Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 6. JÚNl' 1987. 15 Ferðahugur kominn 1 mannskapinn: Straumurinn liggur úr bænum en flest tjaldsvæðin enn lokuð Utiskemmtun í Borgarfirði: Stuðmenn tjalda sínu nýjasta „Það má segja að við ætlum að halda uppi hvítasunnustuði um helgina," sagði Jakob Magnússon Stuðmaður í samtali við DV. Stuð- menn skemmta þessa helgi í Logalandi í Borgarfirðinum og um klukkan fimm í dag verða þeir með útiskemmtun á Geirsárbökkum. „Addi rokk, bráðhress náungi á sextugsaldri, mun skemmta með okkur á árbakkanum og einnig verðum við með diskótek. Við von- umst til að þarna verði margt 'um manninn." I gærkvöldi voru Stuðmenn með dansleik í Logalandi og átti þá að skera úr um hver væri látúnsbarki kjördæmisins en þessar vikur stendur yfir leit af látúnsbarkanum í hverju kjördæmi fyrir sig. Endar það með keppni í sjónvarpssal þann 12. júlí. „Við vorum fyrir vestan um dag- inn og þar sigraði Jóhann Jóhanns- son, Tálknfirðingur sem var mjög góður. Fimm hafa skráð sig i keppnina í Borgarfirðinum og ko- must færri að en vildu. Það er mikil ásókn í að taka þátt í þessu,“ sagði Jakob ennfremur. Keppnin bvggist upp á að finna söngvara og keppa þeir síðan sín á milli í sjónvarpssal. - Eru Stuðmenn óbreyttir? ..Já. það erum við.“ svaraði Jakob. ..Eg á von á að Valgeir verði með okkur í dag en hann er að koma heim frá Bandaríkjunum. Við erum að fylgja eftir nýrri plötu með nýj- um stil sem kemur út eftir helgina." Ragnhildur Gísladóttir á von á sér í júlí og verður áfram með hljóm- sveitinni fram að þeim tíma. enda hraust og hress eins og hennar er vandi. Þá má geta þess að tjaldsvæði er á Geirsárbökkum og einnig er leyfi- legt að tjalda í Húsafelli en æski- legt þó að þar sé um fjölskyldufólk að ræða. Þjónustumiðstöðin í Húsafelli verður opnuð nú fyrir helgi. -ELA Þeir voru hressir, krakkarnir, og ætluóu áreiöanlega aö skemmta sér vel i sveitasælunni yfir helgina. Annars var myndin búin til í tilefni helgarinnar og þaö voru krakkar úr vinnuskóla Reykjavikur, Þorlákshafnarrútubílstjóri og Sportleigan við Umferðarmiðstöðina sem hjálpuðu okkur að gera ferðalagsstemningu. DV-myndir Kristján Ari Allt lokað og læst - á helstu ferðamannastöðunum Miklar aðgerðir hjá lögreglu Það verður erfitt um vik fyrir þá sem vilja tjalda á sunnanverðu landinu þessa helgi því flestöll tjaldstæði eru enn lokuð. Á Laug- arvatni verða tjaldstæðin ekki opnuð fyrr en 10. júní. „Landið er alls ekki tilbúið að taka á móti átroðningi," sagði Eirikur Ey- vindsson sem hefur með tjaldsvæð- ið þar að gera. Hann sagði að allt væri ennþá lokað á Laugarvatni nema gufubaðið og sundlaugin. Valhöll á Þingvöllum er opin en það sama verður ekki sagt um tjaldsvæðin. Þau verða ekki opnuð fyrr en 9. júní. Sama var upp á ten- ingnum þar, gróðurinn ekki tilbú- inn og landið rétt að fá á sig grænan lit. Þórsmörk er alltaf vinsæll staður um hvítasunnuna og núna ætti að vera í lagi að fara þangað því Húsa- dalur verður opinn og er í lagi að tjaldajjar. Hins vegar mun Ferða- félag Islands ekki opna Langadal fyrr en eftir hvítasunnu þannig að ekki þýðir að fara þangað. Þjórsárdalur er lokaður og engin aðstaða þar. Menn eru ekki hrifnir t af því að fá fólk strax út i náttúr- una að því er virðist. Ekki þýðir heidur að hugsa um Landmannalaugar því þangað 'verður ekki fært fyrr en í fvrsta lagi í kringum 20. júní. -ELA Lögreglan í Revkjavík býst við mikilli umferð úr bænum unt helg- ina og verður gripið til ýmissa aðgerða því samfara. Lögreglu- menn verða í samráði við Bifreiða- eftirlitið með skoðun á bifreiðum er leggja leið sinu úr bænum og ef ástandi virðist ábótavant má búast við að lítið verði úr ferðalagi. Það er því best að aka ekki úr bænum nema bíllinn sé i góðu standi. Vegalögreglan verður um allt land og mun ásamt staðarlögreglu- mönnum fvlgjast með því að umferð gangi vel fyrir sig og að- stoða menn ef með þarf. Miklar aðgerðir verða hjá lög- reglunni á hálendinu. Það hefur sýnt sig að menn leggja á hálendið og valda usla. auk þess sem þeir eru oft illa búnir. Lögreglan verður með bíla á hálendinu og einnig þvrlu landhelgisgæslunnar og verður fvlgst með öllu svæðinu úr lofti. Menn eru því varaðir við að leggja þessá leið á sig ef þeir hvggj- ast prófa krafta fjórhjólsins eða jeppans. Ef þvrlumenn verða varir við einhverja slíka fanta láta þeir lögreglubílana umsvifalaust vita. Þessar aðgerðir lögreglunnar eru nýmæli en sýnt þvkir að ekki veiti af smáeftirliti á hálendi Islands. Menn mega líka vara sig á þvi að margir staðir eru ennþá ófærir, ein- s og t.d. Kaldidalur. -ELA Aðeins • • p/ oría hótel opin Vilji menn dvelja á einhverju Eddu hóteli um þessa helgi getur verið erfitt að finna eitthvað sem búið er að opna. Hótelin þrjú á Laugarvatni verða t.d. ekki opn- uð fvrr en 11. júní. Hótelið á Kirkjubæjarklaustri er opið og einnig Flókalundur. Og í dag verða hótelin í Nesjastaðaskóla og á Hallormsstað opnuð. Öll hin verða opnuð síðar. Það má því með sanni segja að sumarskapið, sem einkennt hefur borgarbúa, nái ekki til landsins þessa fyrstu ferðahelgi.-ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.