Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987.
Fréttir
Hólmfríður Karlsdóttir og Elfar
Rúnarsson ganga í hjónaband i dag.
Brúðkaupsdagur
Hófíar í dag
í dag. stundvíslega klukkan 14.
ganga þau Elfar Rúnarsson og Hólm-
fríður Karlsdóttir upp að altarinu og
játa hvoit öðru tryggðum til æviloka.
Brúðkaupið verður í Háteigskirkju en
séra Bragi Friðriksson sóknarprestur
í Garðabæ gefur þau saman.
Alheimsdrottningin fVm’erandi
verður klædd í hvítan kjól úr silki-
satíni sem skrevttur verður með
knipplingablúndum og perlum. I hönd-
unum Hólmfn'ðar verður fagtmlega
skrevttur vöndur. bleikur og hvítur.
með Thatcher rósum.
Að vígslu lokinni verður ekið í blóm-
um skrýddri Volvo-bifreið í safnaðar-
heimili Garðabæjar þar sem
brúðarterta. metri á hæð. bíður hjóna-
komanna. 170 gestir niunu aðstoða
þau við að koma kökunni ásamt öðru
góðmeti í lóg undir léttri ..dinner
tónlist".
Elfar og Hófí hafa verið saman í
meira en 5 ár og í febrúar fluttu þau
inn í íbúð sína í nvja miðbænum.
-JFJ
Ríkisstjómin er athafnasom:
..Ég ræð mönnum eindregið frá því
að eiga viðskipti við þennan mann,"
sagði Erlingur Ævar Jónsson, skip-
stjóri i Þorlákshöfn. um viðskipti sín
við Guðfínn Halldórsson bílasala.
Erlingur hafði áhuga á áð fá sér
nýjan Cherokee Laredo jeppa og leit-
aði því til bílasölu Guðfinns og
spurði hvort hægt væri að fá kevptan
nýjan. ,.Mér var sagt að það væri
ekkert mál og á þeim forsendum
kevpti ég bílinn. Guðfínnur sagði
alltaf að hann væri nýr."
Átti að skrúfa mælinn upp
Erlingur segir að Guðfinnur hafi
sagt að bíllinn vrði nýr en þeir
myndu skrúfa hann upp í um 5000
kílómetra kevrslu til að blekkja toll-
afgreiðsluna. „Konan sótti bílinn en
þá sýndi hraðamælirinn að hann
væri nánast ókevrður. öfugt við það
sem talað hafði verið um. Þetta sagði
Guðfinnur að sýndi að bíllinn væri
Ýmislegt var í ólagi við bílinn sem
ekki er vaninn með nýja bíla og seg-
ir Erlingur að dekkin hafi verið svo
slitin að starfsmaður á hjólbarða-
verkstæði hefði talið hann vera
ekinn um 10.000 kílómetra miðað við
slit.
Hraðamælirinn 60 í mínus
Hjá Agli Vilhjálmssyni hf., sem
hefur umboð fyrir þessa bílategund,
fengust þær upplýsingar að hraða-
mælir bilanna sýndi 180 kílómetra
hámarkshraða. Mælirinn í bíl Erl-
ings sýndi einungis 120 kílómetra
eða 60 í mínus. Erlingur fékk endur-
greiddar um 150.000 krónur frá
Guðfinni og segir að með því hafi
prettirnir verið viðurkenndir í verki
af bílasalanum.
Viðgengst í meira mæli
„Þetta er staðreynd og hingað til
okkar kentur margt fólk sem er óá-
nægt með sín viðskipti. Það heldur
að það sé að græða, því er lofað öllu
fögru en er svo prettað. Ég hef sjálf-
ur séð bíla sem standa hraðamæla-
lausir við Sundaskála eða
Ryðvarnarskálann í Borgartúni. Síð-
an er skipt um hraðamæla og fólki
talið trú um að bílarnir séu nýir,“
sagði sölumaður hjá Agli Vilhjálms-
syni h/f. Sami maður sagðist vel geta
staðfest sögu Erlings en bílinn bar
fyrir augu þeirra í umboðinu. „Það
þarf ekki annað en að labba í kring-
um bílinn til að sjá að hann er mikið
keyrður. Bíllinn er svartur og risp-
urnar benda til þess og auðvitað
slitin dekk.“
„Auðvitað er þetta ólöglegt en
kaupendurnir geta ekkert sannað og
því ekkert gert,“ sagði sölumaður-
inn.
