Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987. 11 DV-mynd S Lvfið er lotterí Glöggur maður sagði eitt sinn að fótboltaleikur væri ekki barátta upp á líf eða dauða. Hann væri miklu meira. Stundum hef ég tilhneigingu til að trúa þessari lýsingu. Að minnsta kosti er það með ólíkindum hvað maður getur tekið það nærri sér þegar alvöru kappleikur er háð- ur, hvað þá þegar illa gengur. Landsleikurinn á miðvikudaginn var einhver mesta martröð sem hægt er að leggja á nokkurn mann, jaín- vel þótt hann trúi því að fótbolti sé ekki annað en barátta upp á líf og dauða. Þarna situr maður uppi í stúku og nagar neglumar og horfir á mörkin hrannast upp, sex talsins, án þess að eiga nokkra vöm í stöð- unni. Ekki var hægt að fara inn á. ekki var hægt að lemja leikmennina og ekki var hægt að rífast við hina áhorfenduma, því þeir vom jafn lú- barðir hundar eins og ég. Stundum fær maður útrás með því að öskra sig hásan eða skeyta skapi sínu á andstæðingunum. Þeir harðsvímðustu vilja meira að segja drepa dómarann. En í þessu tilfelli gat maður ekki einu sinni orðið vondur út í Þjóðverjana. Þeir fengu öll tækifærin á silfurfati og maður hafði það jafnvel á tilfinningunni að þeir beiddust afsökunar á markasúp- unni. Úrslitamarkið Göfugir og drenglundaðir menn segja á hátíðarstundum að það sé meiri vandi að sigra heldur en tapa. Ekki veit ég hvaðan sú viska kemur enda þekki ég engan sem tekur sigri jafnilla og tapi. Gildir þá einu í hverju ósigurinn er fólginn. Menn tapa veðmálum, tapa i skák og bridds og mér er enn í bamsminni hversu óskaplega það tók á keppnisskapið að tapa í fallinni spýtu. En vorst af öllu er að tapa í íþrótt- um. Hver man ekki eftir sér í fótbolta í portinu eða túninu, þar sem.mark- stengurnar voru húfa öðrum megin og peysa hinum megin, og svo rifust liðin heilu eftirmiðdagana um það hvort boltinn hefði farið í stöngina og inn, af því enginn vildi tapa? Svo ekki sé talað um ef sparkað var yfir. Þá hrópuðu menn: þversláin og inn og stóðu á því fastar en fótunum að ' þversláin, sem enginn var til og hvorgi sjáanleg nema í ímyndunar- aflinu, hefði verið fyrir ofan eða • neðan braut knattarins. Þegar allt um þraut og hotjurnar höfðu spilað bolta í nokkra klukkutíma, án þess að vinningur væri í sjónmáli og stórt tap var fyrirsjáánlegt, gripu góðir keppnismenn til þess ráðs að segja: Eitt mark enn, næsta mark er úr- slitamark. Þannigvarstundumhægt að breyta tapaðri stöðu í sigur og labba glaður heim á leið. Eg man eftir æskuvini mínum sem átti eina boltann sem til var í göt- unni. Hann hafði það fyrir sið. þegar illa gekk í hans liði. að taka boltann undir höndina í miðjum leik og lýsa því vfir að hann væri hættur og far- inn heim. Þá gekk maður undir manns hönd til að blíðka stráksa og andstæðingamir voru jafhvel tilbún- ir til að bvija á jöfhu upp á nýtt. í friði með fýluna Því miður var þessi taktík ekki brúkleg á miðvikudagskvöldið. jafn- vel þótt við ættum boltann. Og það fór vist ekki á milli mála að knöttur- inn fór á milli stanganna þegm' Þjóðverjarnir skoruðu. Það voru næstimi því tíu þúsund áhorfendur sem fóru fúlir heim úr Laugardalnum á miðvikudaginn og áttu það sameiginlegt að þola ekki tapið. Og hvað gera tíu þúsund manns sem labba allir í einu frá þeim örlögum síniun að sitja upþi með tap? Fyrst skammast