Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Qupperneq 30
42 Xí sM4 ®*ofv>* DRAUMUR VIKUNNAR JOHNNY HATES JAZZ - SHATTERED DREAMS (VIRGIN) Nöfn hljómsveita verða æ furðulegri enda Ijóst að vel heppnað nafn getur eitt og sér vakið athygli á viðkom- andi hljómsveit. Hér er ein með skondið nafn en hún hefur meira til brunns að bera en nafnið því þetta lag að minnsta kosti er þræl- gott; létt og vandað popp sem lætur vel í eyrum. AÐRIR ÞOKKALEGIR DRAUMAR WHITNEY HOUSTON - I WANNA DANCE WITH SOMEBODY (WHO LOVES ME) (ARISTA) Eftir þessari plötu hafa margir beðið með mikilli eftirvæntingu enda spenn- andi að vita hvernig stór- stjörnunni Whitney Houston tækist að fylgja fyrri stórsigrum eftir. Og af þessu lagi að dæma ætlar henni ekki að mistakast, þetta er vissulega ekkert meiriháttar lag en vel yfir meðallagi, gott soul-rokk sem bæði er auðvelt að dansa og syngja við. Pott- þétt formúla. PSEUDO ECHO - FUNKY TOWN (RCA) Ástralíumenn eru sífellt að sækja í sig veðrið í popp- heiminum og hér er hljóm- sveit frá Ástralíu sem vakið hefur athygli vestanhafs. Hún tekur hér fyrir gamlan smell, Funky Town, sem Lipps Incorporated gerðu frægan fyrir nokkrum árum og notast við svipaða útsetningu svo útkoman er eiginlega gamla lagið uppá nýtt. En þetta var líka skemmtilegur smellur. WESTWORLD - BA-NA-NA- BAMBO (RCA) Kraftmikið nútímarokk sem kemur öllu á hreyf- ingu. Lagið mjög einfalt í allri uppbyggingu, meira og minna bein lína sem sjálft viðlagið brýtur upp stöku sinnum. SPEAR OF DESTINY - NEVER TAKE ME ALIVE (TEN) Magnað lag sem fer rólega af stað en stígandin eykst eftir því sem líður á það. Jafnframt þyngist hljóð- færaleikurinn og söngur- inn verður að nokkurs konar fjöldasöng. Grípandi lag. EIN MARTRÖÐ TOM JONES-A BOY FROM NOWHERE (EPIC) Þetta er tímaskekkja! -SþS- Whitesnake -1987: The Blow Monkeys - She Was A Grocer’s Daughter Meistarastykki Coverdale Óneitanlega koma öll sterkustu lýs- ingarorð heilabúsins fram á tungu- broddinn þegar hlustað er á nýjustu plötu Whitesnake. Slík eru gæði henn- ar að ég minnist þess ekki lengi að hafa heyrt jafnstórkostlega plötu úr þungarokksdeildinni. Þetta er tónlist sem Europe/Bon Jovi-skríllinn (ný Kiss-kynslóð í raun) ætti að hlusta á. Þetta er hið eina sanna þungarokk, hitt er hégómi. Þetta er David Cover- dale í sínum allra besta ham, betri en nokkru sinni, svei mér þá. Sannast sagna var maður farinn að örvænta um að heyra frá Coverdale á plötu á ný eftir þriggja ára hlé frá plöt- unni Slide it in. Sú var býsna góð en bliknar gersamlega í samanburði við nýjasta framlag Coverdale til þunga- rokkssögunnar. Nýja platan er svo góð að meira að segja skríbentar Billboard hafa fengið vitrun og lofað hana í hástert. Vonandi er þetta aðeins upp- hafið að löngu verðskuldaðri athygli þessa besta söngvara þungarokksins í Bandaríkjunum. Gæðagripurinn langþráði heitir ein- faldlega 1987. Ekki aðeins virðist Coverdale sjálfur hafa endumýjast mjög í „útlegðinni" heldur fara með- spilarar hans á kostum. Enginn þó eins og John Sykes, sem ber