Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 6. JUNI 1987. Erlend bóksjá DV THf Pfc\GU I . DICTIONARY OF HUMAN GEOGRAPHY Itarlegt uppsláttarrit DICTIONARY OF HUMAN GEOGRAPHY. Höfundur: Brian Goodall. Penguin Books. 1987. Fyrir nokki uni árum gaf Pengu- in út uppsláttamt um almenna eðlisræna landafi-æði (Physical Geography). Þessi hók. sem er ný af' nálinni. veitir hljðstæðar upp- lýsingar á sviði mannvistarlanda- fræðinnar þar sem meðal annars er hugað að hagræntmi og félags- legum þáttum. Höfundurinn. Brian Goodall. er viðurkenndur séifræð- ingur í þessimi efnum. en hann hejj.tr mörg undanfarin ár starfað við kennslu og stjórnun í landa- fræðideild Reading-háskólans í Bretlandi. Uppsláttarritið er bæði ætlað að fullnægja þörfum nemenda í fram- haldsskólum og svara spurningum áhugamanna utan skólakerfisins um landfræðileg efni. Gefnar eru stuttar og hnitmiðaðar skýringar á orðum og hugtökum sem á einn eða annan hátt snerta viðfangsefn ið. Og það er vissulega víðfeðmt. enda er hér um að ræða fræðigrein sem teygir anga sína inn á svið margra annarra greina. sérstak- lega félagsvísinda. Bókin er rúmlega 500 blaðsíður að stærð. 7' h e S t o r y o f The Brontés ‘Thoroughly Rripping’ ■~CmmopohtaM Bronte-systurnar og bróðir þeirra DARK QUARTET: THE STORY OF THE BRONTES. Höfundur: Lynne Reid Banks. Penguin Books, 1986. Eitt af undrum bókmenntasköp- unarinnar eru þær skáldsögur sem urðu til á fátæku prestsetri. Haw- orth í Yorkshire. um miðja síðustu öld. Þrjár bráðgáfaðar systur Charlottc, Anne og Emily - skójiu þá skáldsögur sem enn teljast með þeim bestu sem samdar hafa verið á enska tungu: Emily þá magn- þrungnu sögu „Wuthering Heights", Anne „Agnes Gray“ og Charlotte „Jane Eyre“. Það þótti ekki við hæfi að prests- dætur væru að fást við slíka iðju á þeim tíma, enda voru skáldsög- urnar gefnar út undir dulnefnum. Skömmu eftir fyrstu útgáfu bó- kanna dóu Emily og Anne (tvær eldri systur þeirra höfðu þegar dáið á unglingsaldri) og eini bróðir þeitra, vandræðagripurinn Bran- well. Charlotte ein lifði áfram og samdi nýjar skáldsögur. Um þessa mögnuðu fjölskyldu hefur Lynne Reid Banks hér samið eftirminnilega skáldsögu sem dreg- ur fram í dagsbirtuna systumar þrjár og þær aðstæður sem urðu þeim að svo auðugri skáldskapar- lind. LiF og dauði leikrita- höfundaríns Joe Orton PRICK UP YOUR EARS. Höfundur: John Lahr. Penguin Books, 1987. Þeír vom sérkennilegt par. Joe Or- ton og Kenneth Halliwell. í einn og hálfan áratug bjuggu þeir saman sem elskendur og samverkamenn. Halliw- ell. sem í upphafi var leiðandi persón- an í því samspili. þoldi ekki að sjá Orton hljóta frægð og viðurkenningu og vaxa imi leið fi'á sér. Hann greip því til óvndisúrræðis til þess að trj'ggja að jafnvel eftir dauðann ættu nöfn þeirra samleið. Halliwell réðst sem sagt að sambýlismanni sínimi. barði hann til dauða með harnri og framdi síðan sjálfsmorð með því að glevpa tuttugu og tvær Nembutal-töflm'. Ein og sér er þetta auðvitað fremur auðvirðileg og ómerkileg saga. Það sem réttlætir áhuga okkar á hcnni er að sjálfsögðu að Joe Orton var frum- legt leikritaskáld. Þegar hann var barinn út úr þessum heimi 9. ágúst 1967 hafði hann náð verulegum ár- angri í leikritun sinni. Fyrsta verk hans hafði reyndar verið tekið til sýn- ingar aðeins fjónmi ánmi áður. 1963. En bæði „Enteitaining Mr. Sloane" og „Loot" höfðu ekki aðeins vakið athygli. umtal og deilur heldur einnig sýnt og sannað að Orton var frumleg- ur leiksmiður með óvenjulega kímni- gáfu. Eins og þessi ævisaga ber með sér var ekki heiglum hent yfirleitt að rita OHNLAHR slíka bók um Joe