Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987. 15 wfl y. Tegundimar sem við létum fitusýrumæla hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. DV-mynd GVA Ótrúleg ónákvæmni í merkingum á viðbiti Traust er það sem af mörgum er talið einna mikilvægast í samskiptum manna á meðal. A það ekki einungis við þegar um er að ræða persónuleg samskipti manna heldur ekki síður þegar viðskiptasambönd eru annars vegar. Það ríður á miklu að viðskipta- vinimir geti treyst þeim sem þeir eiga viðskipti við og þannig verið vissir um að þeir eru að fá það sem þeir eru að greiða fyrir. Margsinnis hefur komið í ljós í okk- ar litla þjóðfélagi að þetta traust er misnotað. Komið hafa upp stórmál í þessu sambandi. Á neytendasíðunni hefur áður verið bent á ýmsar framleiðsluvörur sem eru merktar með innihaldslýsingu sem er ekki í nákvæmu samræmi við raun- verulegt innihald vörunnar. Þama er átt við ýmsar drykkjarvörur sem em á markaðinum. Ekki samræmi í merkingu á viðbitinu Að þessu sinni létum við athuga hvort merking á fitusýrum á umbúðum nokkurra viðbitstegunda væri í sam- ræmi við raunverulegt innihald. Svo reyndist ekki og það meira að segja langt frá. í sumum tilfellunum var merkingin „verri“ heldur en mælingin. Þannig segir t.d. merking á smjörv- aumbúðum að í honum séu 55% af mettuðum fitusýrum en mælingin sýndi 18,7%. Mettaðar fitusýrur eru óhollar mannslíkamanum og því ætti að vera keppikefli viðbitsframleiðanda að hafa sem minnst af þeim í fram- leiðslu sinni. Margar fjölómettuðu sýrumar eru lífsnauðsynlegar og þvi best að þær séu sem hæstar. Á smjörvanum er merkingin 15% fjölómettaðar en mældust 25,1%. Einómettuðu fitu- sýmar reyndust 56,2% en vom merktar 30% á smjörvanum. Okkur er tjáð að þetta geti þýtt að notað sé minna smjör í smjörvann en upphaflega mælingin segir til um. Þannig verður hann „hollari", en er réttlætanlegt að selja okkur smjörlíki á smjörverði? Ósamræmi á smjörlíkinu Auk smjörvans létum við gera fitu- sýrumælingar á þremur tegundum af borðsmjörlíki, Akrablóma, Sólblóma og Alpa. Þar kemur einnig fram ótrúlega mikið ósamræmi í merkingu og mæl- ingu. Fjölómettuðu fitusýrumar í Akrablóma eru sagðar á umbúðunum 36% en reyndust 48,6%, sem sagt voru mun „betri“ en merkingin sagði til um. Hins vegar voru mettuðu fitusýrumar 28,2% í mælingunni en merkingin sagði 26%. Þá vom fjölómettuðu fitusýrumar mun meiri en merkingin sagði til um eða 41,9%, merkingin sagði 33%. Mettuðu fitusýrumar reyndust mun hærri en merkingin gaf til kvnna. Þær mældust 38,3% en merkingin sagði 28%. Fjölómettaðar fitusýnu í Alpa smjörlíki mældust 27,9% en mælingin var upp á 19%. M'ettuðu fitusýrumar mældust 30,9% en mælingin sagði 52%. Þetta er alveg ótrúleg ónákvæmni á milli merkinga á umbúðunum og þess sem mælist raunvemlega í vömnni. Mælingar þessar vom gerðar hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Matvælaframleiðendur ættu að gera Svörtu súlurnar sýna mælinguna en Ijósu súlurnar það sem merkt er á umbúðirnar. Mikið ósamræmi er þarna á milli. ■ mslt S merkt 50- 40 - 30- 20 0 Sólblóml ■ melt S merkt Neytendur DV Ll A M N A R: sér grein fyrir því að það er ekki nóg að hafa „innihaldslýsingu" prentaða á umbúðimar. Upplýsingamar verða að vera i samræmi við raunvemlegt ir.ni- hald. Sérfræðingur okkar i fituxýmm sagði að þama munaði alltof miklu til þess að hægt væri að sætta sig við það, þama væri ekki um nein smá- vægileg skekkjumörk að ræða. Þetta er ótrúleg niðurstaða. -A.BJ. MARGVERÐLAUNAÐUR Danmðrk 1982 Gullverðlaun ísland 1982 Gullverðlaun Daninörk 1985 Gullverðlaun ' ísland 19Q5 ‘ Gullverðlaun Bandaríkin 1906 98 stig af 100 ■Sfttlö* TILBOÐ TIL 23. MAÍ 25% VERÐIÆKKUN KÍLÓVERÐ ÁÐHR KR. m KR. 296,20. -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.