Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987. 19 Skólastjórar teknir á beinið Hörkuskemmtilegur sumarleikur Helgarblaðs DV að hefjast Skemmtileg og spennandi spurningakeppni hefst í Helgar- blaði DV um næstu helgi. Þar verða þekktir skólamenn, skóla- stjórar og rektorar, teknir á beinið. í hverju blaði leiða tveir kunnir lærdómsmenn saman hesta sína og ausa úr allsnægtá- brunnum visku sinnar yfir lesendur. Þetta er útsláttarkeppni og heldur sigurvegarinn því áfram keppni en sá sem ber lægri hlut er úr leik. Keppendur eru átta. Það verða því fjórar undanrásir, tvenn undanúrslit og spennandi úrslitakeppni fer síðan fram í byrjun ágúst. Leitast verður við að hafa spurningarnar blandaðar, sumar í auðveldari kantinum en aðrar snúnar og jafnvel smásmuguleg- ar. Fyrst og fremst er litið á keppnina sem léttan sumarleik sem allir keppendur geta tekið þátt í og verða rétt svör birt á sömu síðu og keppnin, en á haus. Umsjónarmaður spurningakeppninnar er Gunnar Gunnarsson, rithöfundur og blaðamaður. Honum til aðstoðar við dómgæslu og samningu spurninga er Baldur Símonarson lífefnafræðingur sem er þjóðkunnurfyrirvisku og þátttöku sína í spurningaleikj- um. Þeir hafa að undanförnu unnið ötullega að því aðsafnasaman spurningum í þessa keppni og ná saman keppendum sem eru víðs vegar af landinu. Ekki er að efa að þessi létti sumarleikur DV á eftir að hitta í mark hjá lesendum. -ATA Benedikt Sigurðarson. Guðni Guðmundsson. Hafsteinn Stefánsson. Kristján Bersi Olafsson. Smári Geirsson. Vilhjálmur Einarsson. Þorgeir ibsen. Þorsteinn Þorsteinsson. Harðsnúið lið fjölfróðra keppenda Skólastjórarnir, sem teknir verða á beinið, eru ekki af verri endanum Það verða engir aukvisar eða viðvaningar sem fá að kljást við spurningarnar sem lagðar verða fram í sumarleik DV á næstu vik- um. Allt eru þetta margfróðir og snarpir menn sem hafa í gegnum árin ausið úr viskubrunni sínum yfir nemendur og samkennara og hafa mótað margt ungmennið með visku sinni og þekkingu. í þessum sumarleik reynir að sjálfsögðu á þekkingu þeirra, en á milli koma svo lævíslegar og smá- smugulegar óþverraspurningar sem í fyllstu sanngirni er varla hægt að ætlast til að þeir kunni svörin við, allavega ekki í öllum tilfellum. Þar reynir þó stundum á snerpuna og hugmyndaflugið. Það verða sjálf- sagt margir sem bíða með óþreyju eftir að sjá hvernig þessum heiðurs- mönnum gengur þarna megin próíhorðsins. Keppendurnir eru eftirtaldir. og er þá farið eftir stafrófsröð: Benedikt Sigurðarson Benedikt Sigurðarson er skóla- stjóri Barnaskólans á Akureyri. Benedikt er mjög fjölfróður maður og segja margir að hann viti allt sem er þess virði að vita. Þess vegna fær hann að vera með í sumarleik DV. Guðni Guðmundsson Guðni Guðmundsson er rektor Menntaskólans í Reykjavík. Sagt er að þegar hann tók stúdentspróf á sínum tíma hafi hann getað svar- að öllu nema hvað hann klikkaði í spurningum í líffræðiprófi þar sem spurt var um kynfæri. Þegar Guðni var spurður hvort hann væri ekki til í að taka þátt í sumarleiknum sagðist hann vera til í allt nema sjálfsmorð. Hafsteinn Stefánsson Hafsteinn Stefánsson er skóla- stjóri Fjölbrautaskólans í Ármúla. Hafsteinn er þekktur af visku sinni og vilja sumir nemenda hans álíta að hann viti fullmikið. Kristján Bersi Olafsson Kristján Bersi Ólafsson er skóla- stjóri Flensborgarskólans. Hafn- firðingar vilja sumir halda þvi fram að Flensborgarar. og kannski fyrst og fremst Kristján Bersi, hafi af- sannað kenninguna um að Hafn- firðingar séu eitthvað grunnhyggn- ari en aðrir. Enginn dómur skal á þá staðhæfingu lagður en svo mikið er víst að Kristján Bersi er marg- fróður maður og auk þess þrau- trevndur í spurningaleikjum. Smári Geirsson Smári Geirsson er skólastjóri Verkmenntaskólans á Neskaup- stað. Smári hefur gert mikið fvrir verkmenntakennsluna á Austurl- andi enda vel að sér í þeim fræðum. En þekking Smára nær langt út fyrir það svið sem hann vinnur við. Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur Einarsson er skóla- meistari Menntaskólans á Egils- stöðum. Fyrir utan að vera fróður maður er hann kannski þekktari fvrir frækileg þrístökk og að hafa getið af sér öflugan spjótkast- ara. Þorgeir Ibsen Þorgeir Ibsen er fyrrverandi skólastjóri Barnaskóla Hafnar- fjarðar. Hann er ákaflega vinsæll maður. bæði i bæjarfélaginu og af nemendum sinum. Auk þess er Þor- geir skemmtilegur maður og margfróður. Þorsteinn Þorsteinsson Þorsteinn Þorsteinsson er skóla- stjóri Fjölbrautaskólans i Garðabæ. Þorsteinr. var forseti Skáksambands íslands og snjall skákmaður og þar af leiðandi fljót- ur að hugsa rökrétt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.