Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Page 13
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987. Metsumar : "ftó; rí;" X f ' y# •»,. ■ TE‘-' , s Jón G Baldvinsson var hress á þessum fyrsta veiðidegi og sést hér glima við flugulax og hafa betur. „Það er stórkoslegt hvað fiskurinn hefur tekið fluguna vel,“ sagði Jón G. Baldvinsson. DV-mynd G. Bender Frá Laxfossi i Noröurá. Friðrik Þ. Stefánsson rennir fyrir lax. Skömmu eftir að myndin var tekin fékk hann lax. D- mynd ÞE Laxveiðin byrjaði vel eins menn höfðu átt von á, fyrstu veiðiárnar gáfu vel af fiski og veiðimenn kætt- ust. Laxinn er farinn að láta _sig í mörgum veiðiám þótt þær verði ekki opnaðar alveg strax. Það var sérstök stemning að fylgjast með fyrstu veiðimönnun- um sem renndu í Norðurá, hvort sem það var Jón G. Baldvinsson, Rósar Eggertsson, Halldór Þórðar- son, Friðrik Þ: Stefánsson eða Guðlaugur Bergmann. Gaman var að sjá þá sveifla flugunni fyrir lax fyrir neðan Laxfoss og allt í einu lax á. Þeir voru fallegir og vænir. fyrstu laxarnir, nýkomnir úr sjó og sumir með lús. Veiðimenn í Þverá og Laxá á Ásum fengu líka lax og þeir voru ekki minni en í Norðurá. Þessi góða byrjun lofar góðu og næstu daga verða veiðiárnar opn- aðar hver af annarri. I Laxá í Kjós hefur sést mikið og í Langá á Mýr- um er laxinn líka kominn. Metsum- ar eru menn farnir að tala um sín á milli og við sjáum hvað setur. Kannski? Silungsveiðin hefur gengið þokkalega og góð byrjun á urriða- svæðinu lofar góðu. enda eiga margir eftir að fara þangað í sumar og renna. Þó mætti gera stórátak hér í vötnunum í kringum bæinn og víða svo menn geti hætt að taka sardínudollurnar með sér í veiði- ferðirnar. Laxinn er kominn I Laxá í Kjós og mikið af honum viða, eins og í Laxfossi. Þar sáum við einn 20 punda á sundi innan um nokkra minni fiska. Veiðimenn verða að bíða nokkra daga ennþá til að fá að renna en veiðin í Kjósinni hefst 10. júni. DV-mynd G. Sveinbjörnsson. Laxá í Kjós „Stefnir byrj un‘ ‘ - segir Páll Jónsson í Pólaris „Það er mikið komið af laxi í Laxá og hann hefur sést víða. Lax hefur sést upp um alla á, i Poka- fossi og Klingeberg, svo hann er kominn ofarlega," sagði Páll Jóns- son í Pólaris er við spurðum um Laxá í Kjós en hún verður opnuð á miðvikudaginn. „I Laxfossi hefur hann sést, líka niður með allri á í Kvíslarfossum og Gullinu, víða margir og stórir, ég man ekki eftir svona miklum fiski í byrjun í Laxá i mörg ár og opnunin gæti orðið glæsileg." Eru nokkur veiðileyfi til? „Það er eitthvað til ennþá en ekki mik-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.