Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Síða 13
FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987.
13
Forðist
skakkar
myndir
Allir kannast við það hve hvimleitt
það er þegar þurrkað er af málverkum
og öðrum veggmyndum að þær skekkj-
asat gjaman. Til að forðast þetta er
gott að festa þær með „kennara-
tyggjói" jafnframt hinum hefðbundnu
festingum. Þetta skorðar þær á veggn-
um.
Notið gömlu
þvottavélarnar
Ef þið ætlið að keyra gömlu þvotta-
vélina á haugana þá gæti þetta verið
sniðugt ráð.
Takið tromluna úr vélinni og hrein-
sið hana. Finnið síðan miðjuna á
bakhliðinni og borið gat á hana. Setj-
ið perustæði í gatið og með 60 vatta
peru er komin skemmtileg ljósakróna
sem varpar frá sér aragrúa af litlum
ljósstjörnum
Urval
vid állra bœfi
Neytendur
| U pplýsingaseðill
i til samanburðar á heimiliskostnaði
i Hvað kostar heimilishaldið?
i
| Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
I andi í upplýsingamiðlun meðai almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
I fjölskyldu af sömu stærð og yðar.
I
! Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks
Kostnaður í apríl 1987:
Matur og hreinlætisvörur
Annað
kr.
kr.
Alls kr.
Til okkar hringdi kona sem kvart-
aði sáran yfir gömlum smokkum.
Hafði hún komist að raun um að til
sölu væru í lyijabúðum smokkar sem
væru komnir fram yfir síðasta söludag.
Okkur fannst þetta hið alvarlegasta
mál og fórum því í heimsókn á nokkra
staði sem selja þessa vöru. Og viti
menn, það fyrsta sem við sáum voru
smokkar sem á var letrað eftirfarandi:
MFG 1983. Við leituðum áfram og
sáum nokkra pakka með útrunnum
smokkum.
Ekki vitum við hvað þessi áletrun
þýðir, né vissi það nokkur í verslúnun-
um sem selja þessa vöru. En greinilegt
er að um ártal er að ræða, og það
nokkuð gamalt.
Jafhvel þó áletrun gefi ekki til kynna
síðasta söludag, heldur framleiðsludag
þá er nokkuð ljóst að viðkomandi
smokkur er kominn vel til ára sinna
og á hvergi heima nema á haugunum.
Smokkar þoma upp með tímanum
og ef þeir eru mjög gamlir þá er þeim
hætt við að rifna. Ef að það geríst þá
er verr af stað farið en heima setið því
engin er vömin.
Þetta er náttúrlega ekki vel að verki
staðið. Það er eins með smokka og svo
margt annað að geymsluþolið er tak-
markað og neytandinn verður að gæta
sin.
Það sem er kannski alvarlegast er
að söluaðilar eru að notfæra sér gífur-
lega auglýsingaherferð landlæknis-
embættisins á smokkum á þann hátt
að seld er gömul vai’a. löngu útrunnin.
Það er leitt til þess að vita að öll
þessi auglýsing sé nýtt af óprúttnum
aðilum sem vilja losna við gamlar
birgðir af ónýtum smokkum og sjá sér
þarna leik á borði.
-PLP
BÍLASALAN
HOFÐI
Skemmuvegi 34N, símar 74522 og 74230
Tegund Árgerð Ekinn Verð
Opel Ascona 1985, sjálfsk. 470.000
Opel Kadett 1985 40.000 380.000
Peugout 505 dísil, Fam 1983 204.000 530.000
Subaru 4x4 1983 74.000 330.000
Suzuki Alto 1983 32.000 200.000
Mercedes 280 SE 1977 0 490.000
Ford Sierra 1600 1985 16.000 490.000
Jaguar4,2 1973 0 330.000
Lada Samara 1986 2.000 240.000
Land Rover 1977, m. góður 220.000
Talbot Samba 1982 180.000
Audi 100 CC 1983 60.000 650.000
AudMOO CC 1984 80.000 750.000
AudMOOCD 1985 100.000 750.000
BMW315 1982 66.000 330.000
Daihatsu bitab. m/mæli 1983 0 250.000
AUK HUNDRAÐA ANNARA BÍLA Á SKRÁ.
GREIÐSLUKJÖR VIÐ ALLRA HÆFI.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Þjóðleikhúsið auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar
frá og með 1. september 1987:
Leiklistar- og bókmenntaráðunautur (Dramaturg).
Þetta starf er nýtt við Þjóðleikhúsið. Leiklistar- og
bókmenntaráðunautur annast m.a. könnun leikrita og
annars bókmenntaefnis sem að verkefnum leikhússins
lýtur og er þjóðleikhússtjóra til aðstoðar við samningu
starfsáætlunar.
Tónlistarráðunautur (1/3 hluti starfs). Hér er einnig
um að ræða nýtt starf við leikhúsið. Tónlistarstjóri er
leikhússtjóra og leikhússtjórn til ráðuneytis um allan
tónlistarflutning í leikhúsinu og annast ýmis önnur
skyld störf.
Listdansstjóri, annast m.a. þjálfun íslenska dans-
flokksins og er þjóðleikhússtjóra til ráðuneytis um
verkefnaval, svo og önnur atriði er að listdansi lúta.
Framkvæmdastjóri íslenska dansflokksins. i þetta starf
er ráðið til eins leikárs í senn. Framkvæmdastjóri starf-
ar í nánum tengslum við stjórn Islenska dansflokksins,
listdansstjóra og yfirstjórn Þjóðleikhússins. Nauðsyn-
legt er að viðkomandi geti starfað sjálfstætt og hafi
nokkra þekkingu á listdansi og leiklistarstörfum.
Starfsmaður á trésmíðaverkstæði. Starfið felur í sér
smíði leikmynda og leikmuna svo og aðra trésmíða-
vinnu í Þjóðleikhúsinu eftir því sem aðstæður leyfa.
Iðnaðarmenntun í húsgagnasmíði áskilin.
Um verksvið og skyldur vísast ennfremur til laga og
reglugerðar um Þjóðleikhús svo og laga um réttindi
og skyldur opinberra starfsmanna. Ráðningarkjör eru
samkvæmt kjarasamningi SFR og fjármálaráðherra.
Nánari upplýsingar eru veittar í Þjóðleikhúsinu, Hverf-
isgötu 19, sími 1 12 04.
Umsókn um starf ber að skila til Þjóðleikhússins á
sérstökum eyðublöðum, sem þarfást, fyrir 9. júní nk.
Þjóðleikhússtjóri.
AUGLÝSENDUR, ATHUGIÐ!
AKUREYRARBLAÐ
fylgir helgarblaði DV
laugardaginn 23. mai nk.
Þetta veróur í sjöunda sinn sem sérstakt AKUREYRAR-
BLAÐ DV kemur út. Blaðinu verður dreift sérstaklega á
AKUREYRI og næsta nágrenni og er því kjörinn auglýs-
ingavettvangur fyrir þá sem þurfa að koma skilaboðum
til norðanmanna.
DV-AKUREYRARBLAÐ
SKILAFRESTUR með auglýsingar er til föstudags
15. maí og þætti okkur vænt um að heyra frá ykkur hið
fyrsta ef áhugi er á að auglýsa í AKUREYRARBLAÐI.
AUGLYSINGAR, ÞVERHOLTI 11 - SÍMI 27022.