nafri með rentu. „Sjúkur" gítarleikari sem af- greiðir flesta bestu gítarleikara þungarokkssögunnar á einu bretti með stimplinum „næstbestur". Ayns- ley Dunbar, sá gamalreyndi tiymbill, skilar sínu af öryggi og sömu sögu er að segja um Neil Murray á bassanum. Af sextettinum, sem stóð að Slide it ir. 1984, er enginn eftir að Coverdale sjálfum undanskildum en Murray starfaði reyndar með Whitesnake áð- ur. Fyrri hlið „Whitesnake" er eitt meistarastykki. Hún hefst á afar „ zeppelínsku" lagi, Still of the Night, en á eftir fylgja tvö gæðarokklög með Coverdale-stimplinum á. Lokalag A- hælana í þeim efrium. Hraðinn er svo aukinn að nýju i lokakafla plötunnar, sem lýkur á „klassa“-lagi, Children of the Night. Platan 1987 er að mínu viti dæmi um glæsilegt „come-back“ þungarokk- ara, sem menn töldu af. David Cover- dale sýnir hér ekki aðeins snilldartil- þrif í söng heldur kórónar hann feril sinn sem lagasmiður. Verst er að þre- menningamir, sem léku inn á plötuna með honum, em allir á bak og burt en mannavandræði hafa alla tíð fylgt Coverdale. Ég á ekki von á öðm en að hann hristi þau af sér og hói saman í sveit til að fylgja þessu meistara- stykki sínu eftir um allan heim. Sigurður Sverrisson. hliðarinnar er kaflaskipt og býður upp á mögnuð tilþrif. Síðari hliðin er kannski ekki alveg eins heilsteypt en þar er að finna eina bestu ballöðu Coverdale til þessa dags og komast þó ekki margir þungarokk- arar með tæmar þar sem hann hefur ■ i NÝJAR PLÖTUR og kemur víða við þótt áhrifin frá soul- tónlist séu yfirgnæfandi. Ef eitthvað er þá er She Was Only A Grocer’s Daughter öllu þyngri en Animal Farm og er ég ekki frá því að sumum mislíki hin agressíva rödd Dr. Roberts því stundum er eins og hann sletti orðunum beint framan í hlust- endur. Platan inniheldur ellefu lög sem að sjálfsögðu em öll eftir Dr. Robert, lög og textar. Ekki er hægt að segja að mikil breyting sé á ferðinni frá Ani- mal Farm. Fyrri hliðin er svo til beint framhald og em þar þau lög sem helst munu heyrast á öldum Ijósvakans og hafa heyrst. It Doesn’t Have To Be This Way hefur notið nokkurra vin- sælda, enda skemmtilegt lag og vel flutt. Þá má nefna Out With Her og Man At The End Of His Tether, annað í rólegra kantinum, hitt hressilegt so- ullag. Á seinni hliðinni fer Dr. Robert að- eins út í þyngri sálma. þrátt fyrir að soultónlist sé megininntak er meira lagt í útsetningar og lög og heyrist þar að Neville Henry er ábyggilega hinn besti saxófónleikari ef hann fengi almennilega að sýna hvað í honum býr. Til að undirstrika souláhrifin þá syngur Curtis Mayfield dúett með Dr. Robert í The Day After You. Eitt lag sker sig úr heildinni, það er Dont Give It Up, sérkennilegt rap-lag, þar sem ég bendi á skemmtilegan texta Dr. Robert er sýnir að húmorinn er í lagi hjá pilti. í heild er She was Only A Grocer’s Daughter hin áheyrilegasta og það er enginn vafi að minnsta kosti Dr. Ro- bert á eftir að láta að sér kveða enn meir í framtíðinni. HK leikarinn Neville Henry, Tony Kiley ber húðimar og Mick Anker leikur á bassa. Nú hefur