Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987.
31
dv Sandkorn
Björgum
þjóðinni
Tímaritiö Þjóðlíf er nú kom-
ið út í nýjum búningi, svipuð-
um og þekkist frá útlöndum
þar sem fjöldi tímarita fjallar
um heimsins gagn og nauð-
synjar. Meðal efnis í þessu
nýja Þjóðlífi er herhvöt form-
anns íslenskra iðnrekenda,
■Víglundar Þorsteinssonar.
Hann leggur allt kapp á að
þjóðinni fjölgi með stórfelld-
um bameignum og ráðstöfun-
um til þess að ala þessi börn
upp í kössum svo að foreldr-
amir þurfi helst ekkert að
puða við þetta umfram það að
njóta ánægjunnar af öllu sam-
an. Þó hefur greinilega ekki
verið fundin upp aðferð til
þess að,konan sleppi við með-
gönguna, sem er líklega eina
óleysta vandamálið, ef vilji er
fyrir hendi.
í sama Þjóðlífi er minnst á
loðnuhrognin sem Japanir
kaupa af okkur dýrum dómum
og gleypa í sig til þess að örva
kynhvötina. Þetta hlýtur að
gefast vel því alltaf kaupa
Japanir loðnuhrognin og fá
aldrei nóg. Kannski væri ráð-
legra að við hættum að selja
þessum Japönum hrognin
okkar?
Stressaðir
nuddarar
Þau eru mörg vandamálin í
þessu þjóðfélagi eins og fram
kemur í Þjóðlífi. AUir vita
hvað fólk yfir fermingu er
stressað út af öllum sköpuðum
hlutum og aldrei í rónni yfir
því að komast y fir allt sem á
að gera eða verður að gera.
Það er því ekki nema von að
hugmyndinni um meiriháttar
bamaframleiðslu þurfi að
fylgja margvíslegar hliðarráð-
stafanir til þess að foreldrarn-
ir ærist ekki endanlega.
Á meðal þess sem fólk reyn-
ir að nota til þess að slá á
stressið og sérstaklega stífa
vöðva og strekktar sinar er
líkamsnudd ýmiss konar, þar
á meðal partanudd eða svæða-
nudd, sem raunar hefur verið
stundað frá örófi alda en er
nú orðið að sérstöku fagi. I
framhaldi af öllu þessu er það
óskiljanlegbíræfni af vissu
fólki í Þjóðlífi sem talar þar
fyrir því að foreldramir fari
að nudda ungböm sín sem
ekkert hafa til saka unnið og
hafa ekki einu sinni vit á því
að stressa sig. Hvar á eigin-
lega að finna til þess 20
mínútur á dag, á stykkið?
Ósyndur
skólastjóri?
Endirinn á skólahaldi í
Húnavallaskóla við Svína-
vatn varð skrautlegur að
þessu sinni og hefur hann þó
oft þótt ærið tilkomumikill.
Málið er það að einhvern tíma
skapaðist sú venja að nemend-
ur kveddu kennara sína og
skólastjórann formlega með
því að henda þeim í sundlaug
skólans og bleyta rækilega í
þeim.
Að þessu sinni átti auðvitað
að fara eins að en þá brá svo
við að nýr skólastjóri var
hreint ekki til í að láta fara
svona með sig. Varð honum
ekki komið fyrir borð, hvorki
með góðu né illu, og lauk svo
viðureign nemenda við hann
að skólastjóri og sonur yfir-
kennara tókust á í einhvers
konar samblandi af fom-
íslenskri glímu, júdó og léttu
boxi. Þessu lauk án stór-
meiðsla en nú bíða menn eftir
því að sýningin verði endur-
tekin.
Me
Eins og áður hefur verið
tekið mjög greinilega fram í
þessu blaði tvöfaldaðist þing-
mannatala Suðumesjamanna
í síðustu kosningum, eiginlega
Keflvíkinga. Fyrir var Karl
Steinar Guðnason fyrir Al-
þýðuflokkinn og nú bættist
við öllum að óvörum Jóhann
Einvarðsson sem annar maður
Framsóknarflokksins. Hann
féll sem fyrsti maður 1983, eft-
ir nokkra þingsetu, en komst
nú inn með formanni flokks-
ins, Steingrími Hermanns-
syni.
Þessi velgengni sveita-
mannaflokksins, eins og
Víkufréttir kalla Framsókn,
er auðvitað þökkuð formann-
inum fyrst og fremst. Velunn-
arar flokksins voru því fljótir
að finna nafn á Jóhann og
gengur hann nú undir nafninu
Gimbill suður frá. Um hann
hefur verið ort eftirfarandi:
Gimbill eftir götu rann.
Loksins sína móður fann
og þá jarmaði hann.
