Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Síða 34
34
FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987.
Andlát
Þorbjörg G. Friðbertsdóttir 6. maí
sl. Hún var fædd á Suðureyri við
Súgandafjörð 14. ágúst 1905. Foreldr-
ar hennar voru hjónin Elín Þor-
bjarnardóttir og Friðbert
Guðmundsson. Þorbjörg giftist Gísla
Guðmundssyni en hann lést fyrir
mörgum árum. Þeim hjónum varð
fimm barna auðið, eru tvö á lífi. Út-
för Þorbjargar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Áslaug Sigurgeirsdóttir lést 5. maí
sl. Hún fæddist 26. apríl 1929. Áslaug
stundaði söngnám á Italíu og söng
lengi í Þjóðleikhúskórnum. Eftirlif-
andi eiginmaður hennar er Helgi
Jasonarson. Þeim hjónum varð
tveggja barna auðið. Útöf Áslaugar
var gerð frá Fossvogskapellu í morg-
un.
Ingvi Steinn Ólafsson lést á Landa-
kotsspítala þriðjudaginn 12. maí.
Marta Guðmundsdóttir frá Lauf-
ási, lést á Droplaugarstöðum 13. maí
1987. Jarðarförin ákveðin síðar.
Pálína Magnúsdóttir, Efra-Hvoli,
Rangárvallasýslu, andaðist mánu-
daginn 11. maí.
Þórunn Þorvaldsdóttir, fyrrum
saumakona á Siglufirði, andaðist 12.
maí á Vistheimilinu Kumbaravogi.
Kristín Ólafsdóttir frá Vindási,
Kjós, sem lést í Hraunbúðum, Vest-
mannaeyjum, þann 9. maí sl. verður
jarðsungin frá Aðventkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 15. maí kl. 15.
Jarðarför Þuríðar Ágústu Símon-
ardóttur, Framnesvegi 59, Reykja-
vík, sem lést 7. maí, fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn
14. maí kl. 13.30.
Óskar Jósefsson, Faxabraut 10,
Keflavík, verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 16.
maí kl. 14.
Sveinn S. Björnsson, Víðimel 21,
verður jarðsunginn frá Fossvogskap-
ellu föstudaginn 15. maí kl. 10.30.
Örnólfur M. örnólfsson rafvirkja-
meistari, Gautlandi 1, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskapellu
mánudaginn 18. maí kl. 13.30.
Óli S. Hallgrímsson, Stórholti 24,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni
föstudaginn 15. maí kl. 13.30.
Tilkyimingar
Kökubasar Styrktarfélags
vangefinna
Hópur frá Styrktarfélagi vangefinna á leið
í sumarfrí til Italíu heldur kökubasar í
Glæsibæ föstudaginn 15. maí frá kl. 14.
Mikið'af tertum og öðru góðgæti fyrir
helgina.
Breyttur afgreiðslutími
póst- og símstöðva
á höfuðborgarsvæðinu
Frá 15. maí breytist afgreiðslutími póst-
og símstöðva á höfuðborgarsvæði. Þessi
afgreiðslutími er til reynslu og gildir til
1. október. Á mánudögum, miðvikudögum
og föstudögum verður opið frá kl. 8.30-16.
30 en þriðjudaga og fimmtudaga frá kl.
8.30-17.30. Afgreiðslutími pósthússins i
Umferðarmiðstöðinni, R-6, verður með
sama hætti og áður, virka daga frá kl.
8-19.30 og laugardaga kl. 8-15.
í gærkvöldi
Ari Garðar Georgsson gestameistari:
„Okkur vantar samtalsútvarpsstöð“
Ég hlusta mikið á útvarp en horfi
minna á sjónvarp. Ég hlusta á út-
varp í vinnunni og hvar sem er, en
í gær var ekkert sem vakti áhuga
minn í Ríkisútvarpinu. Ég hlustaði
á Hallgrím Thorsteinsson á Bylgj-
unni, hef alltaf jafhgaman af honum
og hefði meira gaman af ef hann
hefði meira af fréttasamtölum og
minna af músík. Ég hlusta einnig
alltaf á Ástu þegar hún sér um þátt-
inn.
