Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 7
LÁUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987.
7
Fréttir
Veiðimenn eiga vonandi eftir að rétta margar og vænar bleikjur til himins
í sumar eins og þessi veiðimaður gerði. DV-mynd Þröstur
AS E A Cylinda
þvottavélar*sænskar og sérstakar
Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun,
vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis-
gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki
betri vélar!
3&. JFQniX
HATUNI 6A SlMI (91)24420
Rangámar:
Vænir
og fallegir
urriðar
Þeim veiðimönnum íjölgar sem
leggja leið sína í Rangámar til að
veiða og núna er það urriðinn sem er
veiddur á urriðasvæðinu og svo verða
bleikju- og laxveiðisvæðin opnuð 20.
júní.
„Það er allt fínt að frétta héðan og
veiðimenn, sem voru að veiða hjá okk-
ur í dag, fengu 8 fallega urriða, frá 4
pundum upp í 8 pund,“ sagði Ægir
Þorgilsson á Hellu. „Þetta veiddist
allt á spún hjá þeim félögum og það
virðist vera mikið af fiski. Ámi Bald-
ursson og Kristján Kristjánsson voru
um daginn og veiddu 5 urriða.“
Við fréttum af veiðimönnum sem
renndu í Brúará og fengu tvær bleikj-
ur og voru þær um tvö pund. Mikið
var af bleikju en hún tók illa.
Veiðivon
Gunnar Bender
Blanda:
Tíu laxar á
þremur tímum
„Veiðin hyrjaði vel héma í Blöndu.
Það vom komnir 10 laxar á land um
tíuleytið og það var Páll Pálsson,
Sauðárkróki, sem veiddi fyrsta laxinn,
10 punda," sagði Sigurður Kr. Jónsson
á Blönduósi, en Blanda var opnuð í
gærmorgun. „Þessi fiskiu veiddist all-
ur á maðk og áin er eins og stór
bæjarlækur, frekar stór en tær. Veiði-
menn sáu víða fisk og þessi byrjun
lofar góðu, laxarnir voru frá 8 pundum
upp í 10," sagði Sigurður í lokin og
dreif sig niður að á aftur til að fylgj-
ast með veiðimönnum.
Sjúkrapúði
skátanna
Landssamband hjálparsveita skáta
byrjar að selja sjúkrapúða, som á helst
að fara í alla bíla landsmanna, nú um
helgina. Skátamir munu reyna að
verða á vegi bifreiðaeigenda á bensín-
stöðvunum. Þetta er landsátak hjálp-
arsveitanna og verða púðarnir seldir
imi allt land. Þeir kosta 1490 kr.
Þetta er mjög vandaður púði og í
honum að finna nauðsynleg fyrstu-
hjálpargögn og er haganlega frá öllu
innihaldi gengið. Þar er að finna mjög
góða leiðbeiningabók á íslensku þar
sem jafnvel þeir sem ekki hafa minnsta
vit á fyrstu hjálp geta haft gagn af.
Siysagögn og sáraumbúnaður er einn-
ig merktur greinilega. Þá eru í
púðanum beitt skæri ætluð til þess að
klippa fatnað utan af slösuðum, álpoki
og loks merki til þess að setja á bílrúð-
una.
Allur hagnaður af sölu þessa púða
rennur til starfsemi og rekst.rar hjálp-
arsveita skáta um land allt. -A.BJ.
Tíminn er takmörkuð auðlind. Flugið sparar
tíma og þar með peninga.
Flugleiðir og samstarfsaðilar í lofti og á láði
tengja yfir 40 þéttbýliskjarna innbyrðis
og við Reykjavík.
Með þaulskipulagðri og nákvæmri áætlun
leggjum við okkur fram um að farþegum okkar
nýtist tíminn vel.
Þannig tekur ferð landshorna á milli
aðeins stutta stund efþú hugsar hátt.
FLUGLEIDIR