Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987.
„Heldurðu að nokkur geti hugsanlega vitað hvað næststærsta þorpið á Falklandseyjum heitir? Eru annars ekki örugglega fleiri en eitt þorp á eyjunum?“ Félagarnir Gunnar Gunn-
arsson og Baldur Símonarson eru þarna að upphugsa spurningar í snúnu og lævíslegu deildina. DV-mynd KAE
Erfiðar spurningar
en ekki ómögulegar
„Spurningarnar verða ýmist auð-
veldar en þó fyrst og fremst erfiðar,
snúnar og flóknar. En þær eiga
ekki að vera ómögulegar," sagði
Baldur Simonarson, prófdómari og
annar höfundur spurninganna í
spurningaleiknum sem hleypt
verður af stokkunum i Helgarblaði
DV um næstu helgi.
DV hitti á Baldur og Gunnar
Gunnarsson, umsjónarmann
spurningaleiksins, á heimili Bald-
urs þar sem þeir voru að semja
spurningar fyrir keppnina. Þeir
voru þá að sjóða saman snúnar og
lævíslegar spurningar og glottu ill-
yrmislega þegar þeim datt í hug að
spyrja hvað næststærsta þorpið á
Falklandseyjum héti.
„Ég er svona pínulítið að reyna
að ná mér niðri á skólamönnunum
og skólakerfinu með þessum spurn-
ingum,“ sagði Gunnar.
„Margar þessara spurninga eru
snúnar og smásmugulegar og ég
hlakka til að sjá svipinn á skóla-
stjórunum þegar þeir reyna sig við
þær.“
„Já, sumar spumingarnar í þess-
um þætti flokkast undir það að
vera gagnslaus fróðleikur,“ sagði
Baldur og hló þegar honum datt í
hug að spyrja hverjir hefðu ráðið
Tobago árið 1812.
Annars sögðu þeir félagar að
spurningarnar væru hreint ekki
allar svona snúnar. Þessi leikur
væri við allra hæfi, það ættu allir
að geta svarað einhverjum spurn-
ingum. Það væri svo oft í spurn-
ingaþáttum útvarps og sjónvarps
að hlutirnir gerðust svo hratt að
þeir sem heima sitja næðu því ekki
að hugsa almennilega og því ekki
að taka þátt í leiknum. Þegar svar-
ið kæmi svo slægju menn sér svo á
„Er ekki eitthvað nógu verulega svínslegt og andstyggilegt í þessari opnu sem við getum notað til að hefna
okkur á skólamönnunum?" segir Gunnar Gunnarsson og horfir vonaraugum til Baldurs. DV-mynd KAE
lær og segðu: Já, þetta vissi ég!
Hins vegar þegar menn hefðu
blaðið og spurningarnar fyrir fram-
an sig gætu þeir leyft sér svolítinn
tíma til vangaveltna og þannig
kæmi svarið gjarnan.. Þess vegna
gætu lesendur verið þátttakendur
í þessum sumarleik og haft af bæði
gagn og gaman.
„I hvert sinn verða tveir þátttak-
endur. Þeir fá báðir tiu spurningar
og ef þeir eru jafnir að þeim loknum
fá þeir aukaspurningar,“ sagði
Gunnar.
„Við höfum samið spurningarnar
saman en Baldur er mun mikilvirk-
ari vegna þess að hann veit miklu
meira. Það verður dregið um það
hverjir leiða saman hesta sína en
þeim drætti er ekki lokið ennþá.“
„Okkur finnst takmarkið með
þessari keppni ekki vera að ná sem
mestum stigafjölda heldur að vera
með og skemmta sér. Við lítum á
þetta sem léttfríkaða sumar-
skemmtun," sagði Baldur.
Þeir voru óhugnanlega sammála
um að það sé furðu gaman að upp-
hugsa svona erfiðar og skepnuleg-
ar spurningar fyrir skólastjórana.
Það er ekki laust við að gestirnir
fyllist vorkunnsemi í garð skóla-
mannanna. En auðvitað bara í
smástund. Þetta er jú allt gert í
gríni og vonandi skemmta lesendur
sér jafn vel og umsjónarmennirnir
og þátttakendurnir. -ATA