Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 36
 Y FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hrípgdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987. Allt gert klárt fyrir hvítasunnuhelgina. Veðurblíðan er notuð og krakkarnir drifnir út og klipptir. Síðan er kremið sett í hárið og þá er ungviðið tilbúið. DV-mynd KAE _ > Rrfandi gangur á viðræðunum - segir Jón Baldvin - samkomulag í umhverfis- og utanríkismálum „Það hefur verið rífandi gangur á þessum umræðum. Það miðaði veru- lega í samkomulagsátt,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins og handhafi um- boðs til stjómarmyndunar, þegar fundi lauk í fundarsal Dagsbrúnar og Sjómannafélags Reykjavíkur síð- degis í gær. Þar höföu fulltrúar Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks setið við tilraunir til stjómarm>mdunar. Jón Baldvin sagði að í stórum dráttum væri samkomulag í um- hverfismálum og utanríkismálum en vildi ekki skýra frá því í hverju það felist Samkvæmt heimildum DV er á- kveðið að yfirstjöm umhverfismála verði undir einu ráðuneyti. í utan- rikismálura er lögð áhersla á sjálf- stæða stefhu Islendinga, meðal annars með aðild að hemiálanefnd Atlantshafsbandalagains. Þá er gert ráð fyrir auknu frjálsræði í verk- takastarfeemi fyrir Vamarliðið. Þrjár undimefndir hafa verið sett- ar á laggirnar um stærstu ágrein- ingsmálin sem eru: endurskipulagn- ing skattakerfis og ríkisútgjalda og fyrstu aðgerðir í ríkisíjármálum, húsnæðismál, þar á meðal krafa Al- þýðuflokks um kaupleiguíhúðir, og landbúnaðarmál. Viðræðum verður haldið áfram í dag en hlé gert á morgun, hvíta- sunnudag. Nefndimar þrjár munu einnig starfa um helgina. -KMU/ES Ríkissaksóknari um vanhæfisdóminn: Segi ekkert um þessa niðurstöðu „Dómamir tala sínu máli, ég vil annars ekkert segja um þessa niður- stöðu,“ sagði Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari í samtali við DV í gær þegar leitað var viðbragða hans við vanhæfisdómi Hæstaréttar. Eins og kunnugt er var Hallvarður dæmdur vanhæfur sem ríkissaksókn- ari i þeim þætti Hafskipsmálsins sem snýr að Útvegsbankanum vegna þess að bróðir hans, Jóhann Einvarðsson, sat í bankaráðinu hluta þess tímabils sem ákæran á hendur bankastjórum Útvegsbankans lýtur að. Sagði Hpllvarður að skipan nýs sak- sóknara í Útvegsbankamálinu væri alfarið mál dómsmálaráðherra. Sam- kvæmt upplýsingum DV er ekki að vænta skipunar í það embætti á næs- tunni og að líkindum ekki fyrr en úrskurðað hefur verið um hæfi Hall- varðar i Hafekipsmálinu sjálfu. Hallvarður sagði í gær að hann teldi sig hafa unnið að þessu máli sam- kvæmt embættisskyldum sínum og það hefði verið sin sannfæring að hann hefði staðið rétt að málum. Hins vegar væru dómstólar til þess að skera úr um ágreiningsefhi af þessu tagi. -ój LOKI Er það ekki frekar rífandi kjaftur? Spáð er góðu veðri um allt land: Fólk streymir í BorgarFjörð Um helgina er gert ráð fyrir góðu veðri um allt land. Hæg breytileg átt og bjart veður verður ríkjandi. Hiti verður 8 til 15 stig. Svalara verður 'Aiorðanlands en hlýrra sunnanlands og vestan. Búist er við að mikill fjöldi fólks verði á Geirsárbökkum í Borgarfirði. Á Logalandi þar skammt frá munu Stuðmenn leika fyrir dansi ásamt di- skóteki. Samkvæmt upplýsingum frá B.S.I. er mest eftirspumin eftir ferðum á Geirsárbakka. Austurleið verður með ferðir í Þórs- mörk, en Austurleiðir eiga skála þar. Reiknað er með nokkru margmenni þangað. Vegalögreglan gerir ráð fyrir mikilli umferð. Þyrla Landhelgisgæslunnar verður lögreglunni til aðstoðar. Vega- lögreglan verður einnig á ferð um landið á fjórum bílum, auk fjallabílsins sem verður á hálendinu. DV kemur næst út þriðju- daginn 9. júní. Smáauglýsingadeildin er opin í dag, laugardag, kl. 9-14. Lokað verður hvíta- sunnudag en opið mánudag kl. 18-22. Síminn er 27022. í.:-m - -sme Þverárhrossin fundin Um miðjan dag í gær fann bónd- inn í Sandfellshaga, sem er næsti bær við Þverá, Þverárhrossin. Vom þau öll dauð. Hrossin fundust í fjall- inu Sandfelli. Höfðu þau hrapað til dauðs. Bóndinn í Sandfellshaga var að gæta að lambfé í Sandfelli þegar hann fann hrossin. Kristján Benediktsson, bóndi á Þverá, sagði að hrossanna hefði ver- ið saknað snemma í janúar. Mikið er búið að fjalla um hvarf þeirra. dauð Hafa margar tilgátur komið fram um afdrif þeirra. Þegar Kristján bóndi var spurður hvort ekki hefði verið búið að leita hrossanna á þessum slóðum sagði hann það vera en kannski ekki nóg þar sem fjalhð blasti svo við mönnum. „Það erbetra að finna hrossin dauð en finna þau ekki; þá þarf ekki að vera með alls kyns grunsemdir. Það er góð lausn að vita um afdrif hrossanna," sagði Kristján bóndi að Þverá að lokum. -sme Hvrtasunnan: Blíðan brosir við landsmönnum Veðurhorfur á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu em ekkert til að hryggjast yfir - hæðarhryggur yfir landinu öllu. Hæg breytileg átt verður og skýjað að mestu við norður- og austurströndina. Annars verður víða léttskýjað. Hiti verður 8-14 stig að deginum en 5-8 stig að næturlagi. Sama gildir svo nokk- um veginn - í grófum dráttum - um þriðj udaginn líka. Það æ.tti því ekki að væsa um útilegumenn um hvítasunnuna. r i t i i i i i i i i i i i i 4 i i i 4 i i i i 4 t 4 í A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.