Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987. Leyfilegt er aö tjalda á Geirsárbökkum og einnig i Húsafelii. DV-mynd Kristján Ari Þaö verður ekkert húllumhæ á sunnanveröu landinu þessa helgina. Menn verða að bíöa með allt slíkt þar til grasið er gróið. DV-mynd Kristján Ari ÁHYGGJUNUM taktu Ferðatrygg^ngu Almeiinra ••• Það er vissulega nauðsyn að undirbúa sig vel fyrir ferðalagið. En er ekki ráð að gera það á sem einfaldastan hátt? Þú færð þér Ferðatrygginguna frá Almennum - og léttir af þér áhyggjunum! Ferðatrygging Almennra er hagkvæm og víðtæk heildarlausn fyrir þig og þína. Hún er ferðaslysa-, sjúkra-, ferðarofs- og farangurs- trygging og veitir aðgang að SOS neyðarþjónustunni, sem eykur enn frekar á öryggið. ...og njóttu ferðarinnar! Hvítasunnuhelgin hefur lengi verið ein mesta ferðahelgi árs- ins fyrir utan verslun- armannahelgina. Ferðahugurinn gerir vart við sig þegar löng helgi er framundan og að öllum líkindum hafa margir lagt í hann í gær. Það er ekkert undarlegt þegar veð- urblíðan er eins og hún hefur verið, að minnsta kosti hér sunnanlands. Þegar DV hafði samband við veðurstofuna fyrr í vik- unni var búist við 10-14 stiga hita um helgina og sólskini hér sunnan- og vestan- lands en heldur kald- ara fyrir norðan. Þeir sem hugðust fara í íjaldútilegu eiga þó ekki um marga staði að velja. Flest öll tjald- svæði hér á sunnan- verðu landinu verða ekki opnuð fyrr en eft- ir hvítasunnu. Það getur því orðið leit að góðum stað. Mörgum rmin finnast þetta súrt í broti þar sem hvíta- sunnuhelgin er nú í seinna lagi. Þeir sem eiga sumar- bústaði þurfa sjálfsagt að taka til höndum á sínum landsvæðum og enn aðrir fara sjálf- sagt bara í bíltúr. Þar | sem hvítasunnan er i helgidagur er bannað £ að hafa skemmtanir < eftir miðnætti í kvöld en það getur vissulega enginn bannað nein- um að láta sér líða vel í sveitasælunni yfir helgina. Aðeins einn staður býður upp á tjaldsamkomu og skemmtun og eru það Stuðmenn sem verða í Borgarfirðinum. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.