Orton. Líf hans var með þeim hætti að fáir voru til frá- sagnar um hegðan hans og viðhorf. Segja má að helsta náma Lahr í því efni hafi verið dagbækur sem Orton hélt hluta ævinnar og bréf sem hann skrifaði. að óglevmdum leikritunum. bæði þeim sem áður voru nefnd „What the Butler Saw“ sem var fmmsýnt eft- ir lát Ortons. og nokkrum einþáttung- um. Lahr rekur ævi Ortons frá bamæsku til dauðastundar. Hann fæddist árið 1933 og var því aðeins þrjátíu og fiög- urra ára er hann lést. Æskuárin voni viðburðasnauð og hamingjulaus. Hug- urinn stóð til leiklistar þegar á ungl- ingsárum og árið 1951 náði hann inngöngu í breska leiklistarskólann, RADA. Þar kynntist hann Kenneth Halliwell, sem var sjö árum eldri. Báð- ir höfðu þeir kynhverfar tilhneigingar og áður en iangt var um liðið höfðu þeir flutt saman. Sú sambúð stóð í fimmtán ár og gekk bærilega framan af. einkurn á ámnum áður en Orton kom leikritum sínum á framfæri. Reyndar var það Halliwell sem beindi Orton inn á brautir ritaðs máls og til að byrja með að minnsta kosti unnu þeir saman að ritstörfum. En þegai' hæfileikar Ortons höfðu verið leystir úr læðingi geystist hann fram úr fé- laga sínum. Lahr sýnir fram á að það var einmitt árangur Ortons, sú viður- kenning umheimsins sem hann hlaut, sem var megintilefni þein-ar afbrýði- semi og öíundar sem að lokum leiddi til svo blóðugra endaloka. Það verður að segjast eins og er að hvomgur þein-a félaga, Ortons og Halliwells, eru sérlega geðþekkar per- sónur. Einkalíf þein-a er rakið nákvæmlega í bókinni, ekki síst kyn- lífið. Sú persónulega hegðan skiptir auðvitað aðra litlu máli nema til þess að gefa raunsæja hugmynd um bak- svið þeirra leikverka sem Orton náði að ljúka á stuttum ferli sínum og sem enn halda nafni hans á lofti. I, TINA. Höfundar: Tina Tumer og Kurt Loder. Penguln Books, 1987. Engin ber nafnið „drottning rokks- ins" frekar með rentu en kjai’norku- kvenmaðurinn Tina Tumer. Þrátt fyrir mikið andstrevmi hefur henni tekist að komast á toppinn og halda sér þar. nú komin hátt á fimmtugsald- urinn. Kurt Loder. sem er meðal annars þekktur fyrir skrif sín í „Rolling Stone”. heftu' unnið þessa ævisögu sem er að mestu leyti bein frásögn rokk- drottningarinnar sjálfrar. Hér lýsir Tina hispurslaust lífsreynslu sinni og clregur ekkert undan. A táningsaldri heillaðist hún af dægurtónlist þeirra tíma. Hún fór að syngja með hljóm- sveit Ike Turner og giftist honum í bvrjun sjöunda áratugarins - eftir að hafa eignast barn utan hjónabands. Þau náðu miklum vinsældum bæði með plötum sínum og hljómleikum viða um heim. Drottning rokksins withWirtlocfer En í hjónabandinu var ekki allt dans á rósum. Eiginmaðurinn, sem var mik- ill eiturlyfjaneytandi, fór illa með hana. Það var ekki aðeins að hann væri með öðrum konum eins og hann væri ókvæntur; hann misþyrmdi henni einnig líkamlega með síendurteknum barsmíðum. Svo fór að lokum, snemma á áttunda áratugnum, að Tina Tumar fékk nóg og sagði skilið við eigin- manninn. Næstu árin á eftir voru Tinu erfið. Hún var ein á báti, eignalaus og átti erfitt með að ná sér aftur á strik sem söngvari. Eftir fimm ára hlé sló hún hins vegar í gegn með nýrri hljórn- plötu, „Private Dancer“. Og síðan hefur hver sigurinn rekið annan. Það er mikil einlægni í frásögn Tinu af ævintýralegum ferli sínum sem segja má að sanni hið fornkveðna að þrautseigja vinni þrautir allar. Bókin er skreytt allmörgum myndum frá ólíkum timbilum í lífi hennar. Metsölubækur Bretiand 1. James Herbert: THE MAGIC COTTAGE. (1) 2. Virginia Andrews: DARK ANGEL. (2) 3. Judith Krantz: l'LL TAKE MANHATTAN. (4) 4. Wilbur Smith: POWER OF THE SWORD. (-) 5. PROMS '87. (5) 6. Catherine Cookson: THE MOTH. (2) 7. Barbara Taylor Bradlord: HOLD THE DREAM. (6) 8. John Le Carré: A PERFECT SPY. (7) 9. Steven Callahan: ADRIFT. (-) 10. Bryan Forbes: THE ENDLESS GAME. (8) (Tölur innan sviga tákna röö viökomandi bókar vikuna a undan. Byggt á Tho Sunday Timea.) Bandaríkin: 1. John le Carré: A PERFECT SPY. 2. Sue Miller: THE GOOD MOTHER. 