Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987. Neytendur Vöruverð of hátt og verð- samkeppni ófullnægjandi Á formannaráðstefnu Neytenda- samtakanna, sem haldin var á Selfossi í byrjun maí, var einkum/fjallað um starf neytendafélaga og leiðir til þess að efla það. Samþykktar voru þrjár ályktanir, um neytendastarf, lækkun vöruverðs á Islandi og um bætur vegna matar- eitrunar. Vöruverð á íslandi í ályktun Neytendasamtakanna um vöruverð segir m.a. að verðlag hér á landi á helstu neysluvörum sé of hátt og samkeppni um verð ófullnægjandi. Krefjast samtökin að gerðar verði breytingar og beitt aðhaldi til þess að kostir frjálsrar verðmyndunar skili sér til neytenda í lægra vöruverði. Neytendasamtökin fagna fram- komnum sjónarmiðum stórkaup- manna um að hægt sé að lækka vöruverð verulega en lýsa enn á ný yfir furðu sinni á skilnings- og að- gerðaleysi stjómvalda í þessu hags- munamáli neytenda. Neytendasamtökin krefjast þess að stjómvöld beiti sér fyrir aðgerðum, m.a. samstarfi aðila markaðarins til þess að lækka vömverð með virkri samkeppnmi sem nái að sjálfsögðu einnig til eðlilegs aðhalds gagnvart innkaupsverði erlendis. Neytendasamtökin lýsa sig reiðubú- in til samstarfs við þá sem vilja vinna að þessu mikilvæga hagsmunamáli neytenda, með eða án atbeina stjóm- valda. Matareitrun Á formannaráðstefnunni var sam- þykkt tillaga þess efriis að eðlilegt og sanngjamt sé að heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið beiti sér fyrir því að settar verði á laggimar tryggingar til þess að bæta fólki það tjón sem það hefur orðið fyrir af völdum matareitr- unar eða matarsýkingar sem erfitt getur verið að finna ábyrgð fyrir. Neytendastarf Formannaráðstefna Neytendasam- takanna vekur athygli á mikilvægi öflugs neytendastarfe um allt land. Til þess að svo megi verða verður að hlú að þessu starfi og skapa því fjárhags- legan gmndvöll. Aðstæður á Islandi em með þeim hætti að störf að neytendamálum fela í sér verkefni sem em mikið hags- munamál allrar þjóðarinnar. Víða erlendis em þessi verkefni unnin af opinberum aðilum. Verðlagning er nú frjáls á flestum sviðum hér á landi. Ef staða neytenda á að vera viðun- andi þarf að auka mjög neytendastarf til þess að neytendur standi jafhfætis seljendum. Þess vegna er mjög nauð- synlegt að opinberir aðilar, bæði ríkisvald og sveitarfélög, kynni sér neytendamál mun betur en verið hef- ur. Mörg sveitarfélög hafa nú þegar átt- að sig á því hve mikilvægt er fyrir almenning að hafa öflug neytendafé- lög. Formannaráðstefnan hvetur sveitar- félög til þess að styrkja starfsemi neytendafélaga og viðurkenna á þann hátt þá nauðsynlegu þjónustu sem þau veita neytendum. -A.BJ. Dýr samkeppni í framköllun í umflöllun um framköllunarverð á dögunum féll niður verðkönnun sem átti að fylgja. Hún er hér komin í súlu- riti og töflu. Eins og sjá má þá er verðlag í þess- ari grein svo hátt hér á landi að ótrúlegt er að menn geti hugsað sér að nýta þessa þjónustu. Nú nýverið lýsti Félag íslenskra stórkaupmanna því yfir að ef tollar y rðu samræmdir og grundvöllur skap- aðist fyrir samkeppni í verslun hér þá yrði þess ekki langt að bíða að hér kæmi Glasgowverð. Þetta virðist ekki vera raunin í fram- köllunarbransanum. Þar er geysileg samkeppni, framköllunarstofum fer sífellt fjölgandi og engir eru tollamir. Það sem virðist vera að er það að samkeppnin sprengir upp verðlag því hún leiðir til þess að auglýsingakostn- aður rýkur upp úr öllu valdi og menn fara að fjárfesta