Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987.
19
Meiming
Hafliði Hailgrímsson tónskáld fyrir framan „hof“ lans Hamilton Finlay í
Dunsyre í Lanark-sýslu.
Rossi og Adrian Wiszniewski, sem
allir sýndu stór fígúratrf málverk.
Frægð og frami
Það sem kannski var merkilegast
við þessi verk var að þau sniðgengu
að mestu þýska og ítalska express-
jónismann en leituðu fanga í epískri
mannamyndahefð, frá Delacroix til
mexíkönsku veggmyndamálaranna
(Oroszco, Rivera, Siqueros).
Tveir þessara skosku málara, þeir
Steven Campbell og Adrian Wisz-
niewski, hafa síðan öðlast frægð og
frama á bandarískum listaverka-
markaði.
Eg talaði við tvo félaga þeirra, þá
Ken Currie og Peter Howson, sem
leigja u.þ.b. 40-50 m2 vinnustofui- í
gamalli fataverksmiðju nálægt mið-
borginni.
Ólíkt höfðust þeir að. Currie er
hæglátur og alvarlegur ungur maður
sem vill í myndum sínum stuðla að
framgangi mannúðlegs sósíalisma.
Þegar ég sótti hann heim var hann
að ljúka við mikla myndröð um sögu
og hagsmunabaráttu skoskra málm-
iðnaðarmanna, sem setja á upp í
verkalýðsmiðstöð Glasgowborgar,
People s Palace. Stíll þessara mynda
er mjög í anda mexíkönsku vegg-
myndamálaranna, kannski með
snert af Beckmann.
Currie sagðist vinna þessar vegg-
myndir af hugsjón og taka litla
þóknun fyrir. Annars gæti hann
reiknað með því að fá u.þ.b. 800 pund
(ca 50.000 ísl. kr.) fyrir málverk sem
væri 1 x 1,40 cm á stærð.
Howson var léttari í lund, enda
kominn á ábatasaman samning hjá
Angelu Flowers galleríinu í London.
Um utangarðsmenn
Þar taldi hann að málverk sömu
stærðar og nefnt er hér á undan
mundi kosta 4000 pund (u.þ.b.
250.000 ísl. kr.). Howson er ekki eins
harður í pólitískum yfirlýsingum og
Currie heldur lætur verkin tala.
Þau fjalla um utangarðs- og úti-
gangsmenn þá sem búa í nágrenni
við vinnustofuna og sýna þá sem
mikilfenglegar, allt að því tragískar
sögupersónur. Eins og Currie hefur
Howson takmarkaðan áhuga á
þýska og ítalska málverkinu en þeim
mun meiri áhuga á hinni „stóru evr-
ópsku tradisjón" í fígúratífu mál-
verki, til að mynda Courbet,
Beckmann og Lucian Freud.
Hefðbundin viðhorf þessara ungu
málara og velgengni þeirra á lista-
verkamarkaði hafa farið mjög fyrir
brjóstið á þeim ungu eldhugum sem
reka The Transmission Gallery, sem
er nokkurs konar Suðurgata 7 þeirra
Glasgowbúa.
Hafa talsmenn þeirra deilt hart á
málarana fyrir vöntun á metnaði,
peningagræðgi og aðrar listrænar
yfirsjónir. I samtali kvaðst Howson
taka þessar ávirðingar nærri sér en
Currie sagði andstæðinga sina vera
draumóramenn sem lokast hefðu
inpi í fílabeinstumi framúrstefhu.
Þegar ég var í Transmission var
að hefjast samsýning tveggja lista-
manna, annars vegar á glannalegum
málverkum í teiknimyndastíl, hins
vegar á niðursetningi (installasjón)
eftir Malcolm Dickson, einn af tals-
mönnum Transmission.
Á atvinnuleysisbótum
Samtöl við hann leiddu í ljós að
Transmission er nú að ganga í gegn-
um svipað skeið og Suðurgata 7
gerði meðan það var og hét.
Eins og stendur er áhuginn mestur
á gjömingum, niðursetningum og
listblendingi ýmiss konar.
Ég komst líka að því að ungir lista-
menn í Glasgow þiggja atvinnuleys-
isbætur frá því þeir yfirgefa
listaskóla og þar til verk þeirra fara
að seljast. Nokkrir listamenn, sem
ég ræddi við, höfðu verið atvinnu-
lausir um 4-5 ára skeið.
Menn ríða ekki feitum hesti frá
atvinnuleysisbótum, sem nema 30
pundum á viku fyrir einstakling.
Þeir sem eru svo heppnir að fá
inni i einni af þeim 100 WASP vinnu-
stofum, sem reknar em af Scottish
Art Council i Skotlandi, þurfa síðan
að greiða 8 pund á viku fyrir ca 25
m2 stúdíókompu. En það er betra en
ekki neitt. Enda er mikil samkeppni
um þessa vinnuaðstöðu.
Þegar ég kom í WASP stúdíóin í
King Street voru menn að fagna því
að einn viðstaddra hafði dottið í
lukkupottinn og selt Scottish Art
Council mikinn fleka fyrir 500 pund
(35.000 ísl. krónur).
Það var einmitt þessi samstaða
ungra skoskra listamanna, svo og
þrautséigja þeirra og atorka, sem
hafði mest áhrif á mig í þessari Glas-
gowför. Snúist ytri aðstæður þeim í
hag á næstu ámm er ég viss um að
ungir skoskir listamenn eiga eftir
að hrista upp í okkur.
-ai
Peter Howson með nokkrar myndir sinar af skoskum „hvunndagshetjum'
Ken Currie á vinnustofu sinni, ásamt tveimur flekum sem sýna hluta af sögu málmiðnaðarmanna í Glasgow.
BLAÐAUKI
ALLA LAUGARDAGA
BÍLAMARKAÐUR DV
er nú á fúllri ferð
Nú getur þú spáð í spilin og valið þér bO í ró og næði.
Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bOasölum og bOaum-
boðum ásamt bOasmáauglýsingum D V býður þér ótrúlegt
úrval bíla.
Auglýsendur athugið!
Auglýsingar í bílakálf þurfa aö berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00
fimmtudaga.
Smáauglýsingar í helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga.
Síminn er 27022.