Nú skilst mér að enn ein músík-
stöðin sé að komast á laggimar. Það
er alveg nóg af skemmtilegu og fróðu
fólki hér hjá okkur, svo það ætti að
vera hægt að halda úti samtalsfrétta-
stöð. Það eru því svolítil vombrigði
að þessi nýja útvarpsstöð skuli ætla
að miða sig við músíkina.
Ég horfði á beina útsendingu hjá
Ríkissjónvarpinu á úrslitaleik evr-
ópukeppni bikarhafa því ég hef
gaman af að horfa á knattspymu.
Ari Garöar Georgsson.
Síðan horfði ég á nýja þáttinn á Stöð
2, Viðskipti, með Sighvati Blöndahl
og mér fannst hann útskýra vel það
sem hann var að fjalla um og það
var áhugavert að fylgjast með því.
Ég sá einnig þáttinn Happ í hendi
hjá Bryndísi. Meira var það nú ekki
sem vakti áhuga minn, hvorki í út-
varpi né sjónvarpi.
Ef ég ber saman íslensku útvarps-
stöðvamar við þær bandarísku, þá
finnst mér að það vanti samtals-
útvarpsrás hér. Þegar ég bjó í
Bandaríkjunum hlustaði ég ein-
göngu á samtalsstöðvamar sem vom
mjög svo fróðlegar, það var rabbað
um allt milli himins og jarðar og
ekki síst um það sem bar hæst þá
stundina. Þetta er svipað því sem
þeir em að gera á Bylgjunni á milli
klukkan fimm og sjö. Þeir ættu bara
að vera röskir og sleppa músíkinni
alveg í Reykjavík síðdegis.
Grafík á Borginni
Hljómsveitin Grafík heldur tónleika á
Hótel Borg í kvöld 14. maí, þar sem hljóm-
sveitin mun kynna lög þau sem hún hefur
nýlokið við að hljóðrita, efni sem vakið
hefur athygli. Gestir kvöldsins verða með-
limir í hljómsveitinni Mamma var rússi,
sem er ný hljómsveit og mun örugglega
vekja athygli. Hljómsveit þessi er skipuð
nokkrum meðlimum úr Fræbbblunum sál-
ugu, en auk þess má geta þess að innan-
borðs eru þrjár söngkonur. Sem sagt
tónlistarveisla á Hótel Borg.
Farsóttir í Reykjavíkurlæknishéraði
skv. skýrslum 8 lækna og Læknavaktar-
innar sf. í mars 1987.
Inflúensa............................ 62
lungnabólga.......................... 60
kvef, hálsbólga, lungnakvefo.fi.....1310
streptokokkahálsbólga, skarlatsótt.... 34
einkirningasótt....................... 2
útbrot og kláði....................... 0
kíghósti.............................. 3
hlaupabóla............................ 4
mislingar........................... 0
rauðirhundar.......................... 0
hettusótt............................ 65
iðrakvef.......................... 108
flatlús.......................••.... 9
önnur lúsasmitun...................... 0
lekandi.............................. 10
þvagrásarbólga (þar afchlamydia 43).. 63
Kennaratal
Út er komið IV. bindi Kennaratalsins með
2.779 æviágripum kennara sem hafa upp-
hafsstafma H-Ó. Með þessu 4. bindi eru
æviágrip Kennaratalsins orðin 8.461. Telja
má víst að æviágrip 1.-5. bindis verði yfir
11 þúsund og er þetta því stærsta stéttatal
sem gefið er út á íslandi. Útgefandi Kenn-
aratalsins er Prentsmiðjan Oddi hf. og er
hægt að fá bindin keypt hjá útgefanda (s.