Ekki náðist í Guðfinn Halldórsson
bílasala þrátt fyrir ítrekaðar tilraun-
ir en hann er nú staddur í Þýska-
landi. -JFJ
Cherokee Laredo jeppinn sem Erl-
ingur Ævar Jónsson keypti af
Guðfinni Halldórssyni bilasala.
Hraðamælirinn sem var i bíl Erlings og menn grunar að hafi verið settur í
sýnir aðeins hraða upp í 120 km á klukkustund.
af öðrum en framleiðendum. Mælirinn
Bflar fluttir hraðamæla-
lausir til landsins?
Hvað má starfs-
stjóm gera?
Faxakeppni í golfi
Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum;
Bestu kylfingar landsins mæta í
Faxakeppnina í golfi í Vestmanna-
eyjum um helgina. Leiknar verða 18
Fræðslustjóramálið:
Mikil fundarhöld
en engin niðurstaða
holur hvom dag í Faxakeppninni,
auk þess sem aðrar 36 holur gefa
stig til landsliðs.
Glæsileg verðlaun eru í boði.
Kaup ríkisins á St.Jósefsspítala í
Hafnarfirði. embættaveitingar og
hækkun á afnotagjöldum ríkisút-
varpsins eru meðal þeirra embættis-
verka sem ráðherrar í ríkisstjórninni
hafa unnið upp á siðkastið. Þessi at-
hafnasemi hefur vakið úpp spurningar
um valdsvið starfsstjórnar.
Eins og kunnugt er baðst Steingrím-
ur Hermannsson lausnar fvrir sig og
ráðunevti sitt strax eftir kosningar.
þriðjudaginn 28. aprfl. Forsetinn fór
þess á leit við ríkisstjórnina. í sam-
ræmi við hefðir. að stjórnin gengdi
störfum áfram sem starfsstjórn þar til
ný stjóm hefði verið mvnduð með
þingmeirihluta að baki sér.
En hvert er starfssvið slíkrar stjóm-
ar, hvaða verkefnum ber henni að
gegna? Um það eru ekki til ákveðnar
skráðar reglur en menn hafa hefðir til
hliðsjónar við mat á þessum atriðum.
DV leitaði til Magnúsar Torfa Ólafs-
sonar, blaðafulltrúa ríkisstjórnarinn-
ar, til að grennslast fvrir um hvaða
sjónarmið lægju til grundvallar að-
gerðum starfsstjórnar.
„Slíkri stjóm ber að gegna öllum
aðkallandi stjómarstörfum. Hins veg-
ar er stjórninni fyrirmunað að taka
stefnumótandi ákvarðanir fram í tím-
ann, fyrirmunað að taka ákvarðanir
um eitthvað sem grípur fram fyrir
hendur þeirra sem taka við þegar ný
stjóm hefur verið mynduð.
Nú getur komið upp sú staða að
taka þurfi skjóta ákvörðun um eitt-
hvað sem kalla má stefnumótandi fyrir
framtíðina. Þá er talið að starfsstjóm
geti tekið ákvörðun um slíkt en aðeins
ef hún hafi áður látið fjalla um málið
í þingflokkunum sem sæti eiga á Al-
þingi og tryggt sé að meirihluti sé á
bak við ákvörðunina. Þannig sæki
stjómin sér óformlega meirihluta-
stuðning til Alþingis," sagði Magnús
Torfi Ólafsson, blaðafulltrúi ríkis-
stjórnarinnar.
Svo getur almenningur velt því fyrir
sér hvort ákvörðun um 67% hækkun
á afnotagjöldum ríkisútvarpsins, ák-
vörðun um greiðslukjör við kaup á
spítala í Hafnarfirði o.fl., teljist til
aðkallandi stjómarstarfa án stefnu-
mörkunar fyrir framtíðina. -ES
Þrátt fyrir mikil fundarhöld í gær
hefúr enn ekki fengist úr því skorið
hvort Ólafúr Guðmundsson, settur
fræðslustjóri Norðurlands, muni taka
til starfa við embættið.