litið dagsins ljós ný plata frá þessari ágætu sveit og ber hún nafhið She Was Only A Grocer’s Daughter, sérkennilegt nafh þegar haft er í huga að ekkert lag á plöt- unni ber þetta nafh. Hvað um það, platan mun ábyggilega ekki valda þeim vonbrigðum sem hrifust af Ani- mal farm. Dr. Robert er í miklum ham Einhver hressilegasta og um leið skemmtileg plata sem komst í hendur undirritaðs í fyrra var plata The Blow Monkeys Animal Farm. Kenndi þar margra grasa og var ekki um að vill- ast að hér var á ferðinni eftirtektar- verð hljómsveit sem að vísu, eins og margar aðrar hljómsveitir, er aðeins umgjörð utan um einn mann, í þessu tilfelli söngvara, gítarleikara og laga- höfund The Blow Monkeys, Dr. Robert. Aðrir meðlimir eru saxófón- Dr. Robert í ham FÖSTUDAGUR 22. MAl 1987. PÖPP SMÆLKI Sæl nú!...PIata Bon Jovi, Slippery When Wet, hefur selst eins og heitar iummur siðan hún kom út í október siðastliðnum og á dögunum náði hún sjö milljóna mark- inu og hefur þar með skipað sér sess sem önnur fljótseld- asta plata sögunnar. Sú sem á metið er plata Prince, Purple Rain, en hún náði átta milljón eintaka sölu á aðeins fjórum mánuðun. a sinurn tima...Paul Butter- field, sem eitt sinn gerði garðinn frægan sem blús- munnhörpuleikari og söngv- ari, fannst látinn á heimili sinu i Hollywood á dögun- um. Butterfield, sem var44 ára gamall, varupp á sitt besta á árunum fyrir 1970 og hélt þá úti hljómsveitinni Paul Butterfield Blues Band, en meðal liðsmanna hennar var gitaristinn Mike Bloom- field, en hann lést af of- neyslu eiturlyfja 1981 .„Lew Lewis, sem eittsinn vari hljómsveitinni EddieAnd The Hot Rods, var á dögun- um dæmdur i sjö ára fangelsi fyrir að ræna póst- hús. Ránið framdi hann með vatnsbyssu...'lþróttafólk og íþróttafélög eru eins og kunnugt er meira og minna á samningum hjá framleið- endum iþróttafatnaðar. Og nú eru poppararnir næstir því fyrir skemmstu undirrit- uðu strákarnir i Run-O.M.C. samning við Adidas! þess efnis að þeir kæmu eingöngu fram í skóm og öðrum fatn- aði frá fyrirtækinu...Run- D.M.C. eru annars á leið til Bretlands til tónleikahalds og i för með þeim verða Beastie Boys. Ekki eru allir jafn hrifnir af þvi að fá Beastie drengina til Bret- lands þvi einn þingmanna Ihaldsflokksins hefursagt opinberlega að svona rusl- aralýður sé stórhættulegur breskum ungmennum, hann prediki frjálsar ástir og eit- urlyf og ætti því að bannast með öllu!...Billy Joel mun halda sex tónleika i Sovét- ríkjunum í sumar og er Billy Joel fyrstur ameriskra popp- ara til að halda tónleika austan megin við járntjald- ið...0avid Crosby, eitt sinn liðsmaður Crosby, Stills, Nash & Young, er nú kominn úr fangelsinu þar sem hann hefur dvalið um hrið vegna eiturlyfjamáls og hefur Cros- by nú gert hljómplötusamn- ing við fyrirtæki Herb Alberts, A&M. Stefnt er að plötuútgáfu fyrir áramót... John Mellancamp hefur ákveðið að losa sig við milli- nafnið Cougarog kemur fyrsta plata hans eftir þessa breytingu út I ágúst næst- komandi...sjáumst... -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.