maðiu- út i sessunautinn. svo út í leikmennina og þjálfarann og svo tuðar maður við sjálfan sig í bílnurn og að lokiun er hægt að rífast við sambýlisfólkið þegar heim kemur. Svekktur. ergi- legur. ef ekki beinlínis öskureiður. Hvern andskotann er líka fólk að abbast upp á mann með óskylda hluti þegar maður er upptekinn við að vera fúll vfir því að tapa? Fær ekki að vera í friði meö fvluna. Ekki or hægt að láta sig hverfa. því ekki ei' hægt að flýja staðreyndina. Ekki er hægt að sofna, þvi martröðin eltir mann i svefni jafnt sem vöku. Ekki er hægt aö kveikja á sjónvarpinu. því þar er verið að svna leikinn eftir á. Ekki er hægt að lemja neinn. því saklaust fólk ber ekki- ábvrgð á ósigri. sem það nennti ekki einu sinni að fylgjast með. Ja. þér var nær. Hver bað þig unt að fara á völlinn? Hvenær hefur ls- land unnið einhverja keppni sem einhverju skiptir? Erum við ekki rétt nýbúin að tapa hroðalega í söng- lagakeppninni og hvernig fór ekki í kosningunum? Flokkurinn skíttop- aði og steinlá. Það má kannske halda því frani að menn. sem hafa keppnisskap. eigi ekki að fyljast með keppni sem getur haft ósigm' í fór með sér. Þverstæðan er bara sú að í því liggur galdurinn og freistingin. Aðdráttarafl áhætt- unnar er beinlínis í því fólgið að Ellert B. Schram bjóða henni heim. Vera klár í slag- inn. Þið þekkið týpuna: alltaf tilbúin til að veðja. alltaf til í að þrasa og þrefa. alltaf að halda sínu fi'.un af því hún þolir ekki að aðrir hafi rétt týrir sér. Ef þú vilt fara til vinstri. þá vill hann fara til hægri. Et' ein- hver segir að svart sé hvítt. þá er keppnismaðurinn klár á því að hvitt sé svart. Ömggiu'. sigurviss. lumdrað prósent klár á því hver sé bestur eða mestur. Einu sinni þekkti ég mann sem var svo fuliviss um visku sína að honum var aldrei haggað í neinu þrætu- máli. smna hvaða vitleysu hann hélt fi'iun. Einhverju sinni þoldi viðrnæl- andi hans ekki mátið og sló upp í alfræðibók og sýndi fram á það svait á hvítu að besser visserínn hefði rangt fyrir sér. En hvað haldið að vinurinn hafi sagt þá: blessaður vei'tu. þetta er prentvilla í bókinnil Néi eru margir besser visserar á ferðinni eftir tapið ;i miðvikudaginn. Reka þjálfarann. reka spilarana. bivvta leikaðferðinni og ég er viss lun að sumir þeirra mundu vilja leggja til að ekki væri nema eitt mark á velliniun ef það gæti tiyggt okkar mönnum sigur í næsta leik. Sigi'i hrósandi fórum við á völlinn til að sjá stjömm'nar okkar. og allir voru sanmtála um að ísland hefði aldrei stillt upp jafrigóðu liði. Leik- urinn var nánast formsatriði og það var ekki fýrr en langt var liðið á síðari þálfleik að keppnismennirnir í stúkunni játuðu sig sigraða. Ekki að andstæðingarnir hefðu verið betri. Slíkt viðurkennir maður aldrei og allra síst ef maður er uppi í stúku og þolir ekki að tapa. Betm- að þess- ir keppnismenn hefðu allir verið inni á vellinum. Þá hefðu úrslitin orðið önnm'. Þessi yndislega og meðfædda gáfa að trúa ekki sínum eigin augtun og vita upp á hár hvernig vinna má leik sem er tapaður er lykillinn að keppnisskapinu. Versta er að út- skýringarnar á tapinu og lausnin á vandanum kemur jafnan eftir á! Oft hefiu' verið giápið til þess ráðs aö kenna vellintmi um. dómaranum eða veðrinu. Því var ekki fyrir að fara í þetta skiptið og þá er nærtæk- ast að beina spjótiun sínmn að