„Ég sé enga glóru í því að fara norð-
ur á meðan heimamenn vilja ekki taka
við mér. A meðan svo er get ég ekki
sinnt starfinu sem ég er settur í,“ sagði
Ólafur Guðmundsson í gær.
Ólafur ítrekaði það að hann hefði
ekki vitað það hve fræðslustjóramálið
brynni heitt á heimamönnum þegar
hann sótti um embættið.
Að sögn Reynis Kristinssonar, að-
stoðarmanns menntamálaráðherra,
fékkst engin niðurstaða á fundum sem
hann átti með Ólafi og Þráni Þóris-
syni, formanni fræðsluráðs Norður-
lands í gær.
Enn einn fundurinn verður á þriðju-
dag og þá mun Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra ræða við Ólaf
Guðmundsson. Búist er við að á þeim
fundi verði afgert hvort Ólafur fari til
starfa norður.
-pal
Ólafur Guðmundsson, til vinstri, settur fræðsfustjóri á Norðurlandi, fundaði
stíft með Reyni Kristinssyni, aðstoðarmanni menntamálaráðherra, i gær.
DV-mynd KAE
Hvítasunnumót sjó-
stangaveiðimanna
Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum;
Arvisst hvítasunnumót stjóstanga-
veiðimanna hefst í dag í Vestmanna-
eyjum. Þetta er afinælismót því
Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja
varð 25 áxa á árinu. Mótið í ár er það
stærsta sem haldið hefur verið. 115
Neytendasamtökin:
Vara við salmonellu
Stjórn Neytendasamtakanna telur
sérstaka ástæðu til að vara neytend-
ur við kjúklinga- og svínakjöti í
tilefni salmonellusýkingarinnar í
Búðardal í aprílmánuði síðastliðn-
um.
Er þetta gert vegna upplýsinga
fulltrúa Hollustuvemdar ríkisins,
sem hafa upplýst að reikna megi með
að salmonellugerlar séu í svína- og
kjúklingakjöti, enda sé slíkt algengt
erlendis og því engin ástæða til að
halda að gerlar þessir hagi sér öðm-
vísi hér á landi en í nágrannalönd-
unum.
Þetta kémur fram í fréttatilkynn-
ingu frá Neytendasamtökunum.
Skora samtökin á neytendur að
taka fyllsta mark á yfirlýsingum
Hollustuverndar um að rétt sé að
gera ráð fyrir salmonellugerlum í
kjúklinga- og svínakjöti. Gerlar
þessir fjölga sér ekki en þeir drepast
við suðu eða ef hitinn fer yfir 70
gráður.
-ói
hafa tilkynnt þátttöku en í fyrra voru
þeir 85 og höfðu þá aldrei verið fleiri.
Koma þeir alls staðar af landinum þó
flestir frá Akureyri, eða 21.
Keppt verður um verðlaunagripi sem
Amar Ingólfsson hefur hannað og
smíðað.
Nesskip með 767 þúsund tonn í fyrra:
Með nýtt 2500 tonna
saltfiskflutningaskip
Á síðasta ári flutti Nesskip hf. 767
þúsund tonn af vörum og er það lang-
mesti flutningur félagsins á einu ári.
Af þessu vom 237 þúsund tonn flutt
til Islands og 111 þúsund tonn frá ís-
landi. Nú hefúr Nesskip eignast 2500
tonna skip, Isnes, sem sérstaklega er
útbúið til saltfiskflutninga. Það kost-
aði um 140 milljónir króna.
Nesskip hefur áður látið breyta skip-
um sérstakfega til saltfiskflutninga en
mest af flutningi félagsins frá íslandi
hefúr verið saltfiskur. ísnes er 11 ára
gamalt skip, keypt frá Vestur-Þýska-
landi. Það er vel búið til gámaflutn-
inga og tekur 155 gáma. í skipinu em
þrjú færanleg milhdekk og er því hægt
að lesta saltfisk á pöllum eða brettum
á fjögur dekk.
Fyrir átti Nesskip skipin Akranes,
Sandnes, Saltnes, Selnes og Vestur-
land en síðastnefnda skipið er í leigu
hjá Eimskip.
-HERB