Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Síða 36
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Bitstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987. Steinj*rímur Hermannsson: Oska þeim góðsgengis Steingrímur Hermannsson, form- aður Framsóknarflokksins, var í morgun spurður hvemig honum lit- ist á þær stjómarmyndunarviðræður sem nú em hafnar. „Ég óska þeim bara góðs gengis. Ég geri engar sérstakar athuga- semdir við þessa tilraun. Ég vona bara að ef svona ríkisstjóm verður mynduð þá muni hún standa sig sem best í efnahagsmálum. Það er mikil- vægast.“ Steingrímur var á sínum tíma til- búinn í viðræður við Sjálfstæðis- flokk og Kvennalista en sjálfstæðis- merrn vildu það ekki. Nú hefur Þorsteinn Pálsson h 'ns vegar hafið viðræður í svipuðu mynstri þar sem Framsóknarflokknum hefur verið skipt út fyrir Alþýðuflokkinn. Stein- grímur var spurður álits á þessu. „Það leynir sér ekki að Þorsteinn vill greinilega frekar starfa með Al- þýðuflokknum en Framsóknar- flokknum og ég ætla ekkert að gagnrýna hann fyrir það. Hver mað- ur verður að hafa sinn draum. -ES Svavar Gestsson: Best að segja sem fæst „Ætli það sé ekki best að segja sem fæst og sjá hveiju frarn vindur," sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, um stjómar- myndunarviðræður Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Kvenna- lista. „Allar spár núna af minni hálfú eða annarra á þessu stigi em út í loftið,“ sagði Svavar. -KMU Akureyrarblað Á morgun, laugardag, verður Helgarblað DV með myndar- legra móti, samtals 80 síður, þar af 20 síður eingöngu með efrii frá Akureyri. LOKI Dugar ekki zetuverkfall? Fiskverðið verður ekki gefið frjálst vegna þess að tveir fulttrúar í verðiagsráði eni því andvígir Nú hggur ljóst fyrir að fiskverð arfúnd hjá Sölumiðstöðinni í fyrra- fúndar Sölumiðstöðvarinnar. stöðu sína. Nú liggur fyrir að hann mun ekki verða gefið frjálst um dag liggur fyrir að annar af tveim Ámi Benediktsson sagði í samtali, fær engin rök frá Sölumiðstöðinni nasstu manaðamot erns og sumir fúlltrúum hennar í verðlagsráði er sem birtist í DV í gær, að ef hann og allir í Veiðlagsráði verða að vera hofðu spað. Arm Benedikteson, full- andvígur frjálsu fiskverði. fengi haldbær rök frá þeira Sölumið- því samþykkir að gefa verðið fijálst trui fiskvmnslufyrirtækja Sam- Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumið- stöðvarmönnum um að betra væri og því verður gamla lagið á öllu bandsins, hefur lýst sig andvígan þvi stöðvar hraðfiystihúsanna, upplýsti að gefa verðið frjálst en hafa fast saman áfram. að gefa verðið fijálst og eftir stjóm- DV um þessa niðurstöðu stjómar- , verð myndi hann endurskoða af- -S.dór Ljósmyndari DV greip þá heldur belur í bólinu, þessa ungu verkamenn sem unnu garðyrkjustörf við Reykjavíkurflugvöll. í stað þess að láta hendur standa fram úr ermum hafa þeir lagst á kviðinn og láta fara vel um sig. Svona er að vera ungur og dreyminn eða voru þeir kannski að skemmta sér kvöldið áður? ____________________ DV-mynd KAE Ganga út af fræðsluskrifstofunni Jón G. Hauksscm, DV, Akureyir „Nei, Ólafur var ekki kosningastjóri minn en hann var ritstjóri blaðs okkar sjálfstæðismanna á Austurlandi, Þingmúla,“ sagði Sverrir Hermanns- son við DV þegar hann var spurður hvort nýsettur fræðslustjóri í Norður- landi vestra, Ólafur Guðmundsson, væri fyrrverandi kosningastjóri hans. „Ólafur kom til mín og lýsti áhuga sínum á starfinu og mér er það engin launung að ég hvatti hann þá til að sækja um.“ - Er það rétt að hann hafi sett það sem skilyrði að konan hans yrði ráðin? „Nei, hann setti engin skilyrði. En hann spyr hvort honum verði gert kleift að ráða konuna sína ef til kæmi,“ sagði Sverrir og bætti við: „Og ekki veitir af, því mér skilst að allir, nema sálfræðingamir, ætli að ganga út af fræðsluskrifstofunni fyrir norðan í kjölfar þessarar ráðningar." Már Magnússon, starfsmaður á fræðsluskrifstofunni, sagði í morgun að starfsfólk skrifstofunnar myndi að líkindum fúnda í dag og þar yrðu hóp- uppsagnir væntanlega raeddar. Albert Guðmundsson: Bíð eftir hrærígrautnum „Mér þykir það heldur ólíklegt," sagði Albert Guðmundsson, formaður þingflokks Borgaraflokksins, er DV spurði hvort hann héldi að viðræður Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista leiddu til myndunar ríkis- stjómar þeirra. „Ég bíð eftir að sjá hvaða stefnu Sjálfstæðisflokkurinn býður sínum kjósendum upp á þegar þessi kokk- teill er kominn saman, hrærigrautur, blanda úr stefnu þeirra allra, og hvem- ig ríkissjóður lítur út á eftir,“ sagði Albert. -KMU Hannes Hlrfar einn efstur fyrir síðustu umferðina Hannes Hlífar Stefánsson er einn efstur með 8,5 vinninga á heimsmeist- aramóti unglinga í skák í Innsbruck í Austurríki þegar aðeins ein umferð er eftir. Adams frá Englandi er í 2. sæti með 8 vinninga. I síðustu um- ferðinni, sem tefld verður á morgun, laugardag, teflir Hannes gegn Frakk- anum De Graeve en sá hefur 7 vinn- inga á mótinu. Adams mætir öðrum Frakka, Lautier, sem tapaði fyrir Hannesi í 8. umferð. Að sögn Guðmundar Sigurjónssonar stórmeistara, aðstoðarmanns Hannes- ar, liggur ekki alveg ljóst fyrir hvor þeirra Hannesar eða Adams telst sig- urvegari ef þeir verða jafiiir að vinn- ingum. Ef innbyrðisviðureign þeirra ræður þá sigrar Hannes vegna þess að hann vann Adams þegar þeir tefldu saman. Ef stig í mótinu verða látin ráða stendur Hannes höllum fæti vegna þess að hann tefldi í fyrstu umferðun- um við menn sem hafa færri vinninga en þeir sem Adams tefldi við. Guð- mundur sagðist myndi kynna sér þetta mál ofan í kjölinn í dag. „Annars þarf strákurinn bara að vinna síðustu skákina, þá er þetta á hreinu,“ sagði Guðmundur. Guðfríður Lilja tapaði í gær og er í 11. sæti með 5,5 vinninga. -S.dór Slys við löndun Þegar verið var að vinna við löndun úr rækjutogaranum Bjama Ólafssyni AK í Akraneshöfn í gær varð það óhapp að einn verkamannanna féll niður um lúgu og niður í lest. Fallið var um átta metrar. Maðurinn lær- brotnaði og liggur hann á sjúkrahús- inu á Akranesi. Veðrið á morgun: Hægviðri um mest- allt landið Á laugardaginn verður hægviðri um mestallt landið og víða bjart- viðri, þó gæti orðið þokuslæðingur við suður- og vesturströndina. Hiti allt að 20 stig norðanlands og austan en 8-14 stig á Suður- og Vesturlandi. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.