þjálfiu'anmn. Hann er hvort sent er útlendingur og þar að auki var hann ekki inni á vellimun. Nú er tun að gera að reka þennan eina nmnn sent aldrei komst inn á völlinn og spilar alls ekki með. Strákarnir voru að vísu slappir. hittu ekki í dauðafæri og brenndu af víti og sendu boltann oftar til andstæðinganna en meðspil- aranna. En sökudólginn verðiu' að finna og af því þetta eru okkar strák- ar og okkar heimavöllur. þá er nærtækast að finna skúrkinn utan vallar. í nafni ósigursins Nú er því ekki að neita að ég ber líka sjálfur nokkra ábyrgö á þessmn ósigri. Réð þjálfarann. fékk strák- ana til að koma í leikinn. samdi tneira að segja í upphafi um að þessi leikur skyldi fara fram. Þetta er eig- inlega mitt tap. prívat tap. Hvað á ég að gera. maðtu' sem hvorki kann né þolir að tapa? Reka sjálfan mig. reka þjálfarann. reka strákana? Ég get auövitað reynt að hefna min á sjálfmn mér. með ýmiss konar refs- ingmn. neitað ntér um mat. lokað tnig inni í stofufangelsi. hafið há- væra sjálfskrítik í tjölmiðlum og krafist afsagnar minnar þegar í stað. Ég gæti líka skannnað strákana og lýst því yfir að þjálfarinn væri skúrk- urinn. Allt í nafhi ósigursins. Ég gæti rneira segja gert tillögu um að leggja Knattspymusambandið niður og Islendingar hætti að spila fót- bolta. Þetta væri allt hægt að gera ef maður væri sannfærðiu' imt að þar með væri forðað frá frekari töpimt og svona niðurlæging væri enclan- lega útilokuð. Ég er hins vegar svo barnalega \dtlaus að reikna með því að ekki væri alveg víst að nýtt lið og nýr þjálfari og nýir menni nefhd gætu lofað landantmi sigrtmt tmi alla fi-amtíð. Þar að auki hefiu' það rétt sisona hvarflað að mér að skýringin geti að einhveriu leyti verið sú að andstæðingamir hafi einfaldlega verið betri. En af því keppnismenn láta ekki slíkt opinskátt nefni ég ekki þá skýringu frekar en aðrir. Það heftu' hins vegar rifiast upp fi'rir mér að þegar einn sigrar þarf annar að tapa. Og öfugt. Hiá þvi verðiu' víst aldrei komist og til þess er leikurinn gerdtu'. LTt á þaö gengiu- lífið og lotteríið. Örlögin Ég get heldur ekki neitaö þeirri staðreynd að ég hef þurft að sætta mig við ósigur áður og sá beiski bik- ar hefur kennt mér að sigur verður ekki sætur. nema fýrir það að við þekkium hvað það er erfitt að tapa. Svo skrítið sem þaö kann að hljóma. Þá verður sigurviliinn meiri. ein- beitnin sterkari og gleðin inntlegri þegar hægt er að snúa vöm i sókn. ósigri í sigur. mótlæti í meðlæti. Þannig lærir keppnismaðurinn af ófönun síntun og sættir sig við örlög sin. Einu sinni voru mínir menn að leika gegn ofjörhun simun. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka skor- uðu andstæðingarnir sitt þrettánda mark nteðan minir höfðu aðeins skorað tvö. Þá sagði veraldaivanur maðtu' í vörninni: Strákar. ég er ekki hjátrúarfullur maður. En þetta þrettánda mark veit á að við töpum leiknum! Ekki vantaði þó keppnisskapið í manninn þánn. Hann skildi hins vegar þegar tap var tap og gekk síð- an galvaskur til næsta leiks. Þannig er einnig lexían sem við lærum af þessu tapi. Úr þvi það var ekki dómarinn eða andstæðingurinn eða völlurinn eða boltinn. þá voru það örlögin. Þau eru að grípa fram fvrir hendur okkar. Kenna okk- ur að tapa til að kenna okkur að sigra. Ellert B Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.