Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 14. MAl 1987.
að flýta framkvæmd þeirrar áætlun-
ar um endurskipulagningu í Sovét-
ríkjunum sem fyrir liggur."
Stjörnustríðsþvingun
- Hvaða áhrif myndi áframhald
stjörnustríðsáætlana Bandaríkjanna
hafa á þann sparnað sem næðist með
samningi um meðaldrægar eldflaug-
ar?
„Það myndi hafa veruleg áhrif.
Það má vera hverjum manni ljóst
að þótt Sovétmenn séu reiðubúnir til
sveigjanleika í samningaumleitun-
um komum við aldrei til með að fórna
öryggi okkar. Haldi Bandaríkja-
menn áfram að reyna að byggja upp
geimvarnakerfi neyðumst við til þess
að leita svara við því þótt það væri
ef til vill ekki sams konar kerfi. Það
yrði verulega kostnaðarsamt.
Það má enda vera ljóst, þegar tillit
er tekið til ummæla sérfræðinga og
ýmissa ráðamanna á Vesturlöndum,
að sumir þeirra vilja í dag auka á
vígbúnaðarkapphlaupið, í stað þess
að minnka það, til þess beinlínis að
ganga frá efnahag Sovétríkjanna.
Stjörnustríðsáætlanirnar verða vopn
í baráttu þessara aðila.“
Vandamál í viðræðum
- Þegar sleppt er hefðbundnum,
gagnkvæmum ásökunum og fullyrð-
ingum um heimsvaldastefnu og
annað, hvað er það í fari viðsemjenda
ykkar sem gerir ykkur erfiðast fyrir
í samningum?
„Auðvitað væri betra að þeir sem
taka þátt í viðræðunum svöruðu
þessari spurningu. Ég get þó svarað
henni í víðara pólitísku samhengi og
set þá fram mitt eigið sjónarmið.
Erfiðleikar þeir sem koma upp í
yfirstandandi viðræðum stafa meðal
annars af því að bandarískir aðilar
hafna þeim ákvæðum sem þegar er
búið að koma sér saman um. í
Reykjavík komu Gorbatsjov og
Reagan sér til dæmis saman um að
strategiskur vígbúnaður skyldi skor-
inn niður um helming en nú eru
Bandaríkjamenn aftur komnir með
stig og undirstig sem hætt var við í
Höfða. Þá gera Bandaríkjamenn nú
ráð fyrir að framkvæmd samkomu-
lags um strategískan árasarvígbúnað
nái yfir sjö ára tímabil í stað fimm
ára og að skuldbindingar um að segja
ekki upp samningum um eldflauga-
varnir gildi í sjö ár en ekki tíu.
Sams konar vandamál koma upp í
viðræðum um meðaldrægar eldflaug-
ar. í Reykjavík var rætt um að þeim
yrði algerlega útrýmt en nú liggur
fyrir í Genf bandarísk tillaga að
samningi þar sem leyfilegt er að
breyta Pershing-2 eldflaugunum í
skammdrægar eldflaugar, svo og yrði
heimilt að taka stýriflaugar sem nú
eru staðsettar á landi í V-Evrópu og
koma þeim fyrir á hafi úti.
I bandarísku tillögunum er jafn-
framt gert ráð fyrir því að smíðaðar
verði nýjar gerðir af meðaldrægum
eldflaugum. Það er núll-lausnin í
reynd.“
11
Útlönd
varp sem leysir lægra setta liðsforingja í her og lögreglu undan ábyrgð af
mannréttindabrotum. Símamynd Reuter
Borgarstjóri mafíuforíngi
Gjörbreytingar þörf
- Hafa persónur þeirra, sem sitja
samningafundi og taka ákvarðanir,
áhrif í þá átt að skapa vandamál?
Eru önnur atriði sem þar hafa áhrif,
til dæmis tíðari sveiflur í stjórn-
málum Vesturlanda heldur en
Sovétríkjanna? Eða liggur grund-
vallarmismunur heildarstefnu stór-
veldanna þarna einn að grunni?
„Persónur leiðtoganna hafa auð-
vitað einhver áhrif. Varðandi þá
samninga sem nú standa yfir má þó
benda á að Gorbatsjov sagði eftir
Reykjavíkurfundinn að Reagan væri
viðræðugóður maður.
Sveiflur í stjórnmálum Vestur-
landa geta einnig breytt stöðu mála
nokkuð snögglega.
Þessi atriði eru hins vegar ekki þau
sem ráða ferðinni. Aðalatriðið er
heildarafstaða stórveldanna til
heimsmála. Sökum efnahagslegs og
hernaðarlegs máttar síns hafa stór-
veldin, Sovétríkin og Bandaríkin,
mikil völd en bera jafnframt mikla
ábyrgð. Það er mikilvægt að þau
standi nú undir ábyrgð sinni í um-
ræðunum um afvopnunarmál. Við
verðum að gera okkur grein fyrir þvi
að við getum ekki hagað okkur
áfram eins og við höfum gert um
margar aldir. Raunveruleiki nú-
tímans krefst nýrrar afstöðu af
okkur. Við verðum að ganga til
samninga sem koma í veg fyrir gjör-
eyðingu. Síðan verðum við að gera
okkur grein fyrir því að í heiminum
byggir hver á öðrum, að hvert og
eitt ríki, smátt eða stórt, á að geta
haft áhrif á alþjóðavettvangi. Al-
þjóðastjórnmál skapast ekki bara
gegnum tvíhliða samskipti Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna."
