Þarf aukna fræðslu
og hjálp og þá sérstaklega til kvenna
sem em illa staddar félagslega til að
stöðva þessa óheillaþróun.
Niels Michelsen er formaður vinnu-
hóps sem nýlega hefur sent frá sér
greinargerð um fyrirbyggjandi aðgerð-
ir meðal barna og unglinga. Er
greinargerðin sú fyrsta af fimm um
heilbrigði bama í dag og árið 2000.
Segir meðal annars í hinni nýútkomnu
greinargerð að sjúkdómum eins og til
dæmis mænuveiki hafi alveg verið
útrýmt en um leið hafi nýir sjúkdómar
komið fram og valdið áhyggjum.
Em það sjúkdómar sem böm og
unglingar frá illa stöddum fjölskyldum
þjást oft af og em þeir eins konar svör-
un við uppvaxtarskilyrðum bamanna.
Spegla árásarhneigð, oflæti, hústökur,
sjálfsmorðstilraunir, ofát, svelti auk
áfengis- og fíkniefnaneyslu vanda
þessara barna og unglinga.
Samkvæmt skýrslunni eiga allt að
þijátíu prósent danskra bama við heil-
brigðisvandamál að stríða, þjást tíu
prósent af krónískum eða viðvarandi
einkennum og tiu prósent bamanna
em lögð inn á sjúkrahús hvert ár.
Umsjón:
Halldór Valdimarsson og
Ingibjörg B. Sveinsdóttir
Ólafur Amarsan, DV, New York
Robert McFarlane, fyrrum örygg-
isráðgjafi Reagans forseta, sagði við
yfirheyrslur hjá rannsóknamefnd
Bandaríkjaþings í gær að hann hefði
nokkrum sinnum rætt við forsetann
um aðstoð við contraskæmliðana í
Nicaragua.
McFarlane sagði að mörg samtal-
anna hefðu átt sér stað á þeim tíma
er mörgum bandarískum stofnunum
var meinað að veita contraskæmlið-
unum aðstoð. Sagðist hann hafa
álitið margar aðgerðir starfsmanna
sinna ólöglegar en að forsetinn hefði
álitið ramma laganna mun víðari.
McFarlane tók hins vegar skýrt
fram að Reagan hefði ekki vitað af
því að hagnaður af vopnasölunni til
Irans hefði verið notaður til að að-
stoða contraskæmliðana. Sagðist
McFarlane sjálfur ekki hafa frétt af
því fyrr en í maí á síðasta ári er
Oliver North hefði sagt honum frá
því. Það var eftir leynilega ferð
þeirra til írans.
McFarlane sagðist gmna að Oliver
North hefði átt náið samstarf við
William heitinn Casey, fyrrum yfir-
mann leyniþjónustunnar, og verið
geti að North hafí unnið að ein-
hverjum verkefnum undir beinni
stjóm Caseys.
McFarlane tók sérstaklega fram í
vitnisburði sínum að Reagan hefði
aldrei hvatt til eða lagt blessun sína
yfir ólöglegar aðgerðir af neinu tagi
og sagðist McFarlane hafa átt alla
sök í þessu máli. Það væri hann sem
ætti að ákæra og dæma í fangelsi.
Búist er við að yfirheyrslum yfir
McFarlane ljúki í dag. Eftir það taka
við yfirheyrslur yfir svokölluðum
annars flokks vitnum en það em þau
vitni sem ekki áttu beint samband
við forsetann. Ekki er reiknað með
því að nánari niðurstaða um það
hvað forsetinn vissi um aðstoðina
við contraskæmliðana liggi fyrir
fyrr en í næsta mánuði er John Po-
indexter og Oliver North verða
yfírheyrðir.
Hopkins
sjúkrahúsið útskýrir aðgerðina.
Símamynd Reuter
Hjartagjafinn
enn á Irfl
Læknar John Hopkins sjúkrahúss-
ins í Baltimore í Bandaríkjunum
skýrðu frá því í gær að þeir hefðu flutt
hjarta úr lifandi hjartagjafa í annan
sjúkling og væm báðir á lífi, hjarta-
þeginn og hjartagjafinn.
Hjartaþeginn var á sjúkrahúsinu til
hjartaígræðslu en hjartagjafinn var
þar til skipta á bæði hjarta og lungum.
Hjartaþeginn heitir John Couch,
hjartagjafinn Clinton House og er
hann frá Baltimore.
góðu forskoti
Granar Casey
um samstarf
við North
Robert McFarlane sýndi ánægjumerki þegar fréttamenn spurðu hann hvem-
ig honum þætti hann standa sig i yfirheyrslunum. Simamynd Reuter
Fyrstu skoðanakannanir á Bret-
landseyjum, eftir að Thatcher,
forsætisráðherra landsins, tilkynnti
að gengið yrði til kosninga þar í
næsta mánuði, sýna að íhaldsflokk-
urinn heldur forskoti sínu og virðist
ætla að halda meirihluta sínum í
breska þinginu.
Skoðanakönnun, sem gerð var fyr-
ir breska blaðið Guardian, sýndi að
flokkur forsætisráðherrans hefur
Qórtán prósentustiga forystu yfir
Verkamannaflokkinn. í annarri
skoðanakönnun, sem gerð var fyrir
Daily Telegraph, voru niðurstöður
þær að íhaldsflokkurinn héldi meiri-
hluta á þingi og jafhframt að
Verkamannaflokkurinn, sem hefur
til þessa verið helsti keppinautur
íhaldsmanna, myndi lenda í þriðja
sæti, því kosningabandalag frjáls-
lyndra og sósíaldemókrata myndi
hljóta meira fylgi í komandi kosn-
ingum.
íhaldsmenn búast við enn meiri
fylgisaukningu næstu daga, eftir að
nýjar atvinnuleysistölur verða birt-
ar. Atvinnuleysi er eitt af þeim
málefnum sem mest ber á í kosninga-
baráttunni. Það hefur þrefaldast á
Bretlandi frá þvi Thatcher tók við
völdum árið 1979, en hefur farið
mjög mninnkandi aftur undanfama
mánuði.
Skoðanakönnun sú er birtist í
Guardian sýndi að íhaldsmenn
myndu fá 43% atkvæða, Verka-
mannaflokkur 29% og kosninga-
bandalagið 25 %.
Könnunin í Daily Telegraph sýndi
hins vegar 39% fylgi fyrir íhalds-
menn, 30 % fylgi kosningabandalags
og aðeins 28% fylgi Verkamanna-
flokks.
Búist er við að fylgi Verkamanna-
flokksins minnki enn meir vegna
afsagnar eins af þingmönnum hans,
James Tinn, svo og vegna yfirlýsing-
ar yfirmanns herja Atlantshafs-
bandalagsins, sem hefur sagt að
stefha Verkamannaflokksins í vam-
armálum, sem byggir á vörnum án
kjamorkuvopna, myndi gefa Evrópu
á vald Moskvu.
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, er komin á fulla ferð í
kosningabaráttunni. Hér er hún í félagsskap fatlaðrar stúlku, en forsætis-
ráðherrann afhenti i gær ýmsum góðgerðarsamtökum framlög frá
golfmönnum. Símamynd Reuter
Thatcher heldur
Afengis-
sködduðum
bömum
fjölgar