Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1987, Síða 36
V
36
FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987..,
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Brigitte
Stallone
ber til baka allar sögusagnir
um að hún hafi í huga að
yfirgefa sinn ástkæra
Rambó. Og fregnir um að
þau haldist ekki til lengdar á
heimavígstöðvum eru rakin
lygi, að sögn Ijóskunnar.
Yfirleitt hangi þau heima al-
sæl hvort með annað, horfi
á sjónvarp eða fari saman í
sturtu. Svo kitlar Rambó
Gitte sína af og til þannig
að hún hljóðar þar til húsið
ætlar að tifna frá grunninum.
Þetta er vístdeginum sann-
ara og sögurtnj^fylgir stað-
hæfing þessa fagra Bauna
að hún hefði gifst Rambó
þótt hann hefði verið götu-
sópari - og myndi fela hann
eftir morð á tólf manns í
einni bunu. Ekki svo margt
sem sá góði maður þarf að
láta á móti sér að dómi Gitte
svo það er bara að bretta
upp ermarnar sértu hinn eini
sanni Rambó Stallone.
Julian Lennon
kom öllum á óvart með því
að mæta í samkvæmi í henni
Hollí með Kate Wagner und-
ir arminn. Þau eiga bæði
fræga feður og ættu því að
skilja hvort annað en ein-
hverjir vildu vita hvar Kate
geymdi kærastann, Dweezil
Zappa, þessa dagana. Julian
og Kate þóttu hið fegursta
par saman og til mikils sóma
fyrir karlana - John Lennon
og Robert Wagner. Ekkir
spillir að Julian er svo
söngvinn mjög en Kate á
það til að leika við hvurn
sinn fingur.
Sybill Shepherd
kom vinum sínum rækilega
á óvart þegar hún bauð til
brúðkaups síns og doktors-
ins Bruce Oppenheim.
Vígslan fór fram í heimahúsi
og við inngönguna að húll-
umhæinu beið sjö ára dóttir
hennar og hirti gesti sam-
viskusamlega úr skónum.
Þeim var síðan vísað til sæt-
is á púðum sem þöktu öll
gólf íbúðarinnar. Þar sagðist
Sybill gera ráð fyrir að þetta
hjónaband dygði það sem
eftir væri ævinnar og lét það
fljóta með í lágum hljóðum
að stærstu fréttirnar yrðu að
teljast væntanleg koma af-
kvæma í þennan heim - þau
hjónin væntu tvíbura á
næstu mánuðum. Skríbent-
ar Moonlightingþáttanna
drifu í sig tebollann og
kampavínið en hentust síð-
an að skrifborðunum til þess
að skrifa staðreyndirnar á
þægilegan máta inn í þátta-
röðina.
Tvær stelpur umkringdar
Það voru höfð hröð handtök hjá laganna vörðum þegar upplýsingar bárust um að harðsnúið hjólagengi væri að spæna upp svæðið í kringum Stýrimanna-
skólann. Staðurinn var umkringdur í snatri en lítið höfðu löggurnar upp úr krafsinu. Gengið reyndist samanstanda af tveimur stelpum sem óku á fjórhjóli sér
til skemmtunar og var önnur þeirra með fullgild réttindi til slíks aksturs. Hlegið var dátt að öllu saman og engum stungið bak við lás og slá að þessu sinni.
DV-mynd SÞ
Um sióustu helgi var haldin sýning á nýrri tegund hannyrða sem notast
við taulitspenna sem hægt er að teikna með myndir og mynstur á bómull,
flauel, rúskinn, tré og silki. Munirnir á sýningunni komu frá fólki viðs vegar
af landinu á aldrinum tíu til áttatíu og fimm ára, en aldraðir hafa í auknum
mæli spreytt sig á þessari tómstundaiðju. Það voru þær Sólveig Péturs-
dóttir og Þórdís Jónsdóttir frá Föndurstofunni Keflavík sem stóðu fyrir
sýningunni.
Guðmundur Jónsson, eða Gussi eins og hann er kallaður af íslendingum,
við afgreiðsluborðið á nýja barnum í Torremolinos.
íslendingur opnar
bar í Torremolinos
Islenskur maður, Guðmundur
Jónsson, hefur opnað bar í Torremol-
inos á Costa del Sol á Spáni og má
segja að „Gussabar", eins og hann
heitir, sé orðinn miðstöð þeirra fjöl-
mörgu íslendinga sem sækja Torre-
molinos heim á hverju sumri.
Guðmundur, eða Gussi eins og hann
er kallaður, opnaði barinn sinn í
fyrrasumar og leið ekki á löngu þar
til landinn gerði hann að miðstöð
sinni. „Gussabar“ er alveg í hjarta
bæjarins Torremolinos, við götu sem
heitir Caje Casablanca.
Guðmundur hefur dvalið í Torre-
molinos síðan 1974 og hefur unnið
sem þjónn á ýmsum veitingastöðum
og börum þar syðra uns draumurinn
um eigin bar rættist í fyrra. Gussi
sagði að það væri greinilegt að Is-
lendingum þætti þægilegt að hafa
þjón sem talaði íslensku og því
mættu menn gjarnan á kvöldin áður
en þeir færu á diskótek eða aðra
dansstaði. Hann sagði að barinn
hefði lítið verið opinn i vetur en
hann opnaði um páska um leið og
fyrstu hóparnir komu frá íslandi og
barinn verður opinn fram í nóvember
í haust.
-S.dór
Matthías Bjarnason samgönguráðherra klippir borðann og opnar þar
með formlega brúna á Leiruveginum nýja, „Borgarfjarðarbrú Eyfirð-
inga“. DV-mynd JGH
Bjarnason
og borðinn
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri:
Matthías Bjarnason opnaði form-
lega á dögunum nýju brúna á
Leiruveginum við Akureyri. Akur-
eyringar hafa stundum rætt um
þetta sem sína Borgarfjarðarbrú
þar sem Leiruvegurinn liggur þvert
yfir Eyjafjörðinn norðan flug-
brautarinnar. Brúin er dágott
mannvirki og leysir gömlu brýrnar
þrjár sunnan flugbrautarinnar af
hólmi. Bjarnason óskaði að sjálf-
sögðu íbúum Norðurlands til
hamingju með brúna.