3. John D. MacDonald: BARRIER ISLAND. 4. Robert Ludlum: THE BOURNE SUPREMACY. 5. Arthur C. Clarke: THE SONGS OF DISTANT EARTH. 6. Dana Fuller Ross: WISCONSIN! 7. Johanna Lindsay: HEARTS AFLAME. 8. Dick Francis: BREAK IN. 9. Janet Dailey: THE GREAT ALONE. 10. Gerald A. Browne: STONE 588. 11. Andrew M. Greeley: GOD GAME. 12. W. Strieber og J. Kunetka: NATURE'S END. 13. Margaret Atwood: THE HANDMAID'S TALE. 14. M. Weis, Tracy Hickman: THE MAGIC OF KRYNN. 15. Terry Brooks: MAGIC KINGDOM FOR SALE - SOLD! Rit almenns eölis: 1. Bill Cosby: FATHERHOOD. 2. JAMES HERRIOT’S DOG STORIES. 3. Judith Viorst: NECESSARY LOSSES. 4. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 5. Steven Callahan: ADRIFT. 6. Harold Kushner: WHEN ALL YOU’VE EVER WANTED ISN’T ENOUGH. 7. Linda Ellerbee: „AND SO IT GOES". 8. Beryl Markham: WEST WITH THE NIGHT. 9. Oliver Sacks: THE MAN WHO MISTOOK HIS WIFE FOR A HAT. 10. C. Cowan, M. Kinder: SMART WOMEN, FOOLISH CHOICES (Byggt á New York Tlmes Book Review.) Umsjón Elías Snæland Jónsson Stjórnmál og spilling BRIARPATCH. Höfundur: Ross Thomas. Penguin Books, 1987. Þau systkinin Felicity og Benj- amin Dill lifa og starfa sitt á hvorri strönd Bandaríkjanna. En þegar Felicity, sem starfar sem lögreglu- kona, er myrt með sprengju sem komið er fyrir í bifreið hennar, flýgur Benjamin til vesturstrand- arinnar i leit að skýringum. Sjálfur starfar hann sem rannsóknarmað- ur hjá bandarískum þingmanni og er því vanur að grafa upp það sem aðrir vilja halda levndu. Hann kemst fljótlega að raun um að margt er á huldu um morðið á Felicity. Og jafnframt að einhverj- ir eru að reyna að láta líta svo út fyrir að hún hafi þegið mútur frá glæpamönnum. Ross Thomas, sem hefur þegar samið margar spennubækur, fjall- ar hér öðru fremur um spiliingu í stjórnmálum og löggæslumálum í stórborg í Bandaríkjunum. Þessi saga hans er spennandi og í megin- atriðum trúverðug. THE HOTHER OF DAVID H YVONNE KEULS CX«r 250.000 copeivM in Hdfand aiooe - a ncrvcl oí drug adtfiction vn thc tnóition of GOASKALiCE and‘H’ I klóm fíkniefna THE MOTHER OF DAVID S. Höfundur: YVONNE KEULS. Útgefandi: Corgi Books, 1986. Margar bækur hafa verið samdar um fíkniefni og þá sem ánetjast þeim síðustu árin: fræðibækur, lífs- reynslusögur nafngreindra ein- staklinga og skáldsögur. Þessi bók flokkast væntanlega sem heimildarskáldsaga. Þótt per- sónurnar séu búnar til af höfundi, og atburðarásin sömuleiðis, þá er hvoiutveggja byggt á reynslu margra sem hafa orðið fýrir hlið- stæðurn ósköpum þ.e. að horfa á börn sín ánetjast fíkniefnum, reyna allt sem hugsanlegt er, jafn- vel í mörg ár, til þess að koma þeim til bjargar en án sýnilegs ár- angurs. Það er að sjálfsögðu mikil ógæfa að lenda í klóm fíkniefna því þær sleppa í raun aldrei takinu. En það eru fleiri en fórnarlambið sjálft sem verða íyrir áfalli. Heilu fjöl- skyldurnar eru 'gjarnar lagðar í rúst mn leið. Og um það fjallar einmitt þessi bók fyrst og fremst: hvernig áhrif það hefur á fjöl- skyldu ungs pilts, David S„ þegar hann verður fíkniefnunum að bráð. Óhugnanleg en sönn frásögn sem á erindi alls staðar þar sem fíkni- efnafjandinn seilist til áhrifa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.