f allt of dýrum tækjum til þess að geta framkallað „á stund- inni“. Það er neytandinn sem borgar brús- ann, öll þessi fínu tæki, allar þessar auglýsingar, því verðið fer hækkandi. Ef menn vilja senda filmur til Bret- lands og fá þær framkallaðar er hér eitt heimilisfang: Fotopost express ltd Intemational service PO Box 100 Stevenage Herts SGl 2AR England -PLP Framköllun Ein mynd 9x13 kópíering Framköllun á 24 mynda filmum Express litmyndir 99 19 555 Hans Petersen 110 20 590 Lj ósmy ndavörur 100 18 532 Framk. á stundinni 100 20 580 Amatör 110 22 638 Myndsýn 590 + filma í umferðinni Hvers virði eru bómin okkur? Eru þau þess virði að við minnkum hraðann í umferðinni fyrir þau? Nú er vor í lofti, hlýrra úti og far- ið að verða bjart á kvöldin. Flestir em sammála því að vorið léttir okk- ar lund og viðmót okkar verður léttara. En skilar þessi breyting okk- ar sér þegar við erum á ferð í umferðinni? Er tillitssemi okkar í garð annarra meiri á vorin en á öðr- um árstímum? Eða hefúr þessi létta lund okkar það í för með sér að við ýtum aðeins fastar á bensíngjöfina? Tillitssemi við aðra ökumenn Ég tel að allflestir geti verið mér sammála þegar ég fullyrði að okkur íslendinga skorti tillitssemi þegar við erum á ferð í umferðinni. En til- litssemi er hægt að sýna á marga vegu. Við getum stansað og hleypt öðrum inn á götu, við getum hliðrað til þar sem afrennslisbrautir eru eða við reynum að aka á hægri akrein, þar sem tvær eða fleiri akreinar eru, og þannig getum við haldið áfram. En ef við ætlum að vera ábyrgir ökumenn er almenn tillitssemi í umferðinni nauðsynleg. Hefúr þú tekið eftir brosinu og þakklætinu sem þú færð frá bílstjóra þegar þú sýnir öðrum tillitssemi. Slíkt gleður óneitanlega hjartað, er það ekki? Tiflitssemin og börnin Nýlega lásum við um slys þar sem ekið var á 5 ára bam, ökumaðurinn var á allt of mikilli ferð. Hraðinn er oft orsök slysa og umferðaróhappa og gerir oftast nær útslagið um það hvort slysið verður alvarlegt eða ekki. Þegar böm eiga hlut að máli verð- um við fullorðnu að sýna ábyrgð og tillitssemi. Bömin em lítt þroskuð og takmarkaður þroski þeirra gerir þau lítt hæf eða jafnvel óhæf sem vegfarendur. Okkar ábyrgð er í fyrsta lagi að sjá til þess að bömin okkar séu ekki að leik í umferðinni en vorið er einmitt sá árstími sem bömin em mjög mikið úti að leika sér og þá eykst hættan á því að þau stelist út í umferðina. í öðm lagi verðum við að sýna ábyrgð og tillitssemi gagnvart þeim því að bömin stelast oft út á götu og því verðum við að haga akstri okkar þannig að ekki stafi hætta af og við getum bmgðist við á réttan hátt hlaupi eða hjóli bam skyndilega í veg fyrir okkur. í slíku tilfelli er það hraðinn sem gerir útslagið um hvort við náum að koma í veg fyrir slys eða ekki. Það er of ódýr afeökun að segja: „.. .ég vissi ekki að...!“ Ekki þarf að fara orðum um þá í umsjá Bindindisfélags ökumanna vanlíðan sem þeir ganga í gegnum sem verða valdir að örkumlun eða dauða annarra í umferðinni. Hægjum ferðina Njótum lífeins og hægjum á um- ferðinni, minnugir þess að betra er að koma örlítið seinna á áfangastað en ekki. Tillitssemi kostar ekki pen- inga og mundu að góðverk á dag kemur skapinu í lag. Með því að hægja ferðina, góði ökumaður, og með aukinni tillitssemi sýnir þú gott fordæmi í umferðinni og stuðlar að því að auka umferðaröiyggi okkar Islendinga og stuðlar að bættri um- ferðarmenningu. -EG Börnin i sumarleik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.