Að eyða tortryggni
- Nú gætir afskaplegrar tortryggni
í garð ykkar Sovétmanna á Vestur-
löndum. Er erfitt að starfa við þau
skilyrði og hvernig gengur að reyna
að eyða henni?
„í fullri hreinskilni sagt er það í
raun mjög erfitt að starfa þar sem
þessi tortryggni ríkir.
Við höfum reynt að eyða þessari
tortryggni með því að sýna að það
er í raun ekki ein einasta vopnagerð
sem við ekki værum reiðubúnir til
að semja um útrýmingu á. Og með
því að sýna sveigjanleika í því að
skapa skilyrði til slíkra samninga.
Ég fæ raunar ekki séð hvað getur
verið betur fallið til þess að eyða
tortryggni en einmitt að ganga til
samninga á þeim grundvelli. Þegar
svo bætist við að við viljum ganga
að skilyrðum um ákaflega strangt
eftirlit með því að samningar séu
haldnir er erfitt að sjá hvað hægt er
að gera meir.
Við verðum svo bara að vona að
þessar tilraunir okkar fái óhlut-
dræga umíjöllun meðal vestrænna
þjóða. Við erum til í alla þá samn-
inga sem stöðvað geta vígbúnaðar-
kapphlaupið, án þess að stofna
öryggi okkar í hættu.“
Leysir
lægra
setta
undan allri
ábyrgð
Raúl Alfonsin, forseti Argentínu,
lagði i gær fram frumvarp í argent-
ínska þinginu þar sem allir lægra
settir liðsforingjar í lögreglu og her
landsins eru leystir undan ábyrgð á
mannréttindabrotum.
Forsetinn sagði í gær að frumvarp
þetta myndi ekki koma í veg fyrir að
liðsforingjamir yrðu saksóttir fyrir
nauðganir, mannrán, bamsrán og rán.
Forsetinn sagðist gera sér grein fyrir
að taki frumvarp þetta gildi komi
ýmsir þeir sem framið hafa mannrétt-'
indabrot til með að sleppa við refsingu.
Sagði hann frumvarpið hins vegar til-
raun til þess að binda enda á fimmtíu
ára spennu milli hers Argentínu og
borgara landsins og með því tryggja
áframhaldandi lýðræði í landinu.
Baldur Róbertsson, DV, Genúa:
Nú fara fram réttarhöld yfir Cian
Cimino, fyrrverandi borgarstjóra
Palermo á Sikiley, sem handtekinn
var 1984 vegna tengsla við mafíuna.
Hefur komið í ljós að hann á gífur-
legar eignir hér á Italíu að andvirði
þrjú hundruð milljóna íslenskra
króna. Innstæður á bankareikning-
um hans nema tvö hundruð millljón-
um íslenskra króna.
Er þetta talið vera innan við helm-
ingur eigna hans því að hann hefur
fjárfest í fasteignum og fyrirtækjum
i Montreal í Kanada.
Er þetta glöggt dæmi um umsvif
mafiunnar um allan heim.
NEW NATURAL COLOUR
TOOTH
EMAKEUP
Þea\&ie
TANNFARDI
Má setja
ófrimerkt
i póst.
' ........,,,
Pwttr
Mwrf
roorw
EMtME
V1
PEARLIE tannfarðinn fœst loksins á íslandi. Pearlie er EKKI tannkrem, heldur TANNFARÐI (TOOTH MAKE-UP). Gefur aflituðum tönnum, tann-
fyllingum og gervitönnum NÁTTÚRULEGA HVÍTA áferð. Notað af fyrirsætum og sýningarfólki. Einfalt i notkun, penslað á á fáeinum augnablikum.
Rannsakaö á efnafræðistofnun; skaðlaust heilsu notenda, skaðlaust tönnum. PÓSTSENDUM (póstkrafa) UM LAND ALLT OG REYKJAVÍK. Send-
ið auglýsinguna i heilu lagi, útfyllta hér aö neðan: rWffipWBI
VINSAMLEGA SENDID MER_
stk. PEARLIE tannfaröa.
Heimili-
Stöð-
EÐA HRINGIÐ Í SÍMA (91)611659, símsvari allan sólarhringinn, og pantið símleiöis hvort sem þér búiö i Reykjavik eða á landsbyggöinni.
SENDIST TIL:
PEARLIE UMBOÐIÐ, SKÓLABRAUT 1. BOX 290, 171 -SELTJARNARNES. (91)6-11-6-59
qS SAMSUNG
VERÐ FRÁ KR. 14.970 stgr.
Laugavegi 63 (Vitastigsmegin) - Sími 622025
Í MIKLU ÚRVALI