83366) og í bókaverslunum. Nú er unnið
að lokabindi (5. bindi) Kennaratalsins. I
því verða æviágrip þeirra kennara sem
hafa P-Ö að upphafsstöfum (ný æviágrip
og viðbætur við þá kennara sem voru í
gamla kennaratalinu með sömu upphafs-
stöfum). Þá verða í þessu bindi æviágrip
kennara sem af einhverjum ástæðum hafa
fallið úr þeim fjórum bindum sem komin
eru út. Allir þeir kennarar (eða ættingjar)
sem hér eiga hlut að máli eru vinsamleg-
ast beðnir að hafa samband við ritstjórn
hið allra fyrsta. Senn eru síðustu forvöð
að senda inn æviágrip, viðbætur og leið-
réttingar. Góð mynd þarf að fylgja
æviágripi (líka viðbótum). Merkið mynd
með nafni, heimilisfangi og fæðingarári
og skrifið á hana „endursendist" ef þess
er óskað. Sími ritstjórnar er 672537. Öll
bréf sendist til Kennaratals á Islandi, póst-
hólf 2, Hafnarfirði.
Bókabúð Andrésar Nielssonar.
Skólabraut 2.
Borgarnes.
Verslunin Isbjörninn.
Stykkishólmur.
Hjá Sesselju Pálsdóttur, Silfurgötu 36.
Strandasýsla.
Hjá Rósu Jensdóttur, Fjarðarhorni.
Vestmannaeyjar.
Hjá Arnari Ingólfssyni, Hrauntúni 16.
Akureyri.
Bókabúðin Huld, Hafnarstræti 97.
Bókval, Kaupvangsstræti 4.
Raufarhöfn.
Hjá Jónu Ósk Pétursdóttur, Ásgötu 5.
Egilsstaðir.
Hannyrðaverslunin Agla, Selási 13.
Eskifjörður.
Póstur og sími, Strandgötu 55.
ísaljörður.
Póstur og sími, Aðalstræti 18.
Siglufjörður.
Verslunin ögn, Aðalgötu 20.
Neskirkja -félagsstarf aldr-
aðra
I sumar verður farið í lengri og skemmri
ferðir innanlands og utan, m.a. norður á
Strandir og til Þýskalands og dagsferðir í
næsta nágrenni borgarinnar. Allar upplýs-
ingar um ferðina veitir sr. Frank M.
Halldórsson í viðtalstíma sínum milli kl.
17 og 18 alla virka daga.
Heyrn og tal rannsakað
á Austurlandi
Einar Sindrason háls,- nef- og eymalæknir
ásamt öðrum sérfræðingum Heyrnar- og
talmeinastöðvar Islands verður á ferð um
Austurland dagana 23. til 28. maí 1987.
Rannsökuð verður heym og tal og útveguð
heyrnartæki. Farið verður á eftirtalda
staði: Egilsstaði 23. og 24. maí, Neskaup-
stað 25. og 26. maí, Eskifjörð 27. maí og
Reyðarfjörð 28. maí. Tekið á móti tíma-
pöntunum á viðkomandi heilsugæslustöð
og er fólki bent á að panta tíma sem fyrst.
Helgarferðir 22.-24. maí. Þórsmörk og
Eyjafjallajökull - Seljavallalaug. Sumar-
leyfi í Útivistarskálunum Básum, Þórs-
mörk. Pantið tímanlega fyrir sumarið.
Kvöldferð miðvikudag 20. maí kl. 20. Ótt-
arsstaðir - Lónakot. Létt ganga vestan
Straumsvíkur. Sjáumst.
Fundir
Aðalfundur Harmóníkufélags
Rangárvallasýslu
verður haldinn í Gunnarshólma sunnu-
daginn 17. maí kl. 15. Takið með ykkur
nikkumar og nýja félaga.
Aðalfundur kattspyrnudeildar
Fylkis
verður haldinn í Fylkisheimilinu miðviku-
daginn 20. maí kl. 20.30. Venjuleg aðal-
fundarstörf. Önnur mál, kaffiveitingar.
Kvenfélag Kópavogs
heldur fund í kvöld, fimmtudag 14. maí,
kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Farið verður í
heimsókn í Bókasafn Kópavogs.
