Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987.
5
Fréttir
Áll á sundæfingu
„Þetta var nokkuð skondið og
við urðum hissa þegar við urðum
vör við álana í sundlauginni,"
sagði Ingimundur Ingimundarson,
sundþjálferi úr Borgamesi. Fyrr í
vikunni varð sundfólk úr sund-
deild Skallagríms vart við tvo ála
sem mættir voru á æfingu í
Hreppslaug í Andakílshreppi.
„Eg vil taka það fram að hér var
ekki um óþrif að raeða enda laugin
nýmáluð og vatn nýkomið í hana.
Það er tekið úr stífluðum læk í
nágrenninu og virðast álamir hafa
komist inn í gegnum innrennslið,
nema einhver hafi sett þá þar,“
sagði Ingimundur.
Sundfólkið reyndi í íyrstu að
veiða álana með höndunum en
komst fljótt að raun um að það
myndi ganga helst til erfiðlega.
Eftir 15 mínútna viðureign tókst
að veiða annan þeirra í plastpoka
og var honum síðan sleppt aftur
út í læk en hinn hvarf, líklegast
út um innrennslið. „Kannski hefð-
um við átt að halda honum og setja
í ker og halda árlegt álamót,“ sagði
Ingimundur Ingimundarson.
-JFJ
LAX - LAX - LAX
Marimport hf. hefur opinn sölusamning á ótakmörkuðu magni af heilbrigðum laxi
á Bandaríkjamarkað á toppverði. Greiðslutrygging liggur í íslenskum banka og upp-
gjör fer fram 7-10 dögum eftir sendingu. Þeir sem eru með lax þurfa vinsamlegast
að tilkynna um hugsanlegt magn og stærðir hið fyrsta. Hreifi hf. tekur í notkun seint
í júní nýtt húsnæði fyrir slátrun á laxi, pökkun og frágang til útflutnings á ferskum
eða frosnum laxi. Upplýsingar gefa Hörður Gunnarsson í Marimport hf. og Jón
Ármann Héðinsson í Hreifa hf.
MARIMPORT HF.
Ármúla 1,
108 Reykjavík,
sími 91-687522.
HREIFIHF.
Óseyrarbraut9-11,
220 Hafnarfirði,
sími 91-52699,51699.
Hvalkjötið:
Skemmt í
einum gámi
Skemmdir hafa orðið á innihaldi að
minnsta kosti eins af þeim sjö gámum
með hvalkjöti sem komu hingað til
lands frá Hamborg á dögunum.
Starfsmenn Hvals hf. hafa undanfar-
ið kannað ástand kjötsins og virðist
sem frost á einum gáminum hafi
minnkað of mikið.
Samkvæmt upplýsingum, sem DV
fékk hjá einum starfsmanni Hvals hf.,
er ekki kunnugt um orsök þíðunnar í
gáminum en i gær hafði innihald fimm
gáma af sjö verið kannað. -ój
Hitaveitu
bjargað
- viðræður standa yfir
Hitaveita Akraness og Borgaríjarð-
ar á við gríðarleg fjárhagsvandræði
að glíma, eins og kunnugt er. Heildar-
skuldir veitunnar eru taldar nema yfir
1,5 milljörðum króna og er það langt
umfram það sem hún getur borið við
núverandi áðstæður.
Nýlega var skýrt frá því í DV að
viðræður stæðu yfir milli fjármála-
ráðuneytisins og forsvarsmanna
hitaveitunnar um aðgerðir til úrbóta.
Nú hafa þessar viðræður dregist nokk-
uð á langinn og sagði Ingimundur
! Sigurpálsson, bæjarstjóri á Akranesi,
að engin lausn virtist í sjónmáli. „Við
reynum þó að pressa á að gengið verði
frá þessum málum fyrir miðjan mán-
uð,“ sagði Ingimundur.
Reynt er að finna lausn á gi-undvelli
tillagna hitaveitunefndarinnar, sem
iðnaðarráðherra skipaði í vor. Líklegt
þykir að ríkið taki hluta lánanna yfir,
sveitarfélögin hluta og stofnað verði
orkuveitufyrirtæki í Borgarfirði. Það
fyrirtæki fengi m.a. eignarhluta sveit-
arfélaganna í Andakílsárvirkjun.
i -ES
Smartiesferekki
af markaðinum
„Fréttin um að Smarties sé á leið-
inni af markaði vegna ólöglegra
litarefna var að hluta til rétt og að
hluta til röng. Þessi litarefni eru ekki
lífshættuleg og leyfileg í öllum löndiun
Evrópu nema Noregi. Fyrirtækið í
Englandi framleiðir sérstakt Smarties
fyrir Noreg og það fáum við í lok
ágúst. Þangað til höfum við fengið
undanþágu til þess að halda áfram að
selja Smarties eins og áður. Það fer
því ekki af markaðinum," sagði Frið-
! rik G. Friðriksson hjá Islensk-erlenda
verslunarfélaginu.
„Það hefúr aldrei verið neitt laun-
ungarmál hvaða litarefni eni í þessu
sælgæti. Þetta er allt skráð kirfilega
á umbúðirnar," sagði Friðrik. „Við
höfðum ekki hugmynd um að þessi
litarefni væru á bannlista hér. Nýju
litarefnin uppfylla þær kröfúr sem
gerðar eru með nýja aukaefnalistan-
um sem er í undirbúningi hjá Holl-
ustuverndinni en sá listi, sem nú er i
gildi, er síðan 1976,“ sagði Friðrik G.
Friðriksson. -A.BJ.
verður haldið 8. júní (annan íhvíta-
sunnu) á Hvaleyrarvelli.
Keppnisfyrirkomulag: Stableford
Punktakeppni
1. verðlaun:
RXCW26 ferðaútvarps- og kassettutæki
frá Panasonic.
2. verðlaun:
RX-FM15 ferðaútvarps- og kassettutæki
frá Panasonic.
3. verðlaun:
Wet and Dry rakvél frá Panasonic.
Aukaverðlaun:
Panasonic myndbandstæki NV-G7
fyrir að fara holu í höggi á 17. braut.
Panasonic rakvélar fyrir að vera næstur
holu á 6., 11. og 14. braut.
5 Panasonic myndbandsspólur fyrir að
vera næstur holu á 16. og 17. braut.
»
Ræst verður út frá kl. 08.30 til 14.00.
Skrásetning og upplýsingar verða í
. skálanum. Sími 53360
--JAPIS BRAUTARHOLTI 2 — PANASONIC — GOLFKLÚBBURINN KEILIR —