Hrelóar - i menningunni á Akureyri.
Bræður í
menningunni
Fyrir nokkrum mánuðum
fluttist íþróttadoktorinn Ing-
imar Jónsson úr höfuðborg-
inni til Dalvíkur og gerðist þar
íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Ingimar - í menningunni á Dalvik.
Þetta þótti nokkuð merkilegt
þar sem Ingimar er líklega
einhver menntaðasti íslenski
íþróttafræðingurinn og því
mætti halda að hann gagnað-
istþjóðfélaginujafnvel enn
betur í lykilstöðu íþróttamál-
anna. En ekki þarf að öfund-
ast út í Dalvíkuræskuna sem
áreiðanlega hefur góð not af
doktornum.
Ingimar er annars Akur-
eyringur, sonur Jóns Ingim-
arssonar sem var formaður
Iðju og bæjarfulltrúi langa
lengi við sérstakar vinsældir.
Þar býr bróðir Ingimars,
Hreiðar, sem hefur gætt
Iþróttaskemmunnar í 20 ár og
verður í sumar forstöðumaður
menningarviðburða í því ,
merka húsi sem upphaflega
átti að verða birgðaskemma.
Auðvitað eru þeir bræður
skákrefir eins og faðir þeirra
var og doktorinn er fyrrver-
andi Islandsmeistari meira að
segja. Þeir eru sem sagt báðir
á bólakafi í menningunni fvrir
norðan.
Umsjón: Herbert Guðmundsson
ÞARFT ÞÚ AÐ SI LIA
BÍUNN ÞINN?
Bílasalinn er nýtt vikublað sem kemur út á fimmtudögum og er
dreift í söluturna og bensínstöðvar OLÍS. í Bílasalanum
auglýsir þú bílinn þinn tii sölu og hann mun birtast
augum þúsunda áhugasamra kaupenda.
HVERJIR ERU KOSTIRNIR?
— ENGIN ÓÞÆGINDI
- ENGIN SÖLULAUN
— SKJÓTSALA
Við komum á staðinn og tökum mynd af bílnum
og þú afhendir okkur textann.
Þú hringir í símanúmer okkar 689990 eða 687053 eða
kemur á skrifstofu okkar á Suðurlandsbraut 22
Ath. símaþjónusta.
wimmm
- BLAÐIÐ SEM SELUR BÍLINN ÞINN
Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík
símar 689990 og 687053
SJÚKRALIÐAR
AÐALFUNDUR Sjúkraliðafélags íslands verður
haldinn að Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni) laugar-
daginn 16. maí kl. 14.00.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
T
I
FASTEIGNAMIDLUN
SÍMI 25722_
(4 línur) !v
★ Tískuverslun ★
[Þekkt tískuvöruverslún á besta stað við Laugaveg til
sölu. Verslunin er í góðu húsnæði, með öruggan leigu-
samning. Góð erlend viðskiptasambönd fylgja.
Greiðslukjör. Afhending samkomulag.
——
Oíkar Mikaelsson. Igögiltur fasteignasali
POSTHUSSTRÆTI 17
ttAÐsðiubösn,
Seljið
Vinnið ykkur inn
vasapeninga.
Komið á afgreiðsluna — Þverholti 11
um hádegi virka daga.
AFGREIÐSLA
SÍMI27022
AUGLÝSING
um aðalskoðun bifreiða, bifhjóla og léttra
bifhjóla í Seitjarnarneskaupstað og Kjósar-,
Kjalarnes- og Mosfellshreppum 1987
Skoðun fer fram sem hér segir:
Kjósar-, Kjalarnes- og Mosfellshreppar:
Mánudagur 18. maí.
Þriðjudagur 19. maí.
Miðvikudagur 20. maí.
Skoðun fer frám við Hlégarð í Mosfellshreppi.
Seltjarnarnes:
Mánudagur 25. maí.
Þriðjudagur 26. maí.
Miðvikudagur 27. maí.
Skoðun fer fram við félagsheimilið á Seltjarnarnesi.
Skoðað verður frá kl. 8.00-12.00 og 13.00-16.00
alla framantalda daga á báðum skoðunarstöðunum.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja
bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn
leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir
því að bifreiðagjöld séu greidd, að vátrygging fyrir
hverja bifreið sé í gildi og að bifreiðin hafi verið Ijósa-
stillt eftir 1. ágúst sl. Athygli skal vakin á því að
skráningarnúmer skulu vera læsileg.
Vanræki einhver að koma ökutæki sínu til skoðunar
á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum
samkvæmt umferðarlögum og ökutækið tekið úr um-
ferð hvar sem til þess næst.
Þetta tilkynnist öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi,
Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.
12. maí 1987
Einar Ingimundarson