Afmæli
Flóamarkaður
Félags einstæðra foreldra verður helgina
16. og 17. maí nk. kl. 14-17 að Skeljanesi
6, kjallara. Þeim sem standa í vorhrein-
gerningum og öðrum er bent á að nú er
ákjósanlegt tækifæri til að losa sig við
gömul föt, húsgögn eða næstum hvað sem
er. Sími skrifstofu Félags einstæðra for-
eldra er 11822.
Ferðafélag íslands
Dagsferðir sunnudaginn 17. maí.
1. kl. 9 Skarðsheiði - Heiðarhorn (1051
m). Ekið sem leið liggur í Svínadal og
lagt upp á fjallið frá Hiíðartúni eða Eyri.
Verð kr. 800.
2. kl. 13 Selfjall - Háafell - Botnsdalur.
Gengið frá Litla Botni í Hvalfirði upp með
Selá. Verð kr. 600. Brottför frá Umferðar-
miðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við
bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna.
Helgarferð 22.-24. maí: Þórsmörk - Eyja-
fjallajökull. Gist í Skagfjörðsskála/
Langadal. Gengið yfir Eyjafjallajökul og
komið niður hjá Seljavallalaug. Upplýs-
ingar á skrifstofu félagsins.
Útivistarferðir
Sunnudagur 17. maí.
Kl. 10.30 Brennisteinsfjöll - Kistufell.
Gengið frá Grindaskörðum að brenni-
steinsnámunum og gígnum Kistufelli
og þaðan suður fyrir Kleifarvatn. Fjöl-
breytt gönguleið á miklu eldsumbrota-
svæði. Verð 600 kr.
Kl. 13 þjóðleið mánaðarins. Lækjarvellir
- Ketilstígur - Krísuvík. Gamla þjóðleiðin
frá Djúpavatni yfir Ketilstíg í Sveifluhálsi
að hverasvæðinu Krísuvík. Létt ganga.
Verð 600 kr. frítt fyrir börn með fullorðn-
um. Brottför frá BSÍ, bensínsölu.
Burfararprófstónleikar
Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur burt-
fararprófstónleika föstudaginn 15. maí kl.
18 í sal skólans. Skipholti 33. Eydís Franz-
dóttir óbóleikari fiytur verk eftir Philidor.
Poulenc, Seiber. Mozart og Britten. Flytj-
endur með Eydísi eru Anna Guðný
Guðmundsdóttir. píanó. Kristín Stefáns-
dóttir. sembal, Kristín M. Jakobsdóttir,
fagott. Hildigunnur Halldórsdóttir. fiðla,
Margrét Hjaltested. víóla, og Lovisa
Fjeldsted. selló. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill.
Sölustaðir minningarkorta
Hjartaverndar
Reykjavík.
Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3.
hæð. sími 83755. (Gíró).
Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16.
Dvalarheimili aldraðra, Lönguhlíð.
Garðs Apótek, Sogavegi 108.
Bókabúðin Embla, Völvufelli 21.
Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102 a.
Bókabúð Glæsibæjar. Álfheimum 74.
Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22.
Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27.
Hafnarfiörður.
Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31.
Kópavogur.
Kópavogs Apótek, Hamraborg 11.
Keflavík.
Rammar og Gler, Sólvallag. 11.
Apótek Keflavíkur, Suðurg. 2.
Akranes.
Jk
70 ára afmæli á í dag, 14. maí, frú
Anna Ólafsdóttir, fyrrum húsfreyja
að Öxl í Breiðdalsvík. Hún og eigin-
maður hennar, Karl Eiríksson, taka
á móti gestum á heimili sínu, Gilja-
seli 5 í Breiðholtshverfi, á laugardag-
inn, 16. maí.
80 ára afmæli á í dag, 14. maí Guð-
rún Hannesdóttir, Vallargötu 6,
Keflavík. Hún ætlar að taka á móti
gestum í Kirkjulundi, safnaðarheim-
ili Keflavíkurkirkju, milli kl. 16 og
20 í kvöld,